Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kópareykir
Bóndinn 7. október 2021

Kópareykir

Kópareykir er ríkisjörð í sunnanverðum Reykholtsdal. Sama ættin hefur setið jörðina frá 1901.

Býli: Kópareykir.

Staðsett í sveit: Kópareykir er í Reykholtsdal, Borgarfirði.

Fjölskyldumynd með Hrönn og Helga, dætrum úr fyrra sambandi og barnabörnum.

Ábúendur: Hjónin Jón Eyjólfsson, bóndi, rúningskennari, slátrari og tamningamaður og Rebecca Dorn næringarfræðingur, sem kom 2008 frá Þýskalandi til Íslands, ásamt börnum sínum, Atla Reinhard (10 ára) og Eydísi Ósk (7 ára).

Atli Reinhard og Eydís Ósk.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Auk fólksins eru á bænum Border Collie tíkur, Bella, Lína og Lotta – og kötturinn Keli.

Stærð jarðar? 285 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbúskapur, hrossarækt og ferðaþjónusta.

Fjöldi búfjár og tegundir? 365 vetrarfóðrað, 42 hross, 10 hænur og haninn Manni.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Vaknað frá klukkan 7.00 til 7.30, börnin í skóla, Jón í vinnu, Rebecca gerir þetta sem þarf að gera heima (til dæmis gefa, hugsa um ferðaþjónustu, temja/þjálfa hesta).

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður og hestaferðir með gesti er mjög skemmtilegt. Leiðinlegt er að sjá eftir fallegum lömbum fara í slátur­hús.
Svo er girðingarvinna ekki í uppáhaldi eins og kannski sést.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Minnkandi búskapur og vaxandi ferðaþjónusta.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvörum? Gott aðgengi að endurnýjanlegri orku, hreint vatn og lítil notkun lyfja og varnarefna.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör, ostur, egg, ávextir og grænmeti, safi, mjólk, AB, sulta og bjór.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri með ofnkartöflum, stór skál af fersku salati, rauðkál og grænar baunir.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var 2014 þegar gestahúsið okkar kom.

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...