Dunkur
Mynd / Aðsent
Bærinn okkar 24. september

Dunkur

Ábúendurnir á Dunki keyptu af ótengdum aðila á síðasta ári. Tóku við búi fyrsta vetrardag, 26. október 2019. Þeir bjuggu áður í Grundarfirði.

Býli:  Dunkur.

Staðsett í sveit:  Hörðudalur í Dalabyggð.

Ábúendur: Kári Gunnarsson og Berghildur Pálmadóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við, börnin okkar þrjú, Martin, 17 ára, Ísey, 8 ára og Snær, 8 mánaða. 

Svo eru það hundarnir tveir, Pollý og Skotti, og kettirnir Reynir og Láki.

Stærð jarðar?  Rúmlega 1700 ha.

Gerð bús? Fjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 600 ær og fjórir hestar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er svakalega árstíðabundið. 

Haustin fara í fjárrag og smalamennnskur en dagarnir eru einnig notaðir í að klára að gera fjárhúsin tilbúin fyrir veturinn ásamt því að við erum að græja rými fyrir um 200 fjár í hlöðunni og erum að taka hesthúsin í gegn.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburðurinn og smalamennskurnar eru skemmtilegar. Leiðinlegast er hins vegar að keyra skít úr skítakjallaranum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Fleiri ær, fleiri hestar, kannski nokkrar hænur og geitur.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Aukin áhersla á hreinar afurðir. Það eru svo eflaust ýmis tækifæri sem mætti skoða frekar.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mysingur, ostur og mjólk.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Föstudagspitsan er alltaf vinsæl og svo tortillapönnukökur með hakki og grænmeti.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Allt þetta fyrsta ár hefur verið lærdómsríkt og margt er minnisstætt, til dæmis úr sauðburðinum. 

Svo var það í sumar þegar Kári keyrði utan í hlöðuhurðina, braut afturrúðu á bíl með fjórhjóli og keyrði yfir símann sinn, allt í sömu vikunni.

Neðri-Hundadalur 2
Bærinn okkar 22. október

Neðri-Hundadalur 2

Jens er úr Reykjavík  og Sigurdís er fædd og uppalin í Neðri-Hundadal. 

Kringla
Bærinn okkar 8. október

Kringla

„Við keyptum Kringlu árið 2015, af frænku Arnars og hennar manni, og Svalbarð af...

Dunkur
Bærinn okkar 24. september

Dunkur

Ábúendurnir á Dunki keyptu af ótengdum aðila á síðasta ári. Tóku við búi fyrsta ...

Valþúfa
Bærinn okkar 10. september

Valþúfa

Í október 2018 tóku Guðrún Blöndal og Sævar saman föggur sínar á Akranesi og flu...

Bálkastaðir 1
Bærinn okkar 20. ágúst

Bálkastaðir 1

Brynjar og Guðný eru bæði úr Hvalfjarðarsveit en keyptu Bálka­staði 1 í lok árs ...

Hrútatunga
Bærinn okkar 4. ágúst

Hrútatunga

Jón Kristján kaupir jörðina í janúar 2016 af frænda sínum, Gunnari, og konu hans...

Pétursey 1
Bærinn okkar 20. júlí

Pétursey 1

Magnús Örn Sigurjónsson stendur að búrekstrinum í dag á bænum Pétursey 1 og er þ...

Suður-Hvoll
Bærinn okkar 2. júlí

Suður-Hvoll

Langafi Sigurðar Magnússonar, ábúanda á Suður-Hvoli, Eyjólfur Guðmundsson, kaupi...