Innlendar fréttir

16.4.2014 
Hvalveiðar Íslendinga ollu því að íslenskt lambakjöt var ekki auglýst í Whole Foods verslununum í Bandaríkjunum á síðasta ári. Fyrir vikið gengu markmið um söluaukningu frá árinu 2012 ekki eftir. Beita þurfti töluverðum fortölum til þess að koma í veg fyrir að verslanirnar kipptu ekki alfarið að sér höndunum hvað varðar sölu á íslensku lambakjöti.
15.4.2014 
Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra segir það ofureinföldun að segja að tollar verði afnumdir ef samningaviðræður við Evrópusambandið um niðurfellingu tolla á búvörum skila árangri. „Við erum fyrst og fremst að ræða um gagnkvæmar niðurfellingar á tollum af ákveðnu magni af ákveðnum landbúnaðarafurðum. Með því myndu íslenskir neytendur fá fjölbreyttari flóru vöruframboðs á Íslandi og íslenskir útflytjendur fengju vaxandi tækifæri til útflutnings á góðum verðum.“
15.4.2014 
Í Belgsholti í Melasveit er sprotafyrirtækið Grænn gróði með starfsstöð sína. Starfið gengur út á að þróa einfalda tækni til að smita trjáplöntur með svepprótasveppum með það að markmiði að bæta lifun og vöxt þeirra.
10.4.2014 
Háskólaráð Háskóla Íslands fjallaði m.a. um málefni LbhÍ og HÍ á fundi sínum í dag. Þar var málið rætt ítarlega og samþykkti háskólaráð einróma svohljóðandi ályktun: „Háskólaráð Háskóla Íslands telur mikilvægt að mörkuð sé stefna um ábyrgð og hlutverk Íslendinga í fæðuframleiðslu, nýtingu lands, sjávar, vatns ...
8.4.2014 
Á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda  síðastliðinn föstudag var Böðvar Baldursson í Ysta-Hvammi í Aðaldal kjörinn í stjórn fyrir Norðausturhólf. 
7.4.2014 
Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturhús KVH hafa ákveðið að hækka verð fyrir nautgripakjöt til bænda um 5 prósent.Tekur hækkunin gildi frá og með 7. apríl. Hækkunin mun ekki hafa áhrif á verð til neytenda heldur er hún liður í að hvetja bændur til aukinnar framleiðslu á nautakjöti, að sögn Ágústs Andréssonar forstöðumanns Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga.
4.4.2014 
Hart var tekist á um ásetningshlutfall sauðfjár á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) sem lauk nú fyrir skömmu. Á aðalfundi samtakanna á síðasta ári var samþykkt tillaga um að ásetninghlutallið myndi hækka í áföngum til ársins 2016 og standa þá í 0,75. Fundurinn nú breytti um kúrs og samþykkti með allra minnsta mun, einu atkvæði, að ásetningshlutfall skyldi vera 0,65 í ár og út samningstíma búvörusamnings í sauðfjárrækt.
4.4.2014 
Kjarkur frá Ytri-Skógum er mesti alhliða kynbótahrútur landsins árið 2014 og Ás frá Skriðu besti lambahrúturinn. Verðlaun sauðfjársæðingastöðvanna voru veitt í dag, við lok aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda og hlutu ræktendur hrútanna farandverðlaunagripi gerða af Sigríði Kristjánsdóttur á Grund, svo sem venja er.
4.4.2014 
Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hyggst á næstunni setja á fót fyrirtæki úti í St. Pétursborg í Rússlandi sem mun markaðssetja íslenskt lambakjöt á Rússlandsmarkað. Um er að ræða þjónustu við dýra veitingastaði og fæst hátt verð fyrir vöruna. Þegar fram í sækir má búast við að fyrirtækið gæti markaðssett ýmsa aðra íslenska matvöru og dreift henni í Rússlandi.
3.4.2014 
Sauðfjárbændur þurfa að ræða hvort ástæða sé til að breyta vægi einstakra verkefna sem rúmast innan búvörusamninga, til að mynda hvort auka eigi vægi gæðastýringar á kostnað beingreiðslna eða hvort jafnvel eigi að forgangsraða notkun fjármuna alveg upp á nýtt. Núverandi búvörusamningur í sauðfjárrækt rennur út í árslok 2017 og brýnt er að markmið sauðfjárbænda fyrir nýjan samning liggi fyrir ekki seinna en á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) að ári.
3.4.2014 
Sauðfjárbændur fjölmenna til Reykjavíkur föstudaginn 4. apríl til þess að halda aðalfund og árshátíð Landssamtaka sauðfjárbænda. Að því tilefni bjóða þeir gestum og gangandi til mannfagnaðar á KEX Hostel á Skúlagötu 28 milli klukkan 16.00 og 18.00. Þar munu þaulvanir rúningsmenn kynna verklagni sína ...
3.4.2014 
Rekstur Íslandspósts stendur og fellur með því að leyfi fáist til að hækka gjaldskrá á bréfapósti og fækka útburðardögum í dreifbýli. Jafnframt er nauðsynlegt að halda áfram á þeirri braut að loka póstafgreiðslum, en boðað hefur verið að loka eigi tveimur slíkum á árinu. Búast má við því að framhald verði á þó ekki hafi verið teknar um það ákvarðanir að svo komnu máli. Ef ekki verður ráðist í þessar aðgerðir verður Íslandspóstur áfram rekinn með halla en á síðasta ári nam tap á rekstri fyrirtækisins 119 milljónum króna. Þetta kemur fram í viðtali við Ingimund Sigurpálsson í nýju Bændablaði sem kom út í dag.
1.4.2014 
Verð á greiðslumarki í mjólk er nú 260 krónur líterinn. Þetta kom í ljós við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki í dag, 1. apríl 2014. Verðið nú er 60 krónum lægra en það var á síðasta kvótamarkaði, 1. nóvember síðastliðinn. Einungis tvö gild tilboð um kaup á greiðslumarki bárust.
1.4.2014 
Segja þarf upp að minnsta kosti fimmtán starfsmönnum Landbúnaðarháskóla Íslands verði ekki af sameiningu hans við Háskóla Íslands. Þetta kom fram í máli Ágústs Sigurðssonar rektors skólans á starfsmannafundi á mánudaginn.

„Þetta er alveg rétt. Við fengum bréf þess efnis frá okkar ráðuneyti um að við ættum að draga saman seglin,“ segir Ágúst.
31.3.2014 
Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturhús KVH hafa tilkynnt að innleggjendur þeirra fái greidda 15 króna uppbót á hvert innlagt kíló af lambakjöt árið 2013.

Þetta þýðir að meðalverð til bænda fyrir lambakjöt innlagt hjá fyrirtækjunum 2013, hækkar um áðurnefndar 15 krónur og verður 598 krónur á kíló í stað 583 króna. Ekki er greidd uppbót á annað kindakjöt.
28.3.2014 
Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu svf. lýsti því yfir á aðalfundi Landssambands kúabænda nú rétt í þessu, að félagið muni greiða fullt afurðastöðvaverð fyrir alla innvegna mjólk árið 2015.
27.3.2014 
Aðalfundir Ferðaþjónustu bænda hf. (FB) og Félags ferðaþjónustubænda (FFB) var haldinn á Hótel Dyrhólaey í Mýrdal dagana 24.-25. mars. Heiðursviðurkenning Félags ferðaþjónustubænda var veitt þeim Guðrúnu Þórarinsdóttur og Jóni Illugasyni frá Bjargi í Mývatnssveit annars vegar og einnig þeim Ásgerði Pálsdóttur og Ágústi Sigurðssyni, Geitaskarði í Langadal.
26.3.2014 
Brynjar Skúlason, skógfræðingur hjá Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá, talaði um líf og dauða skógarplantna á fjórða fræðslufundi vetrarins í Gömlu gróðrarstöðinni á Akureyri þar sem Akureyrarskrifstofa Skógræktar ríkisins og Norðurlandsskógar eru til húsa.
25.3.2014 
Í nýútkomnu fréttabréfi Sláturfélags Suðurlands (SS) er fjallað um afkomu félagsins á liðnu ári. Samstæða SS skilaði 572 m.kr. hagnaði fyrir skatta sem er besta afkoma í 107 ára sögu félagsins og 22 m.kr. betri afkoma en fyrra ár. Vegna hinnar góðu afkomu verður bændum greitt 2,7 prósenta viðbót á afurðaverð liðins árs.
24.3.2014 
Svíar hafa náð markverðum árangri við að kynna Svíþjóð sem matvælaland fyrir ferðamenn. Árið 2008 settu yfirvöld þar í landi stefnuna á að auka matarferðamennsku og kynna landið sem vænlegan áfangastað þar sem ferðamenn gætu gengið að góðum mat sem vísum.
24.3.2014 
Engin vinna er í gangi við sameiningu Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands sem stendur. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hafði lýst vilja sínum til að sameina skólana tvo með það að markmiði að efla starfsemi þeirra en ekki síður til að takast á við langvarandi fjárhagsvandræði og hallrekstur þess síðarnefnda. Þær hugmyndir hafa mætt mikilli andstöðu, bæði frá heimamönnum í Borgarfirði en eins frá Bændasamtökum Íslands og úr bændastétt. Rektor Landbúnaðaháskólans harmar niðurstöðuna.
24.3.2014 
Einar Freyr Elínarsson bóndi í Sólheimatungu í Mýrdal var kjörinn nýr formaður Samtaka ungra bænda á aðalfundi samtakanna sem haldinn var laugardaginn 22. mars síðastliðinn í Úthlíð í Biskupstungum. Ásamt Einari voru þeir Ástvaldur Lárusson frá Núpi í Dýrafirði og Orri Jónsson frá Lundi í Lundareykjardal kosnir nýjir inn í stjórn en fyrir sátu þar þau Þórir Níelsson á Torfum og Jóna Þórunn Ragnarsdóttir á Reynivöllum.
21.3.2014 
Litlar líkur eru taldar til þess að sjúkdómar berist hingað til lands verði innflutningur á erfðaefni holdanautgripa frá Noregi heimilaður. Ef hins vegar smitefni bærust til landsins gætu afleiðingarnar orðið miklar og alvarlegar.
21.3.2014 
Uppboðsmörkuðum vegna viðskipta með greiðslumark mjólkur hefur verið fjölgað úr tveimur í þrjá á ári með nýrri reglugerð. Uppboðsmarkaðir verða hér eftir sem hingað til haldnir 1. apríl og 1. nóvember en við bætist uppboðsmarkaður 1. september ár hvert. Skal skila tilboðum vegna þess markaðar eigi síðar en 25. Ágúst en skiladagar tilboða fyrir hina markaðina verða óbreyttir, 25. mars og 25. október.
20.3.2014 
Síðasta þriðjudagskvöld hlýddi fullur salur fólks í Eldborg í Hörpu á tónlistarflutning nokkurra af helstu listamönnum þjóðarinnar, meðal annars Bjarkar og Of Monsters and Men, auk Patti Smith og hinnar sænsku Lykke Li. Tónleikarnir voru haldnir undir yfirskriftinni Stopp – Gætum garðsins sem er samstarfsverkefni Bjarkar, Darrens Aronofsky kvikmyndaleikstjóra, Land­verndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands.
20.3.2014 
Bændasamtök Íslands hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna rangra fullyrðinga í fréttaflutningi um fjárhagslega endurskipulagningu Hótels Sögu ehf.
20.3.2014 
„Ég hef ítrekað þrýst á eftirlitsstofnanir að sinna skyldu sinni. Ég hef sent Matvælastofnun og heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga afrit af þessum fjórum skýrslum sem ég hef tekið saman frá árinu 2011, þar sem mikill misbrestur í þessum málum hefur komið í ljós að okkar viti,“ segir Bjarni ...
20.3.2014 
Bændasamtökin og Starfsgreinasamband Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning fyrir starfsfólk sem vinnur almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum en auk þess gildir samningurinn fyrir matráða á bændabýlum. Þá geta starfsmenn sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl einnig fallið undir gildissvið samningsins, enda sé það samþýkkt af hálfu viðkomandi stéttarfélags. Samningurinn var undirritaður 18. mars síðastliðinn með fyrirvara um samþykki aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og stjórnar Bændasamtakanna.
19.3.2014 
Í gær fór fram Norðurlandakeppnin í matreiðslu í Herning í Danmörku þar samankomnir allir helstu matreiðslumeistarar Norðurlandanna sem kepptu um titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda.
13.3.2014 
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Matvælalandið Ísland boða til ráðstefnu á Hótel Sögu fimmtudaginn 20. mars kl. 12-16:30 undir yfirskriftinni „Vöxtur í ferðaþjónustu – er maturinn tilbúinn?“.
11.3.2014 
Á árunum 2012 til 2013 stóðu Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga fyrir sýnatökum í matvælum í þeim tilgangi að skoða hvort kröfur um merkingar erfðabreyttra matvæla væru uppfylltar. Reglur þess efnis tóku gildi hér á landi 1. janúar 2012. Niðurstaða rannsóknarinnar er að þrjú sýni af 33 innihéldu erfðabreyttan efnisþátt...
10.3.2014 
Spáð er vonskuveðri á sunnan- og vestanverðu landinu í dag og fram á nótt. Djúp lægð er á leið vestur fyrir land og samfara henni er spáð SA- og síðar SV-stormi með úrkomu og skörpum blota sem nær einnig víða upp á fjallvegi. Þar sem sem snjór og ís eru fyrir verður flughált við þessar aðstæður síðar í dag og kvöld. Búist er við að gangi í storm eða rok með vindhraða yfir 20 m/s á sunnan- og vestanverðu landinu upp úr hádegi. Þá má reikna má með vindhviðum 30-40 m/s á utanverðu Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli eftir hádegi og til klukkan fimm í dag. Vindhæð nær allt að 40-50 m/s á norðanverðu Snæfellsnesi frá því um klukkan þrjú í dag og fram á kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningum frá Vegagerðinni og Veðurstofu Íslands.
7.3.2014 
Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélaginu og fjölmiðlum að undanförnu um skort á íslenskum lífrænt vottuðum kjúklingi á markaði. Þessi skortur komst einnig í umræðuna í tengslum við fyrirhugað bann við notkun á sveppamassa í lífrænt vottaðri ræktun, þar sem hann er samsettur að hluta til úr driti ...
7.3.2014 
Formaður Bændasamtaka Íslands verður kosinn til eins árs, sem og stjórn samtakanna, eftir árið 2015. Fram til þessa hefur kjörtímabil stjórnar verið þrjú ár. Þá verður fækkað í stjórn samtakanna og verður hún skipuð fimm stjórnarmönnum en nú sitja sjö manns í stjórn.
6.3.2014 
Fjörutíu milljóna króna tap varð á rekstri Bændasamtaka Íslands á síðasta ári. Sindri Sigurgeirsson formaður samtakanna gerði þá staðreynd að umfjöllunarefni þegar hann flutt skýrslu formanns á búnaðarþingi. Fá þyrfti botn í það hvernig fjármögnun samtakanna yrði háttað sem allra fyrst.
6.3.2014 
Setning búnaðarþings fór nú í fyrsta skipti fram í Hörpunni síðastliðinn laugardag,  en venjan hefur verið sú setningarathöfnin fari fram í Súlnasal Hótel Sögu. Fjölbreyttir viðburðir voru haldnir í húsinu í tengslum við setningu búnaðarþingsins og mættu 30 þúsund manns á þá viðburði sem er aðsóknarmet í Hörpu.  Frá þessu er greint á forsíðu nýs Bændablaðs en í blaðinu er einnig ítarlega fjallað um búnaðarþingið.
5.3.2014 
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gerir athugsemd við opinbert eftirlit með framleiðslu á alifuglakjöt á Íslandi. Þetta kemur fram í skýrslu sem ESA birti í gær. Gerð er athugasemd við að starfsfólk sláturhúsa sem annast heilbrigðisskoðanir fái ekki nægjanlega þjálfun og upp á vanti að eftirlitsdýralæknar séu viðstaddir við heilbrigðisskoðun miðað við kröfur.
5.3.2014 
Formaður Bændasamtaka Íslands verður kosinn til eins árs í senn, sem og stjórn samtakanna, eftir árið 2015. Fram til þessa hefur kjörtímabil stjórnar verið þrjú ár. Þá verður fækkað í stjórn samtakanna og verður hún skipuð fimm stjórnarmönnum en nú sitja sjö manns í stjórn. Þrátt fyrir þessar breytingar mun sitjandi stjórn klára sitt kjörtímabil og verður kosið eftir nýjum reglum árið 2016. Þetta er meðal breytinga sem gerðar voru á samþykktum samtakanna á nýafstöðnu búnaðarþingi.
4.3.2014 
Skrína, nýtt vefrit á sviði auðlinda-, landbúnaðar- og umhverfisvísinda hefur nú hafið göngu sína. Fyrstu tvær greinarnar sem birtar eru í ritinu fjalla annars vegar um notkun á smárablöndum í landbúnaði (Þórey Ólöf Gylfadóttir, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Áslaug Helgadóttir) og sveppasjúkdóma á Íslandi...
4.3.2014 
Tap á rekstri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins var 40,85 milljónir króna á síðasta ári. Síðasta ár var fyrsta rekstrarár fyrirtækisins en það hóf sem kunnugt er starfsemi sína í byrjun árs 2013 þegar það tók yfir alla leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði sem áður hafði verið á hendi Bændasamtaka Íslands og búnaðarsambanda.
3.3.2014 
Stórtónleikar verða haldnir til styrktar Náttúruverndarsamtökum Íslands og Landvernd í Eldborg 19. mars næstkomandi. Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum eru Patti Smith, Björk og Of Monsters and Men. Sama dag verður stórmyndin Noah frumsýnd í Egilsbíó og eru frumsýning hennar og tónleikarnir hluti af viðburðinum Stopp – Gætum garðsins sem Darren Aronofsky, leikstjóri Noah, Björk, Landvernd og Náttúruverndarsamtökin standa saman að.
2.3.2014 
Danskir lífeyrissjóðir hafa tekið upp þá stefnu að kaupa jarðir og leigja þeim bændum til að auðvelda nýliðun í landbúnaði. Þessi stefna lífeyrissjóðanna dönsku sínir trú þeirra á landbúnaði þar í landi sem sterkrar atvinnugreinar sem hefur mikla vaxtarmöguleika. Ræða ætti við íslenska lífeyrissjóði um áhuga þeirra á svipuðu verkefni.
2.3.2014 
Unnið er að því að móta tillögur um að verkefni sem ríkið hefur falið Bændasamtökunum að vinna flytjist yfir í sjálfstæða stofnun sem hefur gengið undir vinnuheitunum Búnaðarstofa eða Greiðslustofa. Bændasamtökin hafa með samningum við ríkið séð um ýmsa greiðslumiðlun, svo sem útgreiðslu beingreiðslna, sem eru í raun á hendi ríkisins. Stefnt er að því að ábyrgð á þessum verkefnum færist til ráðuneytis landbúnaðarmála á næsta ári.
2.3.2014 
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur verið fengin til að gera úttekt á íslenska landbúnaðarkerfinu og ætti sú vinna að geta hafist í haust. Þá er verið að vinnað að því að setja saman starfshóp sem á að móta tillögur um hvernig auka megi matvælaframleiðslu á Íslandi, í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma er starfshópur að störfum við að greina tollamál landbúnaðar í heild sinni, bæði í innflutningi og útflutningi. Þetta kom fram í ræðu Sigurðar Inga Jóhanssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á búnaðarþingi í dag.
2.3.2014 
Fyrirhugað er að leggja fram frumvarp á haustþingi þar sem gerðar verða breytingar á innheimtu búnaðargjalds. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í upphafi fundar búnaðarþings í morgun.
1.3.2014 
Búnaðarþing 2014 var sett við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. Setningarathöfnin markar upphafið að þriggja daga búnaðarþingi þar sem fulltrúar bænda koma saman og ræða hagsmunamál stéttarinnar, marka stefnu og ráða ráðum sínum. Fjöldi mála liggur fyrir þinginu en formleg störf þess hefjast á morgun. Þar ber helst að nefna tillögur um endurskoðun félagskerfis bænda en tillögur þess efnis eru um margt mjög róttækar.
28.2.2014 
Vélasalar munu mæta í Hörpuna á laugardag og sýna nokkrar vel valdar dráttarvélar og tæki samhliða setningarathöfn Búnaðarþings, Food and Fun og Vetrarmarkaði Búrsins. Í dag voru menn í óða önn að undirbúa viðburðinn en meðal þess sem starfsmenn Jötunn Véla tóku sér fyrir hendur var að koma glænýrri Massey Ferguson vél inn í þetta stærsta félagsheimili landsins.
28.2.2014 
Setningarathöfn Búnaðarþings verður haldin í salnum Silfurbergi í Hörpu laugardaginn 1. mars kl. 12.30 og stendur til kl. 14.00.
28.2.2014 
Útivistarfólk er hvatt til að fara sérstaklega varlega nærri háspennumannvirkjum til fjalla og á hálendinu. Mikið fannfergi er enn til fjalla víða á Austurlandi og Vestfjörðum og hættulega stutt upp í línuleiðara á mörgum stöðum, svo sem á Fjarðarheiði eystra og á norðanverðum Vestfjörðum.
27.2.2014 
Stærsti matarmarkaður landsins verður í Hörpu næstkomandi laugardag og sunnudag. Um er að ræða Matarmarkað Búrsins sem opinn verður frá 11 til 17 báða dagana.

25.2.2014 
Matarhátíðin Food and fun 2014 hefst á morgun. Hátíðin er nú haldin í 13. sinn og taka 18 veitingahús þátt að þessu sinni.
24.2.2014 
Axel Ómarsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna ehf. og Landssambands hestamannafélaga. Axel tekur við af Haraldi Erni Gunnarssyni sem sinnti starfinu frá árinu 2011. Það kemur því í hlut Axels að stýra Landsmóti á Hellu í sumar. 
24.2.2014 
Þingsályktunartillaga um að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu skul dregin til baka var lögð fram á Alþingi síðastliðinn föstudag, 21. apríl. Um er að ræða stjórnartillögu, lagða fram af utanríkisráðherra, Gunnari Braga Sveinssyni. Verði tillagan samþykkt verður Ísland fyrsta ríkið til að draga umsókn sína um aðild að til baka eftir að viðræður eru hafnar.
21.2.2014 
Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið telur málsmeðferð ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara, varðandi nýlega beiðni um viðbótartolla fyrir ákveðna osta og lífrænan kjúkling, vera í samræmi við gildandi lög. Í tilkynningu frá ráðueytinu segir að í kjölfar synjunar á þessari beiðni hafi komið fram gagnrýni...
21.2.2014 
Aðföng, heildsölufyrirtæki Haga, fékk úthlutað 15 tonna tollkvóta til innflutnings á osti frá 1. Júlí síðastliðinum og gildir kvótinn út júní í ár. Um er að ræða svokallaða WTO-tollkvóta. Þá fékk fyrirtækið jafnframt úthlutað 10 tonna ESB-tollkvóta fyrir ost frá áramótum og gildir sú úthlutun til ársloka.
20.2.2014 
Fjögurra ára aðgerðir hafa ekki skilað neinum árangri til að draga úr tíðni kampýlóbakter í alifuglum í Bretlandi. Bretar hafa því leitað til Íslands, en árangur hér á landi við að draga úr tíðni kampýlóbaktersýkinga í fólki er þekkt. Í þessu skyni var dýralækni alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun boðið til fundar í London 12. febrúar síðastliðinn.
20.2.2014 
Hlutdeild Mjólkursamsölunnar í samanlögðum tollkvótum fyrir ost síðustu fimm ár er 11 prósent. Hlutdeild Innness á sama tíma er 23 prósent, Sólstjörnunnar 14 prósent og Aðfanga, heildsölufyrirtækis Haga var 9 prósent. Af þessu má leiða að Mjólkursamsalan hafi ekki verið markaðsráðandi í innflutningi á ostum síðustu fimm ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hefur sent frá sér.
20.2.2014 
Iceland Byproducts ehf., dótturfélag afurðafyrirtækisins Norðlenska, flutti út rúmlega 38 tonn af kindagörnum á síðasta ári fyrir rúmar 89 milljónir króna. Það er í sjálfu sér engin nýlunda að fluttar séu út unnar kindagarnir en verðið sem fékkst fyrir þær er hreint með ólíkindum. Þannig var ...
19.2.2014 
Stærsta minkaskinnauppboð í sögu Kopenhagen Fur fór fram í Kaupmannahöfn síðustu viku. Þá voru seld um 7,1 milljón skinna og héldu íslenskir minkabændur gæðastöðu sinni á markaðnum í öðru sæti á eftir Dönum.
18.2.2014 
Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag beindi Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, fyrirspurn til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra varðandi Landbúnaðarháskóla Íslands og skipun í háskólaráð hans.
18.2.2014 
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur að fenginni tillögu frá ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara ákveðið að úthluta ekki viðbótartollkvótum fyrir innflutning á buffala-, geita- og ærmjólkurostum né heldur lífrænum kjúklingi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu og eru viðbrögð við umsókn fyrirtækisins Haga sem vildu flytja inn fyrrgreindar vörur á lægri tollum í ljósi þess að þær væru ekki framleiddar á Íslandi.
18.2.2014 
Fræðsluerindi um smitsjúkdómastöðu íslensks búfjár verður haldið á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, fimmtudaginn 20. febrúar.
17.2.2014 
Á fundi stjórnar Byggðastofnunar þann 6. desember 2013 var samþykkt að bjóða uppá sérstök lán til jarðakaupa til að greiða fyrir kynslóðaskiptum í landbúnaði. Lánin verða verðtryggð jafngreiðslulán til allt að 25 ára með 5% vöxtum. Möguleiki er á að semja um að aðeins verði greiddir vextir fyrstu 3 árin. Skilyrði fyrir slíku láni er að á viðkomandi jörð sé stundaður búskapur í atvinnuskyni og að á jörðinni sé föst búseta.
13.2.2014 
Starfshópur um fyrirkomulag og framkvæmd refa- og minkaveiða hefur skilað skýrslu til umhverfis- og auðlindaráðherra. Hópurinn telur brýnt að bæta skipulag veiðanna en telur að  nauðsynlegar umbætur rúmist innan ramma núgildandi laga.
13.2.2014 
Þjónustusamningar við dýralækna í dreifðum byggðum rennur út í haust en þeir hafa þá verið í gildi í þrjú ár. Þjónustusamningarnir voru gerðir á grundvelli reglugerðar sem sett var af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í tengslum við gildistöku nýrra laga um dýralæknaþjónustu sem tóku gildi 1. nóvember 2011. Við þá breytingu fækkaði embættum héraðsdýralækna í sex og sinna þeir eingöngu opinberu eftirliti.
13.2.2014 
Matvælastofnun (MAST) heldur fræðslufund fyrir matvælaframleiðendur um notkun Skráargatsins þriðjudaginn 18. febrúar kl. 14:00 - 16:00. Skráargatið var innleitt á Íslandi þann 12. nóvember síðastliðinn. Talsverður áhugi er meðal framleiðenda á að nota merkið og er þörfin á upplýsingum um merkið og skilyrði ...
12.2.2014 
„Ég myndi skjóta á að þetta losaði um 100 tonn sem við munum selja af þorramat í það heila, þá er allt meðtalið, hangikjöt, saltkjöt, svið og annað sem fylgir á þorraborðum landsmanna,“ segir Oddur Árnason, verksmiðjustjóri í kjötvinnslu SS á Hvolsvelli.
12.2.2014 
Um þessar mundir er verið að undirbúa Halldórsfjós – gamla fjósið á Hvanneyri – fyrir Landbúnaðarsafn sem brátt mun flytja þangað inn. Ætlunin er að halda 80 ára sögu byggingarinnar sem fjóss til haga og kynna hana í framtíðinni eftir því sem við á.
11.2.2014 
Á Alþingi í dag var skýrsla Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga til umræðu. Tilefnið var álit fjárlaganefndar á skýrslunni. Meðal þess sem nefndin gerði í sínum störfum var að fylgja sérstaklega eftir einni ábendingu Ríkisendurskoðunar sem varðaði fjárhagsstöðu Landbúnaðarháskóla Íslands en skólans hefur um árabil verið getið í skýrslum Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga vegna fjárhagsmálefna hans.
11.2.2014 
Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla boðuðum niðurskurði Umhverfisstofnunar í landvörslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.
7.2.2014 
„Þeir kláruðust strax,“ segir Ingvar Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, en fyrirtækið bauð upp á súrsaða lambatittlinga nú í byrjun þorra, sem er nýjung sem féll greinilega í kramið hjá landsmönnum.
6.2.2014 
Það verður líf og fjör í Hörpu laugardaginn 1. mars næstkomandi, en þá verður haldin sannkölluð matarhátíð í þessu stærsta félagsheimili Íslendinga. Bændasamtök Íslands munu setja Búnaðarþing með formlegum hætti í hádeginu ...
6.2.2014 
Afi minn, Ólafur Þórarinsson frá Ríp í Hegranesi og síðar bóndi í Flugumýrarhvammi í Akrahreppi, hefur lýst því þegar hann á ofanverðum sjöunda áratug síðustu aldar varð vitni að álfareið. Var hann á leið til bæjar úr fjárhúsum þegar hann varð var við hóp ríðandi fólks koma upp brekku við bæinn og reið fólkið áfram eftir hlaðinu og framhjá afa. Ekki gerði hann sér grein fyrir hversu margt fólkið var en það var þó nokkur fjöldi. Hestarnir sem fólkið reið voru með beygða fætur, svo sem þeir væru á harða stökki en ekki hreyfðu þeir fæturna og var sem þeir svifu áfram. Fylgdist afi með fólkinu ríða yfir hlaðið en þegar hann hljóp á eftir því til að sjá hvert förinni væri haldið var sem það hefði gufað upp.
6.2.2014 
Ýtarlega er fjallað um usla álfta og gæsa í ræktarlöndum bænda í nýju Bændablaði, Birkir Arnar Tómasson, bóndi á Móeiðarhvoli við Eystri-Rangá á Suðurlandi, segir löngu tímabært að hefja grisjun á álftastofninum á Íslandi vegna þess gríðarlega tjóns sem álft og einnig gæs valdi í kornræktinni.
5.2.2014 
„Við erum léttir, ljúfir og kátir,“ segir Ólafur M. Þórisson, markaðsstjóri hjá Kjarnafæði. „Þorrinn er alltaf skemmtilegur, við byrjum að leggja línurnar í lok sumars, þannig að tíminn sem fer í undirbúning er langur og því mjög gaman þegar Þorrinn gengur í garð!“
4.2.2014 
Bændasamtök Íslands, Samtök atvinnulífsins og Neytendasamtökin hafa skrifað undir „sáttmála um upprunamerkingar á matvælum“ þar sem kveðið er á um vilja þeirra til að standa saman að bættum upprunamerkingum. Samtökin telja það sjálfsögð réttindi neytenda að vita hvaðan maturinn þeirra kemur.
3.2.2014 
Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús KVH hafa gefið út nýjan verðlista á nautgripakjöti sem gildir frá 1. febrúar sl. Samkvæmt upplýsingum á vef Landssambands kúabænda tók verð á nautgripakjöti síðast breytingum í apríl 2013.
30.1.2014 
Á vef Matvælastofnunar er greint frá því að í samráði við dýraeftirlitsmann, sem starfar hjá stofnuninni, hafi verið tekin sú ákvörðun að hann hverfi tímabundið frá störfum. Ástæðan eru ásakanir um að hann hafi í nokkrum tilvikum ekki sinnt skyldum sínum um umhirðu og eftirlit með stóðhestagirðingum. Þessi mál verði tekin til skoðunar hjá stofnuninni en á meðan verði starfsmaðurinn í leyfi.
29.1.2014 
Þriðja árið í röð eykur Q-mjólkur-samlagið í Noregi vöxt sinn um yfir 100 milljónir norskra króna, en það sam­svarar 12 prósenta vexti. Þetta er mikið til íslenska skyrinu að þakka, sem fyrir­tækið tryggði sér uppskrifta­leyfi á hjá Mjólkur­samsölunni og er selt sem létt­jógúrt þar í landi.
28.1.2014 
Alls bárust Bjargráðasjóði 114 umsóknir um bætur frá bændum vegna kals sem varð á Norður- og Austurlandi vorið 2013 auk 30 umsókna vegna langs gjafatíma síðastliðinn vetur. „Við áttum von á því að margar umsóknir myndu berast sjóðnum, það varð umtalsvert tjón víða vegna kals á ákveðnum landssvæðum,“ segir Sigurgeir Hreinsson formaður stjórnar Bjargráðasjóðs.  Hann tók við formennsku í sjóðnum vorið 2013.
28.1.2014 
Matvælastofnun hefur gefið út landsáætlanir um varnir og viðbrögð (LÁVV) við ýmsum súnum, sem eru sjúkdómar sem geta borist milli dýra og manna. Fyrsta landsáætlunin, sem er um varnir og viðbrögð við salmonellu í alifuglum var gefin út skömmu fyrir áramót.
23.1.2014 
Á síðasta ári voru 1.236 hross flutt úr landi til nýrra eigenda víðs vegar um heiminn. Er það eilítill samdráttur frá árinu 2012 en þá var fjöldinn 1.333 hross. Síðustu fimm ár hafa alls 6.450 Íslandshestar verið fluttir úr landi. Farið var að skrásetja hrossaútflutning með markvissum hætti árið 1988. Það ár voru 700 hross flutt út en flest hross fóru úr landi árið 1996, alls 2.841.
23.1.2014 
Fyrirtæki í matvælageiranum virðast vera að taka við sér þegar kemur að upprunamerkingum sinna framleiðsluvara. Eftir fréttir síðustu vikna og mánaða um sölu á erlendum landbúnaðarafurðum til neytenda, án þess að þeim væri gerð grein fyrir því að um væri að ræða innflutta vöru, reis hörð gagnrýni á framgöngu fyrirtækjanna.  Formaður Bændasamtaka Íslands gagnrýndi fyrirtækin fyrir blekkingar gagnvart neytendum, bæði í forsíðufrétt og leiðara síðasta Bændablaðs. Það hafa Neytendasamtökin tekið í sama streng og krafist þess að nú þegar verði innleiddar upprunamerkingar á matvörur. Þetta kemur fram í nýju Bændablaði sem kom út í dag.
22.1.2014 
Skeljungur hefur gefið út nýjan áburðarverðlista en fyrirtækið selur áburð undir vörumerkinu Sprettur. Verð á áburði lækkar talsvert milli ára eða um allt að 12,3 prósent, þó misjafnt eftir tegundum. Ástæða lækkunarinnar er almenn lækkun á mörkuðum erlendis og styrking íslensku krónunnar að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.
21.1.2014 
Samstarfsverkefni þýskra og íslenskra stjórnvalda, Örugg matvæli, hefur nú verið hrint úr vör. Megintilgangur verkefnisins er að auka matvælaöryggi og neytendavernd á Íslandi með því að auka vöktun á óæskilegum efnum í matvælum.
20.1.2014 
Fyrirtækið Helluskeifur hefur tekið ákvörðun um að verð á skeifum sem fyrirtækið framleiðir verði óbreytt út þetta ár. Að sögn eiganda fyrirtækisins, Agnars Jónassonar, er ástæðan sú að fyrirtækið vill leggja sitt af mörkum til að stuðla að nýrri þjóðarsátt og styðja við markmið nýrra kjarasamninga. Sem kunnugt er hafa Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins skorað á fyrirtæki, sveitarfélög og ríki að halda aftur af verðhækkunum og stuðla þannig að lágri verðbólgu sem einni af forsendum kjarasamninga. Fjöldi fyrirtækja hefur brugðist við þeirri áskorun, líkt og Helluskeifur gera nú.
17.1.2014 
Stjórn Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar hf. hefur ákveðið að breyta merkingum á umbúðum sínum og tilgreina eftirleiðis upprunaland kartafla sem seldar eru undir merkjum fyrirtækisins. Með þessu er Þykkvabæjar að svara kalli neytenda um að uppruni landbúnaðarafurða sé öllum ljós og auðveldara sé fyrir neytendur að taka upplýsta ákvörðun við matarinnkaup. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem fyrirtækið hefur sent frá sér.
16.1.2014 
Áburðarverð hjá Fóðurblöndunni lækkar um 8 til 12,9 prósent en ný verðskrá fyrirtækisins var kynnt í dag. Misjafnt er hver lækkunin er eftir tegundum. Ástæðan er almenn lækkun á hráefni og styrking íslensku krónunnar að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.
16.1.2014 
Sérstök umræða fór fram á Alþingi í morgun um innflutning á landbúnaðarafurðum. Málshefjandi var Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins en Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var til andsvara. Umræðan hverfðist að talsverðu leyti um þær upplýsingar sem komið hafa fram á síðustu vikum um innflutning á landbúnaðarvörum og skort á upplýsingum til neytenda um nýtingu þeirra. Óásættanlegt væri að fluttar væru inn erlendar landbúnaðarafurðir og þær markaðssettar sem íslenskar að mati málshefjanda, Guðlaugs Þórs. Undir þetta tóku aðrir þingmenn heilshugar.
15.1.2014 
Neytendasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau krefjast þess að stjórnvöld hraði upptöku reglna um upprunamerkingar á matvörur. Þau benda á að á síðasta þingi Neytendasamtakanna, sem haldið var fyrir rúmu ári, var samþykkt svohljóðandi krafa: „Setja þarf reglur um að upprunaland matvæla komi alltaf fram á umbúðum.“
14.1.2014 
Ársskýrsla um eftirlit með áburði árið 2013 er nú komin út og birt á vef Matvælastofnunar. Þar er greint frá því að 26 fyrirtæki fluttu inn áburð á síðasta ári, alls 246 tegundir. Alls voru flutt inn 50.516 tonn af áburði af þeim voru 571 tonn af áburði frá Skeljungi endursend eftir að áburðurinn hafði verið innkallaður vegna of mikils kadmíums í honum.
13.1.2014 
Fóðurblandan, Lífland og Bústólpi hafa öll lækkað verð á kjarnfóðri um 2 prósent. Lækkunin tók gildi hjá Líflandi í gær en hjá Bústólpa og Fóðurblöndunni í dag. Verðlækkunin gildir um allt fóður frá fyrirtækjunum.

