Fólk

Bakað blómkáls-taco og lambakóróna

Bakað, blómkáls-taco getur verið skemmtileg tilbreyting frá hakkréttum sem oftast eru notaðir í svokallaða taco-rétti; bragðmikil máltíð sem byggir á grænmeti og er hollt og ferskt.

Blesastaðir 1a

„Við fluttum á Blesastaði árið 1997. Þá var hér rekið myndarlegt kúabú sem við breyttum yfir í hrossarækt strax á fyrsta árinu.Við fáum um 20 folöld á ári sem svo flest eru seld einhvern tíma á lífsleiðinni,“ segja ábúendurnir.

Íslensk náttúra séð í gegnum linsu blaðamanns

Áskell Þórisson, blaðamaður, opnar ljósmyndasýningu í Gallerí Vest, Hagamel 67, í Vesturbæ Reykjavíkur, föstudaginn 22. maí.

Harðfiskur og kartöfluflögur

Á undanförnum árum hefur verið unnið að hugmynd að íslensku nasli með íslensku hráefni, sem innblásið er af hinum breska þjóðarrétti „fish and chips“. Íslenska útgáfan er hins vegar ekki djúpsteiktur fiskur og franskar kartöflur, heldur harðfiskur og kartöfluflögur. Stefnt er á alþjóðlega markaðssetningu á næstu vikum.

Fljúgandi forystulömb í Borgarbyggð

Sigríður Ævarsdóttir á bænum Gufuá í Borgarbyggð náði nýlega þessum flottu myndum af „fljúgandi“ forystulömbum á bænum enda mikill leikur í lömbum á þessum árstíma.

Bróðurpartur íbúa hefur búið annars staðar en í sveitinni

„Sú mynd er stundum dregin upp af íslensku sveitafólki að það sé ýmist rótfast í fortíð sveitarinnar eða á leiðinni til framtíðarinnar á mölinni. Þetta þrástef má til dæmis sjá í mörgum íslenskum bíómyndum, alveg frá Landi og sonum og Óðali feðranna til Hrúta og Héraðs,“ segir Þór­oddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, sem stýrir rannsókninni Byggðafesta og búferla­flutningar: Íslensk sveita­samfélög.

Fjölskyldufyrirtæki með 149 ára sögu að baki

Austurríski landbúnaðartækja­framleiðandinn og fjölskyldu­fyrirtækið Pöttinger hefur kynnt Kraftvélar sem nýjan umboðsaðila Pöttinger á Íslandi. Þetta þykja nokkuð stórar fréttir fyrir íslenskan landbúnað enda hafa Pöttinger vélarnar verið mjög vinsælar hér á landi í mörg ár.