Forsæludalur
Bærinn okkar 14. janúar 2021

Forsæludalur

Í Forsæludal búa þau Einar Árni Sigurðsson og Þóra Margrét Lúthersdóttir með rúmlega 600 kindur, en þau tóku við búi árið 2014. 

Býli:  Forsæludalur.

Staðsett í sveit:  Vatnsdal í Húnavatnshreppi.

Ábúendur: Einar Árni Sigurðsson og Þóra Margrét Lúthersdóttir tóku við búinu 1. júní 2014 af foreldrum Þóru.

Bóndinn Þóra og börnin fjögur.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Fjölskyldan telur sex manns, Einar og Þóru og börnin fjögur. Börnin heita Jóhanna María 11 ára, Benedikt Þór 10 ára, Ólafur Egill 8 ára og Erna Katrín 7 ára. 

Stærð jarðar?  Jörðin er 2.753 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbú en eigum nokkur hross og hænur líka. Erum líka í skógrækt og er núna búið að planta í um 30 ha.

Fjöldi búfjár og tegundir? Erum núna með 607 kindur á fóðrum, 32 hross og 20 hænur. Svo eigum við eina tík sem er hálf gagnslaus sem fjárhundur en ágætis músaveiðari og að láta vita ef umferð er við bæinn.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er mjög misjafnt eftir hvaða tími ársins er. Á veturna er farið í fjárhúsin kvölds og morgna, og hrossum og hænum sinnt eftir þörfum. Á sumrin er það mestmegnis heyskapur sem á hug okkar og einnig að keyra rúllum heim í stæðu. Haustin, göngur og réttir og á vorin kemst fátt að annað en sauðburður.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Leiðinlegustu bústörfin eru að tína grjót úr flögum og moka út skít. Svo er alltaf leiðinlegt þegar skepnur veikjast.

Skemmtilegustu bústörfin eru miklu fleiri og má þar nefna sauðburð, að velja ásetning að haustinu, að taka saman vel verkað hey og byggja upp og laga á jörðinni.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Ný fjárhús og ný skemma yrðu komin upp. Búið væri að ljúka við að taka niður aflagðar girðingar og klára að gera upp þær girðingar sem eiga að standa. Bústofnsstærð svipuð, og vonandi kominn smalahundur sem gagn er að.

Svo væri auðvitað gott að fara að geta lifað af búskap en þá gæti Einar hætt að starfa á sjónum og við gætum einbeitt okkur að lífinu í sveitinni.

Hvar eru helstu tækifærin í framleiðslu á íslenskum búvörum? Ég tel að margir átti sig ekki á mikilvægi hreinleikans sem íslenskar búvörur eru framleiddar við. Sýklalyfjanotkun í algjöru lágmarki og vaxtarhvetjandi efni ekki notuð í framleiðsluferlinu. 

Að gera vörurnar „girnilegri“ því allt of oft sér maður slælegan frágang og framreiðslu á vörum og eins held ég að búa ætti til meira af forelduðum réttum fyrir fólk á þönum.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, mjólk, kavíar og lýsi ... svo er oftast 1 mygluð gúrka þar líka þar sem af einhverjum ástæðum þær daga alltaf uppi í kæliskápnum. 

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hryggur af veturgömlu með sveppasósu og kartöflum og heimagerðar kjötbollur með brúnni sósu og rabarbarasultu.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Hrútakaupaferð í Öræfin þar sem við Einar völdum í fyrsta skipti hrúta til kaups.

Gleymist líka seint þegar Þóra velti nýju múgavélinni og hallaði traktornum upp að rafmagnsstaur í túninu.

Einar Árni Sigurðsson og Þóra Margrét Lúthersdóttir.

Skjöldólfsstaðir
Bærinn okkar 25. febrúar 2021

Skjöldólfsstaðir

„Tókum við búskap á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal í lok árs 2015, bæði fersk úr bú...

Uppsalir
Bærinn okkar 11. febrúar 2021

Uppsalir

Hilmar Smári Birgisson er fæddur og uppalinn á Uppsölum, hann kom inn í búskapin...

Gilá
Bærinn okkar 28. janúar 2021

Gilá

Ingþór Kristmundsson og Ingibjörg Jónsdóttir kaupa Gilá í Vatnsdal í Húnavatnshr...

Forsæludalur
Bærinn okkar 14. janúar 2021

Forsæludalur

Í Forsæludal búa þau Einar Árni Sigurðsson og Þóra Margrét Lúthersdóttir með rúm...

Auðkúla 1
Bærinn okkar 21. desember 2020

Auðkúla 1

Ásgeir tekur við búinu af foreldrum sínum 2013. Karen flytur á Auðkúlu 2018. 

Enniskot
Bærinn okkar 7. desember 2020

Enniskot

Þóra er fædd og uppalin í Enniskoti. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga og haft ...

Sólbakki
Bærinn okkar 19. nóvember 2020

Sólbakki

Hartmann er að mestu uppalinn í Reykjavík, bjó fyrstu sjö árin á Sauðárkróki og ...

Reykir
Bærinn okkar 5. nóvember 2020

Reykir

Dagur er fæddur og uppalinn á Reykjum og tók við búinu af móður sinni árið 2018....