Ástæður lækkananna má rekja til styrkingu íslensku krónunnar en einnig til lækkunar á heimsmarkaðsverði á hráefnum. Einkum eru það bygg og maís sem lækkað hafa.
9.1.2014 
Mjólkursamsalan flutti inn 7,7 tonn af osti árið 2009 og nýtti hann til bræðsluostagerðar. Neytendum var með engum hætti gerð grein fyrir þeirri notkun. Í fréttatilkynningu sem fyrirtækið hefur sent frá sér í tilefni af umræðu um upprunamerkingar og kröfu formanns Bændasamtakanna um að þeim verði komið á hér á landi, er beðist velvirðingar á þessu og því lofað að tryggt verði að slíkt eigi sér ekki stað aftur.
9.1.2014 
Sláturfélag Suðurlands hefur gefið út nýja verðskrá fyrir Yara áburð og gildir hún til 31. janúar næstkomandi. Verð á áburði hækkar frá fyrri verðskrá sökum hækkanna á heimsmarkaðsverði, að því er fram kemur í fréttatilkynningu sem fyrirtækið hefur sent frá sér.
9.1.2014 
Formaður Bændasamtakanna krefst þess að þegar í stað verði teknar upp reglur um upprunamerkingar á öllum landbúnaðarvörum hér á landi. Ekki sé hægt að una við að fyrirtæki blandi erlendu hráefni við íslenskar landbúnaðarvörur án þess sé getið á vöruumbúðum og neytendur þar með blekktir. Slíkt gangi gegn hagsmunum bænda og neytenda.
8.1.2014 
Veiðimálastofnun færðist um síðustu áramót undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Veiðimálastofnun er rannsóknarstofnun á sviði ferskvatnsfiska og lífríkis þeirra og starfar með það að markmiði að hámarka sjálfbæra nýtingu lax- og silungsveiða hér á landi og þjónustar hún veiðifélögin í landinu með ráðgjöf um veiði. Að þessu leyti er hlutverk Veiðimálastofnunar sambærilegt við hlutverk Hafrannsóknastofnunar. Þess má geta að Veiðimálastofnun og Hafrannsóknastofnun hafa samstarf um rannsóknir á villtum laxi í sjó.
3.1.2014 
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 2. janúar að setja á stofn vinnuhóp um framtíð háskólanna í Borgarbyggð. Óskað verður eftir aðild fulltrúa frá Háskólanum á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Bændasamtökum Íslands og atvinnulífinu, auk þess sem fulltrúar frá sveitarfélaginu verða í hópnum. Þetta kemur fram á vefnum borgarbyggd.is.
3.1.2014 
Matvælastofnun brýnir fyrir ræktendum matjurta að samkvæmt matvælalögum eigi þeir að skrá starfsemi sína hjá stofnuninni eigi síðar en 15. janúar. Þetta geta garðyrkjumenn og aðrir ræktendur gert í gegnum vef stofnunarinnar, mast.is. Einnig skal tilkynna breytingar sem kunna að verða hjá ræktendum, s.s. ræktun óskyldra tegunda eða stöðvun starfsemi.
2.1.2014 
Í lok janúar rennur út umsóknarfrestur hjá Framleiðnisjóði en hann styrkir margvíslegt þróunar- og nýsköpunarstarf í landbúnaði. Með nýlegum búnaðarlagasamningi var sjóðnum sniðinn ákveðinn fjárhagsrammi sem unnið er eftir. Á þessu ári er sjóðnum lagðar til 85 milljónir króna af ríksifé en sem kunnugt er var starfsemi hans skorin mikið niður í kjölfar efnahagshrunsins.
27.12.2013 
Fjárlög ársins 2014 voru samþykkt á Alþingi 21. desember síðastliðinn. Samkvæmt þeim verður 900 milljóna króna afgangur á rekstri ríkissjóðs á komandi ári, gangi fjárlög eftir. Yrði það í fyrsta skipti frá bankahruninu sem rekstur ríkissjóðs yrði hallalaus. Þegar kemur að fjárlagaliðum sem snerta landbúnað og byggðamál er ekki hægt að segja að um neinar kollsteypur sé að ræða frá fyrra ári. Fyrst ber að nefna þá útgjaldaliði sem snúa að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Hvað mikilvægast er að búvörusamningar standa óhaggaðir
27.12.2013 
Ákveðið hefur verið að að auka greiðslumark mjólkur fyrir komandi ár upp í 125 milljónir lítra. Er það gert að tillögu Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði en áður hafði verið gefin út reglugerð þar sem greiðslumark ársins 2014 var ákveðið 123 milljónir lítra. Breytingin nú er gerð í ljósi mikillar söluaukningar, einkum á fituríkari mjólkurvörum, síðustu mánuði. Að sama skapi er birgðastaða lakari en verið hefur á sama tíma undanfarin ár.
25.12.2013 
Umhverfisráðherra- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti landgræðsluverðlaunin við hátíðlega athöfn í Gunnarsholti föstudaginn 29. nóvember. Verðlaunin eru árlega veitt einstaklingum, félagasamtökum og skólum sem unnið hafa að landgræðslu og landbótum. Með þessari viðurkenningu vill Landgræðslan vekja athygli þjóðarinnar á fórnfúsu starfi fjölda þjóðfélagsþegna að landgræðslumálum og jafnframt hvetja aðra til dáða.
24.12.2013 
Til að jólin geti komið þarf ég að gera eftirfarandi:

- Hlusta á Skrám skrifa jólasveininum.
- Lesa Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson.
- Bugast yfir jólagjöfinni handa konunni.
- Sjá jólaauglýsinguna frá Coca-Cola (hallærislegt, ég veit).
- Klára heila sort af smákökum svo ég neyðist til að baka aftur.
23.12.2013 
Fallþungi dilka í sláturhúsum landsins á þessu hausti var að meðaltali 15,99 kg. sem er næst mesta meðalþyngd innvigtaðar dilka síðan 1999. Mestur fallþungi reyndist vera hjá Norðlenska á Húsavík, eða 16,55 kg í meðalvigt samkvæmt gögnum Bændasamtaka Íslands.
Fallþungi er æði mismunandi eftir flokkum eða frá 11 kg upp í 23,7 kg. Alls var slátrað 532.453 fjár á landinu og heildarfallþungi kjötsins var rúm 8.500 tonn eða 8.515.195 kg.
23.12.2013 
Nú er búið að þýða kindakjötskafla Kjötbókarinnar á ensku og birta á vefnum kjotbokin.is. Hinir kaflar bókarinnar fylgja fljótlega í kjölfarið á nýju ári en þeir eru í þýðingu og yfirlestri.

Íslenska kjötbókin kom fyrst út árið 1994 en nú er hún eingöngu á Netinu þar sem upplýsingar eru uppfærðar jafnt og þétt. Hún er öllum frjáls til afnota og ekkert gjald er tekið fyrir notkun hennar.
20.12.2013 
Út er komið ritið Jólatrjáaræktun á Íslandi eftir Else Möller, skógfræðing. Ritið er gefið út af Landbúnaðarháskóla Íslands og er aðgengilegt á vef skólans.
19.12.2013 
Verð á áburði frá Fóðurblöndunni mun lækka um 8 til 12 prósent milli ára. Pöntunarfrestur á áburði hjá fyrirtækinu verður til 15. febrúar næstkomandi en panti bændur fyrir þann tíma bjóðast þeim betri kjör. Von er á verð- og vöruskrá frá fyrirtækinu í byrjun næsta árs.
18.12.2013 
Matvælastofnun brýnir fyrir landsmönnum að gæta að hollustuháttum í eldhúsum sínum nú í aðdraganda og yfir hátíðirnar, sem endranær. Með því að gæta hreinlætis og varúðar við meðhöndlun matvæla má koma í veg fyrir matarsjúkdóma sem, eins og gefur að skilja, geta valdið heimilisfólki og gestum miklum óþægindum og jafnvel hættu.
17.12.2013 
Fimm stigahæstu lambhrútar í Austur- og Vestur-Barðastrandarsýslu núna í haust komu frá Árbæ í Reykhólasveit, samkvæmt skýrslu á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML). Í annarri skýrslu koma fram hæstu búsmeðaltöl yfir bakvöðvaþykkt (ómvöðva) lambgimbra, þar sem skoðaðar voru 50 gimbrar eða fleiri í haust. Þar er miðað við ákveðna þykkt vöðvans og þess vegna eru búin sem talin eru upp mun fleiri.
16.12.2013 
Hugsanlegt er að bóluefni gegn sumarexemi í íslenskum hrossum komi á markað innan fárra ára. Vel hefur gengið að þróa bóluefnið að undanförnu. Íslenskir hestar eru mjög útsettir fyrir sumarexemi þegar þeir hafa verið fluttir úr landi. Sumarexem er ofnæmi sem orsakast af biti mýflugna sem lifa víðast hvar í heiminum en hins vegar ekki hér á landi. Útbrotin valda hrossum miklum óþægindum og eru þeir ekki brúkunarhæfir. Miklir hagsmunir eru því fyrir íslenska hrossaútflytjendur.
13.12.2013 
Um helgina verður stærsti matarmarkaður landsins haldinn í Hörpu. Þetta er í þriðja skipti sem markaður­inn er haldinn og það er verslunin Búrið að frumkvæði tveggja kvenna sem stendur að honum.
13.12.2013 
Sveinn Steinarsson var kjörinn nýr formaður Félags hrossabænda á aðalfundi félagsins sem haldinn var 15. nóvember.
12.12.2013 
Í raun er hægt að tala um byltingu í neyslumynstri Íslendinga á kjöti frá árinu 1983 samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands. Á þessum tíma hefur fólki fjölgað úr tæplega 236 þúsund í ársbyrjun 1983 í nær 322 þúsund í árslok 2012. Neyslan á kindakjöti á hvern Íslending í árslok 2012 var innan við helmingur þess sem hún var í ...
11.12.2013 
Frumvarp um Ragnheiðar Elínar Árnadóttur um jöfnun á dreifingarkostnaði raforku hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn og sömuleiðis í báðum þingflokkum stjórnarflokkanna. Búast má við að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins gengur það út á jöfnun raforkuverðs til almennra notenda í dreifbýli til jafns við notendur í þéttbýli að fullu í áföngum.
11.12.2013 
Á undanförnum tveimur árum hefur sala á íslenskum hænueggjum aukist gríðarlega. Aldrei fyrr hefur selst meira en einmitt í ár og er þó desember­mánuður varla hálfnaður. Sú tíð er liðin að mest var selt af eggjum á aðventunni. Núna eru það erlendir ferðamenn sem hafa mest áhrif á framleiðslu og sölu á eggjum auk þess sem breytingar á mataræði hafa sitt að segja.
10.12.2013 
Mótefni gegn Borna-veiru greindust nýverið í hrossum hér á landi. Sýking af völdum Borna-veiru getur valdið alvarlegum einkennum frá miðtaugakerfi, til að mynda óstöðugleika og skertri hreyfigetu. Þetta er í fyrsta skipti sem mótefnið hefur fundist hér á landi. Veiran sjálf hefur ekki fundist í hrossum hérlendis til þessa.
10.12.2013 
Minkabændur búast við lækkun á skinnaverði á komandi uppboði uppboðshússins Kopenhagen fur, sem fram fer um komandi helgi. Án þess að fólk treysti sér til að spá fyrir um tölur er þó rætt um allt að 20 prósenta meðaltalslækkun. Gríðarleg hækkun hefur orðið á skinnaverði á undanförnum misserum og oftsinnis verið talað um að toppnum hljóti að vera náð.
10.12.2013 
Það er nóg um að vera í Mývatnssveit, töfralandi jólanna, á aðventunni. Jólasveinarnir í Dimmuborgum mæta í sitt árlega jólabað í Jarðböðunum við Mývatn laugardaginn 14. desember kl. 17. Þeir eru nú misglaðir bræðurnir með þessa hefð og því um að gera fyrir alla að mæta og taka þátt í fjörinu! Sama dag verður Markaðsdagur í Jarðböðunum við Mývatn frá kl. 12-18.
6.12.2013 
Efla ætti skógrækt á Íslandi sem arðsaman atvinnuveg, meðal annars með því að efla þróunarstarf og rannsókni, koma á samræmdum lögum um skógrækt og landgræðslu og gera rammáætlun til þriggja ára til eflingar skógrækt. Þá ætti að sameina Skógrækt ríkisins, Landgræðsluna og landshlutabundin skógræktarverkefni. Þetta er inntak þingsályktunartillögu sem Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður að.
5.12.2013 
Fjöregg Landgræðslunnar, verðlaunagripir Landgræðsluverðlauna Landgræðslu ríkisins, voru veitt við hátíðlega athöfn í Gunnarsholti 29. nóvember síðastliðinn. Komu þau að þessu sinni í hlut Bíldfellsbæja II og III í Grímsnes- og Grafningshreppi – auk Hafnarfjarðarbæjar – en verðlaunin er árlega veitt einstaklingum, félagasamtökum og skólum sem unnið hafa að landgræðslu og landbótum.
5.12.2013 
Eðlilegt er að endurskoða greiðslumarkskerfi í mjólkurframleiðslu við endurskoðun búvörusamnings í mjólkurframleiðslu en hann rennur sitt skeið í lok árs 2016. Jafnvel mætti hugsa sér að endurskoða samninginn fyrr ef vilji stæði til hjá hagsmunaaðilum. Þetta kom fram í svari Sigurðar Inga Jóhanssonar atvinnuvegaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í gær. Guðlaugur Þór spurði hvort ekki væri rétt að afnema kvótakerfi í mjólk þar eð aðstæður væru nú með þeim hætti að kerfið virkaði í raun framleiðsluhamlandi.
4.12.2013 
Á vef Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) hefur verið birt svofelld ályktun fundar starfsmanna skólans um málefni skólans, m.a. vegna umræðu um sameiningu háskóla.
3.12.2013 
Áburður frá Yara, sem Sláturfélag Suðurlands (SS) er með umboð fyrir, lækkar umtalsvert í verði frá síðust verðskrá. Köfnunarefnisáburður lækkar um 12 prósent og algengar þrígildar áburðartegundir lækka um 8 til 11 prósent. Þetta kemur fram í verðskrá Yara áburðar fyrir árið 2013 til 2014. Verðskráin gildir til 31. desember 2013, þó með fyrirvar um breytingar á gengi.
3.12.2013 
Ákveðið hefur verið að auka greiðslumark mjólkur um sjö milljón lítra á komandi verðlagsári. Greiðslumark mjólkur verður 123 milljónir lítra en er á þessu ári 116 milljónir lítra. Þrátt fyrir þessa hækkun hefur stjórn Auðhumlu þegar gefið út að greitt verði fullt afurðastöðvaverð fyrir alla umframmjólk á næsta ári. Er það gert vegna gríðarmikillar sölu á þessu ári sem hefur valdið því að birgðastaða Mjólkursamsölunnar er í lágmarki. Allt bendir til að sama þróun muni halda áfram á næsta ári.
3.12.2013 
Fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði fyrir starfsemi Hýsi-Merkúr hf. var tekin nýlega að Lambhagavegi 6 í Reykjavík, við hlið Bauhaus.
29.11.2013 
Árleg jólatrjáasala skógræktarfélaga hefst um komandi helgi. Þau skógræktarfélög sem ríða á vaðið með sölu þessa fyrstu helgi desembermánaðar eru Skógræktarfélag Reykjavíkur og Fossá-skógræktarfélag.
29.11.2013 
Helgina 14. til 15. desember næstkomandi mun Ljúfmetisverslunin Búrið blása til veislu, því þá er komið að hinum árlega matarmarkaði Búrsins. Í ár er hann haldin í Hörpunni. Þar koma saman um 50 frumframleiðendur víða af landinu. Segja má að Búrið sé að bjóða í bæinn því þar verða framleiðendur sem selja sínar vörur í Búrinu.
28.11.2013 
Það ríkir mikil spenna á heimili mínu þessa dagana. Ég og sambýliskona mín erum óþreyjufull og spennt, börnin okkar tvö sömuleiðis. Það eru ekki jólin sem valda spennunni, þó við hlökkum vissulega öll til þeirra. Nei, ástæðan er önnur, við bíðum nefnilega eftir barni.

Börnin mín fjögurra og átta ára spyrja mikið um nýja systkinið sem þau munu fá að kynnast á næstu dögum. Hvernig það muni verða, hvort það verði stelpa eða strákur, hvenær við fáum að sjá það og svo fram eftir götunum
28.11.2013 
Framleiðsla á innlendu kjöti jókst að meðaltali um 2,2% á á tólf mánaða tímabili frá nóvemberbyrjun 2012 til októberloka 2013 samkvæmt tölum Landssamtaka sláturleyfishafa. Hafði framleiðsla aukist í öllum búgreinum miðað við sama tímabil í fyrra nema í nautakjöti og svínakjöti. Athygli vekur að innflutningur á kjöti hefur hinsvegar aukist verulega á milli ára. Þannig jókst sá innflutningur úr 874,8 tonnum á fyrstu níu mánuðum ársins 2012 í tæp 1.234, tonn á sama tímabili 2013 eða um rúm 41%. Þá hefur útflutningur á ýmsum búfjárafurðum einnig aukist töluvert eða um 14% á tólf mánaða tímabili. Frá þessu er greint í nýju Bændablaði sem kom út í dag.
27.11.2013 
Kvenfélagasamband Íslands heldur hádegisfund um sóun matvæla í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík, næstkomandi. föstudag 29. nóvember. Fundurinn hefst klukkan tólf.

Rannveig Magnúsdóttir líffræðingur og verkefnisstjóri hjá Landvernd flytur erindi um sóun matvæla og siðferði matvælanotkunar og sýnir framá leiðir til úrbóta á þessu sviði. Um 30% matvæla fara í súginn á vesturlöndum, fátt bendir til annars en sama staðan sé uppá á teningnum hér á landi.
27.11.2013 
Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hafa farið fram á að fá að flytja inn smjör til landsins til notkunar í vinnsluvörur. Beiðni þess efnis var send atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í gær. Ástæða beiðninnar er sú að vegna fordæmalausrar aukningar í sölu á smjöri, rjóma og ostum er birgðastaða mjólkurafurðastöðva orðin lítil nú fyrir mesta sölumánuð ársins, desember. Söluaukning í smjöri hefur verið yfir 20 prósent nú í haust en við venjulegar kringumstæður er söluaukning mjólkurafurða á bilinu 1 til 3 prósent. Smjör hefur ekki verið flutt inn til landsins áður svo neinu nemi.
26.11.2013 
Skylt verður að merkja kjöt á markaði hérlendis með upprunamerkingum frá desember 2014. Um verður að ræða ferskt og fryst svínakjöt, kindakjöt, geitakjöt og alifuglakjöt. Er þetta í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins sem tekur gildi 13. desember á næsta ári og verður skylt að taka upp hér á landi í samræmi við ákvæði EES-samningsins. Þegar eru í gildi reglur um upprunamerkingar á fersku og frosnu nautakjöti sem tóku gildi haustið 2011. Þá verður skylt að geta uppruna aðalhráefnis samsettrar vöru sé uppruni þess annar en vörunnar sjálfrar.
20.11.2013 
Riða af tegundinni Nor98 hefur fundist á bænum Krossi í Berufirði á Austfjörðum. Riðan fannst í kind frá bænum við reglulega skimun Matvælastofnunar fyrir skemmstu. Umrætt afbrigði riðu er talið afbrigðilegt og ekki er talin ástæða til að skera niður sauðfé á bænum. Hins vegar verður vöktun vegna riðu á Krossi og á nágrannabæjum aukin.
18.11.2013 
Á þessari öld hefur aldrei selst annað eins magn af kindakjöti í einum mánuði og í október síðastliðnum. Þá seldust 1.210 tonn. Á sama tíma í fyrra var salan 1.113 tonn. Miðað við sama ársfjórðung og 2012 (ágú-okt) var salan 17,4% meiri en 5,1% meiri m.v. 12 mánaða tímabil (nóv-okt). Frá þessu er greint á heimasíðu Landssamtaka sauðfjárbænda, saudfe.is.
18.11.2013 
Ræktunarverðalaun ársins í hrossaræktinni voru veitt laugardaginn síðastliðinn. Að þessu sinni var það ræktun þeirra Kristbjargar Eyvindsdóttur, Gunnars Arnarssonar og barna í Auðsholtshjáleigu sem hlaut verðlaunin.

