Syðstu-Fossar
Bærinn okkar 19. september 2023

Syðstu-Fossar

Á Syðstu-Fossum í Borgarfirði búa þau Unnsteinn og Harpa ásamt Snorra, föður Unnsteins, sem er fyrrverandi bóndi á bænum, og Magnúsi, syni þeirra.

Býli: Syðstu-Fossar.

Staðsett í sveit: Borgarfjörður.

Ábúendur: Unnsteinn Snorri Snorrason og Harpa Sigríður Magnúsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum tvo syni, Ísak Rey (f. 2000) og Magnús Snorra (f. 2015). Ísak er fluttur að heiman, býr á Fáskrúðsfirði.

Á bænum býr einnig Snorri Hjálmarsson, sem er pabbi Unnsteins og fyrrverandi bóndi á bænum. Í heimilisfesti eru einnig tveir gagnslausir kettir, Doppa og Aska, sem eru í eigu húsfreyjunnar.

Stærð jarðar: Jörðin er um 170 ha, þar af eru um 30 ha tún.

Gerð bús: Sauðfé og hross.

Fjöldi búfjár: 120 vetrarfóðraðar ær og 25 hross

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum: Dagarnir eru misjafnir, eftir árstíðum, eins og gengur í búskapnum. Harpa og Unnsteinn vinna bæði utan bús. Unnsteinn sér um gegningar að morgni áður en hann fer til vinnu. Harpa sér um að koma Magnúsi í skóla. Síðan reyna allir að hjálpast að seinni part dags eftir getu og áhugasviði.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu verkefnin eru á vorin. Það fylgja því alltaf einhverjir töfrar að taka á móti vorinu með öllum þeim verkefnum sem því fylgja.

Okkur þykja engin bústörf sérstaklega leiðinleg, nema þá helst bókhald og skýrsluskil.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár: Það eru ekki fyrirhugaðar neinar breytingar á búskapnum næstu árin.

Við erum opin fyrir tækifærum sem geta skapað meiri tekjur af búskapnum, þannig að ekki þurfi að sækja vinnu utan bús í eins miklum mæli.

Hvað er alltaf til í ísskápnum: Það er þetta hefðbundna, íslenskar landbúnaðarafurðir, svo sem mjólk, smjör, ostar og skinka. Síðan er gjarnan til sviðasulta og kalt slátur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu: Þegar mikið liggur við er eldað lambakjöt. Steikt bleikja er líka ofarlega á vinsældalistanum.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin: Við gefum Magnúsi orðið: „Mér fannst skemmtilegt þegar kindin mín bar, 3 lömbum, úti á túni eitt vorið. Við þurftum að sækja hana á bílnum. Pabbi mátti ekki vera að því að setja hana inn á réttum tíma því hann var að halda fyrirlestur í tölvunni um vinnuhagræðingu á sauðburði. Svo setti pabbi eitt lambið á um haustið, en ég komst að því í vor og núna á ég 6 kindur, átti nefnilega bara 5.“

Syðstu-Fossar
Bærinn okkar 19. september 2023

Syðstu-Fossar

Á Syðstu-Fossum í Borgarfirði búa þau Unnsteinn og Harpa ásamt Snorra, föður Unn...

Krithóll
Bærinn okkar 5. september 2023

Krithóll

Björn er þriðju kynslóðar bóndi á Krithóli, en hann sameinaði jörðina aftur í ei...

Vestri-Leirárgarðar
Bærinn okkar 21. ágúst 2023

Vestri-Leirárgarðar

Á bænum Vestri-Leirárgörðum, Hvalfjarðarsveit er bæði stunduð sauðfjárrækt og hr...

Syðri-Hofdalir
Bærinn okkar 19. júlí 2023

Syðri-Hofdalir

Bærinn Syðri-Hofdalir er staðsettur í Viðvíkursveit, austanvert í Skagafirði, 22...

Nátthagi
Bærinn okkar 5. júlí 2023

Nátthagi

Þrír jarðarpartar keyptir úr Gljúfursjörðinni 1987, 1989 og 2010, samtals 23 hek...

Árdalur
Bærinn okkar 21. júní 2023

Árdalur

Við hjónin Jónas Þór og Salbjörg Matthíasdóttir tókum við búinu í Árdal í Kelduh...

Norðurhagi í Húnabyggð
Bærinn okkar 5. júní 2023

Norðurhagi í Húnabyggð

Ragnhildur er fædd og uppalin í Norðurhaga og hefur stundað búskap þar með forel...

Bergsstaðir á Vatnsnesi
Bærinn okkar 22. maí 2023

Bergsstaðir á Vatnsnesi

Þau Magnús Örn Valsson og Ingibjörg Jónína Finnsdóttir keyptu jörðina 2019 og tó...