Skylt efni

Landssamband kúabænda

Aðalfundur Landssambands kúabænda samþykkir að sameinast Bændasamtökum Íslands
Fréttir 9. apríl 2021

Aðalfundur Landssambands kúabænda samþykkir að sameinast Bændasamtökum Íslands

Aðalfundur Landssambands kúabænda (LK) var haldinn í dag með fjarfundarfyrirkomulagi. Samþykkti fundurinn að sameinast Bændasamtökum Íslands. Var málið samþykkt með 27 atkvæðum gegn einu mótatkvæði. Búnaðarþing 2021 hafði áður samþykkt samhljóða nýtt félagskerfi landbúnaðarins með sameiningu búgreinafélaganna við Bændasamtök Íslands.

SS hættir við fyrirhugaða lækkun á afurðaverði nautgripa
Fréttir 12. janúar 2021

SS hættir við fyrirhugaða lækkun á afurðaverði nautgripa

Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur hætt við að lækka afurðaverð á nautgripaflokkum eins og til stóð að gera frá 18. janúar. Í tilkynningu inni á vef SS kemur fram að félagið hafi endurmetið forsendur verðbreytinganna og ákveðið að falla frá verðbreytingunni.

SS lækkar afurðaverð á öllum nautgripaflokkum nema ungkálfum
Fréttir 8. janúar 2021

SS lækkar afurðaverð á öllum nautgripaflokkum nema ungkálfum

Landssamband kúabænda (LK) gagnrýnir harðlega fyrirhugaðar verðbreytingar á afurðaverði hjá Sláturfélagi Suðurlands (SS). Samkvæmt nýútgefinni verðskrá lækka allir nautgripaflokkar nema ungkálfar um fimm prósent og gripir sem eru undir 200 kílóum lækka um þrú til fimm prósent umfram hina almennu lækkun.

„Hlakka til að takast á við áskoranir greinarinnar”
Líf og starf 24. nóvember 2020

„Hlakka til að takast á við áskoranir greinarinnar”

„Ég hlakka til að takast á við áskoranir greinarinnar og vil nýta tímann vel til að eiga gott samtal og vinna að faglegum málum greinarinnar, eins og að styrkja frekari þekkingu, rannsóknir og þróun. Við þurfum að taka vel utan um loftslagsmál greinarinnar, stuðla að bættri ímynd nautgriparæktarinnar, halda styrkleikum okkar á lofti og bæta merking...

Takk fyrir mig
Lesendarýni 9. nóvember 2020

Takk fyrir mig

Tíminn undanfarið hefur verið um margt skrítinn. Eins og flestir þekkja er það venjan að halda aðalfund LK að vori, yfirleitt í mars. Stjórn LK ákvað í fyrstu bylgju COVID að fresta honum, þess fullviss að við næðum fundi núna í haust og gætum þá jafnvel stefnt að árshátíð kúabænda. Allt kom fyrir ekki og niðurstaðan varð að halda aðalfundinn í fja...

Erfiðir tímar í nautakjötsframleiðslu
Á faglegum nótum 30. september 2020

Erfiðir tímar í nautakjötsframleiðslu

Nautakjötsmarkaðurinn hefur tekið töluverðum breytingum undanfarið, ekki einungis vegna fækkunar ferðamanna í kjölfar COVID-19 heldur hefur tollaumhverfið einnig breyst. Saman hefur þetta töluverð neikvæð áhrif á framleiðslu og sölu nautakjöts hér á landi og hefur afkoma bænda farið versnandi.

Fyrirkomulag kvótamarkaðar fest í sessi
Á faglegum nótum 1. september 2020

Fyrirkomulag kvótamarkaðar fest í sessi

Í lok júlímánaðar staðfesti sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráð­herra þá tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga að hámarks­verð á kvótamarkaði skyldi verða sem nemur þreföldu afurðastöðvaverði og að sú ákvörðun gildi út árið 2023. Gildir það fyrst á næsta kvótamarkaði sem verður 1. september næstkomandi og bændur eiga nú að vera búnir að skila inn t...

Ég gef kost á mér sem formaður kúabænda
Lesendarýni 28. janúar 2020

Ég gef kost á mér sem formaður kúabænda

Nú liggur fyrir að kosið verður um nýjan formann Landssambands kúabænda á næsta aðalfundi samtakanna dagana 27.-28. mars, þar sem Arnar Árnason hefur tilkynnt að hann gefi ekki áframhaldandi kost á sér til formannssetu eftir fjögurra ára setu.

Sveigt af leið
Lesendarýni 15. nóvember 2019

Sveigt af leið

Nýlega var skrifað undir samkomulag um breytingar á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar, eða a.m.k. áfanga að þeim, sé innihald samkomulagsins rétt skilið. Ástæða er til að þakka því fólki sem að þessu vann fyrir hönd okkar bænda fyrir sín störf.