Tíu hross voru sýnd frá Auðsholtshjáleigu í ár, þar af eitt í Þýskalandi. Hrossin sem voru sýnd eru Hrafnar, Toppur, Eldey, Vá, Ríma, Hervar, Terna, Teista, Vals og Prýði.
18.11.2013 
Nú geta íslenskir neytendur séð hvaða matvörur uppfylla skilyrði um hollustu með því að skima eftir norræna skráargatsmerkinu á umbúðum. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði á dögunum reglugerð um norræna Skráargatið sem rammar inn þær reglur sem fara á eftir við merkingar á hollum matvörum. Markmiðið með merkinu er að hjálpa neytendum að velja hollari matvörur en framleiðendum er í sjálfsvald sett hvort þeir noti merkið ef vörur þeirra uppfylla ákveðin skilyrði.
18.11.2013 
Hrútaskráin fyrir árið 2013 til 2014 hefur nú verið birt á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, rml.is. Í skránni eru upplýsingar um 47 hrúta, þrjátíu hyrnda, þrettán kollótta, einn feldfjárhrút, einn ferhyrndan hrút og tvo forystuhrúta. Auk þessa er að finna í skránni yfirlit um afkvæmarannsóknir á vegum sauðfjársæðingastöðvanna í haust og grein um stórvirka frjósemiserfðavísa og nýtingu þeirra.
18.11.2013 
Mjólkurvinnslustöðin Arna í Bolungarvík hefur fengið mjög góðar viðtökur með framleiðsluvörur sínar sem komu á markað fyrir skömmu. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða laktósafríum mjólkurafurðum sem framleiðsla hófst á í haust.
5.11.2013 
Verð á greiðslumarki mjólkur hefur hækkað um 14 prósent eða um 40 krónur á lítra frá því að hinn svonefndi kvótamarkaður var settur á fót fyrir tæpum þremur árum síðan. Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur var í fyrsta sinn haldinn 1. desember 2010 eftir að lokað var á bein viðskipti með greiðslumark í maí sama ár. Markaðurinn var settur á að ósk Landssambands kúabænda og eitt meginmarkmiðið með honum átti að vera að lækka verð á mjólkurkvóta. Jafnvægisverð greiðslumarks sem náðist á fyrsta kvótamarkaðnum reyndist vera 280 krónur. Nú, tæpum þremur árum seinna, er verðið 320 krónur á lítra og því ljóst að markmiðið með markaðnum hefur ekki náðst.
4.11.2013 
Bann við innflutningi á fersku kjöti, unnum kjötvörum og öðrum kjötvörum til Íslands frá öðrum EES-ríkjum er andstæð EES-samningnum. Þetta kemur fram í áminningarbréfi sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi íslenskum stjórnvöldum síðastliðinn miðvikudag. Íslensk stjórnvöld hafa nú tvo mánuði til að bregðast við áliti ESA og leggja fram röksemdir í málinu. Verði það ekki gert getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins.
31.10.2013 
Nærri tuttugu og sjö milljónir manna eru nú atvinnulausir í ESB ríkjunum. Vandræði evrusvæðisins virðast líka engan enda ætla að taka ef marka má nýjustu tölur evrópsku hagstofunnar European statistics (Eurostat). Þar er greint frá því að í evrulöndunum 17 hafi atvinnuleysi í september mælst að meðaltali 12.2%, eða tæplega 19,5 milljónir manna.
31.10.2013 
Ég, eins og margir aðrir, hef í gegnum tíðina haft mikið dálæti á sjónvarpsþáttunum um Simpsons-fjölskylduna. Af öllum persónum þáttanna held ég mest upp á Lísu. Hvers vegna? Jú, vegna þess að þrátt fyrir að hún sé óumdeilanlega greindasti og mest frambærilegi fjölskyldumeðlimurinn og þrátt fyrir að ég sé að miklu leyti sammála skoðunum hennar, þá er hún stundum svo mislukkuð útgáfa af hinum upplýsta þjóðfélagsþegn að það er sorglega fyndið.
31.10.2013 
Frá því var greint í Bændablaðinu hinn 3. október síðastliðinn að notkun sveppamassa sem áburðargjafa í lífrænt vottuðum landbúnaði væri á undanþágu til næsta ræktunartímabils. Þórður Halldórsson, Akri í Laugarási, er formaður Félags framleiðenda í lífrænum búskap. Hann segir óraunhæft fyrir bændur sem framleiða lífrænt vottað grænmeti, ávexti og krydd að mæta þessum kröfum.
30.10.2013 
Það er ekki á hverjum degi sem framleiddar eru heimildarmyndir um fjárleitir á Íslandi. Það telst því til tíðinda að hinn 22. september var kvikmynd gefin út, á DVD-formi, sem ber heitið Laufaleitir og segir frá upprekstri sauðfjár á Rangárvallaafrétt.
29.10.2013 
Vel var sótt á alla viðburði Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu sem hélt sinn árlega haustfagnað nú um helgina. Hátíðin hófst með sviðaveislu og hagyrðingakvöldi í íþróttahúsinu að Laugum í Sælingsdal. Um fjögurhundruð manns sóttu sviðaveisluna sem tókst vel.
29.10.2013 
Út er komin bókin Skógarauðlindin-ræktun, umhirða og nýting. Bókinni er ætlað það hlutverk að gefa yfirlit yfir helstu atriði sem hyggja þarf að við ræktun skóga. Hún byggir að stórum hluta á sænsku bókinni Nya Tider Skog sem gefin var út 2008 við miklar vinsældir sænsks skógræktarfólks. Yfir tuttugu íslenskir sérfræðingar í skógrækt þýddu og endurskrifuðu bókina. Á annað hundrað myndir og teikningar eru í bókinni sem gerir hana fallega og skemmtilega aflestrar. Bókin er 128 síður í stóru broti. Útgefandi er verkefnið Kraftmeiri skógur og hægt er að panta bókina hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.
25.10.2013 
Fyrr á þessu ári var blásið til hönnunarsamkeppni um lopapeysu úr íslensku ullinni og ritgerðarsamkeppni um forystufé. Hugmyndin kviknaði í kjölfar aftaka veðursins sem gekk yfir Norður- og Norðausturland í september 2012 með skelfilegum afleiðingum fyrir bændur og búfénað á svæðinu.
25.10.2013 
Búið er að selja kúabúið Flatey á Mýrum en einkahlutafélag í eigu útgerðarfyrirtækisins Skinney-Þinganess er kaupandi jarðarinnar. Frá þessu var greint í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Flatey er eitt af stærstu kúabúum landsins en jörðin var hluti af jarðasafni Lífsvals. Landsbankinn tók sem kunnugt er yfir rekstur Lífsvals á síðasta ári og hefur fjöldi jarða verið seldur út úr félaginu síðasta eitt og hálft ár. Þegar Flatey var auglýst til sölu á sínum tíma var uppsett verð fyrir jörðina 480 milljónir króna. Ekki fékkst uppgefið hvert kaupverðið á jörðinni var.
24.10.2013 
Vinnslustöð MS-Akureyri verður opnuð ný á morgun, föstudag eftir mikla endurnýjun á langstærstu vinnslulínum stöðvarinnar. Þá verður formlega tekin í notkun ný vinnslulína fyrir ostagerð, sem hefur verið unnið að því að setja upp undanfarna mánuði. Áætlaður kostnaður við vinnslulínuna auk tengdra framkvæmda í húsnæði MS Akureyri, þ.m.t. 300 fermetra viðbyggingu fyrir lager, losar einn milljarð króna.
22.10.2013 
Góð aðsókn hefur verið á haustfundi Landssambands kúabænda það sem af er. Um tvö hundruð manns mættu á fundina sem haldnir voru í sl. viku. Tækifæri til aukningar mjólkurframleiðslu hafa verið bændum efst í huga og hvaða úrræði séu til að nýta þau. Þá hefur staða kvótakerfisins talsvert verið rædd og líkleg þróun á verði greiðslumarks. Þá hefur kynbótastarfið og staða kúastofnsins einnig talsvert borið á góma.
21.10.2013 
Smitandi barkabólga í kúm hefur verið upprætt að mati Matvæla­stofnunar. Árið 2012 greindust mótefni gegn sjúkdómnum í sýnum sem tekin voru úr nautgripum á Egilsstaða­búinu á Héraði. Í ljós kom að töluverður hluti gripa á búinum var smitaður og sömuleiðis einn gripur sem fluttur hafði verið af búinu. Þeim gripum sem smitaðir voru var slátrað. Endurteknar sýnatökur á búunum báðum hafa leitt í ljós að engir gripir eru nú smitaðir og telur Matvælastofnun því að búið sé að uppræta smitið.
21.10.2013 
Engin dæmi fundust um kampýló­bakter eða salmonella í umfangsmikilli rannsókn Matís á ferskum íslenskum kjúklingum í neytendaumbúðum. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu þar sem sagt er frá niðurstöðum rannsóknar á tíðni örverumengunar í kjúklingakjöti. Ljóst er að staða þessara mála er mjög góð hér á landi og jafngóð eða betri en gengur og gerist í öðrum ríkjum, segir í frétt á vef Matís.
18.10.2013 
Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að leggja raflínur á Íslandi í jörðu á undanförnum árum, ekki síst til að minnka sjónmengun af raforkumannvirkjum. Einnig hefur slík umræða komið upp reglulega í kjölfar óveðra sem sligað hafa loftlínur og brotið staurasamstæður. Þrátt fyrir augljósa kosti jarðstrengja hefur umræðan oftar en ekki snúist um þá fullyrðingu að lagning jarðstrengja sé margfalt dýrari en lagning loftlína. Þessi rök halda greinilega ekki vatni lengur, í það minnsta ef miðað er við reynslu Frakka í þessum málum.
18.10.2013 
Helsta íþróttafrek mitt er þegar ég var útnefndur efnilegasta knattspyrnumaður Þórs á Akureyri í sjötta flokki. Þetta var árið 1986 og ég var átta ára. Ég man ekki hvort ég fékk viðurkenningarskjal en ef svo er, þá er það því miður glatað. Því meira sem ég hugsa þetta getur reyndar vel verið að engin útnefning hafi farið fram og þjálfarinn hafi einfaldlega sagt við mig að ég væri efnilegur.
17.10.2013 
Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú/ræktendur sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands fyrir ræktunarárangur. Valið stóð að þessu sinni milli 41 ræktunarbús sem staðist hafði lágmarksskilyrði sem höfð hafa verið til viðmiðunar. Ákveðið var að tilnefna 10 bú/ræktendur að þessu sinni sem hljóta munu viðurkenningu á ráðstefnunni “Hrossarækt 2013” sem haldin verður...
17.10.2013 
Í nýju Bændablaði, á blaðsíðu 4, er ýtarleg umfjöllun um vandamálið sem ágangur álfta og gæsa hefur í för með sér. Gríðarlegt tjón hefur orðið af þessum völdum í ræktarlöndum og að sögn bænda sem Bændablaðið hefur rætt við er þolinmæðin senn á þrotum.
17.10.2013 
Það verður mikið um dýrðir í Sævangi í Steingrímsfirði á laugardaginn, en þá verður haldin vegleg sviðaveisla á Sauðfjársetrinu. Á boðstólum verða ný svið, einnig reykt og söltuð, sviðasulta og sviðalappir. Í eftirmat verður blóðgrautur, fjallagrasamjólk og rabbarbaragrautur.
14.10.2013 
Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðislokksins lagði í dag fram á Alþingi fyrirspurn til Sigurðar Inga Jóhannssonar varðandi tjón á ræktarlandi bænda af völdum álfta og gæsa. Haraldur sagði að tjón af völdum þessara fugla í kornrækt og annarri ræktun bænda hefði aukist mjög á síðari árum og nú væri svo komið að tjónið hamlaði hreinlega framþróun í kornrækt á Íslandi. Ljóst væri að stofnstærð beggja fugla, þá ekki síst álftar hefði stækkað verulega hin síðustu ár.
11.10.2013 
Hinn árlegi „Lífræni dagur“ verður í þetta sinn haldinn í Ráðhúsinu í Reykjavík á sunnudaginn n.k. frá kl. 12-17. Samtök lífrænna neytenda og VOR, Félag framleiðenda í lífrænum búskap, taka höndum saman og standa sameiginlega að Lífræna deginum, en VOR fangar 20 ára afmæli á þessu ári.
11.10.2013 
Norðurlandakeppni í smáframleiðslu matvæla  er nýlokið en hún var haldin í Östersund í Svíþjóð. Í keppnina bárust um 600 vörur úr ýmsum flokkum. Íslendingar hlutu þrenn verðlaun af þeim 40 sem veitt voru.
10.10.2013 
Smitandi barkabólga í kúm hefur verið uppræt að mati Matvælastofnunar. Árið 2012 greindust mótefni gegn sjúkdómnum í sýnum sem tekin voru úr nautgripum á Egilsstaðabúinu á Héraði. Í ljós kom að töluverður hluti gripa á búinum var smitaður og sömuleiðis einn gripur sem fluttur hafði verið af búinu. Þeim gripum sem smitaður voru var slátrað. Endurteknar sýnatökur á búunum báðum hafa leitt í ljós að engir gripir eru nú smitaðir og telur Matvælastofnun því að búið sé að uppræta smitið.
10.10.2013 
Sýningin MATUR-INN 2013 hefst í Íþróttahöllinni á Akureyri á morgun, föstudaginn 11. október kl. 13. Sýningin stendur í tvo daga og eru sýnendur um 30 talsins, allt frá smáframleiðendum upp í stór fyrirtæki. Sýningin er nú haldin í sjötta sinn en hún er haldin á tveggja ára fresti. Síðast sóttu hana hátt í 15 þúsund manns á tveimur sýningardögum. Sýningin verður opin kl. 13-20 áföstudag og kl. 13-18 á laugardag. Aðgangur að sýningunni er ókeypis.
9.10.2013 
Fjöregg MNÍ 2013 verður afhent í 21. sinn á ráðstefnu Matvæladags Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands (MNÍ) þann 16. október næst komandi. Fjöreggið er veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og/eða næringarsviði. Tilnefningarnar hafa nú verið opinberaðar ...
7.10.2013 
Engin dæmi fundust um campylobacter eða salmonella í umfangsmikilli rannsókn Matís á ferskum íslenskum kjúklingum í neytendaumbúðum. Þetta kemur fram á vef fyrirtækisins þar sem sagt er frá niðurstöðum rannsóknar á tíðni örverumengunar í kjúklingakjöti. Ljóst er að staða þessara mála er mjög góð hér á landi og jafngóð eða betri en gengur og gerist í öðrum ríkjum, segir í frétt á vef Matís.
3.10.2013 
Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu, tók hús á Sigurbirni Hjaltasyni á Kiðafelli og ræddi við hann um lambakjöt og sauðfjárrækt. Hvaða aðferðum beitir bóndinn til þess að framleiða gott lambakjöt og hvað er það sem matreiðslumaðurinn er að leita eftir?
3.10.2013 
Sauðfé á Íslandi hefur fækkað um ríflega 350 þúsund á rúmlega þrjátíu árum, frá 1980, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Hrossum hefur aftur á móti fjölgað um 25 þúsund á sama tímabili og nautgripum hefur fjölgað um nærri 11.500.
2.10.2013 
Verð á kjarnfóðurblöndum frá Fóðurblöndunni lækkaði í dag, 2. október. Mismunandi er hversu mikil lækkunin er eftir tegundum. Ástæða lækkunarinnar er lækkun á hráefnum til fóðurframleiðslu erlendis, að því er kemur fram í fréttatilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag.
2.10.2013 
Lífland hefur sent frá sér tilkynningu þar sem tilkynnt er um lækkun á kjarnfóðri um allt að 5% frá og með 1. október.

 

1.10.2013 
Eyrarrósin, viðurkenning til framúrskarandi menningarverkefna á starfssvæði Byggðastofnunar, verður veitt í tíunda sinn sinn í febrúar 2014. Það eru Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem staðið hafa saman að verðlaununum frá upphafi.
30.9.2013 
Mjólkursamsalan og Kaupfélag Skagfirðinga hafa ákveðið að greiða fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk frá októberbyrjun og út þetta ár. Þetta þýðir að greitt verður fyrir mjólk sem bændur framleiða umfram greiðslumark verður á fullu afurðastöðvaverði. Ástæðan er gríðarleg söluaukning í smjör, rjóma, ostum, drykkjarmjólk og ýmsum öðrum afurðum það sem af er ári og útlit fyrir áframhaldandi aukningu. Söluaukning í smjör hefur verið svo mikil að helst er hægt að kalla hana sprengingu. Vonast er til þess að bændur sjá ákvörðunina sem hvatningu til að framleiða enn meiri mjólk.
26.9.2013 
Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins sem varðar læðuna Nuk sem slapp úr einkaflugvél á Reykjavíkurflugvelli þriðjudaginn 24. september.  Matvælastofnun lítur því svo á að ekki sé þörf á að fara fram á aflífun á dýrinu og hefur ákveðið að heimila eiganda þess að fara með það úr landi.
25.9.2013 
Á Akranesi er starfandi fyrirtækið Kaja organic, sem er hið eina á landinu sem sérhæfir sig í innflutningi og heildsölu lífrænt vottaðra vara í stórpakkningum - sem ætlaðar eru fyrir mötuneyti, stóreldhús og framleiðendur.
25.9.2013 
Stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) ákvað á fundi sínum í gær að gera tillögu um 123 milljón lítra greiðslumark mjólkur árið 2014. Gangi tillagan eftir, þýðir hún aukningu á greiðslumarki um sjö milljónir lítra frá yfirstandandi ári, meira en dæmi eru um áður.
24.9.2013 
Bændasamtök Íslands hafa sent frá sér tilkynningu í tilefni nýrrar skýrslu frá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) um landbúnað. Þau segja að stuðningur við landbúnað hafi hækkað í heild innan landa OECD, ekki bara á Íslandi, eftir óslitna lækkun í aldarfjórðung. Hækkun stuðnings á Íslandi frá árinu 2008 er innan við helmingur af hækkun verðlags á sama tíma. 40% af stuðningi við íslenskan landbúnað er ...
19.9.2013 
Sala á svínakjöti hefur margfaldast á síðustu árum og það er gott hljóð í svínabændum. Margir þeirra stunda kornrækt en það er keppikefli þeirra að auka hlut íslensks korns í svínaræktinni. Bóndinn í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi veit að það er ekki nóg að framleiða vöruna heldur þarf líka að gera hana eftirsóknarverða og áhugaverða fyrir þá sem neyta hennar á endanum.
19.9.2013 
Bændur úr Fljótsdal sem hafa verið við leitir á afréttarsvæðinu Rana í Jökuldal fundu í gær dautt fé eftir veðuráhlaupið sem gerði í byrjun vikunnar. Að sögn Eyjólfs Ingvasonar bónda á Melum í Fljótsdal fundust alla vega fjórar kindur dauðar í gær en um 400 lifandi. Unnið er að því að leita svæðið í dag eftir föngum og vonast menn til að yfirferð yfir það ljúki á morgun.
19.9.2013 
Í nýju Bændablaði fjallað um uppskeruhorfur í kornræktinni. Þar kemur fram að slæmt bakslag sé komið í greinina þetta árið eftir nokkurn uppgang á síðustu árum. Þegar landið er tekið í heild sinni er talið líklegt að nýliðið sumar sé það lakasta frá 1995.
18.9.2013 
Mjólkursamsalan hefur neyðst til að hætta framleiðslu á lífrænni drykkjarmjólk, í það minnsta tímabundið.
17.9.2013 
Páll Steingrímsson, kvikmyndagerðarmaður, hlaut i gær fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindarráðuneytisins á Degi íslenskrar náttúru. Við sama tækifæri fékk Vigdísi Finnbogadóttur Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.
13.9.2013 
Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verðleggur, hækki 1. október um 3,1 prósent.

Afurðastöðvaverð til bænda hækkar um 2,49 kr. á lítra mjólkur, úr 80,43 kr. í 82,92 kr. Þá hækkar vinnslu- og dreifingakostnaður mjólkur um 2,85 kr. Samanlögð hækkun heildsöluverðs er því 5,34 kr. á hvern lítra mjólkur.
13.9.2013 
Bændur og martreiðslumenn hafa leitt saman hesta sína undanfarnar vikur í samstarfi Bændablaðsins og veitingastaðarins Grillsins á Hótel Sögu. Í blaðinu hafa birst ljósmyndir og fróðleikur um hráefnið auk uppskrifta. Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu, fer í heimsókn í sveitina og ræðir við sína birgja. Hvað er það sem kokkurinn og bóndinn tala um þegar búvörur eru annars vegar?
12.9.2013 
Árlega útnefnir Skógræktarfélag Reykjavíkur í samstarfi við Reykjavíkurborg Borgartréð. Klukkan 15 í dag hlaut ilmbjörk í garði Ásmundarsafns þessa útnefningu. Forsendur fyrir vali trésins felast í fegurð, sögu, aldri og gildi trésins fyrir umhverfi sitt.
12.9.2013 
Framkvæmdanefnd búvara hefur tekið ákvörðun um að heimila sölu á allt að þremur milljónum lítra mjólkur á innanlandsmarkaði, umfram það greiðslumark sem í gildi er á yfirstandandi verðlagsári. Ákvörðunin er tekin vegna mun meiri sölu en áætluð var á mjólkurafurðum, sem og eilitlum samdrætti í framleiðslu. Með umrædda heimild verður farið eins og greiðslumarkið sjálft hafi verið hækkað, þ.e. takist einhverjum framleiðendum ekki að nýta sinn hluta viðbótarinnar verður því sem útaf stendur jafnað á aðra framleiðendur. Áður höfðu afurðafyrirtækin gefið það út að þau hyggðust greiða fullt afurðastöðvaverð fyrir þrjár milljónir lítra umframmjólkur vegna hugsanlegrar vöntunar.
12.9.2013 
Utanríkisráðuneytið leysir nú upp samningahópa vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Í bréfi sem sent hefur verið einum fulltrúa slíks samningahóps segir m.a.: „Eins og kunnugt er hefur verið ákveðið, á grunni stefnumörkunar ríkisstjórnarinnar, að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið ...
11.9.2013 
Kaup sauðfjárbænda á ásetningsmerkjum verða ekki styrkt frekar. Kaup á merkjunum hafa verið styrkt frá árinu 2005 en að mati fagráðs í sauðfjárrækt er ekki ástæða til að styrkja þau frekar. Stjórn Bændasamtaka Íslands hefur samþykkt þá tillögu fagráðsins.
10.9.2013 
Þriðjudaginn 17. september stendur Amerísk- íslenska viðskiptaráðið ( AMIS)  fyrir morgunverðarfundi á Radisson Blu Hótel Sögu um lífræna matvælaframleiðslu og möguleg tækifæri hér á landi á þvi sviði.
10.9.2013 
Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert. Sérstakt vefsvæði dagsins í ár hefur verið opnað á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, www.uar.is. Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Fjölmiðlanverðlauna sem veitt verða þann 16. september nk.
6.9.2013 
Bændasamtök Íslands hafa ákveðið að framlengja umsóknarfrest um framlög til til jarðræktar og hreinsunar affallskurða, samkvæmt reglum nr. 707/2013 til 20. september næstkomandi. Undir þetta falla einnig umsóknir um styrki til endurræktunar vegna kals.
6.9.2013 
Í framhaldi af fréttaskrifum DV í dag um fjárhagslega stöðu Hótels Sögu ehf. vill stjórn félagsins koma eftirfarandi á framfæri;
Hótel Saga ehf. og Bændasamtök Íslands hafa frá því í byrjun árs 2010 átt í samningaviðræðum um fjárhagslega endurskipulagningu Hótels Sögu ehf. við kröfuhafa félagsins. Í ágúst síðastliðnum skrifuðu Hótel Saga ehf., Bændasamtök Íslands og Arion banki hf. undir viljayfirlýsingu um fjárhagslega endurskipulagningu sem miðar að því að tryggja rekstrarhæfi félagsins og styrkja eiginfjárstöðu þess.
6.9.2013 
Fóðurblandan hefur sent frá sér tilkynningu um að grunur sé um salmonellusmit í húsdýrafóðri frá fyrirtækinu. Um er að ræða fóður í 35 kg í smásekkjum sem hefur pökkunardagsetningu frá 4. júlí til 29. ágúst. Aðgerðin er í samræmi við aðgerðaráætlun gæðakerfis fyrirtækisins vegna gruns um salmonellusmit.
5.9.2013 
Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja tunnu kerfi til flokkunar á heimilissorpi samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Um 11 prósent landsmanna njóta þeirrar þjónustu. Ríflega 40 prósent sveitarfélaga á landinu, 30 talsins, bjóða eingöngu upp á sorptunnu fyrir blandaðan úrgang. Þetta kemur fram í nýju Bændablaði sem kom út í dag.
5.9.2013 
Kúabúið Brúarreykir í Borgarfirði hefur fengið leyfi til að senda frá sér afurðir, mjólk og kjöt, á nýjan leik. Leyfið er hins vegar skilyrt, þar eð taka þarf sýni úr öllum afurðum áður en þær blandast afurðum frá öðrum framleiðendum. MS hyggst ekki taka við mjóla af búinu meðan leyfi þess er skilyrt, enda sé augljóst að Matvælastofnun treysti ekki viðkomandi framleiðenda.
4.9.2013 
Samræmingarnámskeið fyrir kjötmatsmenn í sauðfjársláturhúsum var haldið á Hvammstanga 26. ágúst síðastliðinn í sláturhúsi SKVH og lauk með fræðslufundi og umræðum í kaffihúsinu Hlöðunni. Þátttakendur voru 22 og leiðbeinendur frá Matvælastofnun voru Stefán Vilhjálmsson og Páll Hjálmarsson.
3.9.2013 
„Það þýðir lítið að gráta, en vissulega er þetta svekkjandi,“ segir Árni Sigurlaugsson í Villingadal í Eyjafjarðarsveit. Þar á bæ bar kýrin Lýsa tveimur kálfum á fimmtudagskvöld og öðrum tveimur á föstudagsmorgun í liðinni viku. Þeir voru allir dauðir. Árni rekur kúabú í Villingadal ásamt konu sinni Guðrúnu Jónsdóttur.

Guðmundur Steindórsson ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins segir þetta alveg með ólíkindum, en á sínum starfsferli sem spannar 40 ár hefur kýr aldrei áður borið fjórum kálfum. „Að jafnaði ber ein kýr á ári þremum kálfum en fjórir kálfar eru algjört einsdæmi,“ segir hann.
3.9.2013 
Verkefnastjórn söfnunarinnar „Gengið til fjár“ efnir nú til hönnunar­samkeppni í samvinnu við Ístex og Landssamtök sauðfjár­bænda um gerð peysu úr íslenskri ull þar sem þema samkeppninnar er óblíð veðrátta.
30.8.2013 
Réttað var í Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit í úrhellisrigningu í morgun, en komið var með féð að réttinni skömmu fyrir myrkur í gærkvöld. Ríflega 1800 vetrarfóðraðar kindur eru í þeim hluta sveitarinnar, gamla Öngulsstaðahreppnum sem Þverárrétt tilheyrir. Orri Óttarsson fjallskilastjóri segir að hluti þeirra , allt að 400 kindur komi niður í aðrar réttir í Eyjafjarðarsveit og eins sé algengt að fé fari yfir í Fnjóskadal.
29.8.2013 
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur veðurspá fyrir næstu tvö daga heldur versnað frá því í morgun en þá leit nokkuð betur út með veður. Spáð er norðvestan átt, 15-20 m/s á vestanverðu landinu frá seinniparti morgundagsins og stormi á fjöllum. Veðrið gengur yfir landið seinnihluta föstudags og fram á laugardag. Hvasst verður á Norðausturlandi þegar veðrið gengur yfir þar á laugardag með snjókomu og skafrenningi til fjalla.
27.8.2013 
Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands segir ljóst að bændur séu vel á verði vegna spár um illviðri um komandi helgi. Bændur hafi víða tekið ákvörðun um að flýta göngum og þau mál séu í góðum farvegi. Hann hvetur þá sem eiga í erfiðleikum með að manna smalamennskur til að hafa samband við fulltrúa almannavarna á hverju svæði sem fyrst en björgunarsveitir eru tilbúnir til aðstoðar ef á þarf að halda.
27.8.2013 
Verið er að meta stöðu mála varðandi smalamennsku á Vestfjörðum og Ströndum, í ljósi illviðrisspár fyrir komandi helgi. Samkvæmt nýjustu spám er veðrið heldur að færast vestur eftir landinu og má búast við óþverraveðri í Skagafirði, Húnavatnssýslum, á Ströndum og hugsanlega á Vestfjörðum. Í Vopnafirði hyggjast bændur smala á morgun og fimmtudag en aðrir bíða átekta á Austurlandi. Borgfirðingar fara að öllum líkindum af stað á fimmtudag.
27.8.2013 
Tekin hefur verið ákvörðun um flýta göngum víðsvegar á norðanverðu landinu vegna illviðrisspár fyrir komandi helgi. Þegar hefur verið tekin ákvörðun um að flýta göngum í allri Suður-Þingeyjarsýslu og Kelduhverfi. Í Húnaþingi vestra er gangnamenn að fara af stað í dag og reiknað er með að þar verði smalað á morgun og á fimmtudag einnig. Í Austur-Húnavatnssýslu er stefnt á að smala víða á morgun og fimmtudag og sömu sögu er að segja í Skagafirði og Eyjafirði.
26.8.2013 
Spáð er mjög slæmu veðri á norðan- og austanverðu landinu um komandi helgi. Samkvæmt spá Veðurstofunnar gengur vindur í norðan og norðvestanátt á föstudaginn kemur með mikilli úrkomu, rigningu á láglendi en slyddu eða snjókomu þegar komið er í 150 til 250 metra hæð yfir sjávarmál. Vindhraði verður á bilinu 15-23 m/s. Þá kólnar mjög skarpt og búast má við að hiti fari niður undir frostmark norðanlands. Aðfaranótt laugardags og á laugardagsmorgun bætir enn í vind og úrkoma verður áfram mikil með rigningu í byggð en slyddu eða snjókomu til fjalla. Þegar líður á daginn á hins vegar að draga bæði úr vindi og úrkomu. Rétt er að benda á að um langtímaspá er að ræða og getur hún breyst þegar nær dregur helgi.
23.8.2013 
Það er uppgangur á Djúpavogi, íbúum fer fjölgandi og tekist hefur að bæta fjárhagsstöðu sveitarfélagsins verulega á síðustu árum. Þetta litla 400 manna bæjarfélag blómstrar, mannlífið er fjölbreytt og mikil drift í bænum. Síðastliðið vor varð Djúpavogshreppur svo fyrsta, og fram til þessa eina, sveitarfélagið á landinu til að verða aðili að alþjóðasamtökunum Cittaslow.
22.8.2013 
Að minnsta kosti 90 lögbýli voru í eigu fjármálastofnana um síðustu áramót, skv. Lögbýlaskrá 2012. Það eru um 1,4 prósent allra lögbýla á landinu en þau voru á sama tíma 6.447 talsins. Umrædd lögbýli eða jarðir voru ýmist í eigu fjármálastofnananna sjálfra eða dótturfélaga þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem Bændablaðið hefur fengið frá umræddum fjármálastofnunum hefur jörðum í þeirra eigu fækkað það sem af er ári, í flestum tilfellum. Þó er það ekki algilt. Flest þessara lögbýla eiga fjármálastofnanirnar að fullu en í fáum tilvikum eiga þau jarðirnar að hluta móti öðrum eigendum. Þetta kemur fram í Bændablaðinu sem kom út í dag.
21.8.2013 
All nokkrir heyflutningar hafa átt sér stað í Eyjafjörð það sem af er sumri en töluverð brögð voru að því að endurræktun á kalstykkjum hafi misfarist. Þá eru bændur misánægðir með uppskeru á grónum túnum en dæmi eru um að hún sé mun lakari heldur en í meðalári, þrátt fyrir að tíð hafi almennt verið góð í sumar. Þá er ljóst að hey mun verða í minnsta lagi á einhverjum bæjum í Þingeyjarsýslum og á Austurlandi. Það á þó eftir að skýrast betur þegar líður á haust þar eð bændur eru enn í heyskap á þessum svæðum.
20.8.2013 
Eins og undanfarin vor flutti Býflugnafélag Íslands (Bý) einnig inn býflugur frá Álandseyjum sl. vor. Meiningin var að flytja inn 48 bú með flugi frá Finnlandi, en illa var gengið frá umbúðunum þannig að rúmlega helmingur býflugnanna slapp út.
15.8.2013 
Matvælastofnun (MAST) hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að verkefnið Örugg matvæli, sem hafi verið hluti af IPA-styrkja áætluninni, sé mikilvægt til að tryggja enn frekar matvælaöryggi og vernda íslenska neytendur – óháð inngöngu í ESB.
14.8.2013 
Að sögn Viktors Guðmundssonar, formanns Landssamtaka stangaveiðifélaga (LS), hefur stangaveiðin í sumar gengið ágætlega, þegar á heildina er litið.

9.8.2013 
Nýr heildsali hefur bæst í hóp þeirra sem selja rúlluplast á Íslandi. Það er fyrirtækið Sóldögg ehf. sem um ræðir og selur eingöngu  í heildsölu og að lágmarki eitt bretti með 40 rúllum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
8.8.2013 
Undirbúningur Handverkshátíðar 2013 stendur nú sem hæst, en hún verður formlega opnuð kl. 12 á hádegi á morgun, föstudag. Verið er að setja upp sölutjöld og veitingatjaldið er einnig að rísa á svæðinu.  Sýnendur sem eru um 90 talsins eru að koma sér fyrir í sölubásum sínum og gera þá sem best úr garði.
7.8.2013 
SAH afurðir hafa birt verðskrá fyrir lamba- og kindakjöt til bænda vegna komandi hausts.  Félagið er þar með fimmta afurðastöðin til að birta verð, en áður höfðu KS/SKVH, SS og Norðlenska birt sínar verðskrár.

