Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Pétursey 1
Bóndinn 20. júlí 2020

Pétursey 1

Magnús Örn Sigurjónsson stendur að búrekstrinum í dag á bænum Pétursey 1 og er þar sjötti ættliðurinn sem stundar búskap á jörðinni.  
 
Býli: Pétursey 1.
 
Staðsett í sveit:  Mýrdalshreppi, Vestur-Skaftafellssýslu.
 
Ábúendur: Magnús Örn Sigur­jóns­son og móðir hans, Kristín Magnúsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Á bænum búa ásamt Magnúsi, afi hans og amma, Eyjólfur Sigurjónsson og Erna Ólafsdóttir. Föðurbróðir, Pétur Eyjólfsson. Foreldrar, Sigurjón Eyjólfsson og Kristín Magnúsdóttir, og yngri bróðir, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson. Kötturinn Grettir, hundarnir Loppa og Bangsi. 
 
Stærð jarðar?  490 hektarar ásamt óskiptu heiðarlandi með öðrum Péturseyjarbæjum.
 
Gerð bús? Kúabú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Mjólkurkýr og naut. Samtals um 110 nautgripir og fáeinar kindur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagurinn byrjar á morgunmjöltum um kl. 6.30 og lýkur um kl. 19.00,  þegar ekki er verið í heyskap eða jarðvinnslu. Þess á milli er unnið við ýmis önnur bústörf. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er að vera í heyskap á góðum sumardegi eða jarðvinnsla á vorin. Leiðinlegast er að gera við flórsköfurnar í fjósinu.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en með fleiri nautgripum og meiri kornrækt.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Ég hugsa að mikil tækifæri séu í íslenskri kornrækt
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, rjómi og egg.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Nautasteik.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var þegar nýja kálfa- og kvíguaðstaðan var tekin í notkun.
Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...