Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Svanavatn
Bóndinn 20. apríl 2023

Svanavatn

Þau Bjarney og Hlynur hafa búið á Svanavatni í 4 ár. Keyptu jörðina í nóvember 2018 og fluttu í apríl 2019. Segjast hjónin vera í miklum endurbótum á húsakosti og séu að vinna að því að byggja upp hrossaræktarbú og tamningastöð með góðri aðstöðu til þjálfunar.

Býli? Svanavatn.

Staðsett í sveit? Austur-Landeyjum.

Ábúendur? Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir, Hlynur Guðmundsson og Unnsteinn Heiðar Hlynsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Bjarney, Hlynur og Unnsteinn, tíkurnar Gríma og Katla og kettirnir Gunnar og Vigfús.

Stærð jarðar? 250 ha.

Gerð bús? Hrossaræktarbú og tamningastöð.

Fjöldi búfjár? 10 kindur, 10 hænur og 60 hestar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hér er byrjað á því að annar aðilinn gefur öllu morgungjöf á meðan hinn skutlar yngsta búmanninum í leikskóla á Hvolsvelli.

Síðan taka við tamningar og útreiðar ásamt almennum umhirðustörfum í hesthúsinu. Síðan endar dagurinn á kvöldgjöf.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörfin eru að temja/ þjálfa góða hesta. Leiðinlegustu bústörfin eru sjálfsagt að fara út með skítahjólbörurnar.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Við erum í miklum framkvæmdum á útihúsum eins og er svo að vonandi eftir 5 ár verður komin falleg heildarmynd á bæinn. Stefnan er að reyna að koma hrossum úr okkar eigin ræktun á framfæri.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör og egg.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Soðið súpukjöt, einfalt og gott og klikkar aldrei.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegasta atvikið er sjálfsagt enn þá dagurinn sem við fluttum starfsemina yfir á Svanavatn. Hlutirnir voru kannski ekki alveg tilbúnir en einhvern veginn reddast þetta alltaf :)

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...