 

7.8.2013 
Lagið „Betri en þú“ með Bógó & Lóló situr nú um stundir í efsta sæti Vinsældalista Rásar 2. Ekki er því ólíklegt að lesendur hafi heyrt lagið upp á síðkastið en auk þess sem það hefur verið spilað ótt og títt í útvarpi hefur það einnig heyrst í nýrri lambakjötsauglýsingu sem sýnd hefur verið í sjónvarpinu að undanförnu. Lagið, sem Pétur S. Jónsson samdi var sérstaklega samið fyrir auglýsinguna en hann semur einnig textann ásamt Sigtryggi Baldurssyni, Bogomil Font eða Bógó.
6.8.2013 
Ólafsdalshátið verður haldin í sjötta skipti sunnudaginn 11. ágúst og verður hún fjölbreytt og fjölskylduvæn að vanda.
2.8.2013 
Það hefur skapast hefð í Hörgársveit fyrir því að færa sveitina í hátíðarbúning á laugardeginum um Verslunarmannahelgina. Viðburðurinn er nefndur Sæludagur í Hörgársveit og er haldinn í 10. sinn í ár. Skúli Gautason er umsjónarmaður Sæludagsins.
2.8.2013 
Um verslunarmannahelgina verður ekki bara hægt að skella sér út á land á hefðbundnar útihátíðir heldur verður sitthvað um að vera á höfuðborgarsvæðinu einnig. Þannig verður boðið upp á heitt þarabað við undirtóna hafsins í fjörunni við Gróttu á Seltjarnarnesi um verslunarmannahelgina. Það er verkefnið Slíjm sf. sem stendur fyrir böðunum sem fara fram í nágrenni við hina þekktu fótalaug úti á Seltjarnarnesi.
1.8.2013 
Stöð 2 Sport mun senda beint út frá Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið verður í Berlín í Þýskalandi dagana 4. - 11. Ágúst. Sent verður út frá mótinu alla keppnisdagana og samantektarþættir sýndir á kvöldin. Þetta verður í fyrsta skipti sem Heimsmeistaramóti íslenska hestsins verður sjónvarpað í heild sinni í beinni útsendingu með íslenskum lýsingum.
1.8.2013 
Bændur á kúabúinu Ketilstöðum í Hjaltastaðaþinghá þurftu að endurrækta 90 hektara af túnum í vor vegna mikilla kalskemmda sem urðu í vetur og byrjun vors. Hjónin Linda Björk Steingrímsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson, bændur á Ketilsstöðum, telja að beinn kostnaður vegna endurræktunarinnar sé á bilinu 8 til 9 milljónir króna en þá er eingöngu horft til kaupa á olíu, fræi og áburði. Þetta kemur fram í frétt í nýju Bændablaði sem kom út í dag.
31.7.2013 
Sláturhús Vesturlands í Borgarnesi mun ekki slátra sauðfé í haust og óvíst er hvort takist að hefja starfsemi þess á árinu. Þetta segir Guðjón Kristjánsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins en starfsemi þess strandar á breytingum á aðalskipulagi. Samkvæmt breyttu aðalskipulagi var gert ráð fyrir íbúabyggð í Brákarey en slík landnotkun kom hins vegar aldrei til. Áður hafði verið skipulagt iðnaðarsvæði í eynni. Því fékkst ekki starfsleyfi frá Skipulagsstofnun fyrir sláturhúsið.
30.7.2013 
Hefja á heildarendurskoðun á lögum og reglum um rétt útlendinga til að eignast eða öðlast afnotarétt af fasteignum hér á landi. Þá hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra jafnframt fellt úr gildi reglugerð fyrrvera síns, Ögmundar Jónassonar, um hömlur á fasteignakaupum útlendinga hér á landi. Reglugerðin fól í sér að borgarar búsettir á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) þurftu að sækja um heimild til ráðherra til að kaupa fasteign hér á landi, hefðu þeir ekki þörf fyrir slíka eign vegna búsetu eða atvinnustarfsemi. Eftir sem áður gilda óbreyttar reglur um ríkisborgara utan EES sem áfram þurfa að sækja um heimild vegna fasteignakaupa.
29.7.2013 
Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur gefið út verðskrá fyrir lamba- og kindakjöt vegna slátrunar á komandi hausti. Slátrun hefst miðvikudaginn 21. ágúst, en samfelld slátrun hefst 10. september. Greitt verður álag á lambakjöt í vikum 34-40, sem er hæst 13 prósent í viku 34 en lægst 1 prósent í viku 40. SS greiðir síðan aftur 8 prósent álag frá og með 1. nóv. SS hefur undanfarin ár verið eina félagið sem býður upp á slátrun í fyrstu viku nóvember. Álag á annað kindakjöt er 4 prósent í viku 37 eingöngu.
24.7.2013 
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn lauk nýverið við að setja gamla árganga af Bændablaðinu inn á vefinn timarit.is. Þar er nú hægt að nálgast blaðið í stafrænu formi og leita með fullkominni leitarvél að texta sem birst hefur á síðum Bændablaðsins í gegnum tíðina.
18.7.2013 
Hálfdán Óskarsson, mjólkur­tæknifræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri Mjólkur­samlags Ísfirðinga, vinnur nú hörðum höndum ásamt samstarfs­aðilum og fjölskyldu við að koma upp nýrri mjólkurvinnslu í Bolungarvík. Ber fyrirtækið nafnið Arna, en þar á að framleiða laktósafríar mjólkurafurðir fyrir fólk með mjólkursykuróþol.
18.7.2013 
Sólveig Bessa Magnúsdóttir, æðarbóndi með meiru í Innri-Hjarðardal í Önundarfirði, segir æðarvarpið hafa heppnast vel í sumar, þrátt fyrir kulda í vor og ágang refsins. Í Dúnlandi, félagi æðarbænda í Ísafjarðarsýslum og Vestur-Barðastrandarsýslu, eru 53 félagsmenn. Á svæði þeirra eru í kringum 40 æðarvörp, en um 30 þeirra tilheyra félagsmönnum. Þá á eftir að telja æðarvörp og bændur...
16.7.2013 
„Við teljum okkar hafa svigrúm fyrir þessari hækkun og viljum með henni sýna sauðfjárbændum stuðning,“ segir Ágúst Andrésson forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS á Sauðárkróki en Kjötafurðastöð KS og SKVH gaf í byrjun vikunnar út nýja verðskrá fyrir sauðfjárinnlegg í sláturtíð 2013.
12.7.2013 
Landssamband veiðifélaga varar við því í fréttatilkynningu að núverandi leyfakerfi til að ala lax af norskum uppruna í sjókvíum við strendur landsins verði kollvarpað. Þar segir að yfirlýsingar atvinnuvegaráðherra í fjölmiðlum benda til þess að nú eigi að láta undan þrýstingi fiskeldismanna og slaka á kröfum í umhverfismálum við leyfisveitingar. Saga laxeldis við strendur Ísland ætti að vera stjórnvöldum og öðrum viðvörun um þá áhættu sem þessum atvinnuvegi er búin
8.7.2013 
Um klukkan eitt í nótt kviknaði í fjósi á bænum Egg í Hegranesi í Skagafirði. Það var húsfreyja á þarnæsta bæ, Hamri, sem varð vör við brunalykt og eftir að hafa aðgætt næsta nágrenni ók hún að Egg og vakti ábúendur. Hægur andvari var og vindáttin þannig að brunalyktin fannst ekki heim að íbúðarhúsinu á Egg.
3.7.2013 
Nú er hægt að skoða gögn um fjölda búfjár og fóðurframleiðslu með aðgengilegum hætti á svokölluðu Mælaborði Matvælastofnunar. Gögnin sem nú eru aðgengileg á rafrænan hátt ná yfir tímabilið frá 1981 til 2012 og byggjast á skráningu búfjáreftirlitsmanna að vori og bænda að hausti.
2.7.2013 
Dýragarðurinn Slakki í Laugarási í Bláskógabyggð fagnar 20 ára afmæli sínu í sumar. Það voru Helgi Sveinbjörnsson og fjölskylda sem stofnuðu garðinn á sínum tíma og sjá enn um reksturinn.
1.7.2013 
Dagana 23.-26. júní sl. var ráðstefna haldin í Hofi á Akureyri undir yfir skriftinni The Role of Grasslands in a Green Future (Hlutverk graslendis í grænni framtíð). Það voru samtökin EGF (European Grassland Federation) sem stóðu að ráðstefnunni, en þau samanstanda af grasræktarfélögum víðs vegar úr Evrópu sem tengd eru rannsóknarstofnunum í nýtingu graslendis.
28.6.2013 
Stjórn Auðhumlu svf. hefur ákveðið nýtt verð fyrir umframmjólk frá 1. júlí 2013 kr. 47,00 pr. ltr. fyrir sem svarar 2% af greiðslumarki hvers og eins og kr. 42,00 pr. ltr. fyrir það sem umfram það er.
26.6.2013 
Nýjustu tölur Eurostat frá 21. júní sl. um neysluverð á matvælum á árinu 2012 eru sérlega athyglisverðar í ljósi frétta um „gengdarlausar“ verðhækkanir á íslenskum landbúnaðarvörum. Þar kemur fram að verð til neytenda á kjöt- og mjólkurvörum á Norðurlöndunum er lægst á Íslandi. Einnig kemur fram að verðið er lægra en í sex ríkum Evrópusambandsins og jafn hátt eða svipað og í fimm ESB ríkjum til viðbótar.
25.6.2013 
Háskóli Íslands og Matís ohf. gerðu á dögunum samning sín á milli um víðtækt samstarf á sviði kennslu og rannsókna. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís undirrituðu samninginn.
24.6.2013 
Það kenndi ýmissa kræsinga á rómaða fjöruhlaðborðinu Bjartar nætur á Vatnsesi sem félagsskapurinn Húsfreyjurnar á Vatnsesi standa fyrir á hverju sumri.
24.6.2013 
Matvælastofnun (MAST) stöðvaði á föstudaginn 21. júní dreifingu afurða og dýra frá Brúarreykjum ehf. Steinþór Arnarson lögfræðingur MAST staðfesti þetta í samtali við Bændablaðið og sagði að bannið hafi tekið gildi strax á föstudag og tæki til mjólkur, sláturgripa, sem og lifandi gripa. Er þetta í annað sinn á sjö mánuðum sem búið er svipt framleiðsluleyfi.
21.6.2013 
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 350 milljónum króna í stuðning til bænda á þeim svæðum sem hafa orðið illa úti vegna kals á Norður- og Austurlandi. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra bar fram tillöguna en í umræðum um ástand mála vegna kaltjóns og harðinda á Alþingi á dögunum hafði ráðherra sagt að bændum stutt yrði við bændur á svæðinu.
21.6.2013 
Ráðstefna um grasrækt verður haldin í Hofi á Akureyri dagana 24. til 26. júní næstkomandi. Um er að ræða evrópska ráðstefnu um grasrækt og nýtingu graslendis sem haldin er árlega og sækja hana um 180 vísindamenn sem starfa á þessu sviði. Er þetta í fyrsta sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi. Þema ráðstefnunar er hlutverk graslendis í grænni framtíð en einnig verður fjallað um ógnir og tækifæri á jaðarsvæðum. Þá verður jafnframt fjallað sérstaklega um mikilvægi þess að tegundir jurta í úthögum glatist ekki. Morgunblaðið greinir frá þessu.
20.6.2013 
Næst síðasta skinnauppboð söluársins stendur nú yfir í Kaupmannahöfn hjá Kopenhagen fur. Uppboðið hófst 18. júní og stendur það til 24. júní. Nokkur hækkun hefur orðið á ljósum skinnum á uppboðinu fram til þessa en sökum þess að fjórir dagar eru eftir af uppboðinu er óljóst hver sú hækkun verður í heildina. Þá er verðmunur á góðum skinnum og lakari að aukast að sögn uppboðshaldara. Það eru afar góðar fréttir fyrir íslenska skinnaframleiðendur en gæði íslenskra skinna hafa aukist jafnt og þétt síðustu ár og nú er svo komið að einungis danskir minkabændur skáka þeim íslensku í gæðum.
20.6.2013 
Yfir 5.000 hektarar túna eru verulega skemmdir af völdum kals á Norður- og Austur­landi. Langverst er staðan í S-Þingeyjarsýslu, en þar er áætlað að 1.900 hektarar séu skemmdir á 100 býlum. Segja má að nær öll sýslan sé undirlögð af kali.
19.6.2013 
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hyggst á næstunni hrinda af stað átaksverkefni í ráðgjöf varðandi nautakjötsframleiðslu. Markmið verkefnisins er að efla nautakjötsframleiðsluna, auka fagmennsku, kjötgæði og framboð. Kanna á rekstarforsendur og benda á leiðir til úrbóta ásamt því að byggja upp þekkingu og bæta ráðgjöf. Verkefnið er til þriggja ára.
19.6.2013 
Vísindasamfélagið, orkufyrirtæki og Orkustofnun hafa gert með sér samkomulag um að verja um 100 milljónum króna til rannsókna á samspili vatns og kviku í rótum eldfjalla. Hvernig þetta samspil er og hvernig varminn berst úr kvikunni í jarðhitakerfin er lykill að dýpri skilningi á skynsamlegri nýtingu jarðhitans.
18.6.2013 
Opnuð hefur verið heimasíða Fræðafélags um forystufé á vefslóðinni forystusetur.is. Fræðafélagið var stofnað 13. apríl 2010 og hefur aðsetur sitt á Svalbarði í Þistilfirði. Tilgangur félagsins er að vinna að uppbyggingu og rekstri Fræðaseturs um forystufé. Svalbarðshreppur afhenti félaginu gamalt samkomuhús til að hýsa Fræðasetrið. Þar stendur til að opna sýningu um forystufé.
14.6.2013 
Þann fimmta maí sl. var stækkun Garðyrkjustöðvarinnar Sunnu formlega tekin í notkun á Sólheimum. Nýbyggingin telst vera stærsta hús sem reist hefur verið á Sólheimum, alls um 1.689 fermetrar með góðri lofthæð, og er líklega stærsta einstaka gróðurhús sem hýsir lífræna ræktun á Íslandi.
13.6.2013 
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Štefan Füle stækkunarstjóra Evrópusambandsins (ESB). Að loknum fundinum var haldinn blaðamannfundur þar sem þeir gáfu stuttar yfirlýsingar.

Í máli Füle kom fram að ESB virti þá afstöðu nýrrar ríkisstjórnar sem Gunnar Bragi hefði kynnt honum, þ.e.a.s. að kanna ætti stöðu aðildarviðræðna Íslands við sambandið, sem og að leggja mat á þróun mála innan ESB.
13.6.2013 
Yfir 5.000 hektarar túna eru verulega skemmdir af völdum kals á Norður- og Austurlandi. Langverst er staðan í S-Þingeyjarsýslu en þar er áætlað að 1.900 hektarar séu skemmdir á 100 býlum. Eingöngu er talið saman kaltjón sem er metið sem stórfellt, þ.e. miðað er við að meira en 20 prósent túna hafi kalið. Því eru ótaldir þeir bæir þar sem tún hefur kalið í minna mæli en ljóst er að víða verður það til ódrýginda í heyfeng í sumar.
13.6.2013 
Umræða fór fram á Alþingi um kaltjón og harðindi á Norður- og Austurlandi nú fyrir skemmstu. Málshefjandi var Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en til andsvara var Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
12.6.2013 
Áburður sem Skeljungur hefur selt undir merkjum Spretts reyndist innihalda meira magn kadmíums en leyfilegt er. Um er að ræða áburð frá breska framleiðandanum Origin. Skeljungur fékk tilkynning um þetta frá Matvælastofnun í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
11.6.2013 
Sláttur hófst í Teigi í Eyjafjarðarsveit í dag. Að því er Ingvi Stefánsson bóndi í Teigi segir er mjög gott gras á smærri stykkjum í námunda við bæinn og verður byrjað á þeim. Jafnframt segir Ingvi að það komi á óvart hversu góð spretta er miðað við erfiðan vetur. Það hjálpi hins vegar mikið til að ekkert kal sé í túnum á Teigi.
11.6.2013 
Bessi Freyr Vésteinsson, verktaki í Hofstaðaseli í Skagafirði, hefur haft í nægu að snúast upp á síðkastið ásamt sínum starfsmönnum. Sökum kals í túnum hafa bændur neyðst til að endurrækta mun stærri hluta af sínum túnum en vanalegt er og hefur Bessi sinnt bændum bæði í Skagafirði og Eyjafirði í þeim efnum. Að hans sögn eru hann og hans menn á síðustu tíu dögum búnir að bylta og sá í ríflega 200 hektara á svæðinu og talsvert er eftir enn.
11.6.2013 
Mikið og almennt kal er í túnum á Austurlandi og lætur nærri að mikið tjón sé á flestum bæjum á Jökuldal og Héraði. Þá eru tún á sumum bæjum í Þingeyjarsýslum, Eyjafirði og Skagafirði gríðarlega illa farin af völdum kals. Dæmi eru um að öll tún séu ónýt á stöku bæjum.

Stjórnarmenn í Landssamtökum sauðfjárbænda ásamt Sigurði Eyþórssyni framkvæmdastjóri samtakanna fóru um síðustu helgi í ferð um Norður- og Austurland til að hitta bændur og kanna stöðu mála vegna þess mikla tjóns sem víða hefur orðið vegna kals í túnum og erfiðs tíðarfars.
7.6.2013 
Ísland hefur ekki skuldbundið sig til að heimila frjálst flæði á hráum dýraafurðum til landsins. Þvert á mót er sérstaklega tiltekið í athugasemdum við EES-samninginn að hann leiði ekki til breytinga varðandi innflutningsbann á lifandi dýrum, kjöti, eggjum og ýmsum öðrum dýraafurðum. Þetta kemur fram í svarbréfi íslenskra stjórnvalda við athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um bann við innflutningi á fersku kjöti en ESA og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) telja að með banninu brjóti íslensk stjórnvöld lög.
6.6.2013 
Þjóðaratkvæðagreiðsla um áfram­hald aðildarviðræðna við Evrópusambandið er ekki á dagskrá að óbreyttu. Til þess að íslensk þjóð æski inngöngu í Evrópu­­sambandið þurfa einhverjar stórkostlegar breytingar að koma til í Evrópu og heiminum. Þetta er mat Sigurðar Inga Jóhanns­sonar, varaformanns Framsóknarflokksins, sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra og umhverfisráðherra.
5.6.2013 
Þessa mynd af Þrasastöðum í Fljótum tók Árni Snæbjörnsson, framkvæmda­stjóri Bjargráða­sjóðs, hinn 29. maí. Þá var enn verulegur snjór yfir túnum og erfiðleikar við að koma lambfé úr húsum.
5.6.2013 
Á síðasta sumri var í Vestmanna­eyjum starfandi Veitingastaðurinn Slippurinn, í húsnæði sem áður fyrr hýsti Vélsmiðjuna Magna og gamla slippinn. Staðnum var lokað yfir vetrartímann en dyrnar hafa nú verið opnaðar að nýju.
3.6.2013 
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsækir í dag bændur á Norðurlandi til að kynna sér stöðu mála en ljóst er að bændur á stórum landssvæðum allt frá Ströndum og yfir til Austurlands standa frammi fyrir miklum vanda vegna kals í túnum og ótíðar í vetur og vor. Í frétt sem birtist á vef Bændasamtakanna 31. maí síðastliðinn kemur fram að vandinn er umfangsmikill en farið er að ganga mjög á heyrbirgðir á svæðinu. Þá er mikill snjór víða ennþá, úthagi lítið sem ekkert farinn að taka við sér og gríðarlegt kal í túnum.
3.6.2013 
Forystufé er eitt af því einstaka sem við Íslendingar eigum, en forystu­kindur finnast hvergi annars staðar í heiminum. Um hæfileika þeirra eru til margar sögur sem sumar hverjar hafa verið skráðar, en aðrar lifa manna á meðal.
29.5.2013 
Aðalfundur Samtaka lífrænna neytenda var haldinn í Reykjavíkurakademíunni þann 25. maí sl. Guðfinnur Jakobsson, bóndi i Skaftholti, var sæmdur heiðursverðlaunum fyrir störf sín á fundinum.
27.5.2013 
Mikill ótti er nú meðal þeirra sem vilja vernda stofn landnámshænsna um að verið sé að stefna stofninum í tvísýnu með blöndun við Brahma-hænsni af asískum uppruna. Hröð útbreiðsla er í Evrópu á slíkum hænsnum sem eru með fiðraða fætur, en genið sem stýrir því er ríkjandi í stofninum. Einnig er farið að bera verulega á útbreiðslu á slíkum hænsum hér á landi.
23.5.2013 
Þegar ég var ungur drengur í sveitinni var ekki algengt að komast í tæri við þekkta Íslendinga. Ómar Ragnarsson kom til dæmis aldrei fljúgandi á Frúnni, lenti á túninu heima og tók viðtal við bændur og búalið sem svo birtist í sjónvarpsfréttum. Ekki heima hjá mér. Hemmi Gunn og Bylgjulestin átti ekki leið um sveitirnar og Valgeir Guðjónsson sat ekki uppi á Stuðmannarútunni með gjallarhorn og auglýsti ball í félagsheimilinu.
23.5.2013 
Ingvar Björnsson ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins segir að allt upp í 80 prósenta kal sé á fjölda bæja í Eyjafirði. Ingvar segir að um langversta kal sé að ræða á svæðinu síðan hann hóf störf sem ráðunautur fyrir áratug og telur hann jafnvel að ekki hafi kalið jafn illa í Eyjafirði frá því á kalárunum um 1970. Ljóst er að mikla vinnu þarf að leggja í endurræktun túna með tilheyrandi kostnaði. Þá er sömuleiðis ljóst að verulega mun draga úr kornrækt á Norðurlandi í ár.
22.5.2013 
Ný ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lítur á landbúnað sem eina af mikilvægustu atvinnugreinum framtíðarinnar og kanna á með hvaða hætti er unnt að auka verðmætasköpun í sveitum landsins. Skipa á starfshóp sem móta skal tillögur um hvernig auka megi matvælaframleiðslu á Íslandi og tryggja að ávinningur af aukinni eftirspurn skili sér í bættum kjörum bænda.
22.5.2013 
Þann 14. maí undirritaði Matvælastofnun þjónustusamning við Matís um öryggismælingar á sviði varnarefna. Varnarefni eru notuð við ræktun og geymslu matvæla svo sem ávaxta, grænmetis og kornvöru til að koma í veg fyrir eða draga úr skaða af völdum sveppa, illgresis, skordýra og annarra meindýra. Til varnarefna teljast plöntulyf (skordýra- og sveppaeitur), illgresiseyðar og stýriefni.
21.5.2013 
Kynbótasýning fer fram á Melgerðismelum í Eyjafirði dagana 3. til 7. júní næstkomandi. Í tilkynningu frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kemur fram að skráning og greiðsla sýningargjalda fari fram á veflægu formi…
17.5.2013 
Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, gagnrýndi harðlega tillögur verkefnisstjórnar Samráðsvettvangs um aukna hagsæld varðandi landbúnað á umræðufundi Samtaka mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja síðasta miðvikudag. Við vinnu verkefnisstjórnarinnar hefðu engir fulltrúar landbúnaðarins verið kallaðir á borðinu og það væri væri með ólíkindum að lagðar væru til róttækar breytingar á landbúnaðarkerfinu í því ljósi.
16.5.2013 
Síðasti kaflinn í rafrænu Kjötbókinni var gefinn út á dögunum, en hann fjallar um fuglakjöt. Á aðalfundi Félags kjúklingabænda kynnti Óli Þór Hilmarsson, kjötiðnaðarmeistari og sérfræðingur hjá Matís, efni bókarinnar. Áður var búið að opna kafla um lambakjöt, nautakjöt, grísakjöt og hrossakjöt.
15.5.2013 
Kynbótasýningar verða í Hornafirði og á Fljótsdalshéraði dagana 27. til 31. maí næstkomandi  ef næg þátttaka verður. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
14.5.2013 
Bændablaðið greindi fyrir skemmstu frá áhugaverðri aukabúgrein minkabúsins á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Þar stefna bændur að þróun á vörum úr minkafitu, en mörg tonn af henni falla til og yrðu annars urðuð. Áralöng handavinna við verkun skinnanna sannfærði bændurna um að fitan hefði græðandi áhrif á húðina.
13.5.2013 
Mjólkursamsalan hyggst setja á markað laktósafría léttmjólk í næsta mánuði. Mjólkin er henta þörfum þeirra sem eru með mjólkuróþol. Í laktósafrírri mjólk er búið að fjarlægja laktósann en laktósi er mjólkursykur sem er í mjólkinni frá náttúrunnar hendi. Til þessa hefur MS kynnt á markaði fjölmargar vörunýjungar þar sem búið var að draga úr laktósa en ekki fjarlægja hann alveg s.s. sykurskerta Kókómjólk, Hleðslu og Skyr.is drykki. Nú er hins vegar í fyrsta skipti í boði vara án laktósa.
8.5.2013 
Glóey er ansi sérstök kollótt 8 vetra ær á Akranesi sem er í eigu frístundabóndans Atla Viðars Halldórssonar. Hún er er sérstök fyrir þær sakir að hún er í raun kollótt en á henni vex eigi að síður eitt horn. Það vex þó ekki upp úr hvirflinum á hausnum heldur ú túr snoppunni framan við hægra augað.
8.5.2013 
„Það stefnir allt hraðbyri í það að hér verði engu korni sáð þetta,“ segir Marteinn Sigurðsson á Kvíabóli í Köldukinn, en þar eins og víðast hvar norðanlands er mikill snjór, um 70 sentímetra þykkt snjólag er yfir túnum og heljarstórir snjóskaflar, allt upp í 5 metra háir umhverfis bænum. Þetta kemur fram í forsíðufrétt nýs Bændablaðs sem kom út í dag.