Stærsta breytingin að festa kvótakverfið í sessi
Fréttir 8. nóvember 2019

Stærsta breytingin að festa kvótakverfið í sessi

„Nýtt ákvæði um að áfram verði framleiðslustýring í formi greiðslu­marks er það sem ég tel einna bitastæðast við nýja samninginn og eitt af stóru málum hans. Það er stærsta breytingin frá fyrri samningi.

Framtíð mjólkurframleiðslu – okkar val
Lesendarýni 31. janúar 2019

Framtíð mjólkurframleiðslu – okkar val

Endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgripa-ræktar-innar fer fram á þessu ári og er því loksins komið að því að atkvæðagreiðsla fari fram meðal mjólkurframleiðenda um hvort framleiðslustýring verði afnumin eða ekki.

Kerfi í kreppu
Lesendarýni 31. janúar 2019

Kerfi í kreppu

Um þessar mundir eru 40 ár síðan framleiðslustýringu í landbúnaði var komið á hér á landi. Það var gert með því að veita Framleiðsluráði landbúnaðarins, sem starfaði 1947-1997, víðtækar lagaheimildir til að grípa til aðgerða til að hafa stjórn á framleiðslu helstu búvara.

Ómaklega vegið að stjórnarformönnum
Lesendarýni 31. janúar 2019

Ómaklega vegið að stjórnarformönnum

Fyrrverandi stjórnarformaður, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, sem ég kalla þríhöfða hér eftir, vó ósmekklega að núverandi stjórnarformönnum MS og Auðhumlu, í aðsendum pistli í síðasta Bændablaði og væna þá um framkvæmdaleysi eftir að þeir tóku við síðasta sumar.

Íslensk nautgriprækt verði kolefnisjöfnuð á tíu árum
Fréttir 13. desember 2018

Íslensk nautgriprækt verði kolefnisjöfnuð á tíu árum

Landssamband kúabænda hefur nú gefið út stefnumótun í nautgripa­rækt til næstu tíu ára. Var ­ákveðið að skipta stefnumótunarvinnunni í tvennt, annars vegar mjólkur­framleiðslu og hins vegar nautakjöts­framleiðslu.

Vilja viðhalda kvótakerfinu og hræðast ekki erlenda samkeppni
Fréttir 10. apríl 2018

Vilja viðhalda kvótakerfinu og hræðast ekki erlenda samkeppni

Kúabændur vilja viðhalda framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslu og hræðast ekki innflutning séu samkeppnisaðstæður þeirra sambærilegar við erlenda framleiðendur.

Þrekvirki að greinin komst óbrotin í gegnum bankahrunið
Viðtal 28. apríl 2016

Þrekvirki að greinin komst óbrotin í gegnum bankahrunið

Baldur Helgi Benjamínsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, LK, í lok júní. Hann sagði upp störfum í byrjun mánaðarins og er nú að vinna út uppsagnarfrest.

Arnar Árnason kjörinn formaður Landssambands kúabænda
Líf og starf 18. apríl 2016

Arnar Árnason kjörinn formaður Landssambands kúabænda

Arnar Árnason, bóndi á Hrana­stöðum í Eyjafirði, var kjörinn formaður Landssambands kúabænda á aðalfundi sambandsins 1. apríl síðastliðinn. Hann hlakkar til að takast á við væntanleg verkefni og segist ekki eiga von á öðru en að þau verði spennandi og skemmtileg.

Stórstirni skemmta kúabændum á 30 ára afmælisfundi
Fréttir 29. mars 2016

Stórstirni skemmta kúabændum á 30 ára afmælisfundi

Á aðalfundi Landssambands kúabænda sem fram fer dagana 31. mars til 1. apríl verður efnt til veislu í tilefni af 30 ára afmæli samtakanna. Fer hófið fram á Hótel Sögu. Þar munu Guðni Ágústsson, rithöfundur og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, troða upp ásamt skemmtikraftinum Ara Eldjárn.

Kúabændur hafa varið tugum milljarða í kaup á greiðslumarki
Fréttir 3. desember 2015

Kúabændur hafa varið tugum milljarða í kaup á greiðslumarki

Íslenskir kúabændur hafa frá árinu 1994 til dagsins í dag varið 28,2 milljörðum króna á núvirði í kaup á greiðslumarki í mjólk. Það lætur nærri að bændur hafi greitt um 11–12 krónur á hvern lítra yfir tímabilið í heild sem eru nálægt 25% af beingreiðslum sem bændur fá við framleiðslu hvers lítra.