Kringla
Bærinn okkar 8. október 2020

Kringla

„Við keyptum Kringlu árið 2015, af frænku Arnars og hennar manni, og Svalbarð af frænda Arnars,“ segir Fjóla Mikaelsdóttir.

„Við keyptum um 350 rollur af þeim en höfum aðeins fjölgað. Við ákváðum að prufa að taka nautgripi til eldis og breyttum helmingnum af fjósinu í stíur með steyptum bitum og planið er að breyta hinum helmingnum líka svo allt fjósið nýtist. Þessi ár hafa ekki alveg farið eins og lagt var upp með í byrjun en til stóð að byggja við fjárhúsin o.fl. en þar sem sauðfjárræktin er ekki að gefa mikið af sér höfum við frestað því aðeins.

Okkur líður vel hér og unum vel við bústörfin, en við vonum bara að meðalverð fyrir kjöt fari að hækka svo bændur á Íslandi þurfi ekki endalaust að berjast í bakka til að halda búum á floti,“ segir Fjóla.

Býli:  Kringla.

Staðsett í sveit: Miðdalir í Dalabyggð.

Ábúendur: Arnar Freyr Þorbjarnarson og Fjóla Mikaelsdóttir.

Jasmín og Mikael.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum 4 börn; þau Jasmín, 13 ára, Mikael, 11 ára, Nadíu Rós, 7 ára og Jóel Stein, 3 ára. Á bænum búa einnig hundarnir Smali, Nocco og Nagli. Allir af smalahundakyninu Border Collie. Kettirnir Hemmi og Nonni (Manni stakk af og fann sér annað heimili í sveitinni) og svo eru tvær kanínur sem njóta góðs af grænmetisafgöngum heimilisins.

Nadía Rós.

Stærð jarðar? Jarðirnar eru tvær samliggjandi, Kringla og Svalbarð, og eru um 600 ha samtals.

Gerð bús? Við erum með sauðfjárbú og ölum einnig nautgripi.

Fjöldi búfjár og tegundir? Það eru rúmlega 500 fjár, um 25 naut, fimm geitur og nokkrir hestar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Á haustin er mest verið að smala og sækja rollur hingað og þangað, velta fyrir sér líflömbum og huga að vetrinum. Það þarf að gefa nautunum á hverjum degi allt árið um kring en annars eru áherslurnar breytilegar eftir árstíðum og vinnudagarnir mjög fjölbreytilegir.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er held ég skemmtilegast að sinna sauðburði og smalamennskum en annars er allt skemmtilegt þegar vel gengur. Það er ekki mikið leiðinlegt við bústörfin sjálf en bókhaldið og tölvuvinnan sem fylgir þessu mætti alveg missa sín.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi verður allt með svipuðu sniði, komnar hænur og endur og búið að klára þær framkvæmdir sem eru á listanum langa.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Það eru ótal tækifæri á ýmsum stöðum sem auðvelt væri að framkvæma.

Regluverkið þarf bara vinna með okkur, bæði í matvörum sem og handverki.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Hér eru náttúrlega tveir ísskápar yfirleitt fullir af mat, en rjómi og rjómaostur er það sem er alltaf til og margir hlæja sem þekkja okkur því þetta er yfirleitt eins og lager hjá MS.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ætli það sé ekki auðveldast að segja lamb og naut því það er hægt að gera svo fjölbreytta rétti úr því. En annars held ég að enginn eigi sama uppáhaldsmatinn hér á bæ.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Já, það stendur upp úr núna þegar Arnar velti 3 ára gömlu dráttarvélinni í sumar með rúllusamstæðunni aftan í og allt ónýtt og karlinn bakbrotinn, en sem betur fer fór ekki verr. Við erum ótrúlega þakklát öllu góða fólkinu í kringum okkur sem var boðið og búið að stökkva til og hjálpa okkur, takk allir!

Jóel Steinn. 

Sólbakki
Bærinn okkar 19. nóvember 2020

Sólbakki

Hartmann er að mestu uppalinn í Reykjavík, bjó fyrstu sjö árin á Sauðárkróki og ...

Reykir
Bærinn okkar 5. nóvember 2020

Reykir

Dagur er fæddur og uppalinn á Reykjum og tók við búinu af móður sinni árið 2018....

Neðri-Hundadalur 2
Bærinn okkar 22. október 2020

Neðri-Hundadalur 2

Jens er úr Reykjavík  og Sigurdís er fædd og uppalin í Neðri-Hundadal. 

Kringla
Bærinn okkar 8. október 2020

Kringla

„Við keyptum Kringlu árið 2015, af frænku Arnars og hennar manni, og Svalbarð af...

Dunkur
Bærinn okkar 24. september 2020

Dunkur

Ábúendurnir á Dunki keyptu af ótengdum aðila á síðasta ári. Tóku við búi fyrsta ...

Valþúfa
Bærinn okkar 10. september 2020

Valþúfa

Í október 2018 tóku Guðrún Blöndal og Sævar saman föggur sínar á Akranesi og flu...

Bálkastaðir 1
Bærinn okkar 20. ágúst 2020

Bálkastaðir 1

Brynjar og Guðný eru bæði úr Hvalfjarðarsveit en keyptu Bálka­staði 1 í lok árs ...

Hrútatunga
Bærinn okkar 4. ágúst 2020

Hrútatunga

Jón Kristján kaupir jörðina í janúar 2016 af frænda sínum, Gunnari, og konu hans...