8.5.2013 
Fóðurblandan lækkaði verð á kjarnfóðri um allt að fimm prósentum 6. maí síðastliðin og er lækkunin mismunandi eftir tegundum. Ástæðan er styrking krónunnar og lækkun á hráefnum til fóðurgerðar á erlendum mörkuðum. Fóðurblandan lækkaði síðast verðskrá sína 2. apríl síðastliðinn.
7.5.2013 
Reglulega kemur fyrir að bændur heimta útigengið fé og hafa verið fluttar býsna margar fréttir af því tagi að undanförnu. Það er þó óvanalegt að bændur heimti útgengið í öðrum sýslum og hvað þá að kindunum fylgi nýborin lömb. Það gerðist þó hjá Guðmundi Skúlasyni bónda á Staðarbakka í Hörgárdal á dögunum.
6.5.2013 
Verð á kjarnfóðri lækkar hjá Bústólpa í dag, mánudaginn 6. maí 2013. Verðlækkunin nemur allt að 5%, mismunandi eftir tegundum fóðurs. Ástæða lækkunar nú er hagstæð þróun gengis og lækkun á hráefnum til fóðurgerðar.
2.5.2013 
Formaður Bændasamtakanna ásamt formanni og framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda hefur í dag farið um Norðurland og hitt bændur. Miklar vetrarhörkur hafa sem kunnugt er staðið lengi á Norður- og Austurlandi og gert bændum erfitt fyrir. Nú er sauðburður að komast á skrið og hefur reynst erfitt víða að koma lambfé út. Það gerir það að verkum að farið er að þrengjast á húsum hjá bændum og valta erfiðleikum. Þá eru ýmsir bændur farnir að verða knappir á heyjum en síðasta sumar var víða erfitt heyskaparár á þessum svæðum, vegna þurrka.
30.4.2013 
Lífland hefur gefið út nýjan verðlista á tilbúnu fóðri sem tekur gildi 1. maí nk. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að lækkun sé á öllum fóðurtegundum frá fyrri verðlista og nemur hún að lágmarki 4%. Lækkunin er mismunandi eftir tegundum en mest nemur hún 5%. Ástæða verðbreytinga er lækkun á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar og styrking íslensku krónunnar.
29.4.2013 
Jóhanna María Sigmundsdóttir, sauðfjárbóndi frá Látrum í Súðavíkurhreppi og formaður Samtaka ungra bænda, náði kjöri í Alþingiskosningunum á laugardaginn sl. undir merkjum Framsóknarflokksins. Hún var þá 21 árs gömul og 303 daga gömul og þar með yngsti þingmaðurinn í sögu Alþingis. Hún sló met Gunnars Thoroddsen sem var 23 ára og 177 daga þegar hann var kjörinn árið 1934.
29.4.2013 
Fulltrúar Bændasamtakanna munu hitta embættismenn í atvinnuvegaráðuneytinu klukkan 13:00 í dag og fara yfir stöðu mála vegna yfirvofandi kals, heyskorts og kuldatíðar á Norður og Austurlandi. Óska samtökin eftir því að komið verði á fót viðbragðshóp sem muni koma að málum. Slíkum starfshóp yrði meðal annars ætlað að meta þörf á heymiðlun og hugsanlega koma slíkri miðlun á fæturnar, en víða eru bændur orðnir heylitlir eftir óvenju langan vetur á fóðrum. Þá heyjaðist víða minna á síðasta ári en í meðal ári vegna þurrka.
26.4.2013 
Almenn andstaða er meðal stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram til Alþingis við að hingað til lands verði leyft að flytja lifandi dýr. Þá varar meirihluti þeirra einnig við því að leyft verði að flytja til landsins hrátt kjöt eða aðrar ómeðhöndlaðar dýraafurðir. Flokkarnir eru jafnframt sammála um mikilvægi þess að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar, þó að mismundi útfærslur séu kynntar í þeim efnum.
26.4.2013 
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki standi til að fella niður tolla og setja með því innlenda búvöruframleiðslu í uppnám. Í morgun barst nokkrum fjölda kjósenda á aldrinum 25 til 35 ára bréf, undirritað af Bjarna, þar sem sagði að Sjálfstæðisflokkurinn ætlað að afnema tolla og aðflutningsgjöld af neysluvörum. Flokkurinn teldi að hægt væri með því að tryggja sambærilegt vöruverð hér á landi og í öðrum löndum. Voru matvörur sérstaklega tilteknar í þeim efnum ásamt barnafötum, tölvum og farsímum. Viðtakendum bréfsins í bændastétt brá í brún við þessi ummæli enda tollvernd mikilvæg fyrir íslenskan landbúnað.
26.4.2013 
Þann 24. apríl sl. var undirritað samkomulag milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Bændasamtaka Íslands og Landssamtaka sláturleyfishafa um ráðstöfun þriggja sjóða sem ekki er lengur innheimt í. Stærstum hluta fjárins sem í sjóðunum voru verður varið til viðhalds og endurnýjunar varnargirðinga til að hefta útbreiðslu sauðfjársjúkdóma, alls 40 milljónum króna.
24.4.2013 
„Sá sem ekki þyrfti að éta yrði fljótt ríkur“. Mig minnir endilega að það hafi verið pabbi sem lét sér þessa visku um munn falla. Líklega er nokkuð til í þessu hjá honum. Samkvæmt tölum Eurostat verja Íslendingar 13 prósent útgjalda sinna til kaupa á mat- og drykkjarvörum. Meðalfjölskyldan eyðir um 750.000 krónum á ári til kaupa á matvöru samkvæmt gögnum hagstofunnar. Það mætti nota þann aur í annað.
24.4.2013 
Almenn andstaða er meðal stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram til Alþingis við að hingað til lands verði leyft að flytja lifandi dýr. Þá varar meirihluti þeirra einnig við því að leyft verði að flytja til landsins hrátt kjöt eða aðrar ómeðhöndlaðar dýraafurðir. Flokkarnir eru jafnframt sammála um mikilvægi þess að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar, þó að mismundi útfærslur séu kynntar í þeim efnum.
24.4.2013 
Frá bankahruni og fram til september 2011 voru ríflega 165 milljónir króna afskrifaðar af lánum fjármálafyrirtækja til bænda. Á sama tíma voru tæpir 94 milljarðar króna afskrifaðir af lánum til verslunar- og þjónustufyrirtækja. Þá höfðu sjávarútvegsfyrirtæki fengið afskrifaðar tæpar 13 milljarða króna. Þetta kemur fram í skýrslum Eftirlitsnefndar um framkvæmd sértækrar skuldaaðlögunar.
23.4.2013 
Hvalfjörður, í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar, hefur verið valin til þátttöku í aðalkeppni Cannes kvikmyndahátíðarinnar, í flokki stuttmynda. Hvalfjörður sýnir sterkt samband tveggja bræðra, sem leiknir eru af Ágústi Erni B. Wigum og Einari Jóhanni Valssyni. Þeir búa á litlum sveitabæ ásamt foreldrum sínum.
22.4.2013 
Á laugardaginn var haldið málþing um íslenskan matvælaiðnað, umhverfismál og vistvæna nýsköpun sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Matís og Samtök iðnaðarins stóðu að. Á sama tíma var efnt til sýningar á verkefnum nemenda í vistvænni nýsköpun matvæla en nemendur höfðu keppt um titilinn vænlegasta og vistvænasta nýsköpunarhugmyndin á matvælasviði árið 2013 í keppninni Ecotrophelia Iceland.
22.4.2013 
Formaður dómnefndar í teiknisamkeppni grunnskólanna, Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, tilkynnti fyrr í vikunni, úrslit í samkeppninni sem hófst sl. haust í tengslum við þrettánda Alþjóðalega skólamjólkurdaginn. Teiknisamkeppnin er opin öllum nemendum í fjórða bekk en Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins stendur fyrir keppninni. Alls tóku rétt tæplega þúsund nemendur í 46 skólum þátt í keppninni.
18.4.2013 
Hlutfall útgjalda til matvörukaupa samkvæmt nýjustu tölum Eurostat á árinu 2013 sýna að Íslendingar verja 13% heildarútgjalda sinna til kaupa á matvörum en meðaltal ESB-ríkja er 14% . Tölur Eurostat sýna hlutfall matvælakostnaðar í neyslu íbúa í 32 löndum í Evrópu. Evrusvæðið í heild er með hærra hlutfall en Ísland sem er í 24. sæti á listanum ...
18.4.2013 
Íbúar heimsins eru 7,1 milljarður. Af þeim eru 900 milljónir sem lifa undir hungurmörkum eða 15 prósent. Talið er að um 2060 muni mannfjöldi í heiminum ná hámarki og verða u.þ.b. 10 milljarðar. Því þarf að tvöfalda matvælaframleiðslu í heiminum með minna vatni og minni notkun á jarðefnaeldsneyti. Við verðum því að nota auðlindir okkar af skynsemi. Það er nauðsynlegt að framleiða mat á öllu landbúnaðarlandi í heiminum, okkur nægir ekki að framleiða mat þar sem náttúrulegar aðstæður henta best til landbúnaðarframleiðslu. Til þess þarf að móta landbúnaðarstefnu og bæta upp fyrir erfiðari náttúrulegar aðstæður milli landa með tollvernd.
17.4.2013 
Undir lok þinghalds á dögunum voru ný lög um velferð dýra samþykkt á Alþingi. Sömuleiðis voru ný lög um búfjárhald þá samþykkt. Lögin taka gildi um næstu áramót en um síðustu áramót tók Matvælastofnun (MAST) við eftirliti með lögum um dýravernd af Umhverfisstofnun.
16.4.2013 
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins stendur fyrir fundi með bændum í Höfðaborg á Hofsósi þriðjudaginn 16. apríl kl. 20:30. Framsögumaður er Ingvar Björnsson jarðræktarráðunautur hjá RML.
16.4.2013 
Föstudaginn 19. apríl milli kl. 15 og 17 verður til sýnis nýbyggt fjárhús á Hurðarbaki í Flóahreppi. Húsið sem rúmar um 300 fjár var tekið í notkun í haust með nýjum fjárstofni úr Öræfum.
15.4.2013 
Aðalfundur Svínaræktarfélags Íslands haldinn í Bændahöllinni í Reykjavík 13. apríl 2013 harmar þá neikvæðu, villandi og ósönnu umræðu um svínaræktina í landinu sem talsmenn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) hafa staðið fyrir að undanförnu og sem stafar í besta falli af vanþekkingu en í versta falli af annarlegum hvötum.
11.4.2013 
Nýtt Bændablað kom út í morgun og á forsíðu er greint frá þeim miklu verðmætum sem felast í grisjunarviði íslenskra skóga, en áætlað er að hægt verði að grisja allt að 290 þúsund rúmmetra af trjáviði á næstu 5-10 árum.
10.4.2013 
Alls hafa orðið til 81,4 ársverk í skógrækt hér á landi á tímabilinu 2001-2010 fyrir tilstuðlan landshlutaverkefnanna í skógrækt. Ársverkunum fjölgaði úr 63 árið 2001 upp í um 100 árið 2007 en hefur fækkað aftur niður í 47 ársverk árið 2012. Á Fagráðstefnu skógræktar sem haldin var á Hallormsstað í liðnum mánuði voru birtar niðurstöður úr nýrri rannsókn á atvinnuuppbyggingu í skógrækt á Íslandi og er frá þeim greint á vef Skógræktar Íslands.
9.4.2013 
Í tilkynningu frá Sláturfélagi Suðurlands kemur fram að félagið lækki verð á fóðri um allt að 5% frá og með 9. apríl 2013.
9.4.2013 
Félag sauðfjárbænda í Strandasýslu veitti á dögunum Jóni Bjarnarsyni, fyrrum landbúnaðarráðherra, þakkarviðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu bænda. Guðbrandur Björnsson Smáhömrum, formaður félags sauðfjárbænda í Strandasýslu, veitti Jóni viðurkenninguna á aðalfundi sauðfjárbænda í Bændahöllinni þann 5. apríl.
9.4.2013 
Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, skipaði á dögunum Stefán Thors  í embætti ráðuneytisstjóra í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
5.4.2013 
Við lok aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda og málstofu um beitarmál og landnýtingu voru tveir kostahrútar sæmdir nafnbótinni „mesti alhliða kynbótahrútur sæðingastöðvanna árið 2013“ og „besti lambafaðir sæðingastöðvanna á starfsárinu 2011-2012“.
5.4.2013 
Kosin hefur verið ný stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda sem hefur á að skipa þeim Þórarni Inga Péturssyni, formanni, Helga Hauk Haukssyni , Oddnýju Steinu Valsdóttur, Þórhildi Þorsteinsdóttur og Atla Má Traustasyni.
4.4.2013 
Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda hefst í dag, fimmtudag. Fundurinn verður settur kl. 13.00 með ávarpi formanns. Einnig flytja ávarp Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og Sindri Sigurgeirsson formaður BÍ. Eftir hefðbundna dagskrá og afgreiðslu mála fagna sauðfjárbændur með árlegri árshátíð sem haldin verður í Súlnasal annaðkvöld.
3.4.2013 

Fóðurblandan hefur ákveðið að lækka verð á kjarnfóðri og tók lækkunin gildi í gær, 2. apríl. Lækkunin er mismunandi eftir tegundum en er allt að 5 prósentum. Ástæða lækkunarinnar er styrking íslensku krónunnar og lækkun á hráefnum til fóðurgerðar á erlendum mörkuðum.


 

3.4.2013 
Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar – stéttarfélags, telur ummæli framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu um erlenda starfsmenn sem starfa við framleiðslu á kjúklingakjöti og svínakjöti hér á landi óviðeigandi. Framkvæmdastjórinn ætti að biðja opinberlega afsökunar á ummælunum sem séu honum ekki sæmandi.
2.4.2013 
Félag kjúklingabænda sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) eru gagnrýnd fyrir villandi málflutning í garð greinarinnar. Formaður SVÞ hefur í fjölmiðlum undafarna daga haldið því fram að alifugla- og svínaræktendur stundi ekki hefðbundinn landbúnað heldur iðnaðarframleiðslu og kallað þá laumufarþega innan bændastéttarinnar. Þessu mótmæla kjúklingabændur og benda á að þessar tvær greinar landbúnaðar standi undir framleiðslu u.þ.b. helmings alls kjöts sem neytt er í landinu, gæði þeirra og kröfur um framleiðsluaðferðir séu með þeim mestu sem gerast í heiminum og fjöldi fólks hafi atvinnu sína af kjúklingarækt og afleiddum störfum. Samanburður SVÞ sé villandi en ekki sé verið að bera saman sambærilegar vörur þegar talað sé um að lækka megi verð á svínakjöti og kjúklingum með því að gefa innflutning frjálsan.
26.3.2013 
Lög um búfjárhald og lög um velferð dýra voru rétt í þessu samþykkt á Alþingi. Í gær fór þriðja umræða um frumvörpin fram en atkvæðagreiðslu var þá frestað. Talsverð umræða fór fram um frumvarp til laga um dýravelferð, einkum um gildruveiðar á mink og geldingu grísa. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Einar Kristinn Guðfinnsson og Jón Gunnarsson, lögðu fram breytingartillögu þar sem kvað á um að fleirum en dýralæknum væri heimilt að gelda grísi yngri en vikugamla ef verkjastillandi lyfjum væri beitt meðfram geldingunni. Sú breytingartillaga var felld. Sömu þingmenn lögðu fram breytingartillögu um rýmri heimild til aflífunar minka með drekkingu. Sú breytingartillaga var einnig felld.
25.3.2013 
Póst- og fjarskiptastofnun hefur tekið bráðabirgðaákvörðun um að fresta skul gildistöku fyrirhugaðrar hækkunar Íslandspósts á gjaldskrá fyrir sendingar í þyngdarflokknum 51 – 2000 gr. Er þetta gert í framhaldi af kvörtun Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, til stofnunarinnar vegna hækkunarinnar.
22.3.2013 
Sextíu prósent íslenskra kúabænda eru mótfallnir því að blanda erlendu erfðaefni við íslenska kúastofninn í því skyni að auka hagkvæmni mjólkurframleiðslu. Þetta kom fram í setningarræðu Sigurðar Loftssonar formanns Landssambands kúabænda við upphaf aðalfundar sambandsins en hann hófst á Egilsstöðum nú í morgun.
22.3.2013 
Aðalfundur Landssambands kúabænda árið 2013 verður haldinn á Icelandair Hótel Héraði á Egilsstöðum, dagana 22. og 23. mars næstkomandi.
21.3.2013 
Landssamtök sauðfjárbænda gangast fyrir opinni málstofu um beitarmál í tengslum við aðalfund samtakanna. Málstofan verður haldin á hótel Sögu föstudaginn 5. apríl kl. 14.30-16.30. Meginefnið verður beitarnýting og landgræðslustörf bænda.
Á málstofunni munu þrír framsögumenn flytja erindi. Anna Guðrún Þórhallsdóttir prófessor við Landbúnaðarháskólann mun í sínu erindi fara í stuttu máli yfir umfang og sögu sauðfjárbeitar á Íslandi og ætluð áhrif hennar á gróður og landslag með tilvísun í nýrri rannsóknir á sögu gróðurs og jarðvegs á Íslandi. Einnig fjallar hún um stefnur og strauma í beitarfræðum erlendis, breyttar áherslur í beitarstjórnun og samspil beitar og náttúruverndar.
21.3.2013 
Yfirskrift þessa pistils er tilvitnun í Baldur Ragnarsson, gítarleikara hljómsveitarinnar Skálmaldar, en hann hefur það sem af er mánuði vakið mikla athygli fyrir þátttöku sína í Mottumars. Mottumars er árlegt árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins sem snýr að baráttunni gegn krabbameini hjá körlum og fer þannig fram að fólk (yfirleitt karlmenn þó á því séu undantekningar) safnar yfirvaraskeggi, skráir sig til keppni á netinu og safnar áheitum fyrir Krabbameinsfélagið.
21.3.2013 
Vilhjálmur Svansson dýralæknir á Keldum segir ekki sjálfsagt mál að heimila innflutning á hráu kjöti. Af því sé áhætta þó deila megi um hversu mikil hún sé. Þá varði hættan ekki eingöngu íslenska bústofna því smit geti einnig borist í menn. Þetta kemur fram í nýju Bændablaði sem út kom í dag.
 
Upplýst var á dögunum að ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, telji að bann Íslands við innflutningi á hráu kjöti brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins. Voru þetta viðbrögð vegna kvörtunar Samtaka verslunar og þjónustu til ESA í árslok 2011. Stofnunin hefur veitt íslenskum stjórnvöldum frest til loka maí til að standa fyrir máli sínu, en áskilur sér rétt til að fara með málið fyrir dómstóla. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra sagði í kjölfarið að tekið verði til ítrustu varna gegn Eftirlitsstofnun EFTA.
20.3.2013 
Félag sauðfjárbænda í Skagafirði hélt aðalfund sinn 12. mars síðastliðinn á Löngumýri. Á dagskrá fundarins voru hefðbundina aðalfundarstörf og veiting verðlauna fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt. Í stjórn voru kosin Ásta Einarsdóttir á Veðramóti, formaður, Stefán Magnússon á Þverá, Högni Gylfason á Korná, Merete K. Rabølle á Hrauni og Jóhannes Ríkharðsson á Brúnastöðum.
20.3.2013 
Matarsmiðjur og ráðgjöf Matís eru árangurríkar leiðir til þess að lágmarka kostnað smáframleiðenda matvæla við að fá svörun frá markaðinum. Mikilvægt er að styðja við fyrstu skref framleiðenda enda byrja öll fyrirtæki sem smá fyrirtæki. Þetta kom fram í erindi Haraldar Hallgrímssonar sviðstjóra Matís á sviði Nýsköpunar og neytenda, sem hann hélt á Landsýn – vísindaþingi landbúnaðarins.
20.3.2013 
Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn stóð fyrir kynningu á íslensku ullinni, eiginleikum, meðhöndlun og hönnun, í húsakynnum sendiráðsins þann 7. mars síðastliðinn. Fljótlega eftir að boðskort höfðu verið send út varð ljós sá gríðarlegi áhugi og sú athygli sem íslenska ullin nýtur en yfir tvö hundruð boðsgestir sóttu viðburðinn.
19.3.2013 
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var Geir Gunnar Geirsson, svínabóndi hjá Stjörnugrís, heimsóttur vegna umræðu síðustu daga um aðbúnað dýra og verksmiðjubúskap í íslenskri svínarækt. Geir Gunnar sagði hræðilegt að heyra hvernig umræðan hafi þróast því svínarækt á Íslandi væri ekki verksmiðjubúskapur og að enginn hafi neitt upp úr því að fara illa með dýr.
18.3.2013 
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur opnað nýja heimasíðu þar sem nálgast má allar upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins. Meðal annars má nálgast upplýsingar um starfsfólk, stjórn, netföng og símanúmer og gjaldskrá fyrirtækisins. Netfang síðunnar er rml.is.
15.3.2013 
Fulltrúar stærstu stjórnmálaflokka landsins hafna með öllu innflutningi á erlendu kúakyni til landsins. Þetta kom skýrt fram á opnum fundi Samtaka ungra bænda sem haldinn var á Hvanneyri í gærkvöld Jafnframt kom fram að fulltrúarnir töldu að varnarlínur Bændasamtakanna eigi að liggja til grundvallar samningsafstöðu Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið, hvað varðar innflutning á lifandi dýrum. Töldu fundarmenn ljóst að ekki gæti farið saman að flytja hingað til lands nýtt kúakyn og að standa á bak við varnarlínurnar.
14.3.2013 
„Þegar ég tók við sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að loknum alþingiskosningum árið 2009 ákvað ég að leggja frumvarp um innleiðingu á matvælalöggjöf ESB fram þannig breytt að innflutningur á hráum og lítt söltuðum sláturafurðum, bæði unnum sem og óunnum og hráum eggjum væri áfram bannaður og háður leyfi ráðherra hverju sinni að fenginni staðfestingu yfir8 dýralæknis um heilbrigði afurðanna. […] Eftir mjög vandaða vinnu í sjávarútvegs-og landbúnaðarnefnd undir stjórn Atla Gíslasonar varð frumvarp þetta að lögum og samþykkt einróma.“ Svo skrifar Jón Bjarnason, alþingismaður og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í grein í Morgunblaðinu í dag.
13.3.2013 
Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, er handhafi Eyrarrósarinnar 2013 og veittu aðstandendur þess verðlaununum móttöku við athöfn í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Verðlaunin eru Eyrarrós í hnappagatið, 1.650.000 krónur, auk flugmiða frá Flugfélagi Íslands.
Dorrit Moussaieff forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar, afhenti verðlaunin. Fjölmennt var við athöfnina en auk afhendingarinnar ávörpuðu samkomuna Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Hanna Styrmisdóttir listrænn stjórnandi Listahátíðar og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri. Kórinn Hymdodia söng spunasöng undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.
12.3.2013 
Þórarinn Pétursson formaður Landssamband sauðfjárbænda fór á fundinum yfir söluþróun á dilkakjöt á liðnum áratug, en útflutningur hefur rokið upp frá árinu 2009. Hann hefur minnkað heldur frá því sem var í fyrra. Noregur er sem fyrr dýrmætasti markaðurinn og gefur hæsta verð fyrir afurðina en Bretland kemur þar á eftir. Þórarinn sagði Evrópumarkað mjög dapran um þessar mundir vegna efnahagslægðar. Bandríkjamarkaður væri líka verðmætur og myndi eflaust stækka til framtíðar litið, á þann markað fór 5% útflutningsmagns í fyrra og skilaðií heild 14% af verðmæti alls útflutnings. Heildarverðmæti úflutnings á liðnu ár nam 3,1 milljarði.
11.3.2013 
Þau gleðilegu tíðindi urðu á nýafstöðnu Búnaðarþingi að konur skipuðu sér í fyrsta sinn í meirihluta stjórnarmanna Bændasamtaka Íslands. Þetta er mikil tíðindi þegar horft er til sögunnar. Með kosningunni er mikið karlavígi fallið.

Það eru ekki nema 27 ár síðan fyrstu konurnar tóku sæti á búnaðarþingi, árið 1986. Það voru þær Ágústa Þorkelssdóttir og Annabella Harðardóttir sem rufu einokun karla í stefnumótun íslensks landbúnaðar.
8.3.2013 
Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir í samtali á vefsíðu ruv.is að tekið verði til ítrustu varna gegn Eftirlitsstofnun EFTA, sem telur að innflutningsbann á hráu kjöti standist ekki ákvæði EES samningsins.
8.3.2013 
Í umræðu um innflutningsbann á hráu kjöti til Íslands og áætlunum Eftirlitsstofnunar EFTA að rannsaka lögmæti þess spyrja menn hvaða hætta felist í óheftum innflutningi. Við vinnslu matvælafrumvarpsins árið 2008 voru ýmsar umsagnir lagðar fram til að styrkja málflutning þeirra sem vöruðu eindregið við auknum innflutningi á hráu kjöti. Ein þeirra var frá doktor Margréti Guðnadóttur ...
8.3.2013 
Bygg gæti verið meginuppistaða í kjarnfóðri fyrir íslenskar kýr. Í fyrirlestri Grétars Hrafns Harðarsonar á Vísindaþingi landbúnaðarins – Landsýn, um hlut byggs í fóðrun mjólkurkúa, kom fram ótvírætt fram að bygg getur verið meginuppistaða í sterkjufóðrun kúa. Þær niðurstöður eru afar mikilvægar fyrir kúabændur og raunar þjóðarbúið allt. Með því er sýnt fram á að aukin byggræktun gefur möguleika á aukinni sjáfbærni í fóðuröflun og að hægt sé að draga úr innflutningi á kornvöru.
7.3.2013 
„Möguleikar landbúnaðarins eru svo sannarlega miklir. Fjölmargir átta sig sífellt betur á því bæði hér heima og erlendis. Það er skortur á landrými í heiminum og vatn og orka eru líka takmarkaðar auðlindir. Það þarf að framleiða mat fyrir vaxandi mannfjölda. Á hverjum einasta degi þarf að metta 250 þúsund fleiri munna, eða næstum allan íbúafjölda Íslands.“ Svo kemst nýkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands, Sindri Sigurgeirsson í Bakkakoti, að orði í leiðara nýs Bændablaðs.
6.3.2013 
Fimm stjórnarmenn Bændasamtaka Íslands viku úr stjórn nú á Búnaðarþingi 2013. Fjórir þeirra höfðu setið samfleytt í níu ár en sá fimmti í þrjú ár. Því varð mikil endurnýjun í stjórn eins og áður hefur verið getið.
Áður en kosningar til stjórnar fóru fram voru stjórnarmönnunum fráfarandi veittar þakkir fyrir störf þeirra í þágu bænda. Áður hafði Haraldi Benediktssyni, fráfarandi formanni verið færðar þakkir fyrir sín störf. Sveinn Ingvarsson í Reykjahlíð, varaformaður, þakkaði fyrir þann stuðning sem hann hefði átt hjá bændum síðustu níu ár sem stjórnarmaður.
6.3.2013 
Búnaðarþing 2013 ítrekar andstöðu sína við aðild að Evrópusambandinu og telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan sambandsins. Jafnframt geldur þingið varhug við áhrifum af innstreymi fjármagns frá sambandinu sem ætlað sé að hafa áhrif á viðhorf til aðildar. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var samhljóma á þinginu.
5.3.2013 
Rétt í þessu voru úrslit í kosningum til stjórnar Bændasamtakanna gerð heyrinkunn. Í fyrsta sinn í sögu samtakanna er meirihluti stjórnar skipaður konum. Átta höfðu gefið kost á sér til setu í stjórn, en auk formanns sitja sex manns í stjórn Bændasamtakanna. Sem kunnugt er var Sindri Sigurgeirsson kjörinn formaður Bændasamtakanna fyrr í dag.
5.3.2013 
Sindri Sigurgeirsson, bóndi í Bakkakoti, var rétt í þessu kjörinn nýr formaður Bændasamtaka Íslands. Sindri hlaut 31 atkvæði en Guðbjörg Jónsdóttir sem bauð sig fram rétt fyrir formannskjör hlaut 13 atkvæði. Tveir seðlar voru auðir og einn ógildur. Sindri er því réttkjörinn formaður Bændasamtakanna.
5.3.2013 
Guðbjörg Jónsdóttir bóndi á Læk tilkynnti rétt í þessu að hún hyggðist gefa kost á sér sem formaður Bændasamtaka Íslands. Allt fram til þess var einungis Sindri Sigurgeirsson í Bakkakoti búinn að lýsa yfir framboði en all langt er um liðið frá því hann gerði það. Yfirlýsing Guðbjargar kom skömmu áður en hefja átti kosningar til formanns. Því verður kosið milli tveggja frambjóðenda en úrslit ættu að verða kunn um klukkan 15:00.
5.3.2013 
Búnaðarþing samþykkti nú í morgun að beina því til Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins að efla ráðgjöf við ábúendaskipti á bújörðum. Við ábúendaskipti á bújörðum þarf að formfesta ýmsa þætti, hvort sem um er að ræða kaup eða sölu, leigu, lán, eða blandaðar leiðir. Þegar ábúendaskipti eiga sér stað getur öflug ráðgjöf án efa skilið milli þess hvort ferlið gengur upp eða ekki, segir meðal annars í greinargerð með ályktuninni.
4.3.2013 
Í almennum umræðum á búnaðarþingi í dag lýstu átta þingfulltrúar yfir að þeir hyggðust gefa kost á sér til setu í stjórn Bændasamtakanna en eins og kunnugt er verður mikil endurnýjun við kosningu nýrrar stjórnar. Enn sem komið er hefur Sindri Sigurgeirsson í Bakkakoti einn gefið kost á sér til formanns.
4.3.2013 
Annar fundur Búnaðarþings 2013 hófst í morgun, en áður höfðu starfsnefndir tekið til starfa. Haraldur Benediktsson formaður flutti þá skýrslu formanns og stiklaði á stóru um starf Bændasamtakanna síðastliðið ár en auk þess fór hann yfir starf sitt síðustu níu ár á formannsstóli, en sem kunnugt er hyggst Haraldur láta af embætti á þessu þingi.
3.3.2013 
Landbúnaðarverðlaunin 2013 voru veitt nú við setningu búnaðarþings fyrr í dag. Að þessu sinni hlutu bændurnir í Laxárdal II og handverkshópurinn Handverkskonur milli heiða verðlaunin sem Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega og nýsköpunarráðherra veitti.
3.3.2013 
Búnaðarþing 2013 var sett við hátíðlega athöfn í Súlnasal Hótels Sögu nú fyrr í dag. Að þessu sinni eru einkunnarorð þingsins „Bændur segja allt gott“. Búnaðarþing stendur fram á miðvikudaginn og er fjöldi mála á dagskrá þingsins að venju.
1.3.2013 
Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir nú eftir umsóknum um styrki. Sjóðurinn hefur nú úr um 70 milljónum króna að spila auk áður úthlutaðra styrkja sem ekki hafa verið sóttir. Umsóknafrestur er til 4. apríl næstkomandi.
27.2.2013 
Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær tegundir matvöru sem sagðar eru innihalda nautakjöt en við athugun reyndist ekkert nautakjöt vera í vörunum. Þetta kom í ljós við rannsókn Matvælastofnunar (MAST) á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sem framkvæmd var til að kanna hvort umræddar matvörur innihéldu hrossakjöt án þess að um það væri getið á umbúðum. Engin af vörunum sem til skoðunar voru uppfyllti allar kröfur um merkningar.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að hrossakjöti hafði ekki verið blandað í vörurnar án þess að um það væri getið. Hins vegar reyndust tvær vörur ekki innihalda nautakjöt þrátt fyrir merkingar þar um.
26.2.2013 
Miklir vatnavextir eru nú víða um land en rigningar og hlýindi undanfarna daga hafa valdið mikilli snjóbráðnun. Mest eru flóðin á Suðurlandi, m.a. í Hvítá og Ölfusá en einnig er miklir vatnavextir í Eyjafirði. Ófært er um Auðsholtsveg í Hrunamannahreppi vegna vatnavaxta.
25.2.2013 
Sveitarstjórnir Hrunamannahrepps og Bláskógabyggðar hafa ásamt garðyrkjubændum stofnað félagið Uppsveitarorku ehf. Félagið ætlar að sækja um leyfi til að stofna rafveitu. Markmiðið er að afla og dreifa orku til garðyrkju­bænda og annars atvinnurekstrar á hagkvæmari hátt en nú er. Hugmyndin með stofnun félagsins er að geta boðið orkusæknum fyrirtækjum á svæðinu mun hagkvæmari ...
25.2.2013 
Skógræktarritið er nú fáanlegt í lausasölu á völdum stöðum en undanfarin ár hefur það eingöngu verið selt í áskrift og á skrifstofu Skógræktarfélags Íslands, útgefanda ritsins. Með þessu móti vill Skógræktarfélag Íslands koma til móts við lesendur sem kjósa að kaupa stök rit í stað áskriftar. Jafnframt er þetta liður í að kynna Skógræktarritið fyrir nýjum lesendum.
22.2.2013 
Það hefur verið baráttumál æðarbænda á Vesturlandi í mörg ár að fá samþykkta friðunarlínu út fyrir eyjar og sker við Mýrar í Faxaflóa og inn í Borgarfjörð vegna grásleppuveiða. Ástæðan er sú að æðarbændur telja að æðarfugl í ætisleit snemma vors ánetjist í stórum stíl og drepist í netum grásleppuveiðimenn. ...
21.2.2013 
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í Laugardalshöll í dag en Bjarni Benediktsson, formaður flokksins setur fundinn klukkan 17:00. Fundurinn stendur fram á sunnudag en þá verður kosið í embætti formanns, varaformanns og 2. varformanns auk þess sem stjórnmálaályktun fundarins verður afgreidd. Ekki hafa borist framboð gegn sitjandi formanni en Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur tilkynnt að hún bjóð sig fram til varformanns. Ólöf Nordal sitjandi varaformaður hafði áður gefið út að hún hyggðist láta af embætti.
21.2.2013 
Þann 1. september næstkomandi taka gildi lög sem kveða á um að hlutfall hvors kyns sé að lágmarki 40 prósent í stjórnum lífeyrissjóða og fyrirtækja þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn á ársgrundvelli. Endurskoðunarfyrirtækið KPMG tók saman tölfræði um þau fyrirtæki sem féllu undir löggjöfina 1. september síðastliðinn, þegar ár var til stefnu að lögin tækju gildi. Niðurstöðurnar voru sláandi. Einungis 47 prósent fyrirtækja uppfylltu þá skilyrðin og aðeins 42 prósent lífeyrissjóða. Samtals vantaði 223 konur í stjórnir til að uppfylla skilyrði laganna. Ekki skal þvertekið fyrir að einhver breyting hafi orðið á síðan KPMG tók umræddar tölur saman en ekki myndi pistlahöfundur veðja stórum fjárhæðum á það samt.
21.2.2013 
Fóðurblandan hefur lækkað verð á fjórum tegundum áburðar sem fyrirtækið hefur í sölu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu sem barst nú í morgun. Breytingarnar eru á tegundunum Græðir 8, Græðir 9, Fjölmóða 3 og Fjölgræði 9b. Lækkunin er mismunandi milli tegunda, á bilinu 2 til 5 prósent.
20.2.2013 
Nefnd um lagningu raflína í jörð náði ekki samstöðu í vinnu sinni en nefndin skilaði niðurstöðum til ráðherra atvinnuvega- og nýsköpunar nýverið. Ekki tókst að komast að sameiginlegri niðurstöðu um heildstæða stefnu um lagningu raflína í jörð.
19.2.2013 
Skógarplöntustöðin Barri hf. fór í þrot í byrjun árs en hún var ein hin fullkomnasta og stærsta sinnar tegundar á Íslandi. Hún var stofnuð árið 1990, af 109 hluthöfum, og var lengi framan af eina einkarekna stöðin sem starfaði við það að stærstum hluta að rækta skógarplöntur. Nú liggur það fyrir að nýtt félag, Gróðrarstöðin Barri ehf., hefur gert tilboð í þrotabú Barra hf.;  birgðir, lausafé ...
19.2.2013 
Allir áburðarsalar hafa nú gefið út verðlista á áburði fyrir árið 2013. Fóðurblandan hf. gaf sinn verðlista út síðastliðinn föstudag en áður höfðu Sláturfélag Suðurlands (SS) og Skeljungur gefið út sína verðlista. Þá hefur Búvís kynnt verðlista sem gildir til 25. febrúar nk. en verð eru breytileg eftir vikum hjá fyrirtækinu.
19.2.2013 
Málþing um landnýtingu verður haldið í höfuðstöðvum Landgræðslunnar í Gunnarsholti í dag, þriðjudaginn 19. febrúar kl. 12:00. Þingið er haldið að frumkvæði Rótarýklúbbs Rangæinga en þar verður fjallað um ýmsar spurningar um ráðstöfun á landi.
14.2.2013 
Upplýsingar hafa borist Matvælastofnun um að Kaupás ehf. hafi, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað af markaði First Price Lasagne. Innköllunin er framkvæmd í varúðarskyni vegna gruns um að varan innihaldi hrossakjöt sem ekki er tilgreint í innihaldslýsingu.
14.2.2013 
Skipulagðar hreinsunaraðgerðir hófust í Kolgrafarfirði í gær. Markmiðið með aðgerðum er að hreinsa grút og dauða síld úr fjörunni fyrir framan bæinn Eiði. Dauð síld verður plægð niður í fjöruna til að koma í veg fyrir að hún rotni og bæti í grútinn. Grútur verður hreinsaður upp eftir megni og hann fluttur til urðunar. Heimamenn sjá um aðgerðirnar en kostnaður verður greiddur af stjórnvöldum.
12.2.2013 
Matvælastofnun hefur tekið sýni úr íslensku hakki og framleiðsluvörum á markaði hér á landi til að kanna hreinleika kjötsins. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort hrossakjöt er að finna í vörunum án þess að það komi fram í merkingum.
11.2.2013 
Nær áttatíu þúsund lítrar af rjóma fóru út í verslanir og bakarí vikuna fyrir bolludag. Til þess að framleiða svo mikinn rjóma þarf um eina milljón lítra af mjólk, sem er það magn sem fæst úr u.þ.b. 8.000 kúm á einni viku. Á Íslandi eru um 25.000 mjólkurkýr og því þurfti um 30% af heildarstofninum til þessa verkefnis.
8.2.2013 
Flokksþing Framsóknarflokksins hóft í morgun en þingið fer fram í Gullhömrum í Grafarvogi. Drög að fjölda ályktana liggur fyrir þinginu en nefndarstörf hefjast samkvæmt áætlun þingsins klukkan 18:00 í kvöld. Nefndarstörf halda áfram eftir þörfum á laugardag og afgreiðsla þeirra hefst klukkan 10:00 á sunnudagsmorgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður setur þingið með ræðu klukkan 14:00 í dag. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu af þinginu á síðu flokksins.
8.2.2013 
Vegna umræðu um nýtingu síldar sem drepist hefur í Kolgrafafirði vill Matvælastofnun benda á að allt fóður skal vera heilnæmt og síld sem rekur á fjöru, rotnuð og vargfugl hefur komist í, er ekki heimilt að nota sem fóður fyrir dýr sem gefa af sér afurðir til manneldis. Í dauðum fiski getur rotnun hafist mjög fljótt með hröðum vexti ýmissa örvera, sem sumar geta verið skaðlegar fyrir dýr.
7.2.2013 
Nýtt Bændablað kom út í morgun. Þau mistök áttu sér stað að hluti smáauglýsinganna skilaði sér ekki í prentuðu útgáfuna. Smáauglýsingar úr síðasta tölublaði eru þar aftur birtar. Í útgáfunni sem finna má hér á síðunni - PDF-útgáfunni - eru hins vegar réttar smáauglýsingar.

