Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Já, þannig er það
Skoðun 5. desember 2014

Já, þannig er það

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Það var athyglisverð finnsk heimildarmynd um markað með lifandi grísi og svínakjöt í Sjónvarpinu á þriðjudagskvöldið. Þar kom fjölmargt fram sem vekur upp efasemdir um ágæti óhefts innflutnings á slíku kjöti til Íslands. 

Í þættinum kom berlega fram á hvers konar villigötum umræðan um óheftan innflutning á kjöti til Íslands hefur verið. Hér hafa hagsmunaöfl í verslun verið í fararbroddi í umræðunni um óheftan innflutning, m.a. á hráu kjöti. Í þeirri umræðu hefur margoft komið fram að ekkert þurfi að óttast því regluverkið í ríkjum ESB sé svo frábært. Þar fari ekkert fram hjá eftirlitsstofnunum. Því sé kjötmeti allt upprunamerkt og allt sem þar er boðið til sölu sé fullkomlega öruggt.

Ef marka má heimildarmyndina er þessu alls ekki svo farið. Þar kom greinilega fram í viðtölum við svínabændur og aðra er stunda viðskipti með grísi og svínakjöt að upprunamerkingar eru í algjörum ólestri. Reyndar var gengið svo langt að fullyrða að vonlaust væri að segja til um hvaðan kjöt sem t.d. kemur frá kjötafurðastöðvum í Póllandi sé upprunnið, þrátt fyrir alla opinbera stimpla. Þangað eru nefnilega fluttir grísir til áframeldis frá fjölmörgum löndum, eins og Danmörku, Finnlandi, Hollandi og Austur-Evrópulöndum. Nær ógjörningur virðist vera að halda utan um ferlið.  

Þá kom fram í máli finnskra bænda að notkun fúkkalyfja í þessari framleiðslu fer stöðugt vaxandi í Evrópu. Kom fram að Finnar hafi verið betri en margar aðrar þjóðir í þessum efnum, en þar aukist lyfjanotkunin hröðum skrefum. Sama á við varðandi Danmörku og fleiri lönd. Þetta gerist þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld um allan heim tali um sýklalyfjanotkunina í dýraeldi og neyslu á afurðum þessara dýra, sem eina mestu heilbrigðisógn samtímans. Ástæðan er stóraukning á sýklalyfjaónæmi. 

Þá var líka varpað fram spurningu um af hverju Finnar hættu ekki svínaframleiðslu þar sem hægt væri að fá kjötið miklu ódýrara frá öðrum suðlægari löndum: Svarið var skýrt. Það kæmi ekki til greina að fórna fæðuöryggi Finna með slíkri aðgerð. Bent var á alvarlegar afleiðingar af slíku og að ef þetta yrði gert myndi innflutt svínakjöt snarhækka í verði. 

Þá kom líka fram í myndinni að Danir eru langt komnir með að eyðileggja sín sláturhús og kjötiðnað með skefjalausum útflutningi á lifandi grísum. Hafa þarlend stjórnvöld orðið miklar áhyggjur af málinu.  

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...