Snartarstaðir
Bærinn okkar 4. nóvember 2021

Snartarstaðir

Jóhann Páll Þorkelsson og Guðrún María Björnsdóttir, ábúendur á Snartarstöðum, fluttu þangað árið 2013 og tóku við 1. janúar 2016 af föðursystkinum Guðrúnar.

 

Býli: Snartarstaðir. 
 

Staðsett í sveit:  Lundarreykjadal í Borgarfirði.
 

Ábúendur: Jóhann Páll Þorkelsson og Guðrún María Björnsdóttir.


 

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Börnin eru þrjú; Heiðdís Guðrún, Arnfríður Birna og Björn Sigþór. Gæludýrin eru vandræðalega margir hundar, og kettirnir Fransína og Rósa Soffía prinsessa.
 

Stærð jarðar?  508 hektarar.


 

Gerð bús? Blandað bú, kýr, kindur, geitur og kartöflur.

Fjöldi búfjár og tegundir? 35-40 kýr og um 40 ungneyti. Tæplega 200 fjár á fóðrum, ásamt um 20 geitum, 8 öndum og of mörgum hrossum. Svo erum við líka með kartöflur, setjum niður í um 1,5 ha.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefðbundinn vinnudagur, tja. Þeir eru nú merkilega misjafnir. Byrjum þó oftast á að koma dætrunum í skólabílinn, svo fer Jóhann og mjólkar og ef vel liggur á yngsta afkvæminu fara hann og Guðrún líka í morgunfjósið. Svo er það stúss við fé, kartöflur eða vélar eftir árstíma. Svo eru kvöldmjaltir um sexleytið og reynt að klára vinnudaginn upp úr átta. Það tekst reyndar sjaldan.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Leiðinlegustu bústörfin eru klárlega að reka túnrollur, eða þegar vélar bila.

Skemmtilegast að sjálfsögðu sauðburður og að taka á móti gráum kálfum sem eru ekki með pung.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Eftir fimm ár verðum við vonandi búin að vinna upp ansi langan verkefnalistann sem bíður okkar, og búin að koma búinu í betra stand. Annars í svipuðu horfi.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Það eru alls staðar tækifæri. Það er bara spurning um að koma góðum hugmyndum í gang. Okkur finnst því miður ansi miklar ranghugmyndir uppi um búskap í dag, og sennilega liggur töluverður markaður fyrir alls konar afurðir niðri, bara af því neytandinn veit ekki hvað liggur í raun að baki vörunni í búðinni.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Hér er alltaf til smjör, skyr, laukur og hakk.
 

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Sennilega kartöflugratín, það er gott með næstum öllu og eitt af fáu sem enginn kvartar yfir.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fer eftir því hver er spurður. Jóhanni finnst eftirminnilegast þegar hann kom að Gunnu liggjandi í slægjunni, algjörlega bandvitlausri, því elskuleg rúllusamstæðan var biluð (eina ferðina enn það sumarið) og 20 hektarar flatir. Gunnu finnst eftirminnilegast þegar aukaútsæðið hans Jóhanns kom með flutningabíl; þetta „smáræði“ reyndist vera tveir stórsekkir af kartöflum!

Slétta
Bærinn okkar 2. desember 2021

Slétta

Sigurður flytur á Sléttu ásamt foreldrum sínum og systkinum frá Nesi í Loðmundar...

Arnþórsholt
Bærinn okkar 18. nóvember 2021

Arnþórsholt

Jörðin Arnþórsholt hefur verið í eigu og ábúð sömu fjölskyldu síðan 1919 þegar h...

Snartarstaðir
Bærinn okkar 4. nóvember 2021

Snartarstaðir

Jóhann Páll Þorkelsson og Guðrún María Björnsdóttir, ábúendur á Snartarstöðum, f...

Grímsstaðir
Bærinn okkar 21. október 2021

Grímsstaðir

Sama ættin hefur búið á Gríms­stöðum síðan árið 1871 þegar Hannes Guðmundsson og...

Kópareykir
Bærinn okkar 7. október 2021

Kópareykir

Kópareykir er ríkisjörð í sunnanverðum Reykholtsdal. Sama ættin hefur setið jörð...

Litla Brekka  – Kvíaholt
Bærinn okkar 24. september 2021

Litla Brekka – Kvíaholt

Ábúendur Litlu Brekku – Kvíaholts eru Anna Dröfn og Hjörleifur Stefánsson í ekta...

Svartyllis-edik og ofnbakað íslenskt grænmeti
Bærinn okkar 10. september 2021

Svartyllis-edik og ofnbakað íslenskt grænmeti

Þetta auðvelda blóma-edik er frábær leið til að fanga blómabragðið af ferskum sv...

Arnbjörg
Bærinn okkar 9. september 2021

Arnbjörg

Arnbjörg er nýbýli, stofnað úr landi Þverholta, sem var heimili foreldra Gunnars...