Í nýju Bændablaði er annars í forsíðufrétt...


6.2.2013 
Í upphafi fjórða uppboðsdags hjá Kopenhagen fur í Kaupmannahöfn er ljóst að meðalverð á íslenskum minkaskinnum mun enn hækka. Björn Halldórsson formaður íslenskra loðdýrabænda er staddur í Kaupmannahöfn og segir hann að von sé til þess að um 400 milljónir fáist fyrir íslensk skinn á uppboðinu sem líkur í dag. Ef fer fram sem horfir stefnir í að útflutningstekjur af íslenskum minkaskinnum verði um eða yfir tveir milljarðar króna á árinu.
6.2.2013 
Bocuse d‘Or, óopinber heimsmeistarakeppni matreiðslumanna, var haldin í frönsku borginni Lyon í lok síðasta mánaðar. Að þessu sinni var það Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, matreiðslumaður á Vox, sem keppti fyrir hönd Íslands. Er skemmst frá því að segja að Sigurður lenti í áttunda sæti af 24 þátttakendum.
1.2.2013 
Ónýttir möguleikar eru í framleiðslu á nautakjöti hér á landi en eftirspurn eftir íslensku nautakjöti er mun meiri en framleiðendur anna. Ástæður þess eru að einkum að nautakjötsframleiðslan er að stærstum hluta stunduð sem hliðarbúgrein með mjólkurframleiðslu og flestir sláturgripir eru af íslenskakúakyninu sem fyrst og fremst er ræktað til mjólkurframleiðslu en ekki til kjöt framleiðslu. Ef stunda á kjötframleiðslu í einhverju mæli með holdanautakynjum er nauðsynlegt að flytja inn erfðaefni úr slíkum kynjum.
1.2.2013 
Útflutningsverðmæti sauðfjárafurða drógust saman um 200 milljónir í fyrra frá árinu 2011. Alls voru fluttar út sauðfjárafurðir að verðmæti rúmlega þriggja milljarða króna. Tveir þriðju hlutar útflutningsverðmætis urðu til við útflutning á kjöti og kjötafurðum , fjórðungur fékkst með sölu á gærum og afgangurinn með sölu á ull og ullarvörum . Langmest var flutt til Evrópu en 78 prósent útflutningsverðmætis skapaðist með sölu á Evrópumarkað, þar sem Noregur trónir á toppnum.
31.1.2013 
Salmonella hefur greinst í kjúklingafóðri frá Fóðurblöndunni. Um er að ræða hitameðhöndlað fóður sem ber heitið Holdakurl START og var framleitt 12. desember síðastliðinn. Búið er að senda sýni úr fóðrinu í tegundagreiningu en niðurstöður hennar liggja ekki fyrir. Fóðurblandan hefur tilkynnt kaupendum fóðursins um niðurstöðuna og innkallað fóðrið.
28.1.2013 
Norðlenskir skógarbændur gróðursettu alls ríflega 536 þúsund plöntur á liðnu ári og er það aukning sem nemur rúmlega 70 þúsund plöntum frá fyrra ári. Engin ný skjólbelti voru ræktuð, en íbætur í eldri belti voru ríflega þúsund plöntur.
25.1.2013 
Góður árangur hefur verið af samstarfi á milli sveitarfélaga við Eyjafjörð um eyðingu minka á undanförnum árum, en Atvinnuþróunar­félag Eyjafjarðar (AFE) hefur haldið utan um verkefnið. Jón Þórarinsson á Hnjúki í Svarfaðardal, formaður landbúnaðarráðs Dalvíkurbyggðar, segir að orðið sé aðkallandi að fara í sambærilegt átak til að fækka ref, sem farinn sé að hafa slæm áhrif á fuglalíf víða um land.
24.1.2013 
Hreindýraveiðikvóti ársins eykst um 220 dýr frá fyrra ári en heimilt verður að veiða allt að 1.229 dýr í ár samkvæmt ákvörðun umhverfisráðherra. Ákvörðunin er byggð á tillögum Umhverfisstofnunar en er háð því að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að þeim tíma er veiðitímabilið hefst.
23.1.2013 
Sem kunnugt er úr fréttum liðinna vikna rak dauð síld í miklu magni á fjörur í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi í desember sl. Nú er talið að síldin hafi drepist vegna súrefnisskorts. Mikinn óþef leggur af síldinni sem úldnar í fjörunni og er til mikillar óþægindar fyrir ábúendur við fjörðinn.
22.1.2013 
Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, sauðfjárbóndi í Bakkakoti í Stafholtstungum, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem formaður Bændasamtaka Íslands. Nýr formaður verður kosinn á komandi búnaðarþingi í byrjun mars en Haraldur Benediktsson mun þá láta af formennsku eftir níu ára setu. Sindri er fyrrum formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og hefur setið á búnaðarþingi síðustu tólf árin.Sindri er fæddur í Reykjavík 5. apríl 1974. Hann er giftur Kristínu Kristjánsdóttur og hafa þau búið í Bakkakoti frá árinu 1994. Þau eiga tvö börn, Lilju Rannveigu og Kristján Franklín.
21.1.2013 
Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands mun stíga af formannsstóli á komandi búnaðarþingi, sem sett verður 3. mars næstkomandi. Ástæðan er sú að Haraldur mun sitja í öðru sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi til komandi Alþingiskosninga. Ljóst er því að nýr formaður Bændasamtakanna verður kjörinn á búnaðarþingi.
16.1.2013 
Síðasta rekstrarár Ístex var eitt hið besta í rekstri fyrirtækisins, bæði hvað varðar tekjur og magn ullar sem unnið var. Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta nam 77,3 milljónum króna á síðasta ári og skuldir lækkuðu um 74 milljónir króna. Tekjur fyrirtækisins jukust um 82 milljónir milli ára en rekstargjöld hækkuðu hins vegar um 107 milljónir króna. Aðalfundur Ístex var haldinn sl. föstudag og var þar greint frá umræddum lykiltölum úr rekstrinum. Á fundinum var samþykkt að greiða hluthöfum 20 prósenta arð vegna rekstrarársins 2011-2012.
15.1.2013 
Starfshópur um beitarstjórnun og sjálfbæra landnýtingu skilaði umhverfis- og auðlindaráðherra og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra tillögum sínum í síðustu viku. Tillögurnar eru sjö talsins og er í þeim fjallað um ýmis atriði til að vinna að markmiðum um sjálfbæra búfjárbeit svo og skipulag hennar og annarrar landnýtingar.
14.1.2013 
Starfshópur, undir formennsku Jóns Loftssonar skógræktarstjóra, sem unnið hefur að gerð stefnumótunar í skógrækt hefur skilað tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra. Nefndin, sem var skipuð árið 2006, hefur unnið greinargerð með stefnumarkandi tillögum um áherslur í skógræktarstarfinu sem hún kynnti ráðherra á dögunum.
11.1.2013 
Sigurborg Daðadóttir hefur verið skipuð í Embætti yfirdýralæknis. Sigurborg er dýralæknir frá Tieräztlich Hocschule í Hannover og hefur auk þess lokið námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.
11.1.2013 
Það eru ekki mörg ár síðan ég tók mitt fyrsta alvöru sumarfrí. Fram til þess höfðu sumrin farið í að vinna eins og mögulegt var til að eiga fyrir salti í grautinn yfir vetrartímann á námsárunum. Þegar ég var í kringum tvítugt þóttist ég góður ef ég náði fjórum frídögum um Verslunarmannahelgi og hugsanlega tveimur um hvítasunnu. Þar með var það líka að mestu upp talið.
10.1.2013 
Stjórn Jötunn Véla hefur ákveðið að opna útibú á Akureyri í mars næstkomandi og er opnunin liður í að efla þjónustu og færa nær viðskiptavinum Jötunn Véla á norðurlandi.
10.1.2013 
„Mér finnst íbúarnir bara ótrúlega brattir eftir það sem á undan er gengið og staðráðnir í að láta áföll ekki buga sig. Menn hafa tekið hlutunum af æðruleysi,“ segir Dagbjört Bjarnadóttir, oddviti Skútustaðhrepps.
9.1.2013 
Árni Brynjólfsson bóndi á Vöðlum í Önundarfirði segir að reynslan hafi kennt sér að vera alltaf  viðbúinn rafmagnstruflunum og lokun vega vegna snjóa. Því hafi veðuráhlaupið um jólin ekki plagað hann mikið þrátt fyrir að rafmagn færi af raforkukerfinu sem sumir þurftu að búa við allt upp í nærri 40 klukkustundir og til dæmis Árneshreppur töluvert lengur.
7.1.2013 
Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, situr í starfshópi á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um vernd vöruheita með uppruna- eða staðarvísun. Hópurinn var skipaður í kjölfar ráðstefnu sem haldin var að frumkvæði samtaka mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja í september síðastliðnum.
4.1.2013 
Mjólkurbændur og Mjólkursamsalan urðu ekki fyrir tjóni á Vestfjörðum þrátt fyrir illviðri og ófærð í lok síðasta árs og um áramót. Ófærð hafði tafði þó mjólkursöfnun, bæði á Vestfjörðum og Norðurlandi en þrátt fyrir það tókst að koma allri mjólk í vinnslu. Þá varð ekki skortur á mjólkurvörum í verslanir þrátt fyrir erfiðleika við dreifingu.
3.1.2013 
Tveir lambhrútar heimtust í Hlíðarfjalli í Mývatnssveit í gær. Eftir að vélasleðamaður hafði keyrt fram á hrútana og haft samband niður í byggð voru þeir sóttir á öðrum sleða og þannig fluttir til byggða. Fréttavefurinn 641.is greindi frá.
2.1.2013 
Hrútur sem Kristján Stefánsson frá Gilhaga í Skagafirði hefur nýlega lokið við að stoppa upp vakti mikla lukku á jólaskemmtun á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri.
31.12.2012 
Margar perlur sem ekki mega glatast vegna byggingar- og menningarsögulegs gildis
Síðastliðin tvö sumur hefur hópur fólks unnið að skrásetningu eyðibýla á landinu. Nú fyrir skemmstu komu út tvær bækur með myndum og upplýsingum um verkefnið en áður var ein bók þegar komin út. Fyrsta bindið sem kom út í fyrra fjallar um eyðibýli í Austur- og Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu. Síðari bindin tvö fjalla annars vegar um Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu og Eyjafjarðarsýslu og hins vegar um Dalasýslu, Snæfells- og Hnappadalssýslu, Mýrasýslu og Borgarfjarðarsýslu.
28.12.2012 
Þrátt fyrir ákjósanleg skilyrði til vaxtar í kornræktinni hefur framþróun í greininni verið óveruleg á síðustu árum. Helst er talað um að kornþurrkstöðvar séu of fáar og smáar hér á landi – og það standi greininni fyrir þrifum. Áframhaldandi vöxtur innan greinarinnar sé þannig háður því að gott aðgengi sé að afkastamiklum þurrkstöðvum svo gera megi kornið að markaðsvöru.
28.12.2012 
Niðurstöður áburðareftirlits Matvælastofnunar sýna að 8 áburðartegundir voru með meira frávik í efnainnihaldi en leyfilegt er, samkvæmt ákvæðum reglugerða, á árinu sem er að líða. Þar af voru 2 með of mikið kadmíuminnihald og nokkrar tegundir þar sem áburðarefni voru minni en gefið var upp á umbúðum. Alls voru flutt inn til landsins tæplega 52 þúsund tonn af áburði árið 2012 ...
28.12.2012 
Öll mjólkurpökkun verður flutt frá MS í Reykjavík til MS á Selfoss. Það er því mikið að gerast í framkvæmdum hjá MS Selfossi enda iðnaðarmenn og starfsmenn búsins að vinna á öllum stöðum við að gera hlutina klára fyrir júní 2013 þegar öllu á að vera lokið. Framkvæmdirnar skapa verktökum vinnu og er góð innspýtingin í atvinnulífið á staðnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti Guðmund Geir Guðmundsson, mjólkurbússtjóra og spurði út í breytingarnar og áhrif þeirra fyrir starfsemi MS Selfossi.
27.12.2012 
Á komandi ári verða 170 ár síðan torfbærinn Sænautasel á Jökuldalsheiði var reistur, en það var árið 1843. Var búið í bænum nær samfellt í 100 ár, en síðustu ábúendur fluttu úr bænum árið 1943. Þar hefur Lilja Hafdís Óladóttir, bóndi á Merki á Jökuldal, rekið ferðaþjónustu á sumrin síðan 1994 eftir endurreisn bæjarins sem hófst árið 1992.
26.12.2012 
Sé horft yfir Skagafjörð fanga eyjar tvær augað og gera útsýnið mikilfenglegt. Þó er önnur þeirra, Drangey, mikilfenglegri í sjón og rís hærra úr sjó. Drangey er þekktur staður úr sögunni, þar dvaldi Grettir Ásmundarson í útlegð sinni og þar var hann veginn. Jafnframt er rekin ferðaþjónusta sem bera nafnið Drangeyjarferðir og út í eyjuna koma hundruðir fólks á hverju sumri. Minna fer fyrir Málmey á Skagafirði. Þó er það svo að Málmey var í byggð fram um miðja síðustu öld og saga hennar um margt merkileg. Byggð lagðist af í Málmey eftir að íbúðarhúsið þar brann til kaldra kola að kvöldi 22. desember 1951. Hefur þar ekki verið búið síðan þó ábúendur sem þá voru hafi dvalið í eynni fram á vor, yfir búfé sínu.
25.12.2012 
Á komandi ári verða 170 ár síðan torfbærinn Sænautasel á Jökuldalsheiði var reistur, en það var árið 1843. Var búið í bænum nær samfellt í 100 ár, en síðustu ábúendur fluttu úr bænum árið 1943. Þar hefur Lilja Hafdís Óladóttir bóndi á Merki á Jökuldal rekið ferðaþjónustu á sumrin síðan 1994 eftir endurreisn bæjarins sem hófst árið 1992. Hluti bæjarins féll reyndar aftur árið 2009 og var enn ráðist í endurbyggingu árið 2010. Meðal þeirra sem starfað hafa við þá þjónustu er Eyþór Guðmundur Guðmundsson sem fæddist þar og flutti burt með foreldrum sínum og fjórum systkinum þegar bærinn lagðist í eyði.
24.12.2012 
Frá örófi alda hefur skegg og skegghirða haft táknræna merkingu um þroska og visku í menningarsamfélögum. Á Íslandi þekkist þetta ekki síst úr Íslendingasögunum þar sem skeggprýði þótti merki um hugrekki, dug og karlmennsku. Það er því hverjum karlmanni sem ber skegg nauðsyn að hirða það vel. Ekki á það síst við þegar að líður að stórhátíðum eins og jólum. Gott er að fá fagaðila til að snyrta skeggið, eins og Stjúri rakari í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar gerði við blaðamann Bændablaðsins á dögunum.
22.12.2012 
Norðurorka á Akureyri hefur undirritað samning um kaup á gashreinsistöð frá fyrirtækinu Greenlane – Flotech í Svíþjóð. Stöðin hreinsar metan út svonefndu hauggasi sem vinna á úr gömlu sorphaugunum á Glerárdal. Mjög góð reynsla er komin á stöðvarnar sem Greenlane - Flotech hefur framleitt undanfarin ár og þær byggja á þekktum tæknilausnum sem eru margreyndar. Gert er ráð fyrir að stöðin verði tekin í notkun síðsumars 2013.
22.12.2012 
Vilmundur Hansen þjóð- og garðykjufræðingur lauk í haust meistaraprófi frá Háskólanum í Kent sem er staðsettur í Canterbury Englandi. Lokaverkefni Vilmundar nefnist The Historical Ethnobotany Of Iceland from Settlemennt to 1901 og fjallar um nytjar á gróðri á Íslandi frá landnámi til 1901. Vilmundur varð með því fyrstur Íslendinga til að taka meistarapróf í ethnobotany, sem er sambræðingur úr mann-, þjóð- og grasafræði.
21.12.2012 
Búið er að ganga frá ráðningum í stjórnunarstöður hjá nýju ráðgjafarfyrirtæki bænda sem tekur formlega til starfa um áramótin. Karvel Lindberg Karvelsson verður framkvæmdastjóri en hann starfar nú sem landsráðunautur í svína- og alifuglarækt hjá Bændasamtökum Íslands.
21.12.2012 
Jólatréð í ýmsum myndum er ómissandi hluti jólahátíðarinnar á flestum íslenskum heimilum. Siðurinn í nútímabúningi er þó fremur ungur í jólasögulegu samhengi. Líkt og marga aðra ágæta siði sækjum við hann til Danmerkur og má rekja hann aftur til síðari hluta 19. aldar. Elstu heimildir um skreytt tré á jólum eru hins vegar frá Suður-Þýskalandi á 16. öld.
21.12.2012 
Jón Helgi og Rúnar Þór Þórarinssynir tölvuleikjahönnuðir, [synir Þórarins Lárussonar fyrrum ráðnautar Búnaðarsambands Austurlands] hafa skrifað pistil á visi.is undir fyrirsögninni „ Spennufíklar í sæstrengsspreng“. Þar vara þeir við áformum Landsvirkjunar um að leggja rafstreng til Skotlands. Sagði Rúnar í samtali við Bændablaðið að gagnrýni þeirra byggðist m.a. á reynslu þeirra sjálfra af því þegar Norðmenn tóku í notkun rafstrengi sem lagðir voru til Þýskalands og Hollands. Jón Helgi bjó þar í 9 ár og Rúnar í 5 ár. Raforkuverð til almennings í Noregi hafi stórhækkað í kjölfarið. Þá noti Landsvirkjun nú nánast orðrétta þýðingu á rökfærslum norskra orkufyrirtækja fyrir lagningu sæstrengs frá Noregi.
20.12.2012 
Breytingar á búnaðar- og búvörulögum voru samþykktar á Alþingi í gær. Í breytingunum felst staðfesting á samningum bænda við ríkisvaldið, annars vegar varðandi nýjan búnaðarlagasamning og hins vegar varðandi búvörusamninga í sauðfjárframleiðslu, mjólkurframleiðslu og grænmetisframleiðslu. Samningarnir voru allir undirritaðir 28. september síðastliðinn. Samningar um starfsskilyrði í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt voru síðan samþykktir í almennri atkvæðagreiðslu meðal bænda í nóvember.
19.12.2012 
Nokkur skógræktarfélög munu selja jólatré nú síðustu daga fyrir jól. Þar gefst fólki kostur á að höggva sér tré að eigin vali, en sums staðar er einnig ýmislegt annað í boði. Þannig hefur t.d. Skógræktarfélag Mosfellsbæjar verið með lifandi tré í pottum á boðstólum...
19.12.2012 
Greiddar verða 10.000 krónur á hverja fullorðna kind sem bændur töpuðu í óveðrinu í byrjun septembers sl. umfram þær bætur sem Bjargráðasjóður greiðir. Umræddar bætur verða greiddar með fjármunum sem safnast hafa í söfnunarátaki Landssambands sauðfjárbænda, „Gengið til fjár“ en tæplega 40 milljónir króna hafa safnast í því átaki.
18.12.2012 
Meirihluti er í utanríkismálanefnd Alþingis fyrir þingályktunartillögu um að gert verði hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju fyrr en að aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókninga. Jón Bjarnason þingmaður Vinstri grænna stendur að tillögunni ásamt þingmönnum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í nefndinni.
18.12.2012 
Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp til laga um breytingu á búnaðarlögum og lögum um framleiðslur, verðlagningu og sölu á búvörum. Í breytingartillögu Sigurðar er lagt til að felldir verði út fyrirvarar sem settir voru við búvörusamninga en þeir fólu í sér að fyrirvara um hugsanlegar breytingar á þjóðréttarlegum skuldbindingum Íslands sem kunni að leiða af niðurstöðum samningaviðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
18.12.2012 
Landssamband hestamannafélaga er 63 ára í dag. Sambandið var stofnað 18. desember 1949 og stóðu tólf hestamannafélög að stofnuninni. Aðdragandi stofnunar sambandsins var nokkur en almennt er almennt er talað um að upphaf þess megi rekja til svokallaðs Þingvallafundar árið 1941. Jón Pálsson dýralæknir á Selfossi og þáverandi formaður Hestamannafélgsins Sleipnis átti hugmyndina að Þingvallafundinum. Þangað komu 140 hestamenn úr fjórum hestamannafélögum, Fáki, Faxa, Glað og Sleipni, ríðandi á 333 hrossum og dvöldu yfir helgi.
17.12.2012 
Verð á minkaskinnum hækkaði enn á uppboði Kopenhagen fur sem lauk um síðustu helgi. Ekki er búið að gefa út lokaniðurstöður í verðum en talað er um að meðaltalshækkunin hafi verið um 25 prósent. Meðalverð fyrir skinn var því um 13.000 íslenskar krónur og hefur það aldrei verið hærra. Óvenju margir kaupendur voru á uppboðinu, sem er fyrsta uppboð sölutímabilsins, en á milli 400 og 450 kaupendur mættu á svæðið. Vanalega eru kaupendur á þessu fyrsta uppboði sölutímabilsins um 250 til 300 talsins.
14.12.2012 
Áform Landsvirkjunar um lagningu sæstrengs til Skotlands vekur ugg á landsbyggðinni. Guðmundur Halldórsson, sauðfjárbóndi á Svarthamri í Álftafirði við Ísafjarðardjúp, segir forsendur byggðar víða um land brostnar ef verði af hugmyndum Landsvirkjunar um að leggja sæstreng til Skotlands sem lýst var í síðasta Bændablaði. Nú þegar sé verið að greiða óheyrilega hátt verð fyrir kyndingu íbúðarhúsnæðis með raforku á köldum svæðum landsins. Það sé hreinlega að sliga fólk þrátt fyrir þær niðurgreiðslur sem veittar eru.
14.12.2012 
Mamma mín er bóndi. Um það hefur aldrei þurft að efast neitt enda hefur hún alla tíð gengið í öll störf, utanhúss sem innan. Mamma mín hefur mjólkað, gefið, heyjað og smalað síðustu áratugi. Hún hefur mætt á fundi, tekið þátt í félagsstörfum og setið í nefndum sveitarfélagsins. Mamma hefur þar fyrir utan sinnt stóru heimili í mat, bekstri, þvottum og hverjum þeim húsverkum sem á hefur þurft að halda. Hún hefur sinnt okkur börnunum fimm, vinnufólki og gestkomandi og svo pabba karlinum. Mér finnst mamma mín vera algjör hetja.
14.12.2012 
Bændablaðið hefur undanfarið fjallað um hugsanlega sinu- og skógarelda, varnir gegn þeim og viðbúnað. Í október síðastliðnum héldu stjórnendur slökkviliða í landinu árlegan félagsfund sinn á Sauðárkróki. Þar voru þessi mál eitt aðal umræðuefni fundarins. Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu hefur verið framarlega í þessari umræðu og hélt hann meðal annars erindi um elda í gróðurlöndum á umræddum fundi.
13.12.2012 
Enginn ágreiningur er í utanríkismálanefnd um að gerð verði krafa í samningaviðræðum við Evrópusambandið (ESB) um að áfram verði bannað að flytja lifandi dýr til Íslands. Þetta kemur fram í bókun Árna Þórs Sigurðssonar formanns nefndarinnar. Í drögum að samningsafstöðu Íslands er nú tekið fram að það skipti sköpum fyrir Ísland að banni við innflutningi lifandi dýra verði viðhaldið. Í bókun Árna Þórs kemur einnig fram að hann telur að ekki komi til greina að víkja frá þessar afdráttarlausu afstöðu nema með samþykki Alþingis þar að lútandi.
13.12.2012 
Einungis tveir nefndarmenn atvinnuveganefndar Alþingis mættu á fund nefndarinnar í morgun en á fundinn var búið að boða fulltrúa bænda til að ræða frumvörp til breytinga á búnaðarlögum og breytingar á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, sem kom norðan úr Eyjafirði til fundarins, finnst framkoman lýsa skeytingarleysi.
13.12.2012 
Útlit er fyrir að norðlenskir bændur muni neyðast til að verja háum upphæðum í heyflutninga eftir áramót, en fáir bændur á svæðinu eru aflögufærir með hey. Aftur á móti bendir allt til að marga vanti umtalsvert magn af heyi fram á vorið. Miklir þurrkar einkenndu síðastliðið sumar, vetur settist snemma að og því algengt að lítið sem ekkert yrði úr seinni slætti bænda norðan heiða. Þá fór búpeningur mun fyrr á gjöf en vant er í meðalári vegna veðurs. Frá þessu er greint á forsíðu nýs Bændablaðs sem kom út í dag.
13.12.2012 
Fóðurblandan mun hækka verð á kjarnfóðri frá og með næstkomandi mánudegi, 17. desember. Verðhækkunin er á bilinu 1 til 4 prósent, mismunandi eftir tegundum. Samkvæmt fréttatilkynningu er ástæða hækkunarinnar verðhækkun á aðföngum á erlendum hráefnamörkuðum en einnig veiking krónunnar.
12.12.2012 
Miðdalur í Kjós heldur stöðu sinni sem afurðahæsta kúabú landsins þriðja mánuðinn í röð samkvæmt niðurstöðum afurðaskýrsla í nautgriparæktinni í nóvember. Árskýrin á búi þeirra Guðmundar og Svanborgar í Miðdal mjólkaði á síðustu tólf mánuðum 7.977 kg. Næst á eftir kemur bú Jóns og Hrefnu á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði en þar var meðalnytin 7.911 eftir árskú. Er það annar mánuðurinn í röð sem Hóll er í öðru sæti yfir afurðahæstu bú en Hóll var afurðahæsta bú landsins í ágúst síðastliðinn. Í þriðja sæti í röðinni var bú Helga Bjarna Steinssonar á Syðri-Bægisá í Öxnadal en þar var meðalnytin 7.559 kg eftir árskúna.
11.12.2012 
Unnið er að umfangsmiklum breytingum á mjólkurbúum MS á Selfossi og á Akureyri þessa dagana. Um milljarða framkvæmdir er að ræða við endurnýjun á húsnæði og tækjabúnaði. Stefnt er að því að framkvæmdunum verði lokið í júní á næsta ári og endurskipulagningunni allri lokið fyrir árslok 2013.
7.12.2012 
Hinn 10. desember nk. ætla Slow Food-samtökin um heim allan að hampa staðbundnum mat og gera sér dagamun. Dagurinn er tileinkaður Móður Jörð (Terra Madre) og er haldinn á stofndegi alþjóðlegu Slow Food samtakanna. Tilgangurinn er að beina sjónum að þeim jarðargróða sem Móðu Jörð getur brauðfætt okkur með, ef við umgöngumst hana af nærgætni.
7.12.2012 
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest úthlutunarreglur Bjargráðasjóðs vegna bóta fyrir tjón af völdum óveðursins sem gekk yfir Norðurland í september síðastliðnu. Í reglunum kemur fram að sjóðurinn bætir meðal annars tjón á búfé og afurðum, kostnað sem hlýst af viðgerðum á girðungum sem urðu fyrir tjóni, og kostnað vegna fóðurkaupa vegna óvenjulegra aðstæðna af völdum veðursins. Óbeint tjón, svo sem rekstrartap, tafir í framleiðslu auk annars, verður ekki bætt.
6.12.2012 
Alls bárust fimm umsóknir um embætti yfirdýralæknis en eins og kunnugt er lætur Halldór Runólfsson af embætti um komandi áramót. Skipað verður í embættið til fimm ára frá 1. janúar 2013. Umsækjendur eru öll dýralæknar og eru eftirtalin:
6.12.2012 
Matvælastofnun (MAST) hefur afturkallað starfsleyfi tveggja kúabúa á síðustu þremur vikum. Í báðum tilfellum var óþrifnaður helsta ástæða þess að lokað var fyrir framleiðslu en auk þess var neysluvatn í ólagi á öðrum bænum. Bæði málin komu upp eftir fjósaskoðun. Séu athugasemdir alvarlegar fá rekstraraðilar skamman frest til úrbóta. Séu þau minna alvarleg er fresturinn lengri og menn fá ítrekun á athugasemdum. Ekki er algengt að gripið sé til aðgerða sem þessa en síðast var það gert árið 2010.
6.12.2012 
Endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna veiða á ref og mink munu verða 50,2 milljónir króna á næsta ári. Þetta er ljóst eftir að breytingartillaga meirihluta fjárlaganefndar við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2013 var samþykkt nú á þriðja tímanum.
6.12.2012 
„Ríki Vatnajökuls er svæði sem nær yfir Suðausturland og einkennist af öflugri ferðaþjónustu, fallegri og aðgengilegri náttúru og fjölbreyttri matvælaframleiðslu,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ríkis Vatnajökuls sem tók í annað sinn þátt í sýningunni Salone del Gusto í Tórínó á Ítalíu, sem haldin var á dögunum.
6.12.2012 
Lokað hefur verið fyrir mjólkur- og kjötframleiðslu á kúabúinu Brúarreykjum í Borgarfirði. Matvælastofnun (MAST) tók ákvörðunina á mánudag í síðustu viku og var hún svo birt framleiðendum á Brúarreykjum á föstudaginn var
6.12.2012 
Rúmlega 20 skógræktarfélög um land allt bjóða fólki að koma í skóginn á aðventunni og höggva eigið jólatré gegn vægu gjaldi. Þetta er um þriðjungur allra skógræktarfélaga á landinu og hefur þeim fjölgað nokkuð frá frá síðasta ári þegar ein 15 félög buðu upp á þessa þjónustu.
5.12.2012 
„Íslandsstofa hafði samband og bauð okkur að taka þátt, þetta er í fyrsta skipti sem við tökum þátt enda ekki nema tveggja ára gamalt fyrirtæki,“ segir Þóra Þórisdóttir, myndlistarmaður og eigandi Urta Islandica, um tildrög þess að hún tók þátt í sýningunni Salone del Gusto á Ítalíu á dögunum.
5.12.2012 
Verð á kjarnfóðri hjá Líflandi hækkaði í gær, 4. desember. Hækkunin er misjöfn eftir tegundum, á bilinu 1,5 til 4 próesnt. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu er ástæða hækkunarinnar veiking krónunnar og hækkun á verði á hráefnum. Síðast hækkaði Lífland verð á kjarnfóðri í lok september.
4.12.2012 
„Við tókum þessa ákvörðun mjög seint – að fara á sýninguna. Við höfðum fengið mikla hvatningu til að fara; bæði frá aðilum í matvælaframleiðslu og eins frá matreiðslumönnum sem þekkja þessa sýningu. Var hvatningin bæði fólgin í því að við færum sem þátt­takendur og kynntum hvað við væru að gera og eins – og ekki síður – til að skoða og fá hugmyndir.
4.12.2012 
Fjöldi hreindýra hefur haldið til í Breiðdal það sem af er hausti og vetrarbyrjun. Mestur fjöldinn er í Suðurdal, sem þjóðvegur 1 liggur um, en minni hópar halda einnig til í Norðurdal. Í Suðurdalnum eru líklega á milli 300 og 400 dýr. Sagt var frá ágangi hreindýra í Breiðdal á forsíðu Bændablaðsins í lok maí sl. en þá höfðu hreindýr í hundruðatali haldið þarf til yfir veturinn og valdið tjóni á landi, skógrækt og girðingum.
4.12.2012 
Skylt verður að merkja nýsjálenskt lambakjöt sem selt verður hér á landi þannig að skýrt sé hver uppruni þess er. Þetta kemur ljóslega fram í 6. grein reglugerðar um merkingar matvæla og er undirstrikað í svari Steingríms J. Sigfússonar atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar um innflutning á lambakjöti frá Nýja-Sjálandi.
4.12.2012 
Erlendir aðilar eiga 101 jörð á Íslandi, að hluta eða í heild. Þar af eiga erlendir aðilar 28 jarðir að fullu. Jarðir á Íslandi teljast vera 7.607 og eru því 1,33 prósent jarða í eigu útlendinga að hluta eða í heild. Á síðasta áratug hafa erlendir aðilar eignast 21 eina jörð að fullu. Þetta kemur fram í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns Framsóknarflokksins.
3.12.2012 
Áfram höldum við á bbl.is að segja frá íslenskum þátttakendum á matarhátíðinni Salone del Gusto sem haldin var á Ítalíu á dögunum. Hér fer frásögn Pálínu Jónsdóttur, sem rekur sveitasetrið Lónkot í Skagafirði ásamt systur sinni Júlíu.. „Þetta er í fyrsta skiptið sem við förum á hátíðina en við höfum vitað af henni lengi og langað til að fara.
3.12.2012 
Mörður Árnason þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram fyrirspurn til umhverfis- og auðlindaráðherra um hugsanlegar breytingar á hlutverki ofanflóðasjóðs. Spyr Mörður í fyrirspurninni um afstöðu Svandísar Svavarsdóttur til þess að Ofanflóðasjóði verið breitt í almannvarnasjóð, þ.e. sjóð sem ætlað væri að veita fé til verkefna sem tengjast náttúruvá og almannvörnum almennt. Hlutverk sjóðsins, sem stofnaður var í kjölfar snjóflóðanna hörmulegu sem féllu á Súðavík og Flateyri, er að samkvæmt lögum að byggja upp varnargarða sem verja skuli byggð fyrir snjó- og skriðuföllum. Þá er það jafnframt hlutverk sjóðsins að kaupa upp fasteignir á hættusvæðum.
30.11.2012 
Fyrsta umræða um frumvarp til laga um breytingu á búnaðarlögum og lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum er á dagskrá fundar Alþingis síðar í dag. Eins og kunnugt er samþykktu kúa- og sauðfjárbændur breytingar á búvörusamningum greinanna í almennri atkvæðagreiðslu á dögunum. Til að samningar ríkisins og bænda taki gildi þarf þingheimur hins vegar að samþykkja þá fyrir sitt leyti með breytingum á umræddum lögum.
30.11.2012 
Spónaverksmiðjan Fengur er starfrækt í Hveragerði en þar er unninn undirburður úr endurunnu timbri, þekktur undir merkinu Spónn.is. Einkum er unninn undirburður undir hross en fyrirtækið hefur einnig verið að fikra sig í áttina að því að þjónusta kúa- og kjúklingabændur. Afurðirnar sem Fengur vinnur eru mjög umhverfisvænar auk þess að vera gjaldeyrissparandi en verulegur hluti þess undirburðar sem notaður hefur verið hér á landi er innfluttur.
30.11.2012 
Vefútgáfa Landsmarkaskrár markar tímamót í birtingu búfjármarka hér á landi. Hún á sér langan aðdraganda og var orðin mjög tímabær vegna sívaxandi tölvunotkunar á seinni árum.

