Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Brekka
Bóndinn 5. júlí 2021

Brekka

Jörðin hefur verið í eigu sömu fjölskyldu síðan 1946 en þá keyptu þau Óskar Jóhannesson og Hildur Guðmundsdóttir jörðina. Þau fluttu frá Reykjavík ásamt Jóhannesi Guðlaugssyni, föður Óskars. Þegar þau fluttu að Brekku var enginn vegur að bænum, sem var torfbær með moldargólfi, enginn sími, það var ekki komið veiturafmagn en það var rafstöð í læknum svo þau höfðu það umfram nágrannabæina.

Þau tóku við því búi sem var á Brekku, nokkrar kýr og kindur en þau voru líka brautryðjendur í vélaverktöku í jarðvinnslu og vörubílaakstri fyrstu árin og hefur sú starfsemi verið rekin á Brekku síðan. Síðar fóru þau einnig út í ferðaþjónustu sem ekki var mikið um á þessum árum, margir þekkja eflaust orlofssvæðið í Brekkuskógi en það stofnuðu þau í kringum árið 1973.

Árið 2004 keyptu Jóhannes Helgason, dóttursonur Óskars og Hildar, og eiginkona hans, Helga María Jónsdóttir, jörðina. Óskar og Hildur bjuggu ásamt þeim Jóhannesi, Helgu Maríu og börnum þeirra fjórum, á Brekku svo lengi sem þau lifðu.

Býli:  Brekka.

Staðsett í sveit: Biskupstungum í Bláskógabyggð.

Ábúendur: Jóhannes Helgason og Helga María Jónsdóttir ásamt börnum sínum og tengdadóttur.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Jóhannes og Helga María eiga fjögur börn, þau Jón Óskar, Valdísi Björk (tengdadóttir), Finn, Rósu Kristínu og Hildi Maríu en þau eru öll búsett á Brekku, ásamt þeim búa þar líka tveir íslenskir fjárhundar, þær Díva og Perla og Chiwawa hundarnir Fróði og Tobba.

Stærð jarðar? 670 ha.

Gerð bús? Jarðvinnuverktaka, sumarbústaðalönd, ferðaþjónusta og tamningastöð/hrossarækt en Finnur, Jón Óskar og Valdís Björk eru öll menntaðir reiðkennarar og tamningamenn.

Fjöldi búfjár og tegundir? Hrossarækt og nokkrar kindur til yndisauka.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Jóhannes er í verktökunni þar sem engir tveir dagar eru eins. Helga María sér um bókhaldið, ferðaþjónustuna, þ.e. gistinguna sem hefur verið róleg undanfarið, og ýmislegt sem til fellur, börnin sjá um hesthúsið og þann rekstur sem því tilheyrir.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Í vinnuvélunum er skemmtilegast að vera með ný/nýleg góð tæki en leiðinlegast ef bilar á versta tíma.

Í hestunum er mjög gaman á vorin að sjá folöldin koma í heiminn og þegar vel gengur bæði í kynbótadómum og keppni. Leiðinlegast er þegar hross slasast sem gerist sem betur fer ekki oft.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Meiri ferðaþjónustu og góða hrossarækt.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Rjómi, mjólk, smjör og ostur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað lambafile með tilheyrandi.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Byggingin á hesthúsinu og reiðskemmunni, fyrsta skóflustungan var tekin í ágúst 2019 og það var virkilega gaman að taka þessa aðstöðu í notkun.

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...