Skylt efni

matvælasjóður

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.

Matvælasjóður styrkti fjölbreytt verkefni
Fréttir 12. júní 2023

Matvælasjóður styrkti fjölbreytt verkefni

Fimmtíu og þrjú verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði en úthlutun var tilkynnt þann 31. maí sl. Styrkirnir námu alls 577 milljónum króna.

584,6 milljónum úthlutað
Fréttir 29. ágúst 2022

584,6 milljónum úthlutað

Fyrir skömmu úthlutaði matvælaráðherra 584,6 milljónum króna úr Matvælasjóði. Alls var sótt um styrki fyrir 211 verkefni og hlutu 58 þeirra úthlutun að þessu sinni.

Opið fyrir umsóknir í Matvælasjóð
Fréttir 30. mars 2022

Opið fyrir umsóknir í Matvælasjóð

Matvælasjóður auglýsir eftir umsóknum. Þetta er í þriðja sinn sem sjóðurinn auglýsir úthlutun og er heildarúthlutunarfé sjóðsins 593 milljónir króna. Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl.

Rauða gullið og Síldarvinnslan
Fréttir 12. nóvember 2021

Rauða gullið og Síldarvinnslan

Nýlega var tilkynnt um styrkveitingu Matvælasjóðs til verkefnis á vegum Síldarvinnslunnar sem ber heitið Rauða gullið.

Úthlutun Matvælasjóðs: Hyggst fullvinna grjótkrabba
Í deiglunni 9. nóvember 2021

Úthlutun Matvælasjóðs: Hyggst fullvinna grjótkrabba

Á dögunum fóru fram úthlutanir Matvælasjóðs en alls deildust 566,5 milljónir niður á 64 verkefni. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum, en þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.

Saltfiskur frá Íslandi nýtur mikilla vinsælda á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og Portúgal
Líf og starf 2. nóvember 2021

Saltfiskur frá Íslandi nýtur mikilla vinsælda á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og Portúgal

„Salftfiskur til framtíðar“ er eitt af þeim spennandi verkefnum, sem fékk nýlega úthlutað myndarlegum styrk frá Matvælasjóði. Markmið verk­efnisins er að stuðla að aukinni verðmætasköpun með því þróa og besta aðferðarfræði við útvötnun á saltfiski miðað við núverandi framleiðsluhætti.

Matvælasjóður úthlutar rúmum 566 milljónum króna
Fréttir 15. september 2021

Matvælasjóður úthlutar rúmum 566 milljónum króna

Matvælasjóður hefur úthlutað í annað sinn og að þessu sinni 566,6 milljónum króna til 64 verkefna. Umsóknir um styrki voru 273.

Með bjartsýni í farteskinu
Skoðun 15. apríl 2021

Með bjartsýni í farteskinu

Nú með hækkandi sól og bjartsýni í farteskinu eftir ansi undarlegan vetur, sérstaklega á grundvelli sóttvarnareglna, þá taka við önnur verkefni sem er mesti annatími bænda. Undirbúa þarf uppskeru sumarsins og haustsins. En á sama tíma eru einstaklingar innan stjórnmálaflokkanna að etja kappi við hvert annað með von um að tryggja sér sæti á framboðs...

Margrét Hólm Valsdóttir er nýr formaður Matvælasjóðs
Fréttir 8. apríl 2021

Margrét Hólm Valsdóttir er nýr formaður Matvælasjóðs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Margréti Hólm Valsdóttur nýjan formann Matvælasjóðs í stað Grétu Maríu Grétarsdóttur sem hætti fyrir nokkru og hóf störf hjá Brimi. 

Einstaklingar og sprotafyrirtæki sett til hliðar hjá Matvælasjóði
Fréttir 12. mars 2021

Einstaklingar og sprotafyrirtæki sett til hliðar hjá Matvælasjóði

„Matvælasjóður skiptir okkur smáframleiðendur matvæla miklu máli og því er afar mikilvægt að atvik eins og það sem fjallað var um í frétt Bændablaðsins endurtaki sig ekki. Mikilvægi slíkrar umfjöllunar felst í þeim lærdómi sem hægt er að draga af henni sem nýtist vonandi í umbætur á ferlinu áður en farið er í næstu úthlutun,“ segir Oddný Anna Björn...

Umsögn með höfnun lýsir fádæma fordómum
Fréttir 25. febrúar 2021

Umsögn með höfnun lýsir fádæma fordómum

Einn geitfjárræktandi var í hópi umsækjenda um styrk úr Matvælasjóði. Hann fékk höfnun. Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, segir í sjálfu sér ekkert um það að segja, sumir umsækjenda fengu styrki, aðrir ekki. Hún velti hins vegar fyrir sér umsögn sem fylgdi með höfnuninni og finnst að hún lýsi fádæma fordómum. Bjartsýni á...

Nýtt ár og aukin tækifæri
Skoðun 14. janúar 2021

Nýtt ár og aukin tækifæri

Í upphafi vil ég færa lesendum kveðjur um gleðilegt ár og takk fyrir samstarfið og samvinnuna á árinu 2020. Á nýju ári er nauðsynlegt að horfa til framtíðar og þeirra möguleika sem búa í íslenskum landbúnaði. 

62 verkefni fengu styrk úr Matvælasjóði
Fyrsta úthlutun úr Matvælasjóði
Fréttir 15. desember 2020

Fyrsta úthlutun úr Matvælasjóði

Bein útsending verður frá fyrstu úthlutun úr Matvælasjóði á morgun miðvikudag klukkan 09:30. Stofnfé sjóðsins nemur 500 milljónum króna sem verða nú til úthlutunar en 263 umsóknir bárust í alla fjóra styrkjaflokkana.

263 umsóknir bárust í fyrstu úthlutun úr Matvælasjóði
Fréttir 23. september 2020

263 umsóknir bárust í fyrstu úthlutun úr Matvælasjóði

Matvælasjóður var formlega opnaður 2. september og um leið var opnað fyrir umsóknir í hann. Umsóknarfrestur rann út 21. september og þá höfðu 263 umsóknir borist í í alla fjóra styrkjaflokkana.

Stjórn Matvælasjóðs skipuð
Fréttir 5. júní 2020

Stjórn Matvælasjóðs skipuð

Eitt af úrræðum stjórnvalda til að skapa efnahagslega viðspyrnu eftir COVID-19 faraldurinn var að flýta vinnu við að stofnsetja Matvælasjóð. Nú hefur stjórn sjóðsins verið skipuð, en stofnun sjóðsins verður með 500 milljón króna stofnframlagi stjórnvalda.

Flýtt stofnunar Matvælasjóðs til að skapa efnahagslega viðspyrnu
Fréttir 22. apríl 2020

Flýtt stofnunar Matvælasjóðs til að skapa efnahagslega viðspyrnu

Við kynningu ríkisstjórnarinnar á aðgerðapakka númer tvö í gær, vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, kom fram að eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar til að efla nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu er að stofna Matvælasjóð með 500 milljóna króna stofnframlagi.

Ráðgert er að Framleiðnisjóður landbúnaðarins renni inn í nýjan matvælasjóð
Fréttir 18. júní 2019

Ráðgert er að Framleiðnisjóður landbúnaðarins renni inn í nýjan matvælasjóð

Ein af þeim hugmyndum sem ráðgert er að grípa til sem mótvægisaðgerð ríkis­stjórnarinnar við niðurfellingu frystiskyldu á kjöti til landsins er stofnun nýs matvælasjóðs á breiðum grunni.