Tölvudeild Bændasamtaka Íslands (áður Búnaðarfélags Íslands) skráði öll mörk í Landsmarkaskrá allt frá 1989 og hafa þrjár slíkar verið gefnar út á prenti, 1989, 1997 og 2004. Nú, 2012, voru gefnar út nýjar markaskrár í öllum markaumdæmum landsins, 17 að tölu, og var þeim dreift fyrir og um réttir í haust. Efni þeirra myndar grunn þessarar vefútgáfu auk þeirra marka sem síðan hafa borist til birtingar frá markavörðum. Framvegis verður hún í stöðugri endurnýjum, ný mörk verða skráð inn jafnóðum og þau berast, og því verður hægt að leita öruggra upplýsinga úr henni eftir þörfum, hvenær sem er. Nýtt forrit hefur nú leyst hið gamla af hólmi.
29.11.2012 
Dagur íslensku geitarinnar er á morgun, 30. nóvember. Af því tilefni stendur Erfðanefnd landbúnaðarins fyrir málþingi um íslensku geitina í Þjóðminjasafninu og hefst þingið klukkan 13:00. Kynnt verður verndaráætlun fyrir stofninn auk margra fróðlegra erinda um þennan einstaka stofn sem er á válista enn sem komið er. Til að stofninn verði tekinn af válista þarf hann að ná 1.000 huðnum. Í dag telur stofninn ríflega 800 dýr sem eru í eigu um 50 einstaklinga á vítt og breitt um landið. Engar geitur er þó að finna á Vestfjörðum en það er eini landshlutinn sem svo er ástatt um.
29.11.2012 
Björn B. Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga, hefur undanfarin ár unnið að brunavarnaráætlunum í bændaskógum á Suðurlandi. Hann segir að það hafi verið búið að gera 100 skógræktaráætlanir á Suðurlandi án þess að hugað væri að brunavörnum. Björn hefur hins vegar áhyggjur af sumarhúsahverfum, sem mörg hver eru umkringd skógi. Þetta kemur fram í nýju Bændablaði sem kom út í morgun.
28.11.2012 
Staðfest hefur verið að schmallenberg vírus hefur numið land í Noregi og breiðist hratt út. Mótefni við vírusnum hefur fundist í sjötta hverju mjólkursýni sem tekið var til að skima fyrir vírusnum. Noregur bætist þar með í hóp fjölda Evrópulanda þar sem vírusinn hefur farið eins og eldur í sinu síðasta árið en hann uppgötvaðist fyrst í nóvember á síðasta ári. Engar vísbendingar eru um að schmallenberg vírusinn hafi numið land hér á landi.
28.11.2012 
Tökum er lokið á fyrstu kvikmynd í fullri lengd hérlendis þar sem íslenski hesturinn er í aðalhlutverki. Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri, er nú að klippa og vinna að eftirvinnslu með mynd sína Hross og menn sem frumsýnd verður á næsta ári.
27.11.2012 
Í nýjum búvörusamningi sauðfjárbænda og ríkisins eru gerðar breytingar á ráðstöfun fjármuna vegna ullarnýtingar. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur nú staðfest hinar nýju verklagsreglur með auglýsingu í Stjórnartíðindum. Meginbreytingin felst í því að framvegis mun meginhluti greiðslnanna berast bændum beint í stað þess að þær séu hluti af ullarverðinu sjálfu, eins og tíðkast hefur undanfarin ár.
27.11.2012 
Fóðurblandan verður með opið hús í verslunum sínum nk. miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Opið verður á Selfossi á miðvikudeginum, á Hvolsvelli á fimmtudeginum - til klukkan 21:30 - en svo á föstudeginum á Egilsstöðum til klukkan 20.
26.11.2012 
Haraldur Benediktsson, bóndi á Vestri-Reyn og formaður Bændasamtaka Íslands, sigraði um liðna helgi kosningu um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Raðað var niður á listann á fundi kjördæmisráðs sem haldinn var í Borgarnesi 24. nóvember síðastliðinn. Einar Kristinn Guðfinnsson þingmaður mun leiða listann.
23.11.2012 
Ekki er lengur skylt að bólusetja sauðfé við garnaveiki í svokölluðu Dalahólfi. Dalahólf afmarkast af Hvammsfjarðarlínu úr Hvammsfirði um Laxárdal til Hrútafjarðar annars vegar og af Gilsfjarðarlínu úr Gilsfirði í Bitrufjörð. Ákvörðun þessi er tekin og staðfest með breytingarreglugerð númer 962/2012 við reglugerð númer 911/2011 um garnaveiki og varnir gegn henni.
23.11.2012 
Sauðfjár- og kúabændur samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta breytingu búvörusamninga, sem undirritaðir vour 28. september síðastliðinn, í almennum kosningum. Þetta varð ljóst eftir talningu atkvæða í gær en póstkosningu lauk síðastliðinn mánudag. Um níutíu prósent þeirra bænda sem greiddu atkvæði samþykktu mjólkursamning og sami fjöldi samþykkti sauðfjársamning. Fremur dræm þátttaka var í atkvæðagreiðslunum. Alþingi á eftir að afgreiða breytingarnar fyrir sitt leyti.
22.11.2012 
Dr. Lisa S. Andersson flytur erindi um tímamótauppgötvun sína og félaga sinna á Hvanneyri miðvikudaginn 28. nóvember nk. Erindið fjallar um tilvist skeiðgensins „Pace maker gene“ sem ef til vill mætti kalla „Gangráðinn“ í hrossum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru nýverið kynntar í hinu virta vísindariti Nature.
21.11.2012 
Engar breytingar verða gerðar á reglum um rjúpnaveiðar á þessu ári, þrátt fyrir að ótíð hafi hamlað veiðum. Rjúpnaveiðimenn hafa ítrekað spurst fyrir um mögulega lengingu á veiðitímabilinu vegna rysjótts veðurs en samkvæmt tilkynningu frá Umhverfisráðuneytinu verða, eins og áður segir, ekki gerðar breytingar á veiðitímabilinu þrátt fyrir þetta. Ákvörðunin er tekin í samráði við Umhverfisstofnun.
21.11.2012 
„Ég fór fyrst á Salone del Gusto sýninguna árið 2000 og hef farið í hvert sinn síðan þá. Sýningin er stærsti viðburður Slow Food-samtakanna og einn kröftugasti vettvangur fyrir matvælaframleiðendur sem völ er á. Maður má bara ekki missa af henni, sér í lagi ef maður á þátt í þessu félagsstarfi líkt og ég hef átt undanfarin 12 ár,“ segir Eygló Björk Ólafsdóttir frá Móður Jörð...
21.11.2012 
Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn í Reykjavík laugardaginn 10. nóvember 2012 skorar á stjórnvöld að leggja fram sambærilega tillögu um breytta skipan á minkaveiða á Íslandi og lögð hefur verið fram um breytta skipan refaveiða á Íslandi. Tillagan miði að því að stuðla að útrýmingu villts minks á Íslandi.
20.11.2012 
Í gær rann út frestur til að póstleggja atkvæðaseðla í almennum kosningum um breytingar á búvörusamningum. Atkvæðagreiðslan náði til breytinga á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar og á samningi um stafsskilyrði í mjólkurframleiðslu. Atkvæði verða talin á fimmtudaginn kemur, 22. nóvember, og munu niðurstöður atkvæðagreiðslunnar liggja fyrir seinnipart þess dags að óbreyttu.
20.11.2012 
„Að fá tækifæri til þess að taka þátt í Salone del Gusto er nokkuð sem ég held að fáir ættu að láta framhjá sér fara. Það verðmætasta í því er að komast í bein samskipti við viðskiptavini, sjá hvað aðrir eru að gera og ræða við þá,“ segir Björn Steinar Jónsson saltari hjá Saltverki, sem kynnti íslenska sjávarsaltið sitt á matarhátíðinni Salone del Gusto í lok október sl.
19.11.2012 
Átta íslenskir sýnendur voru mættir til Tórínó á Ítalíu hinn 25. október síðastliðinn til að taka þátt í Salone del Gusto og Terra Madre, einni stærstu matarsýningu og -ráðstefnu sinnar tegundar í heiminum. Sex þessara sýnenda eru smá framleiðendur; Sívakur ehf., Móðir Jörð, Erpsstaðir, Saltverk, Ytri-Fagridalur og Urta Islandica – auk þess sem fulltrúar frá Ríki Vatnajökuls og Lónkots í Skagafirði voru mættir til að kynna sig.
19.11.2012 
Embætti yfirdýrlæknis er nú auglýst laust til umsóknar en eins og greint hefur verið frá mun hefur Halldór Runólfsson núverandi yfirdýralæknir verið skipaður skrifstofustjóri afurða í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Skipað verður í embættið til fimm ára frá 1. janúar næstkomandi.
19.11.2012 
Neysla á kindakjöti var að meðaltali 18,8 kg á hvern íbúa hér á landi á síðasta ári. Það er minnst neysla á kindakjöti frá árinu 1983 en þá hóf Hagstofan að safna gögnum þess efnis. Það ár var meðalneysla íbúa á landinu 45,3 kg. Þetta kemur fram í Landshögum 2012, hagtöluárbók Hagstofu Íslands, sem kom út í dag.
17.11.2012 
Á dögunum bárust af því fréttir að hundur hefði lagst á fé skammt frá Svalbarðseyri við Eyjafjörð. Var talið ljóst að hundurinn væri af husky tegund. Hundar af þeirri tegund þurfa gríðarmikla hreyfingu og ljóst að fái þeir hana ekki geta þeir tekið upp á að haga sér með þessum hætti. Elfa Ágústsdóttir dýralæknir á Akureyri sagði í viðtali við Akureyri-Vikublað, sem flutti fréttir af dýrbítnum, að einungis sé tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verði á barni af völdum hunda sem gangi lausir.
16.11.2012 
Í vor var hleypt af stokkunum norrænu samstarfsverkefni um byggkynbætur. Þar leiða saman hesta sína öll kynbótafyrirtæki sem sinna byggkynbótum á Norðurlöndunum og tveir háskólar, LbhÍ og Kaupmannahafnarháskóli. Landbúnaðarráðuneyti allra landanna leggja til fjármagn til verkefnisins auk þess sem fyrirtækin sjálf greiða helming af öllum kostnaði. Umsýsla er síðan í höndum Norræna genabankans (NordGen).
16.11.2012 
Í nýju Bændablaði, sem kom út í gær, kemur fram að frjótæknar standi í kjaradeilu við búnaðarsamböndin. Í fréttatilkynningu frá frjótæknum kemur fram að þeir hafi dregist mikið aftur úr í launum sé miðað við aðrar stéttir. Þeir hafi verið með lausa samninga frá 1. janúar 2008 og hafi samningafundir sem farið hafa fram ekki skilað neinum árangri. Náist ekki samningar fyrir komandi áramót sé hið eina í stöðunni að þeir boði til verkfalls. Formaður Landssambands kúabænda segist ekki geta hugsað þá hugsun til enda að svo færi.
16.11.2012 
Bráðabirgðatölur liggja nú fyrir um sauðfjárslátrunina í haust. Þrátt fyrir áföll í haust sem óveðrið norðanlands hafði í för með sér eykst framleiðsla milli ára um 3,5 prósent sé horft til tólf mánaða tímabils. Á síðust þremur mánuðum, ágúst til og með október, jókst framleiðslan um 3,3 prósent en það er sá tími sem meginþunginn af sláturtíð stendur. Á því tímabili voru framleidd hátt í 10.000 tonn af kindakjöti, eða 9.598 tonn. Á ársgrundvelli eykst framleiðsla í öllum flokkum, þ.e. dilkakjöti, ærkjöti, kjöti af veturgömlu og hrútum.
16.11.2012 
Í síðustu viku var stofnandi Howard G. Buffet sjóðsins á ferðinni hér á landi ásamt tveggja manna föruneyti. Hann heitir fullu nafni Howard Graham Buffet og er elsti sonur hins heimsþekkta stóreignamanns Warren Buffet, sem af mörgum er talinn farsælasti fjárfestir 21. aldarinnar. Sjóðurinn vinnur að mannúðarmálum víða um heim og hefur m.a. þau markmið að efla ræktun og ...
16.11.2012 
Gríðarleg aukning er í framleiðslu á hrosskjöti á landinu samkvæmt gögnum frá Landssamtökum sláturleyfishafa. Aukningin er ríflega 55 prósent á milli ára, sé miðað við tólf mánaða tímabil þar sem október er síðasti mánuðurinn. Í október var aukningin enn meiri, tæp 80 prósent miðað við október í fyrra. Þetta staðfestir vel frétt Bændablaðsins frá 18. október síðastliðnum en þar var einmitt sagt frá því að útlit væri fyrir að fleiri hrossum yrði slátrað nú en undanfarin ár.
15.11.2012 
Svampar sem notaðir hafa verið til samstillingar gangmála í ám eru nánast ófáanlegir á landinu. Ástæðan er að umræddir svampar, sem heita Veramix, fást ekki hjá birgjum erlendis. Svamparnir eru framleiddir í Grikklandi og hráefni í þá hafa ekki fengist frá Bandaríkjunum.
14.11.2012 
Matvælastofnun (MAST) leggur til að allir gripir sem greinst hafa með smitandi barkabólgu verði felldir en ákvörðun um frekari niðurskurð verði tekin á frundvelli niðurstaðna úr þeim rannsóknum sem nú standa yfir. MAST hefur sent atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu tillögur þessa efnis en skv. lögum um dýrasjúkdóma er það í höndum ráðherra að fyrirskipa ráðstafanir til að útrýma eða hindra útbreiðslu dýrasjúkdóma, að fengnum tillögum MAST.
14.11.2012 
Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir sendi í fyrra frá sér bókina Íslenskar lækningajurtir – notkun þeirra, tínsla og rannsóknir. Nýverið gaf Anna Rósa út aðra bók um lækningajurtir – nú í samstarfi við matreiðslumanninn Albert Eiríksson – þar sem gefinn er gaumur að eiginleikum jurtanna sem hráefnis til matreiðslu.
14.11.2012 
Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins beindi í gær, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi, fyrirspurn til Steingríms J. Sigfússonar um afstöðu ríkisstjórnarinnar varðandi lausagöngu búfjár. Ástæða fyrirspurnarinnar er grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra í síðasta Bændablaði þar sem hún lýsti þeirri skoðun sinni að banna ætti lausagöngu búfjár á landinu en setja þess í stað heimildir um undanþágur á því banni. Í fyrirspurn sinni spurði Höskuldur hvort búast megi við því að tillögur í þá veru kæmu fram frá ríkisstjórninni fyrir komandi kosningar og sömuleiðis hvort umræddar skoðanir samrýmist stefnu Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Frétt um grein Svandístar og viðbrögð sauðfjárbænda við henni, sem birtist í síðasta Bændablaði, má sjá hér.
13.11.2012 
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga á Alþingi um mótun framleiðslustefnu í lífrænum landbúnaði. Í ályktuninni er skorað á ríkisstjórnina að móta framleiðslustefnu í lífrænum landbúnaði og beita sér fyrir aðgerðum til að veita bændum sérstakan aðlögunarstuðning við lífrænan landbúnað. Sá stuðningur skuli vera sambærilegur þeim stuðningi sem veittur er á Norðurlöndum, þannig að ná megi því markmiði að lífrænt vottaðar vörur nemi 15 prósentum landbúnaðarframleiðslu árið 2020. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Þuríður Backman þingkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og ásamt henni flytja fjögur flokkssystkyn hennar tillöguna.
13.11.2012 
Óveðrið sem gekk yfir Norðurland 9. til 11. september sl. olli tjóni sem metið er á um 142 milljónir króna. Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í dag að veita Bjargráðasjóði 120 milljónir króna til að standa straum af bótagreiðslum og jafnframt verði sjóðnum heimilað að nýta á bilinu 20 til 30 milljónir króna af ónýttum fjárheimildum sem sjóðurinn fékk vegna tjóns í eldgosum á Suðurland. Með þessu er sjóðnum gert kleyft að greiða bætur vegna tjónsins.
13.11.2012 
Langstærsti áhrifavaldur á verð hrossa er frá hvaða ræktunarbúi þau koma. Þá hafa brokk, vilji og geðslag, bygging, að því er varðar háls, herðar og bóga og BLUP einkunn jákvæð áhrif á verð. Stóðhestar seljast alla jafna á hærra verði en hryssur og geldingar auk þess sem aldur hefur jákvæð áhrif á verð sýndra hrossa en neikvæð áhrif á verð ósýndra hrossa.
12.11.2012 
Miðdalur í Kjós er afurðahæsta kúabú landsins síðustu tólf mánuði, skv. afurðaskýrslum í nautgriparæktinni, en á því tímabili eru meðalafurðir árskúnna í Miðdal 7.889 kg. Þetta kemur fram í niðurstöðum afurðaskýrslna í nautgriparæktinni eftir októbermánuð. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem Miðdalsbúið er afurðahæsta bú landsins. Í öðru sæti er Hóll í Sæmundarhlíð í Skagafirði en þar var meðalnytin 7.807 kg eftir árskú. Í þriðja sæti er svar Hraunháls í Helgafellssveit á Snæfellsnesi en meðalnytin þar var 7.711 kg á síðustu tólf mánuðum. Hóll og Hraunháls hafa haft sætaskipti frá síðasta uppgjöri en búin þrjú hafa setið í efstu sætunum undanfarna þrjá mánuði, þó röðin hafi breyst milli uppgjöra.
9.11.2012 
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hefur ákveðið að sækjast eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar næsta vor. Valið verður á listann 25. nóvember.
9.11.2012 
Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, hefur verið skipaður skrifstofustjóri afurða í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að því er kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þá hefur Jón Geir Pétursson, doktor í umhverfis- og auðlindastjórnun, verið skipaður skrifstofustjóri landgæða í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
9.11.2012 
Risjótt veður hefur valdið rjúpnaveiðimönnum vanda á þessari veiðitíð en illviðri hamlaði veiðum um síðustu helgi. Töluverðrar óánægju gætir með að ekki skuli ljáð máls á því í umhverfisráðuneytinu að bæta veiðimönnum upp þá daga sem ekki var hægt að ganga til veiða.
9.11.2012 
Talið er að hundur af huskytegund hafi ráðist á og drepið kind, með því að bíta hana á hálsi og hnakka, skammt frá Svalbarðseyri á dögunum. Þá hefur önnur kind fundist dauð á svipuðum slóðum og var hún einnig dýrbitin. Leiða má líkum að því að sama hundur eiga þar í hlut. Frá þessu er greint í Akureyri-Vikublaði.
8.11.2012 
Ásmundur Einar Daðason þingmaður Framsóknarflokksins lagði í dag fram fyrirspurn til Steingríms J. Sigfússonar atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um eignarhald bújarða. Í fyrirspurninni spyr Ásmundur m.a. um hvort ríkisstjórnin hafi í hyggju að takmarka eignarhald erlendra aðila á landnæði. Óskað er skriflegra svara við fyrirspurninni.
7.11.2012 
Engu fé verður veitt til refaveiða á næsta ári af hálfu ríkissjóðs en rúmum 20 milljónum króna verður varið í endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna minkaveiða. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Arnbjargar Sveinsdóttur varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins.
6.11.2012 
Föstudaginn 9. nóvember nk. verður margt góðra gesta á Bjarteyjarsandi og íslenska ullin í aðalhlutverki. Opið hús verður í fjárhúsunum, þar sem rúningsmeistarinn Julio verður með klippurnar á lofti; sýnir og kennir rúningshandtök af sinni alkunnu snilld. Julio er þrefaldur Íslandsmeistari í rúningi ásamt því að vera þolinmóður kennari og því ætti enginn áhugamaður um rúning ...
2.11.2012 
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lýsir í grein í Bændablaðinu í dag þeirri skoðun sinni að banna eigi lausagöngu búfjár á landinu en setja ákvæði um heimildir til að veita undanþágur frá því banni. Í dag er þessu öfugt farið en í lögum um búfjárhald er meginreglan sú að lausaganga sé leyfð en heimildir eru til að banna hana á afmörkuðum svæðum. Forsvarsfólki sauðfjárbænda hugnast hugmyndir ráðherrans afar illa og segja að ef af yrði myndi það kippa stoðunum undan sauðfjárbúskap víða um land.
2.11.2012 
Hagmunaaðilar og fyrirtæki í matvælaframleiðslu hafa tekið höndum saman og boðað til ráðstefnu um Matvælalandið Ísland á Hótel Sögu þriðjudaginn 6. nóvember næstkomandi. Spurt verður hvernig auka eigi verðmætasköpun og nýta þær matarauðlindir sem landið býr yfir. Að mati ráðstefnuhaldara eru fjölmörg tækifæri sem liggja í aukinni framleiðslu og sölu á íslenskum mat og tengdri þjónustu.
2.11.2012 
Heimildir Finnlands og Svíþjóðar til að styðja sérstaklega við landbúnaða á norðlægum slóðum getur ekki talist varanleg. Þetta er niðurstaða Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors og Benedikts Egils Árnasonar héraðsdómslögmanns en þeir hafa að beiðni Bændasamtakanna unnið minnisblað þar sem fjallað er um umrædda heimild í aðildarsamningi Finnlands og Svíþjóðar við Evrópusambandið (ESB). Í niðurstöðum þeirra Stefáns og Benedikts kemur fram að framkvæmdastjórn ESB taki ákvörðun um styrkina og hún sé ekki bundin við neitt lágmark fjárhæða við þá ákvörðun, aðeins hámark. Ljóst er að styrkirnir geta lækkað eða eftir atvikum fallið alveg niður, t.a.m. ef landbúnaðarlöggjöf sambandsins breytist.
1.11.2012 
Erla Björk Örnólfsdóttir, sjávarlíffræðingur, tók við starfi rektors Háskólans á Hólum þann 1. júní síðastliðinn en áður hafði hún gengt starfi forstöðumanns Varar Sjávarrannsóknarseturs við Breiðafjörð. Hún segir nýja vettvanginn krefjandi og að tækifærin til að gera Hólaskóla enn sýnilegri séu mörg. Erla Björk vill að Hólaskóli verði í fararbroddi þegar kemur að rannsóknum á fræðasviðum skólans og vonast til að láta gott af sér leiða í íslensku menntakerfi.
31.10.2012 
Brynja Davíðsdóttir er hamskeri sem hefur sérhæft sig í uppstoppun fugla. Á heimsmeistaramóti hamskera síðastliðið vor vann hún til tvennra verðlauna fyrir smáfugla en auk þess hefur hún sérhæft sig í uppstoppun fiðrilda. Einnig hefur færst í vöxt að hún stoppi upp refi fyrir einstaklinga og stofnanir.
29.10.2012 
Auka búnaðarþing 2012 samþykkti nú fyrir skömmu að stofna skuli félag um leiðbeiningaþjónustu bænda á landsvísu. Mikil samstaða var um stofnun félagsins en alls voru 41 búnaðarþingsfulltrúi því samþykkur. Engin mótatkvæði voru greidd. Stefnt er að því að nýtt fyrirtæki taki til starfa um komandi áramót.
29.10.2012 
Síðasti dagur matarhátíðarinnar Salone del Gusto og Terra Madre í Tórínó á Ítalíu er í dag en hátíðin var sett sl. miðvikudagskvöld. Íslensku þátttakendurnir eru almennt ánægðir með sýningarhaldið enda hafa íslensku básarnir fengið mikla athygli.
29.10.2012 
Í síðustu viku fór sending með þúsund pörum af íslenskum ullarsokkum til skósölurisans Ecco í Kanada undir merkjum Varma sem Glófi framleiðir. Einnig fengu þeir sýnishorn af fleiri sokkategundum fyrirtækisins en spennandi verður að sjá hvernig íslensku sokkunum verður tekið hjá Kanadabúum. 
25.10.2012 
Eins stærsta matarhátíð og -ráðstefna sinnar tegundar í heiminum, Salone del Gusto og Terra Madre, var formlega sett í gær í Torino á Ítalíu en þar er þessi hátið haldið annað hvert ár. Sjö íslenskir smáframleiðendur matvæla kynna afurðir sínar á hátíðinni, en til marks um stærð hennar má nefna að um 170 viðburðir eru á dagskrá þessa fimm daga á meðan hún stendur yfir og búast má við um 200.000 gestum.
23.10.2012 
Í gær flutti Guðbjörg Inga Aradóttir, skordýrafræðingur við Rothamsted rannsóknarstofnunina í Englandi, fyrirlestur um rannsóknir á erfðabreyttu hveiti sem stofnunin vinnur að. Fyrirlesturinn fór fram í húsi Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti.
23.10.2012 

Fyrsti haustfundur Landssambands kúabænda (LK) var haldinn í matsal Landbúnaðarháskólans fimmtudagskvöldið 18. október. Um 40 manns mættu á fundinn, þar sem formaður og Sigurður Loftsson, framkvæmdastjóri samtakanna fóru yfir helstu mál sem unnið er að þessi misserin. Á fundinum kom m.a. fram að samdráttur í ásetningi nautkálfa er um 8% það sem af er ári.

