Guðrún Bjarnadóttir.
05. júní 2020

Námskeið í jurtalitun

Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur og eigandi Hespuhússins jurtalitunarvinnustofu býður enn á ný upp á sín vinsælu jurtalitunarnámskeið og núna í nýjum húsakynnum Hespu hússins í Árbæ við Selfoss.

Námskeiðið er öllum opið og hentar einkar vel þeim sem vinna við handverk. Hámark þátttakenda er 9.

Nemendur mæti með svuntur og gúmmíhanska.

Á námskeiðinu verður farið yfir litunarferlið frá upphafi til enda. Fjallað verður um litfesta, litunarjurtir og efni til að breyta litum. Spjallað verður um litunina eins og hún var á öldum áður og einnig verður spáð í kaktuslús og erlendar tegundir sem notaðar eru til litunar. Fjallað verður um hvernig og hvenær er best að tína jurtirnar og verka til geymslu. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að geta litað sjálfir og gert tilraunir með jurtir úr sínu nánasta umhverfi.

Tími: Fös. 5. júní, kl. 12:30-16:30 í húsnæði Hespu, Lindarbær, Árbæ við Selfoss.

Verð: 18.500 kr 

Á döfinni