Skylt efni

aðbúnaður búfjár

Mál sem má ekki endurtaka sig
Skoðun 1. desember 2016

Mál sem má ekki endurtaka sig

Fyrr í þessari viku fjallaði Kastljós um málefni eggjaframleiðandans Brúneggja ehf. Þar kom meðal annars fram að fyrirtækið hefur ekki sinnt aðfinnslum Matvælastofnunar með fullnægjandi hætti vegna athugasemda um aðbúnað dýra.

Aðbúnaður á gyltubúum breyst mjög til batnaðar
Fréttir 25. ágúst 2016

Aðbúnaður á gyltubúum breyst mjög til batnaðar

Í apríl og maí á þessu ári stóð Matvælastofnun fyrir eftirlitsverk­efni sem fólst í því að farið var inn á öll 14 svínabú landsins sem halda gyltur til að meta hvort farið væri að lögum og reglum um velferð dýra. Í niðurstöðum skýrslu sem gefin var út í kjölfarið segir að breytingar hafi orðið til batnaðar á flestum sviðum.

Öflugur stuðningur er víða til að mæta kostnaðarauka bænda
Fréttaskýring 12. apríl 2016

Öflugur stuðningur er víða til að mæta kostnaðarauka bænda

Svínabændur gagnrýndu á dögunum harðlega nýgerða búnaðarsamninga sem bændur greiða nú atkvæði um. Bentu þeir á að þeir séu ekki að njóta sanngirnis í vaxandi samkeppi við bændur í nágrannalöndunum, einkum hvað varðar kostnaðarauka vegna aðlögunar búanna að nýjum aðbúnaðarreglugerðum.

Ósammála Sigurði dýralækni um slæma meðferð á útigangshrossum
Fréttir 6. apríl 2016

Ósammála Sigurði dýralækni um slæma meðferð á útigangshrossum

„Ég get ekki tekið undir þau orð Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis að útigangshross á Suðurlandi hafi það slæmt, þeim sé ekki gefið, þau hafi ekki skjól og hafi ekki vatn, ég hef ekki orðið var við þetta og vísa þessu á bug,“ segir Óðinn Örn Jóhannsson, dýraeftirlitsmaður Matvælastofnunar á Suðurlandi.

Frávikum var fylgt eftir á gyltubúunum
Fréttir 8. október 2015

Frávikum var fylgt eftir á gyltubúunum

Á undanförnum vikum hafa dýravelferðarmál verið ofarlega á baugi í þjóðfélaginu. Má að nokkru leyti rekja upphaf umræðunnar til þess að Ríkisútvarpið (RÚV) hóf undir lok septembermánaðar umfjöllun um tiltekin atriði í Starfsskýrslu Matvælastofnunar (MAST) fyrir síðasta ár, er varða aðbúnað búfjár.