Fólkið sem erfir landið 30. janúar 2019

Ætlar að verða sauðfjárbóndi

Stella Björk Harðardóttir býr á Efri-Ey 1 í Skaftárhreppi og ætlar að verða sauðfjárbóndi. Henni finnst gaman að spila fótbolta. 
 
Nafn: Stella Björk Harðardóttir.
 
Aldur: 12 ára.
 
Stjörnumerki: Bogamaður.
 
Búseta: Efri -Ey 1 í Skaftárhreppi.
 
Skóli: Kirkjubæjarskóli á Síðu.
 
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir.
 
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundar og kettir.
 
Uppáhaldsmatur: Lambakjöt.
 
Uppáhaldshljómsveit: Ég veit það ekki.
 
Uppáhaldskvikmynd: The Fast and the Furious-myndirnar.
 
Fyrsta minning þín? Leika með Sigga og Lárusi í leikskólanum.
 
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta.
 
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Sauðfjárbóndi.
 
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég veit það ekki.
 
Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt á nýju ári? Spila fótbolta, sigla kajak og vera með fjölskyldunni.
 
Næst » Ég skora á Lárus Guðbrands­son vin minn að svara næst.