miðvikudagur, 10. mars 2021 kl. 09:58

Rúningsnámskeið

Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja læra vélrúning sauðfjár sem og þeim sem vilja endurmennta sig í góðri líkamsbeitingu og réttum handbrögðum við rúninginn.

Námskeiðið er að mestu í formi verklegrar kennslu þar sem kennd verða og sýnd grunnatriði við vélrúning á sauðfé. Lögð verður áhersla á góða líkamsbeitingu og rétt handbrögð og frágang.

Hámarks fjöldi þátttakenda: 8

Kennsla: Jón Ottesen, bóndi á Grímsstöðum í Borgarfirði

Tími: Mið. 10. mars kl. 9-17.30 og fim. 11. mars kl. 9-17

Staðsetning: Hjá LbhÍ á Hesti í Borgarfirði (Búið Hestur er staðsett í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Hvanneyri. Í stað þess að beygt sé inn á afleggjarann að Hvanneyri er ekið áfram sem leið liggur og er Hestur síðasti bærinn áður en komið er að afleggjaranum inn í Lundareykjadal)

Verð: 45.000 kr. (Námsgögn, áhöld, hlífðarfatnaður og kaffi innifalið í verði,
ekki er hægt að bjóða upp á hádegismat og þátttakendur beðnir um að taka með sér nesti)

Hagnýtar upplýsingar: Minnt er á Starfsmenntasjóð bænda sem vistaður er hjá Bændasamtökum Íslands. (www.bondi.is)