Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Oddgeirshólar
Bóndinn 29. ágúst 2019

Oddgeirshólar

Ábúendur eru feðgarnir Magnús Guðmann Guðmundsson og Einar Magnússon. Magnús hóf búskap með formlegum hætti árið 1976 á jörðinni með föður sínum, Guðmundi Árnasyni, og bræðum hans, Jóhanni og Ólafi, sem ráku félagsbú.

Árið 1985 kom Steinþór, bróðir Magnúsar, inn í búskapinn. Ráku þeir tveir saman félagsbúið þar til 2017 er Steinþór hætti búskap. 

Einar  tók við sauðfénu af afa sínum Guðmundi árið 2006 og í búskap með föður sínum frá 1. nóvember 2017.

Býli:  Oddgeirshólar.

Staðsett í sveit:  Oddgeirshólar í Flóahreppi sem áður hét Hraungerðishreppur.

Ábúendur: Magnús G. Guðmundsson og Einar Magnússon.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Tveir karlar og þrír hundar; Píla, Týra og Skella.

Stærð jarðar?  Um 600 ha.

Gerð bús? Blandað bú.

Fjöldi búfjár og tegundir? 40 kýr + 30 aðrir nautgripir, um 400 fjár og 25 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjar á mjöltum og endar á þeim líka.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapur og að framkvæma eitthvað sem nauðsynlegt er, eru skemmtilegustu verkin en skemmtilegasta vinnan er í kringum réttirnar. Veikir gripir og bilanir er leiðinlegast.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi komið nýtt fjós og framtíðin björt.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Í ágætis málum.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef rétt er haldið á spilunum, það verður alltaf þörf fyrir mat. 

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í hreinleikanum.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Kók og kokteilsósa.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað lamb.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þau eru mörg, t.d. þegar við keyptum nýjan traktor í fyrra.

4 myndir:

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...