Gufuhlíð
Bærinn okkar 10. júní 2021

Gufuhlíð

Garðyrkjustöðin Gufuhlíð  er ein elsta garðyrkjustöðin í Reykholti (stofnuð í kringum 1939) og hefur verið í ylrækt frá upphafi eftir því sem við best vitum. Foreldrar Helga, þau Jakob og Birna, kaupa síðan garðyrkjustöðina árið 1965 og hófu sinn búskap.

Árið 1997 kemur Helgi inn í reksturinn með foreldrum sínum og er stöðin stækkuð og hafin heilsársræktun undir lýsingu það sama ár og hefur garðyrkjustöðin verið í reglulegum endurbótum og stækkun síðan þá og tekið töluverðum breytingum á þessum árum. Við hjónin tókum svo formlega við rekstrinum í kringum 2002. Garðyrkjustöðin var stækkuð í fyrra og var fyrsta gúrkan tínd af plöntu í nýju húsi 1. desember 2020 eftir 6 mánuði í  byggingu.

Býli:  Gufuhlíð. 

Staðsett í sveit: Reykholti, Biskups­tungum.

Ábúendur: Helgi Jakobsson og Hildur Ósk Sigurðardóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum fimm í heimili, Helgi, Hildur og dæturnar, Iðunn, Saga og Katla ásamt heimilishundinum henni Dúnu.

Auk þess er hluti af fjölskyldunni búsett á Selfossi en það eru þau Ingunn, dóttir Helga, maðurinn hennar, Lárus, og sonur þeirra, Arnar Magni.

Stærð jarðar?  Jörðin er tveir hektarar að stærð og eru um 6.200 fermetrar í ræktun undir gleri.

Gerð bús? Garðyrkjubýli með heilsársræktun á gúrkum með lýsingu og ætti framleiðslan að verða eftir síðustu  stækkun á garðyrkjustöðinni á síðasta ári um 1.000 tonn á ári. 

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefðbundinn vinnudagur hjá okkur hefst kl. 7.00 á morgnana við að tína og pakka gúrkum fyrir sendingu til Reykjavíkur en gúrkurnar eru sóttar alla virka daga til okkar. Eftir þetta hefst svo hefðbundin umhirða við plönturnar, þar sem gúrkuplantan vex um 60-70 cm á viku þarf að hafa hraðar hendur við að vefja plönturnar og slaka þeim aðeins niður svo þær fái rými til vaxtar og svo þarf að taka neðstu laufblöðin til að næg lýsing skili sér alla leið niður eftir plöntunni.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Okkur finnst eiginlega allt skemmtilegast þegar hlutirnir ganga vel fyrir sig en að sama skapi er flest leiðinlegt þegar hlutirnir ganga illa upp. 

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Ég hugsa að það verði nokkuð svipað og staðan er í dag þar sem stöðin var stækkuð um tæpan helming í fyrra.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Helstu tækifærin felast í hreinleika vatns og umhverfisvænni orku sem notuð er í framleiðslu á öllum íslenskum landbúnaði.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ætli það sé ekki rjómi, smjör, ostur og laukur/hvítlaukur. Það er alltaf hægt að galdra eitthvað gott í matinn ef þetta er til. 

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakótilettur í raspi og indverskur „butter“ kjúklingur ásamt heimabökuðu naanbrauði.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegustu stundirnar eru klárlega fram­kvæmdaárin, í meira en 20 ár er búið að vera byggja upp nokkuð reglulega og það er alltaf gaman að taka ný hús/aðstöðu í notkun.

Gufuhlíð
Bærinn okkar 10. júní 2021

Gufuhlíð

Garðyrkjustöðin Gufuhlíð  er ein elsta garðyrkjustöðin í Reykholti (stofnuð í kr...

Espiflöt
Bærinn okkar 27. maí 2021

Espiflöt

Grunnur að garðyrkjustöðinni Espiflöt var lagður þann 1. maí 1948, þegar hjónin ...

Kópsvatn
Bærinn okkar 12. maí 2021

Kópsvatn

Hjónin á Kópsvatni fluttu í sveitina haustið 1989 að Jaðri og voru ráðsfólk þar ...

Þórarinsstaðir
Bærinn okkar 29. apríl 2021

Þórarinsstaðir

Ábúendur á Þórarinsstöðum, Styrmir Þorsteinsson og Kristín Erla,  tóku við búska...

Haukholt 1
Bærinn okkar 15. apríl 2021

Haukholt 1

Þorsteinn og bróðir hans, Magnús Helgi, keyptu jörðina af foreldrum sínum 2004 o...

Refsmýri
Bærinn okkar 25. mars 2021

Refsmýri

Björgólfur og Agnes búa í Refsmýri og stunda sauðfjárrækt og skógrækt. 

Þverhamrar 3
Bærinn okkar 11. mars 2021

Þverhamrar 3

Arnór Ari Sigurðsson er fæddur og uppalinn á Breiðdalsvík. Hann er lærður vélvir...

Skjöldólfsstaðir
Bærinn okkar 25. febrúar 2021

Skjöldólfsstaðir

„Tókum við búskap á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal í lok árs 2015, bæði fersk úr bú...