Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hvammur
Bóndinn 11. apríl 2019

Hvammur

„Við þáverandi konan mín, Sonja Suska, fluttum í Hvamm með börnin okkar, Hauk Marian, Leon Paul og Lilju Maríu, í lok árs 2001,“ segir Haukur Suska-Garðarsson.

„Árið 2006 fæddist svo yngsta stelpan okkar, Inga Rós. Frá upphafi og til þessa dags hefur búskapurinn nær eingöngu snúist um hesta og ferða-menn. Hefur ferðaþjónustan og þá aðallega lengri hestaferðir vaxið og orðið stærsti hluti búrekstursins.“

Býli:  Hvammur 2.

Staðsett í sveit:  Vatnsdalur, Húna-vatns-hreppi.

Ábúendur: Haukur Suska-Garðarsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Börnin mín 4, tíkin Mandla og 2 kettir. 

Stærð jarðar?  Ekki hugmynd. 

Gerð bús? Hestar og ferðamenn.

Fjöldi búfjár og tegundir? Eitthvað rúmlega 100 hross á búinu.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er lítið um hefðbundna vinnu-daga. Það fer mjög eftir árstíðum hverning dagurinn er. Í ferðunum á sumrin er byrjað á veglegum morgunverði milli 8 og 9. Svo er riðið með skemmti-legu fólki um húnvetnskar grundir allan daginn með 70 til 90 hesta. Eftir reiðdaginn er svo notið góðs matar, spjallað og sungið...

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast að þjálfa reiðhestana með fjölskyldunni fyrir ferðirnar. Leiðinlegast að tína plast af girðingum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Áframhaldandi uppbygging í hestamennsku og þjónustu við ferðamenn.

Hvaða skoðun hafið þið á félags-málum bænda? Held að sá félagsskapur geti látið margt gott af sér leiða. Styrkurinn liggur í þekkingu og samtakamættinum.

Hvernig mun íslenskum land-búnaði vegna í framtíðinni? Ég hef fulla trú á íslenskum landbúnaði. Við eigum góða bændur og hreint land og við eigum að framleiða okkar matvöru sem mest sjálf. 

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Vörumerkið Ísland er sterkt og stendur fyrir hreinleika og heilbrigði í matvælaframleiðslu. Þessi gæði verða sífellt eftirsóknarverðari meðal neytenda sem geta greitt meira fyrir betri vöru.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? AB-mjólk.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kúrekapanna, (pulsur, baunir og ananas m.a.). 

Þetta er að vísu bara mín skoðun. Þetta er það eina sem ég kann að elda.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þau eru svo mörg að ómögulegt er að taka eitthvað eitt. 

Þó man ég eftir einu þar sem ég var að gera við girðingu að hausti og missti dýrmætan járnkall í djúpan skurð fullum af vatni. Hann fór á bólakaf. Þrátt fyrir hryssingsveður ákvað ég að vippa mér úr fötunum og hoppa niður í skurðinn til að sækja járnkallinn. Það var svolítið kalt, en ekkert með það. 

Hins vegar þegar ég skelli járnkallinum á land, heldur drjúgur að hafa náð honum, þá lendir hann beint í rafmagnsgirðingunni og ég enn í skurðinum. Það var mjög óþægilegt og hafði í för með sér gríðarleg óhljóð hjá undirrituðum. 

En eftir að ég var kominn í fötin og inn í hlýjan traktorinn aftur gat ég ekki annað en hlegið að þessum klaufagangi og hugsaði til þess ef nágrannarnir á Hjallalandi eða Hofi hefðu nú séð þessi vinnubrögð og aðfarir.

4 myndir:

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...

Kirkjubær
Bóndinn 17. október 2023

Kirkjubær

Við höfum búið í Kirkjubæ í 8 ár, fluttum beint þangað þegar við útskrifuðumst f...