Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Kópsvatn
Bærinn okkar 12. maí 2021

Kópsvatn

Hjónin á Kópsvatni fluttu í sveitina haustið 1989 að Jaðri og voru ráðsfólk þar í 10 ár. Bjuggu eftir það á Flúðum.

Vorið 2008 komu þau svo inn í búskapinn hjá bræðrunum Bjarna og Magnúsi.

Þau kaupa og taka formlega við rekstrinum 1. janúar 2009 en flytja ekki fyrr en vorið 2010 þegar búið var að endurnýja gamla íbúðarhúsið.

Býli: Kópsvatn 1 í Hruna­manna­hreppi. 

Staðsett í sveit:  Í uppsveitum Árnessýslu, 5 kílómetrum fyrir ofan Flúðir.

Ábúendur: Þór Bjarnar Guðnason og Marta Esther Hjaltadóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Þór og Marta eiga þrjár dætur. Alda, 31 árs, búsett í Stokkhólmi ásamt manni og 8 mánaða dóttur, Unnur, 29 ára, starfsmaður VISS á Flúðum og Selfossi, búsett á Kópsvatni og Kristlaug, 26 ára (ólofuð!), starfsmaður á Espiflöt í Biskupstungum, búsett á Kópsvatni.

Stærð jarðar?  Um 300 hektarar og þar af 85 hektarar ræktaðir.

Gerð bús? Kúabú  með 2x6 SAC mjaltagryfju. 

Fjöldi búfjár og tegundir? 40 mjólkurkýr og 6o geldneyti í uppeldi. 11 hross til yndis og ánægjuauka.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Þór fer í mjaltir klukkan sjö meðan Marta kemur Unni af stað í vinnu. Gegningar og annað tilfallandi yfir daginn fram að kvöldmjöltum.

Í venjulegu árferði væri Marta að stússast í ýmsum félagsstörfum og kórsöng.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll bústörf eru skemmtileg nema helst að keyra heim rúllum. 

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi aukin mjólkurframleiðsla þar sem aðstaðan leyfir það.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvörum? Tækifærin liggja víða, sérstaklega ef tekst að halda umræðu um íslenskan landbúnað á jákvæðum og sanngjörnum nótum. 

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Það er alltaf til mjólk, rjómi, smjör, skyr og ostur. 

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grjónagrautur og slátur og gott nautakjöt.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegustu atvikin tengjast því þegar við höfum tekið bætta aðstöðu í notkun eins og geldneytaaðstöðu, mjaltagryfju og stækkun fjóss.

Gufuhlíð
Bærinn okkar 10. júní 2021

Gufuhlíð

Garðyrkjustöðin Gufuhlíð  er ein elsta garðyrkjustöðin í Reykholti (stofnuð í kr...

Espiflöt
Bærinn okkar 27. maí 2021

Espiflöt

Grunnur að garðyrkjustöðinni Espiflöt var lagður þann 1. maí 1948, þegar hjónin ...

Kópsvatn
Bærinn okkar 12. maí 2021

Kópsvatn

Hjónin á Kópsvatni fluttu í sveitina haustið 1989 að Jaðri og voru ráðsfólk þar ...

Þórarinsstaðir
Bærinn okkar 29. apríl 2021

Þórarinsstaðir

Ábúendur á Þórarinsstöðum, Styrmir Þorsteinsson og Kristín Erla,  tóku við búska...

Haukholt 1
Bærinn okkar 15. apríl 2021

Haukholt 1

Þorsteinn og bróðir hans, Magnús Helgi, keyptu jörðina af foreldrum sínum 2004 o...

Refsmýri
Bærinn okkar 25. mars 2021

Refsmýri

Björgólfur og Agnes búa í Refsmýri og stunda sauðfjárrækt og skógrækt. 

Þverhamrar 3
Bærinn okkar 11. mars 2021

Þverhamrar 3

Arnór Ari Sigurðsson er fæddur og uppalinn á Breiðdalsvík. Hann er lærður vélvir...

Skjöldólfsstaðir
Bærinn okkar 25. febrúar 2021

Skjöldólfsstaðir

„Tókum við búskap á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal í lok árs 2015, bæði fersk úr bú...