Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mikið í húfi
Skoðun 4. mars 2015

Mikið í húfi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fulltrúar íslenskra bænda  koma nú saman á Búnaðarþing og funda um sín hagsmunamál. Þeir eru ekki í öfundsverðri stöðu þar sem vel brýndum spjótum háværra hagsmunaafla er beint að þeim úr öllum áttum.
 
Bændur eru líklega manna best meðvitaðir um nauðsyn þess að þróa landbúnaðarkerfið í átt til aukinnar sjálfbærni. Það á bæði við sjálfbærni í nýtingu náttúruauðlinda sem og sjálfbærni í rekstri. Það síðarnefnda er ekki einfalt við að eiga þar sem bændur geta illa verðlagt sínar vörur í takt við raunkostnað. Þar kemur einkum tvennt til. Krafa neytenda um ódýrar matvörur og síðan samkeppni við framleiðslu erlendra bænda sem er stórlega niðurgreidd og tollvarin af viðkomandi ríkjum. Til að íslenskir bændur standi þar á jafnréttisgrunni þarf að beita sömu ráðum hér á landi, þ.e. tollvernd og niðurgreiðslum. 
Illa ígrundað gagnrýnisblaður um að hætta verði niðurgreiðslum og afnema beri tollvernd er einkum haldið á lofti af íslenskum hagsmunaöflum. Þau sjá mikil gróðatækifæri í því að íslenskur landbúnaður leggist af í meira eða minna mæli. Ef það gerist, mun renna upp gósentíð innflytjenda sem geta þá verðlagt sínar landbúnaðarvörur af eigin geðþótta án ótta við innlenda samkeppni. Það mun fela í sér endurreisn einokunarverslunar, því reynslan sýnir okkur að í fákeppni og kunningjasamfélagi eins og hér ríkir, verður seint til alvöru samkeppni í verslun. Þar er nærtækast að líta á aðförina sem gerð hefur verið að svínaræktinni að undanförnu og kjúklingaræktin mun örugglega fá sömu útreið. 
 
Annar angi á þessu er spurningin um heilnæmi matvörunnar sem við framleiðum. Íslendingar hafa lengst af gumað af besta fiski í heimi sem upprunninn sé úr hreinum sjó í kringum Ísland. Þetta hefur skapað íslenskum fiski góða ímynd. Íslenskar landbúnaðarafurðir eru jafnvel enn betur til þess fallnar að geta flokkast sem hreinar vörur. Hér eru ekki notaðir vaxtarhormónar við framleiðsluna og hér eru nánast engin fúkkalyf notuð og alls ekki sem vaxtarhvetjandi efni. Það er gjörólíkt stöðunni í nær allri Evrópu og í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur verið flutt inn mikið af svína-, nauta- og kjúklingakjöti. Allt kemur það frá ríkjum sem eru hvað mestu notendur lyfja við sína framleiðslu. Vilja Íslendingar virkilega fórna sínum hreina landbúnaði og ómældum atvinnutækifærum fyrir skammtímagróða fáeinna kaupmanna?
Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...