Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Breyting rekstrarleyfis Fiskeldis Austfjarða hf. í Berufirði
Mynd / HKr.
Líf&Starf 24. ágúst 2021

Breyting rekstrarleyfis Fiskeldis Austfjarða hf. í Berufirði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur breytt  rekstrarleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. til fiskeldis í Berufirði í samræmi við 13. gr. reglugerðar nr. 540/2020 um fiskeldi . Tillaga að breyttu rekstrarleyfi var auglýst á vef stofnunarinnar þann 31. maí 2021 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 28. júní 2021.

Fiskeldi Austfjarða sótti um breytingu á rekstrarleyfi fyrir allt að 9.800 tonna hámarkslífmassa, þar af 7.500 tonn af frjóum laxi og 2.300 tonn af ófrjóum laxi, í kynslóðaskiptu sjókvíeldi í Berufirði á breyttum eldissvæðum, Gautavík, Hamraborg I, Glímeyri og Svarthamarsvík, ásamt breytingu á útsetningaráætlun.

Hámarkslífmassi eldisins vegna rekstrarleyfis FE-1138 í Berufirði mun ekki fara yfir 9.800 tonn sem er í samræmi við burðarþolsmat Berufjarðar. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Framkvæmd fyrirtækisins er ekki matsskyld skv. ákvörðun Skipulagsstofnunar í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um breytingu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.

Ítarefni

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...