miðvikudagur, 6. október 2021 kl. 09:00

Fagráðstefna skógræktar

Ákveðið hefur verið að fresta fram í október Fagráðstefnu skógræktar 2020 sem til stóð að halda á Hótel Geysi í Haukadal dagana 18.-19. mars með þátttöku Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Ástæða frestunarinnar er COVID 19 faraldurinn sem nú herjar á heimsbyggðina. Nánari upplýsingar um afbókanir og nýja tímasetningu ráðstefnunnar verða birtar síðar.

Afurða- og markaðsmál verða meginviðfangsefni eða þema ráðstefnunnar að þessu sinni undir yfirskriftinni „Grænir sprotar og nýsköpun“. Skráning fer fram á vef Skógræktarinnar þegar þar að kemur.

Ráðstefnan er haldin í samstarfi Skógræktarinnar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Landssamtaka skógareigenda, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands og Skógfræðingafélags Íslands.

Efni ráðstefnunnar

Erindi tileinkuð afurða- og markaðsmálum verða uppistaðan í dagskránni fyrri daginn en síðari daginn verða flutt erindi um fjölbreytileg efni sem snerta skógrækt og skógfræði- eða skógtæknileg efni. Fjöldi veggspjalda verður til sýnis og sérstök veggspjaldakynning síðari dag ráðstefnunnar. Í skoðunarferð verður meðal annars komið við í Laugarvatnsskógi þar sem er nýtt bálskýli úr íslensku timbri, reist eftir verðlaunatillögu.

Ráðstefnan kolefnisjöfnuð

Tvö tré verða gróðursett í Haukadalsskógi fyrir hvern þátttakanda á ráðstefnunni til að kolefnisjafna ferðalög og önnur umsvif sem af ráðstefnuhaldinu hlýst.

Skráning á ráðstefnuna

Skráning á Fagráðstefnu skógræktar 2020 fer fram á vef Skógræktarinnar tímanlega fyrir ráðstefnuna og þar munu þátttakendur geta greitt ráðstefnugjald og hátíðarkvöldverð. Í ráðstefnugjaldi verður innifalinn hádegisverður báða ráðstefnudagana og kaffihressing. Skoðunarferð verður einnig innifalin í gjaldinu. Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að ganga frá skráning.

Gisting og morgunverður

Sérstakt tilboð í gistingu og morgunverð fyrir ráðstefnugesti er í boði á Hótel Geysi. Hafa þarf samband beint við hótelið ef óskað er eftir gistingu og morgunverði. Bent er á vef hótelsins, hotelgeysir.is, og netfangið geysir@geysircenter.is.