Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Breyting rekstrarleyfis Fiskeldis Austfjarða hf. í Berufirði
Mynd / HKr.
Fólk 24. ágúst 2021

Breyting rekstrarleyfis Fiskeldis Austfjarða hf. í Berufirði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur breytt  rekstrarleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. til fiskeldis í Berufirði í samræmi við 13. gr. reglugerðar nr. 540/2020 um fiskeldi . Tillaga að breyttu rekstrarleyfi var auglýst á vef stofnunarinnar þann 31. maí 2021 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 28. júní 2021.

Fiskeldi Austfjarða sótti um breytingu á rekstrarleyfi fyrir allt að 9.800 tonna hámarkslífmassa, þar af 7.500 tonn af frjóum laxi og 2.300 tonn af ófrjóum laxi, í kynslóðaskiptu sjókvíeldi í Berufirði á breyttum eldissvæðum, Gautavík, Hamraborg I, Glímeyri og Svarthamarsvík, ásamt breytingu á útsetningaráætlun.

Hámarkslífmassi eldisins vegna rekstrarleyfis FE-1138 í Berufirði mun ekki fara yfir 9.800 tonn sem er í samræmi við burðarþolsmat Berufjarðar. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Framkvæmd fyrirtækisins er ekki matsskyld skv. ákvörðun Skipulagsstofnunar í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um breytingu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.

Ítarefni

Sveins saga búfræðings
Fólk 13. október 2021

Sveins saga búfræðings

Sveinn Sveinsson hét hann, Aust­firðingur, fæddur á Ormsstöðum í Norðfirði 21. j...

Leikfélag Keflavíkur sýnir Fyrsta kossinn
Fólk 11. október 2021

Leikfélag Keflavíkur sýnir Fyrsta kossinn

Eitt öflugasta áhugaleikfélag Íslands fagnar nú 60 ára afmæli um þessar mundir o...

Leikfélag Hveragerðis sýnir "Nei Ráðherra!"
Fólk 8. október 2021

Leikfélag Hveragerðis sýnir "Nei Ráðherra!"

Leikfélag Hveragerðis, sem stofnað var á vetrarmánuðum árið 1947, hóf vegferð sí...

Leikfélag Kópavogs – Rúi og Stúi
Fólk 7. október 2021

Leikfélag Kópavogs – Rúi og Stúi

Leikfélag Kópavogs, sem hefur aðsetur að Funalind 2, hefur nú sextugasta og fjór...

Breyting rekstrarleyfis Fiskeldis Austfjarða hf. í Berufirði
Fólk 24. ágúst 2021

Breyting rekstrarleyfis Fiskeldis Austfjarða hf. í Berufirði

Matvælastofnun hefur breytt  rekstrarleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. til fiskeldi...

Minnast 90 ára afmælis frumkvöðuls safnsins
Fólk 6. júlí 2021

Minnast 90 ára afmælis frumkvöðuls safnsins

Iðnaðarsafnið á Akureyri býður í sumar upp á fyrirlestra og myndbandasýningar se...

Borgfirskur flamenkó-gítarleikari og spænskir listamenn bjóða til veislu
Fólk 30. júní 2021

Borgfirskur flamenkó-gítarleikari og spænskir listamenn bjóða til veislu

Þessa dagana eru spænskir flamenkó-listamenn að troða upp víða um land í samvinn...

Nýr formaður Beint frá býli hvetur bændur til að kynna sér hvað félagið geti gert fyrir þá
Fólk 19. maí 2021

Nýr formaður Beint frá býli hvetur bændur til að kynna sér hvað félagið geti gert fyrir þá

Beint frá býli (BFB) – Félag heimavinnsluaðila – hélt aðalfund sinn fyrir starfs...