Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Norðurhagi í Húnabyggð
Bærinn okkar 5. júní 2023

Norðurhagi í Húnabyggð

Ragnhildur er fædd og uppalin í Norðurhaga og hefur stundað búskap þar með foreldrum sínum síðan hún man eftir sér. Dagur kemur svo inn í búið 2019 en þau kaupa jörðina af foreldrum Ragnhildar í ársbyrjun 2023.

Býli? Norðurhagi í Húnabyggð. Staðsett í sveit? Austur-Húnavatnssýsla.

Ábúendur? Ragnhildur Ásta Ragnarsdóttir og Dagur Freyr Jónasson, ásamt foreldrum Ragnhildar, Ragnar Bjarnason og Þorbjörg Pálsdóttir

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við parið, hundarnir Moli og Garpur og kötturinn Pétur.

Stærð jarðar? 250 hektarar og um 70 hektarar af ræktuðu landi.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár? Rúmlega 500 kindur og nokkur hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Morgun- og kvöldgjafir ásamt ýmsum verkum yfir daginn.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flest allt skemmtilegt en það sem stendur upp úr er sauðburður, smalamennskur og réttir, en svo er alltaf gaman að fóðra gripina og heyja í góðu húnversku veðri. Leiðinlegast er þegar skepnurnar veikjast, gera við ónýtar girðingar og hreinsa skít af grindum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Enn þá fleiri kindur og meiri kynbætur.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og ostur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt í hinum ýmsum formum er yfirleitt á boðstólum og slatti af meðlæti með því.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegast er líklegast þegar við tókum við búinu núna í ársbyrjun en annars eru öll markmið sem hafa náðst og allir litlu sigrarnir eftirminnilegir líka.

Syðstu-Fossar
Bærinn okkar 19. september 2023

Syðstu-Fossar

Á Syðstu-Fossum í Borgarfirði búa þau Unnsteinn og Harpa ásamt Snorra, föður Unn...

Krithóll
Bærinn okkar 5. september 2023

Krithóll

Björn er þriðju kynslóðar bóndi á Krithóli, en hann sameinaði jörðina aftur í ei...

Vestri-Leirárgarðar
Bærinn okkar 21. ágúst 2023

Vestri-Leirárgarðar

Á bænum Vestri-Leirárgörðum, Hvalfjarðarsveit er bæði stunduð sauðfjárrækt og hr...

Syðri-Hofdalir
Bærinn okkar 19. júlí 2023

Syðri-Hofdalir

Bærinn Syðri-Hofdalir er staðsettur í Viðvíkursveit, austanvert í Skagafirði, 22...

Nátthagi
Bærinn okkar 5. júlí 2023

Nátthagi

Þrír jarðarpartar keyptir úr Gljúfursjörðinni 1987, 1989 og 2010, samtals 23 hek...

Árdalur
Bærinn okkar 21. júní 2023

Árdalur

Við hjónin Jónas Þór og Salbjörg Matthíasdóttir tókum við búinu í Árdal í Kelduh...

Norðurhagi í Húnabyggð
Bærinn okkar 5. júní 2023

Norðurhagi í Húnabyggð

Ragnhildur er fædd og uppalin í Norðurhaga og hefur stundað búskap þar með forel...

Bergsstaðir á Vatnsnesi
Bærinn okkar 22. maí 2023

Bergsstaðir á Vatnsnesi

Þau Magnús Örn Valsson og Ingibjörg Jónína Finnsdóttir keyptu jörðina 2019 og tó...