20-21. júní 2019

Viltu þæfa þína eigin “Kósý-inniskó”?

Námskeið haldið í samstarfi við handverkshópinn Spunasystur og smáspunaverksmiðjuna Uppspuna.

Nú er tækifærið, auka námskeið komið í skráningu! Við höldum námskeið í að þæfa inniskó úr ull, hlýja og notalega í sumarbústaðinn eða heima við. Námskeiðið er tveir dagar, er opið öllum og höfðar sérstaklega til þeirra sem hafa áhuga á að læra hvernig þæfa eigi ull og útbúa skó eða aðra nytjahluti úr ull. Námskeiðið nýtist einstaklega vel þeim sem vinna við hverskonar handverk t.d. hönnun, í kennslu eða hverjum þeim sem hafa gaman af að læra nýtt handverk og búa til nytjahluti úr náttúrulegu hráefni.

Helstu atriði sem farið verður yfir á námskeiðinu eru:
• Fjallað verður um íslensku ullina og muninn á henni og þeirri baltnesku.
• Sýndar verða mismunandi aðferðir við að undirbúa ullina og vinna hana með því sem við höfum í okkar næsta umhverfi.
• Nemendur læra að velja ull út frá mismunandi gæðum og eftir því í hvaða verkefni á að nota hana.
• Fjallað verður um helstu verkferla við þæfingu ullar.
• Kennt verður hvernig eigi að ganga frá þæfðum vörum þannig að þær endist.
Nemendur munu á námskeiðinu þæfa sína eigin skó frá grunni, læra að móta skóna og þurrka þá. Efni fyrir eitt par af skóm er innifalið í námskeiðsverði.

Kennsla: Inga Samusiai skósmiður og hönnuður og Kestas Samusiai skógfræðingur og frumkvöðull.

Tími: 20. - 21. júní, kl. 10:00-16:00 hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi.

Verð: 36.000 kr

Á döfinni