26. maí 2020

Kynningarfundur um viðskiptahraðalinn Til sjávar og sveita

Kynningarfundur viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita verður haldinn í Nettó Mjódd Þönglabakka 1 þriðjudaginn 26. maí. Hraðallinn er hugsaður sem hjálp fyrir matarfrumkvöðla, að koma verkefnum sínum hratt og örugglega í framkvæmd.

Í viðskiptahraðlinum, sem er í umsjón Icelandic Startups,  verður leitast við að draga fram nýjar lausnir í landbúnaði og sjávarútvegi með áherslu á fjölbreytta nýtingu hráefna víðs vegar um landið, allan ársins hring. Allt að tíu fyrirtæki eru valin til þátttöku í tíu vikna viðskiptahraðal þar sem þau fá aðstoð frá reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og öðrum sérfræðingum við að þróa viðskiptahugmyndir sínar.

Markmiðið er að hvetja til nýsköpunar, aðstoða frumkvöðla við að byggja upp næstu kynslóð fyrirtækja og varpa ljósi á þau tækifæri sem felast í sjálfbærri nýtingu auðlinda á Íslandi. Viðskiptahraðallinn býður upp á metnaðarfullan vettvang til vöruþróunar fyrir nýjar lausnir í matvælaiðnaði og tengdum greinum þar sem sérstök áhersla verður lögð á aukinn þátt hönnunar. Þá mun hraðallinn einnig verða vettvangur fyrir þróun tæknilausna á sviði smásölu. Viðskiptahraðlar eru öflugt tæki til að styrkja og bæta viðskiptahugmynd, efla tengslanet og jafnvel koma fyrirtækinu á kortið.

Vinnusmiðjur verða ennfremur haldnar á Hvanneyri 28. maí, Selfossi 29. maí, Akureyri 02. júní, Egilsstöðum 03. júní og Ísafirði 05.  júní. Tímasetningar verða auglýstar síðar.

Umsóknarfrestur um þátttöku í hraðlinum er til og með 15. júní n.k. 

Verkefnið er í umsjón Icelandic Startups í samstarfi við Íslenski Sjávarklasinn og stuðningi Matarauður ÍslandsNettó, Landbúnaðarklasans og Atvinnuvegaráðuneyti: Sjávarútvegur / landbúnaður.

Á döfinni