Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Neðri-Hundadalur 2
Bóndinn 22. október 2020

Neðri-Hundadalur 2

Jens er úr Reykjavík  og Sigurdís er fædd og uppalin í Neðri-Hundadal. 

Sigurdís hóf sinn sauðfjárbúskap upp úr 2005 en Jens kemur hingað 2009 og hefur alltaf dreymt gröfur og trukka frá því að hann var lítill snáði og er nýlega búinn að stofna verktakafyrirtæki með gröfur og kranabíl. 

Foreldrar Sigurdísar búa einnig á bænum.

Býli:  Neðri-Hundadalur 2.

Staðsett í sveit:  Í sögusveitinni, fögru, Dalasýslu í Miðdölum (eða Suðurdölum einsog menn vilja kalla það í dag).

Ábúendur: Sigurdís Elísa Lilja Sigursteinsdóttir og Jens Líndal Sigurðsson ásamt börnum.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Sigurdís Elísa Lilja Sigursteinsdóttir og Jens Líndal Sigurðsson ásamt börnum.

Stærð jarðar?  Jörðin er tæpir 1.600 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbú og verktakar.

Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með 150 ullarhnoðra (kindur) og nokkrar fagrar landnámshænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Jens fer í vinnu hvar sem hún er hverju sinni, núna er hann t.d. á Grundartanga á gröfu. Hjá Sigurdísi er það, þessi misserin, eftirleitir og rollurag fyrir ásetning og sláturhús. Aukavinnan og girðingavinna.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Ég get alveg sagt ykkur það að það er ótrúlega leiðinlegt að standa í rúningi…bara mjög leiðinlegt. 

Það skemmtilegasta er auðvitað sauðburðurinn og að fara að smala. Jens myndi auðvitað segja að það skemmtilegasta sé að komast í gröfu-djobb einhvers staðar úti  mýri og honum finnst hundleiðinlegt að smala.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það er ekki gott að segja.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvörum? Þetta er ansi stór spurning en m.a. mætti rýmka betur fyrir Beint frá býli svo fátt eitt sé nefnt. 

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör, ostur, egg, mjólk, innocent safi og bjór.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimatilbúnir hamborgarar og kotasælubúðingur.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er svo ótrúlega margt en það fyrsta sem poppaði upp í hausinn er þegar Jens var hjá nágranna okkar á liðléttingnum að keyra út steypta gólfbita úr fjósinu hjá þeim og í síðustu ferðinni þá gaf gólfið sig og félagarnir sunkuðu með liðléttingnum niður í forina. 

En á einhvern undraverðan hátt þá komust þeir allir aftur upp án þess að sökkva og á þurrum fótum og dekkjum og án alvarlegra meiðsla eða skemmda.

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...