þriðjudagur, 23. febrúar 2021 kl. 16:00

Aðalfundur Samtaka smáframleiðenda matvæla

Stjórn Samtaka smáframleiðenda matvæla boðar til aðalfundar þriðjudaginn 23. febrúar nk., kl. 16-18.

Fundurinn verður haldinn í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom. Tengill á fundinn verður sendur með tölvupósti á félagsmenn að morgni 23. febrúar.

Samkvæmt stofnsamþykktum fer hver skuldlaus aðili (fulltrúi/fulltrúar reksturs) með eitt atkvæði sem þýðir að aðildargjöld 2020 þurfa að hafa verið greidd fyrir aðalfundinn. Þess má geta að allir félagsmenn eru skuldlausir við félagið.

Þar kemur jafnframt fram að tillögur sem óskað er eftir að teknar verði fyrir á fundinum, þurfi að hafa borist stjórn samtakanna (ssfm@ssfm.is) a.m.k. 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund.

Sjá nánar um aðalfund í stofnsamþykktum.

Núverandi stjórn mun gefa kost á sér áfram, en óskað er eftir framboðum í varastjórn. Félagsmönnum er þó að sjálfsögðu heimilt að bjóða sig fram í stjórn og verður þá kosning. Ef engin framboð koma fram verður núverandi aðalstjórn sjálfkjörin.

Í stjórn sitja: https://ssfm.is/stjorn

Við biðjum þá sem hafa áhuga á að gefa kost á sér að senda upplýsingar um sig á netfangið ssfm@ssfm.is í síðasta lagi fimmtudaginn 18. febrúar.

Þær upplýsingar verða teknar saman og sendar á félagsmenn á föstudeginum svo þeir hafi tíma til að kynna sér þá sem eru í kjöri fyrir fundinn. Félagsmönnum er þó heimilt að bjóða sig fram á aðalfundinum án þess að hafa látið vita af því fyrirfram.

Á fundinum verður gerð tillaga um að Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, verði fundarstjóri. Hann er jafnframt með aukaaðild og situr í ráðgjafaráði samtakanna. Lagt verður til að Þórhildur M. Jónsdóttir, formaður samtakanna, verði ritari fundarins.

DAGSKRÁ

16:00-17:00: Erindi

Hvert erindi er í 15 mín og 5 mín gefnar fyrir spurningar.

Gæðahandbók - skapalón fyrir smáframleiðendur matvæla

Þórhildur María Jónsdóttir, verkefnastjóri Vörusmiðjunnar BioPol og formaður SSFM

Tryggingaráðgjöf fyrir sprotafyrirtæki í matvælaframleiðslu

Guðmundur Marínó Ásgrímsson, ráðgjafi hjá Consello

Hvaða sögu segir brandið þitt? – vörumerkjavirði og samhengi hlutanna

Þórhildur Laufey Sigurðardóttir, stofnandi Kúper blakk og fv. vörumerkjastjóri Krónunnar

Kl. 17-18: Hefðbundin aðalfundarstörf

  1. Setning fundar
  2. Kjör fundarstjóra og fundarritara
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra
  4. Samþykkt reikninga
  5. Tillögur um breytingar á samþykktum
  6. Kjör stjórnar og varamanna - fimm aðalmenn og tveir varamenn
  7. Ákvörðun um félagsgjöld
  8. Ákvörðun um laun og starfskjör stjórnarmanna
  9. Önnur mál

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá framkvæmdastjóra.

Með kærri kveðju fyrir hönd stjórnar,

Oddný Anna Björnsdóttir
Framkvæmdastjóri

869-7411
ssfm@ssfm.is

Nánar um erindin

16:00-16:20: Gæðahandbók - skapalón fyrir smáframleiðendur matvæla
- samstarfsverkefni SSFM, Vörusmiðjunnar BioPol og Matarauðs Íslands

Tilgangurinn með verkefninu er að auðvelda smáframleiðendum að gera sína eigin gæðahandbók með því að hafa grind til hliðsjónar. 

Þórhildur María Jónsdóttir, verkefnastjóri Vörusmiðjunnar BioPol, er matreiðslumeistari og ferðamálafræðingur. Hún er eigandi matvælafyrirtækisins Kokkhús og formaður SSFM.

16:20-16:40: Tryggingaráðgjöf fyrir sprotafyrirtæki í matvælaframleiðslu
-
finna réttustu tryggingarnar á besta verðinu með aðstoð tryggingaráðgjafa sem er ekki tengdur tryggingafélögunum

Guðmundur Marínó Ásgrímsson, ráðgjafi hjá Consello, er viðskiptafræðingur frá HR og lauk námi frá Opna háskóla HR í vátrygginum. Áður en hann réðst til starfa hjá Consello, þar sem hann hefur umsjón með verðkönnunum og útboðum auk ráðgjafar og áhættumats, starfaði hann hjá Tryggja ehf. við ráðgjöf til fyrirtækja í vátryggingamálum og þar á undan við fyrirtækjaráðgjöf hjá Kaupþingi og Sjóvá. Guðmundur hefur meðal annars veitt bændum og matvælafyrirtækjum ráðgjöf.

16:40-17:00: Hvaða sögu segir brandið þitt?
- vörumerkjavirði og samhengi hlutanna

Þórhildur Laufey Sigurðardóttir er brandari, hönnuður og bókmenntafræðingur sem eeelskar að knúsa vörumerki og hjálpa fyrirtækjum að sjá hlutina í samhengi í takt við stefnu og tilgang.

Galdurinn liggur í að skapa heilsteypta sögu, einfalda skilaboð en fyrst og fremst að setja sig í spor viðskiptavina. Hvaða sögu segir brandið þitt? 

Tóta er stofnandi sköpunarstofunnar Kúper blakk sem trúir á að við getum haft áhrif á neysluvenjur, lýðheilsu og umhverfismál – hratt, með því að hugsa með hjartanu. Áður starfaði hún meðal annars sem vörumerkjastjóri Krónunnar og Orku náttúrunnar.