Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þverhamrar 3
Mynd / Aðsend
Bóndinn 11. mars 2021

Þverhamrar 3

Arnór Ari Sigurðsson er fæddur og uppalinn á Breiðdalsvík. Hann er lærður vélvirki og starfar við löndun og sinnir viðhaldi á tækjum tengdum því. Jórunn Dagbjört Jónsdóttir er fædd og uppalin á Stöðvarfirði. Hún er með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Egilsstöðum en starfar sem stuðningsfulltrúi í Grunnskóla Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar.

Ólafía Jónsdóttir föðuramma og Hermann Guðmundsson stjúpafi Jórunnar byggðu bæði íbúðarhúsið, vélarskemmuna og byggðu við fjárhúsin á Þverhamri. Arnór og Jórunn keyptu Þverhamar haustið 2018. 

Búið var að útbúa gistingu á neðri hæð íbúðarhússins og reka þau hana samhliða búinu. Í byrjun árs keyptu þau hlut í Breiðdalsbita og vonast þau til þess að geta gert spennandi hluti í samstarfi við Guðnýju Harðardóttur.

Býli:  Þverhamar 3.

Staðsett í sveit:  Breiðdal í Fjarðabyggð.

Ábúendur: Arnór Ari Sigurðsson, Jórunn Dagbjört Jónsdóttir, Árndís Eva Arnórsdóttir, Elvar Freyr Arnórsson og Ester Lóa Arnórsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Arnór á hana Árndísi Evu 9 ára úr fyrra sambandi, en saman eiga þau Elvar Frey, 4 ára og Ester Lóu, 2 ára. Svo eiga þau tvo hunda, Pílu og Mola.

Stærð jarðar? Við hreinskilnislega munum það ekki …

Gerð bús? Sauðfjárbúskapur og ferðaþjónusta.

Fjöldi búfjár og tegundir? 350 kindur og tveir hundar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnu-dagur fyrir sig á bænum?  Eins og núna á veturna, þegar það er búið að hýsa féð, þá fara Jórunn og börn í vinnu og leikskóla. Arnór fer og gefur morgungjöf og fer svo beint í vinnu. Jórunn sækir börnin í leikskóla og fer með þau heim og sinnir þeim og heimilinu. Arnór kemur úr vinnu og fer svo í kvöldgjöfina. En það eru ekki allir dagar eins í sveitinni og störfin eru fjölbreytt.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Okkur finnst sauðburður og smalamennskur skemmtilegustu störfin. Í rauninni finnst okkur ekkert verk leiðinlegt sem viðkemur búinu en þau geta verið miserfið. 

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Framtíðarsýn okkar væri að koma öllu fé á gjafagrindur, stækka fjárhúsin og fjölga fénu talsvert.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvörum? Við sjáum fyrir okkur að nýta hluta af afurðunum í gegnum Breiðdalsbita. Koma með nýjar og spennandi vörur á markað. 

Svo væri draumurinn að Íslend-ingar yrðu sjálfum sér nógir í framleiðslu á íslensku kjöti og vörum, til þess þyrfti að vera minna af innfluttu kjöti. Þar af leiðandi þyrftu tollamál að vera í lagi. 

En á innanlandsmarkaðinum mætti bæta framsetningu íslensku vörunnar með áherslu á gæði og hreinleika.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, tómatsósa, kokteil-sósa og skyr.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri eða pitsa.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fyrsti sauðburðurinn var frekar eftirminnilegur. Ester Lóa fæddist 29. apríl 2019 og voru þau á sjúkrahúsinu í um rúma tvo daga og komu heim 2. maí. Sauðburðurinn byrjaði á fullu 6. maí, þá var nóg að gera. Arnór sá um sauðburðinn með hjálp fjölskyldu og vina og Jórunn sá um börn, heimili og gistingu á meðan sauðburðinum stóð. Þetta var mjög krefjandi en mjög dásamlegur og gefandi tími.

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...