23.10.2012 
Fyrsti haustfundur Bændasamtaka Íslands þetta haustið var haldin í Hlíðarbæ í Hörgársveit í gærkvöld, en fjöldi funda er framundan víða um land á næstu dögum. Nokkrir fundanna eru að þessu sinni haldnir í samvinnu við LK og LS.
22.10.2012 
Bændafundir verða haldnir á næstu dögum og vikum og er fyrsti fundurinn haldinn í kvöld í Hlíðarbæ í Eyjafirði. Að þessu sinni eru nokkrir fundanna haldnir í samvinnu við LK og LS.
18.10.2012 
Menntaskóli Borgarfjarðar og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa gert með sér samstarfssamning um tilraunakennslu náttúrufræðibrautar með búfræðisviði til stúdentsprófs.
18.10.2012 
Nú þegar farið er að styttast í annan endann á sláturtíð virðist ljóst að meðalvigt dilka verður meiri en í fyrra. Þó þarf að slá varnagla við því hvernig fé sem lenti í hremmingum norðanlands í óveðrinu í byrjun síðasta mánaðar mun vigtast.
17.10.2012 
Sunnudaginn 14. október var opnað eins konar lífrænt markaðstorg í Norræna húsinu. Það samanstóð af sýnishornum afurða frá 18 lífrænum matvælaframleiðendum og málstofum um t.a.m. sjálfbærni, eiturefnalausa ræktun heimagarða, lífræna ylrækt og svínarækt. Viðburðurinn var skipulagður af Samtökum lífrænna neytenda og var afar vel sóttur.
17.10.2012 
Ágústa Margrét Arnardóttir er hugmyndasmiður og einn af skipuleggjendum sýningarinnar Fashion with Flavor sem stendur fyrir „tísku sem bragð er af“. Ágústa telur þetta einu sýningu sinnar tegundar í heiminum þar sem fyrirsætur bera fram mat klæddar fatnaði úr aukaafurðum hráefnisins sem þær bera fram.
17.10.2012 
Lýst er eftir tveggja vetra ljósrauðri, stjörnóttri, glófextri hryssu sem hvarf sporlaust úr girðingu í Kalastaðakoti í Hvalfjarðarsveit um miðja síðustu viku. Hryssan er spök, örmerkt og faxmikil.
16.10.2012 
Páll Kr. Pálsson og Logi Arnar Guðjónsson keyptu ullarvörufyrirtækið Glófa á Akureyri í lok árs 2005 og fleiri fyrirtæki í ullariðnaði árin 2006 og 2007, til að stækka rekstrareininguna og ná þannig hagræðingu í rekstrinum. Fyrirtækið hannar, framleiðir og selur eigin ullarvörur undir vörumerkinu Varma en auk þess framleiðir Glófi ullarvörur fyrir fjölda hönnuða og fyrirtækja.
12.10.2012 
Í gær var formlega hleypt af stað á Sauðárkróki söfnun til að styðja við bakið á bændum á þeim svæðum sem urðu fyrir áföllum í óveðrinu, sem gekk yfir Norðurland snemma í september. Þar kom fram að Kaupfélag Skagfirðinga (KS) gæfi 5 milljónir króna í söfnunina. Þá gefur Landsbankinn einnig 5 milljónir króna, eina milljón fyrir hvert útibú bankans á Norðurlandi. Afhendingin framlaganna fór fram í tengslum við Bændadaga KS sem hófust í gær og standa yfir í allan dag.
11.10.2012 
Samtök lífrænna neytenda standa fyrir viðburðinum Lífrænt Ísland - framboð, fróðleikur og smakk! í Norræna húsinu sunnudaginn 14. október nk. frá kl. 12:00-17:00 en þar verður leitast við að gefa sem gleggsta mynd af stöðu hins lífræna Íslands eins og það er í dag.
11.10.2012 
Einar Kristinn Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, hyggst á næstunni leggja fram þingályktunartillögu á Alþingi um bætur vegna tjóns af völdum gróðurelda. Eins og fjallað var um í síðasta Bændablaði er nokkur vakning varðandi hættuna af slíkum eldsvoðum en síðasta sumar urðu talsvert miklir gróðureldar á tveimur stöðum á landinu. Annars vegar brann sina og mór á Rauðkollsstöðum á Snæfellsnesi og hins vegar brann sina, lyng og kjarr í Laugardal í Ísafjarðardjúpi. Kostnaður vegna slökkvistarfs á Laugardal varð um 20 milljónir króna sem samsvarar um fjórðungi útsvarstekna Súðavíkurhrepps á ársgrundvelli. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu mikill skellur slíkt er fyrir lítið sveitarfélag. Þessi nýlegu dæmi eru meðal ástæðna þess að Einar Kristinn hyggst leggja fram umrædda þingsályktunartillögu.
11.10.2012 
Dagur sauðkindarinnar verður haldinn í Skeiðvangi, Hvolsvelli á laugardaginn kl. 14-17. Meðal dagskráratriða er að 10-15 efstu lamb- og veturgamlir hrútar úr heimasýningum verða boðaðir og dæmdir upp á nýtt og verðlaunaðir.

10.10.2012 
Landssamband kúabænda hefur óskað eftir samstarfi við Matvælastofnun um að farið verði í sýnatökur á öllum kúabúum landsins vegna sjúkdómsins smitandi barkabólgu sem greindist á Egilsstaðabúinu á Völlum í sýni sem tekið var við reglubundna skimun.
9.10.2012 
Þann 28. september sl. var í Reykjavík undirritaður samningur fimm aðila, frá þremur löndum, um verkefni sem heitir Kraftmeiri skógur. Það er styrkt af endurmenntunaráætlun Evrópusambandsins, The Lifelong Learning Programme 2007-2013. Í verkefninu felst gerð fræðsluefnis fyrir skógarbændur auk þess sem með því er ætlunin að auka skilning þeirra á rekstri skógræktar...
8.10.2012 
Evrópusambandið hefur fallist á tillögu Íslands um opnunarviðmið þau sem þarf að uppfylla til að hægt sé að hefja samningaviðræður um landbúnaðarkafla aðildarviðræðna við sambandið. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi og sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að nú sé því hægt að hefja viðræður við ESB um landbúnaðarmál.
8.10.2012 
Í síðustu viku kom í ljós að í kúm á Egilsstaðabúinu á Egilsstöðum fundust mótefni gegn barkabólgu í nautgripum en sjúkdómnum veldur herpesveira. Það að mótefni hafi fundist gefur vísbendingar um að veikin, sem meðal annars getur valdið fósturláti í kúm, hafi á einhverjum tímapunkti grasserað í stofninum en þarf ekki að þýða að veikin sé til staðar í þessum tímapunkti. Engin einkenni eru um sjúkdóminn á búinu og heilsufar almennt gott. Er þetta í fyrsta sinn sem umrætt mótefni greinist hér á landi. Nálega hefur tekist að útrýma því á hinum Norðurlöndunum.
5.10.2012 
Í nýju Bændablaði er rætt við Vignir Sigurðsson framkvæmdastjóra Búgarðs, sem segir mikilvægt að fá upplýsingar um raunverulegt ástand mála varðandi heyforða á svæðinu þar sem óveðrið var hvað verst á Norðurlandi á dögunum.
4.10.2012 
Á forsíðu Bændablaðsins, sem kom út í dag, er greint frá því að talið sé að enn sé 10.000 fjár saknað, eða það hafi fundist dautt eftir veðurhaminn norðanlands í upphafi síðasta mánaðar. Mikill fjöldi björgunarsveitarfólks og sjálfboðaliða hefur undanfarnar vikur lagt bændum lið við leit að fé víðs vegar um svæðið en skipulagðri leit hefur nú verið hætt. Ljóst er þó að bændur munu halda áfram að leita fjár...
4.10.2012 
Í skýrslunni Niðurstöður búreikninga 2011 ásamt uppgjöri ársreikninga 2010, eru birt þrenn uppgjör sem unnin hafa verið á árinu 2012.
3.10.2012 
Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir, háskólanemi og heklari með meiru byrjaði fyrir tveimur árum að ullargraffa. Það snýst um að fara út með heklaðan eða prjónaðan hannyrðabút, finna honum góðan stað í almannarýminu og sauma hann þar upp. Þetta nýja listform er talið að hafi byrjað í Hollandi eða Bandaríkjunum árið 2004 og fer ört vaxandi um allan heim.
28.9.2012 
Nýr búnaðarlagasamningur var undirritaður í dag af hálfu Bændsamtakanna og ríkisvaldsins. Við sama tilefni voru núverandi búvörusamningar um framleiðslu sauðjárafurða, mjólkur og samningur um starfsskilyrði garðyrkjuframleiðenda framlengdir um tvö ár.
27.9.2012 
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur unnið að því í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörgu að skipuleggja aðgerðir til aðstoðar bændum um komandi helgi.
27.9.2012 
Mánudaginn 1. október 2012 mun allt tilbúið fóður hjá Fóðurblöndunni hf. hækka  um 2% - 9%  misjafnt eftir tegundum.
27.9.2012 
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið fyrirkomulag rjúpnaveiða haustið 2012 eftir mat og tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands og Umhverfisstofnunar. Veiðar verða leyfðar í níu daga frá og með föstudeginum 26. október, yfir fjórar helgar. Áfram verður sölubann á rjúpu og rjúpnaafurðum og ákveðið svæði á Suð-Vesturlandi er enn friðað fyrir veiði.

26.9.2012 
Hanar verða framvegis bannaðir á Selfossi en landsnámshænur verða leyfðar sé sótt formlega um leyfi fyrir þær. Eyþór Laxdal Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar segir þetta skynsamlega ákvörðun enda vakni hanar snemma á morgnanna og valda ónæði.
24.9.2012 
Guðmundur Hjálmarsson hefur ásamt fjölmörgum öðrum leitað að fé í Skagafirði að undanförnu. „Það er viðbjóðslegt að sjá hvernig tófan hafi farið með lifandi fé sem sat fast í snjónum.“ Sagði hann að tófur hafi m.a. ráðist á varnarlaus lömb í Hamraheiðinni neðan og sunnan við Mælifellshnjúk. Þar hafi tófurnar rifið lömbin í sig lifandi.
21.9.2012 
Kristín Halldórsdóttir, gæðastjóri Mjólkursamsölunnar á Akureyri, hefur verið ráðin mjólkurbússtjóri félagsins þar frá 1. október. Hún tekur við af Sigurði R. Friðjónsyni sem verður verkefnastjóri í vöruþróun félagsins í Reykjavík. Friðjón G. Jónsson, sem ætlað var að tæki við starfi Sigurðar hefur óskað eftir breytingum af persónulegum ástæðum. Hann verður áfram verkstjóri í mjólkurbúinu.
20.9.2012 
Óvenju miklum snjó kyngdi niður, einkum í uppsveitum norðaustanlands í byrjun síðustu viku. Þegar bændur fóru til að leita að fé á Þeistareykjasvæðinu fyrir síðustu helgi þurfti að fá jarðýtu til að ryðja slóða fyrir leitarmenn í gegnum skaflana...
19.9.2012 
Edda Sigurdís Oddsdóttir, sérfræðingur á Rannsóknarstöð skógræktar ríkisins á Mógilsá og Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, hafa unnið að samstarfsverkefni á sviði skógvistfræði í jarðhitaskóginum að Reykjum í Ölfusi. Þar rannsaka þau upphitun sem varð á 45 ára gömlum sitkagreniskógi í kjölfar jarðskálftans árið 2008.
18.9.2012 
Það leyndi sér ekki eftirvæntingin í hugum bænda undir Eyjafjöllum og sjálfboðaliða þegar fé var heimt af fjalli á Almenningum á föstudaginn í síðastliðinni viku. Bændur ákváðu í vor að sleppa fé lausu til beitar á afréttinum, sem verið hefur friðaður og uppgræddur síðastliðin 22 ár. Af um 30 manna hópi smala voru einungis þrír sem áður höfðu farið þessa leið og rifjuðu þeir upp gangnaleiðir og örnefni sem smölum af yngri kynslóðinni þóttu fróðlegt að fræðast um.
14.9.2012 
Meginþorri fjárleitarmanna í Skagafirði nota tímann í dag til að hvílast eftir að hafa komið með nærri fjögur þúsund fjár af afrétti í gær. Þar á enn eftir að ná mörgu fé en um sjö þúsund fór þar á afrétt í vor. Leitarskilyrði eru erfið enda töluverður snjór inni á heiðum.
13.9.2012 
„Hér er maður nú bara í hefðbundnum vorverkum,“ segir Kári Þorgrímsson bóndi í Garði í Mývatnssveit sem var að lagfæra girðingar við tún sín í gær. Þær eru illa farnar eftir óveðrið sem geysaði í sveitinni á mánudag, „og ætli það séu ekki um það bil tveir þriðju hlutar af mínum girðingum sem fóru illa,“ segir Kári.
13.9.2012 
Í Skagafirði eru bændur og aðrir að leita að fé en víða gerði aftakaveður á svæðinu. Nokkuð vel hefur gengið á Öxnadalsheiði síðustu tvo daga og verið er að rétta í Silfrastaðarétt því fé sem náðist þar. Ekki hafa fundist dauðar kindur þar. Í Fljótum var búið að smala áður en veðrið skall á en eitthvað tjón hefur samt orðið þar heima á bæjum. Meðal annars drápust kindur í krapaelg inni í Stíflu. Í Kolbeinsdal hefur verið unnið að því að ná fé úr fönn og á þriðjudag náðust um 400 kindur þar. Eitthvað var um dautt fé en þó ekki mikið. Afréttur er ósmalaður og óljóst hvernig ástand er þar og í dölum inn.
13.9.2012 
Þeir Friðjón Jóhannsson á Gautlöndum í Mývatnssveit og Víðir Pétursson sem býr á Laugum í Reykjadal voru að leita að fé á túnum neðan vegar við Gautlönd í gær ásamt fleira fólki, um 15 manna flokki.
13.9.2012 
Afleiðingar veðurhamsins sem gekk yfir Norðurland í byrjun vikunnar halda áfram að koma fram. Í gær var nokkrum fjölda lamba úr Mývatnssveit lógað í sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Um var að ræða lömb sem hafð tekist að bjarga tiltölulega fljótt úr hremmingum og ríkti ákveðin bjartsýni um að þau væru tæk til slátrunar, enda liggur mikið við að létta á húsum og högum bænda. Því miður kom í ljós að í hluta dilkanna mælist stress og slíkt kjöt er ekki hæft til manneldis. Það verður því að farga kjötinu og gefa fé lengri tíma til að jafna sig.
12.9.2012 
Ekki er sjálgefið að hægt verði að lóga öllu fé sem náðst hefur út fönn á Norðurlandi á fyrirhuguðum tíma. Bæði getur féð hafa marist, mæðst og jafnvel stressast úr hófi fram. Mikilvægt er að reyna að hlúa sem allra best að kindum sem hafa lent á hremmingum og best væri ef hægt væri að hýsa þær.
12.9.2012 
Fulltrúar upplýsingatæknisviðs Bændasamtakanna funduðu í dag með ráðunautum grænlensku ráðgjafaþjónustunnar, þeim Nukajaraq og Henrik, sem komu í heimsókn í Bændahöllina. Fundarefnið var samstarf um forrit fyrir grænlenska sauðfjárbændur, en fjarvis.is hefur verið í notkun á undanförnum árum á Grænlandi.
12.9.2012 
Nú er þegar orðið ljóst að bændur á Norðurlandi hafa orðið fyrir tjóni vegna illviðrisins sem gekk yfir í byrjun vikunnar. Nokkur fjöldi fjár hefur þegar fundist dauður og líklegt að fleiri dauðar kindur eigi eftir að finnast. Því gæti fjárhagslegt tjón bænda orðið verulegt. Á þessu stigi máls er ómögulegt að að leiða getum að því hversu mikið tjónið verður en það veltur meðal annars á veðurfari á næstunni og hvernig björgunarstarf mun ganga.
12.9.2012 
Nú stendur yfir fundur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem fulltrúar Bændasamtaka Íslands, Landssamtaka sauðfjárbænda og Bjargráðasjóðs fara yfir stöðu mála með fulltrúum ráðuneytisins vegna illviðrisins sem gekk yfir Norðurland og þess tjóns sem orðið er eða er yfirvofandi. Ljóst er að fjöldi fjár er í hættu og þegar hafa fundist dauðar kindur.
11.9.2012 
Fimm björgunarsveitir eru nú að störfum á landinu og hafa verið frá því snemma í morgun. Tvær þeirra, Blanda á Blönduósi og Strönd á Skagaströnd eru að aðstoða bændur við að bjarga fé sem fennti í veðurofsanum í gær. Hinar sveitirnar eru á Norðurlandi til aðstoðar viðgerðarmönnum Landsnets og Rarik við línuviðgerðir. Útköll vegna óveðurs og foks eru yfirstaðin. Ef veður helst skaplegt má búast við að verkefni björgunarsveitanna klárist í dag.
11.9.2012 
Bændur á Norðurlandi fóru víða af stað í birtingu til að reyna að bjarga fé sem fennt hefur og hrakist í óveðrinu. Verst virðist ástandið vera inn til dala á Norðausturlandi og ekki síst við Mývatn. Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi á Grýtubakka í Eyjafirði og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að menn séu enn ekki farnir að gera sér grein fyrir umfangi vandans, en nokkuð ljóst að eitthvað af fé hafi drepist.
10.9.2012 
Aftakaveður er nú víða um land, einkum á Norðurlandi og miðhálendinu. Rafmagnslaust er í Mývatnssveit og víða annars staðar á Norðausturlandi og einnig á Norðvesturlandi. Þá er símasambandslaust í hluta Skagafjarðar vegna bilunar. Fjöldi rafmagnsstaura er brotinn í Mývatnssveit hið minnsta og hugsanlega víðar. Þar í sveit óttast bændur um fé en ómögulegt er að koma því í skjól á meðan veðurhamurinn er eins og hann er nú að því er Morgunblaðið hefur eftir Eyþóri Péturssyni bónda í Baldursheimi í Mývatnssveit. Þá bíða smalar átekta í gangnakofum á suðurlandi en þar verður ekki smalað í dag sökum veðurs.
10.9.2012 
„Ertuyglan, sem er fiðrildalirfa, hefur verið nokkuð skæð á Suðurlandi í sumar. Hún kom fyrr og fór seinna en síðastliðin ár,“ segir María E. Ingvadóttir, skógarbóndi á Suðurlandi. „Hún er mjög mikið á lúpínunni, en fer einnig á lauftré og barrtré. Þar sem hún gengur hreint til verks standa laufblöðin eftir sem berir strengir. Það fer ekkert á milli mála hvar ertuyglan hefur verið, eða hvar hún er.“
6.9.2012 
Í júní síðastliðnum úthlutaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðneytið tollkvótum vegna innflutnings á ýmsum kjötvörum, smjöri og ostum. Meðal þeirra fyrirtækja sem fengu úthlutað tollkvóta var fyrirtækið Íslenskar matvörur. Íslenskar matvörur fengu, auk annars, úthlutað 50 tonna kvóta til innflutnings á kinda- og geitakjöti en það mun vera í fyrsta skipti sem tollum fyrir slíkt kjöt er úthlutað. Nú er svo komið að fyrirtækið er að kanna eftirspurn eftir innfluttu lambakjöti á markaði hér á landi.
6.9.2012 
Hólmfríður Geirsdóttir, garðyrkjufræðingur og eigandi Garðyrkjustöðvarinnar Kvista í Reykholti, er ánægð með berjauppskeru sumarsins sem er helmingi meiri en í fyrra. Þetta er annað sumarið sem hindber eru týnd og seld á stöðinni og gefur ræktun þeirra góða raun hérlendis. Frá þessu er sagt í nýju Bændablaði sem kom út í dag.
5.9.2012 
Síðasta sumar var óvenju þurrt um nánast allt land. Það hafði svo þau áhrif á sveppatínslu að víðast hvar var óvenju rýr uppskera. Lengi fram eftir sumri í ár voru sömuleiðis miklir þurrkar, en á síðustu vikum hefur rignt víða og vonir vaknað í brjóstum sveppatínslufólks.
4.9.2012 
Nú sér fyrir endann á fjósbyggingu hjónanna Berglindar Hilmarsdóttur og Guðmundar Guðmundarsonar á Núpi undir Eyjafjöllum. Góður gangur hefur verið í framkvæmdunum og hyggjast þau taka nýja fjósið í notkun í sumarbyrjun á næsta ári.
31.8.2012 
Ekki eru allir á eitt sáttir um þá stefnu sem tekin hefur verið í rekstri MS á Akureyri. Þá heyrast óánægjuraddir vegna fyrirhugaðs brotthvarfs Sigurðar Rúnars Friðjónssonar úr stóli mjólkurbússtjóra. Boðað hefur verið til félagsfundar í Norðuausturdeild Auðhumlu, móðurfélags MS, næstkomandi þriðjudag þar sem mjólkurbændur á svæðinu hyggjast ræða stöðu mála.
31.8.2012 
Í síðasta Bændablaði birtist listi yfir fjár- og stóðréttir á komandi hausti. Eins og verða vill leyndust villur í listanum sem skylt er að leiðrétta. Bagalegasta villan er sú að í blaðinu var stóðrétt í Miðfjarðarrétt í Miðfirði sögð vera 1. september næstkomandi, eða á morgun. Það er hins vegar ekki öldungis rétt heldur er hún eftir rúma viku eða laugardaginn 8. september næstkomandi.

Aðrar villur sem leyndust í réttalistanum í síðasta blaði voru eftirfarandi:
29.8.2012 
Árið 1992 kynnti Lely tímamótanýjung í landbúnaði: Lely Astronaut mjaltaþjóninn. Til þess að sýna velgengni þessara einstöku véla hefur Lely ákveðið að halda upp á þessi 20 ára tímamót hjá viðskiptavinunum sjálfum.
28.8.2012 
Landskeppni Smalahundafélags Íslands verður haldin að Kaldármelum um komandi helgi, 1. og 2. september. Það er Smalahundadeild Snæfellsness og Hnappadalssýslu sem heldur keppnina að þessu sinni. Svanur Guðmundsson, smalahundaræktandi og bóndi í Dalsmynni, segist búast við fjölda hunda til þátttöku í mótinu.
24.8.2012 
Alvöru sveitaball verður haldið í Aratungu á morgun, laugardaginn 25. ágúst. Það eru Vinir Tungnarétta sem halda ballið en allur hagnaður fer í enduruppbyggingu á Tungnaréttum.
24.8.2012 
Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkurbússtjóri MS á Akureyri mun láta af störfum 1. október næstkomandi og taka til starfa við vöruþróunardeild fyrirtækisins í Reykjavík. Í hans stað mun Friðjón Guðmundur Jónsson  taka við starfi hans sem mjólkurbústjóri en Friðjón er mjólkurfræðingur og hefur starfað í mjólkurbúinu á Akureyri um árabil.
23.8.2012 
Í nýju Bændablaði er fjallað um komandi göngur og réttir. Fyrstu fjárréttir á landinu verða sunnudaginn 2. september en samkvæmt upplýsingum Bændasamtakanna verður réttað á þremur stöðum á landinu þann dag.
22.8.2012 
Sláturfélags Suðurlands (SS) skilaði 160 milljóna króna hagnaði á tímabilinu janúar til júní. Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 4.925 mkr. á fyrri árshelmingi ársins 2012, en 4.397 mkr. á sama tíma árið áður og hækka því um 12%. Aðrar tekjur voru 23 mkr. en 31 mkr. árið áður.
21.8.2012 
Íslandsmót í hrútadómum fór fram á Sauðfjársetri á Ströndum á þann 18. ágúst
og tókst afbragðs vel. Þetta er í 10. skipti sem keppni í hrútadómum fer
fram og stóð Kristján Albertsson bóndi á Melum í Árneshreppi uppi sem
sigurvegari.
17.8.2012 
Framleiðsla á kjöti var 12,4% meiri í júlí en sama mánuði í fyrra. Mest munar um aukna alifuglakjötsframleiðslu. Síðastliðna 12 mánuði var framleiðsla á kjöti 4,3% meiri en næstu 12 mánuði á undan. Athygli vekur mikil aukning í slátrun hrossa eða 45,5% á ársgrundvelli.
15.8.2012 
„Það verður engin mokuppskera, það er þegar orðið ljóst,“ segir Bergvin Jóhannsson, bóndi í Áshóli í Grýtubakkahreppi og formaður Félags kartöflubænda, um uppskeruhorfur í haust.
14.8.2012 
Jákvæður viðsnúningur hefur orðið í ýmissi innlendri framleiðslu eftir bankahrunið síðla árs 2008. Við gengisfall íslensku krónunnar var skyndilega orðið raunhæft að hefja framleiðslu á vörum sem áður fyrr voru fluttar inn til landsins frá útlöndum.
13.8.2012 
Víkingur Björnsson framkvæmdastjóri hjá Fjallalambi á Kópaskeri. Starfsmenn verða milli 60 og 70 talsins. „Við erum bara bjartsýn á haustið. Lömb eru víða mjög falleg og hefur farið vel fram. Þurrkar virðast ekki hafa haft mikil áhrif á vöxt lambanna í sumar," segir Björn Víkingur. Hann segir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um forslátrun hjá Fjallalambi en málið verði skoðað og ákvörðun tekin um miðjan ágúst.
10.8.2012 
„Við höfum fengið góð viðbrögð og hlökkum til að setja þennan skóla á fót,“ segir Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa á Akureyri, en fyrirtækið mun í tengslum við Handverkshátíð á Hrafnagili og landbúnaðarsýningu setja upp „Litla bændaskóla Bústólpa.“ Hann er fyrir áhugasama krakka frá 10 ára aldri og verður
10.8.2012 
Vottunarstofan Tún hefur staðfest að Grand Hótel Reykjavík við Sigtún í Reykjavík uppfylli reglur um meðferð lífrænna matvæla við framreiðslu á lífrænum hluta morgunverðar.
10.8.2012 
Hin árlega Ólafsdagshátíð verður haldin sunnudaginn 12. ágúst nk. frá 13:00-17:30. Það er Ólafsdalsfélagið sem hefur veg og vanda af hátíðinni en markmið þess er að stuðla að eflingu og varðveislu Ólafsdals í Dölum, sem er í flokki merkustu menningarminjastaða á Vesturlandi. Þar var fyrsti bændaskóli á Íslandi.
10.8.2012 
Mikill annatími er í minjagripa- og handverksverslunum um allt land yfir sumarmánuðina. Bændablaðið leit við í Álafossi í Mosfellsbæ á dögunum og tók eigendurna tali. Íslenska lopapeysan hefur vinninginn í ár, að mati Guðmundar Arnars Jónssonar og Gerðar Gunnarsdóttur sem eiga og reka verslunina í Álafosskvosinni.
9.8.2012 
Það verður mikið um dýrðir á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit um komandi helgi en á morgun, 10. ágúst, verður Handverkssýningin sett þar í tuttugasta sinn. Búnaðarsamband Eyjafjarðar slæst í hópinn og fagnar 80 ára afmæli sínu með því að setja upp veglega landbúnaðarsýningu.
9.8.2012 
„Við mun slátra hér um 31.000 fjár og ætlum að byrja 12. september næstkomandi,“ segir Björn Víkingur Björnsson framkvæmdastjóri hjá Fjallalambi á Kópaskeri. Starfsmenn verða milli 60 og 70 talsins. „Við erum bara bjartsýn á haustið. Lömb eru víða mjög falleg og hefur farið vel fram...
8.8.2012 
Jón bóndi ehfNýverið var gengið frá samningi um kaup Jötunn Véla á rekstri fyrirtækisins Jóns bónda sem sérhæfir sig í innflutningi og sölu á rekstrarvörum fyrir bændur og aðra dýraeigendur. Á meðal þess sem Jón bóndi hefur boðið upp á er Lister klippur og rúningsvörur ásamt Durinn rimlagólfunum og Wagg gæludýrafóðri.
8.8.2012 
„Það er ljóst að veiðin í sumar er langt undir væntingum og á það sérstaklega við um þær laxveiðiár sem við köllum sjálfbærar veiðiár. Á hinn bóginn er veiðin í Rangánum og hliðarám í góðu meðallagi,“ segir  Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga.
6.8.2012 
Norðlenska og SS hafa gefið út ákvörðun um verðlagningu sauðfjárafurða fyrir komandi sláturtíð. Hjá Norðlenska hækkar verð um 6,3% á lömbum en verð fyrir fullorðið breytist ekkert frá fyrra ári. Álagsgreiðslur verða með sama hætti og áður. Í tilkynningu frá Norðlenska segir að félagið áskilji sér rétt til að endurskoða verðskrána ef tilefni verður til.
3.8.2012 
Vaxandi áhugi virðist vera fyrir því að halda hænur í þéttbýli, sú er að minnsta kosti raunin á Akureyri. Íbúar á dvalarheimilinu Hlíð þar í bæ tóku í notkun við hátíðlega athöfn nýjan hænsnakofa á dögunum og gáfu honum nafnið Höllin. Íbúarnir halda 10 landnámshænur ...
30.7.2012 
Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda hefur gefið út viðmiðunarverð á lambakjöti fyrir komandi sláturtíð og birt á vefsíðu sinni saudfe.is. Haustið 2011 var meðalverð á lambakjöti til bænda 502 kr/kg en 249 kr/kg á öðru kindakjöti. Þetta verð er að meðtöldum uppbótargreiðslum sem afurðastöðvar greiddu fyrr á þessu ári. Stjórn LS telur að lambakjötsverð til bænda þurfi að hækka um 48 kr/ kg á komandi hausti ...
27.7.2012 
„Ég skil ekki af hverju er verið að vernda jafn grimmt dýr og tófuna. Tófunni hefur farið mjög fjölgandi, er nú farin að svelta á Hornströndum og sækir því annað. Hún hefur verið að leika sér hér við bæinn og er að eyðileggja möguleikana á því að vera hér með búskap. Það þýðir ekkert að basla við að búa hér því refurinn er að leggja þetta í eyði. Á síðastliðnum sex árum vantar mig nákvæmlega 173 ...
26.7.2012 
Upprekstur sauðfjár á Almenninga í nágrenni Þórsmerkur hefur verið harðlega gagnrýndur síðustu daga. Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri sagði í samtali við RÚV að sú ákvörðun tveggja fjáreigenda að senda þangað nokkra tugi sé m.a. óumdeilanlegt brot á fjallskilasamþykkt Rangárvallasýslu. Vegna gagnrýninnar hefur Guðmundur Viðarsson, formaður stjórnar félags afréttareiganda á Almenningum, sent eftirfarandi yfirlýsingu:
25.7.2012 
Geitum hefur fjölgað um tæp þrjúhundruð á landinu á síðust fimm árum og voru í fyrra ríflega áttahundruð talsins. Verulegar áhyggjur voru af því að íslenski geitastofninn gæti hreinlega þurrkast út en árið 1983 voru til að mynda ekki nema 200 geitur í landinu. Geitastofninn er nokkuð dreifður um landið en þó er ekki ein einasta geit á Vestfjörðum. Flestar eru geiturnar á Vesturlandi, ríflega 300 talsins. Er líklegt að þar gæti áhrifa frá Geitabúinu á Háafelli í Hvítaársíðu en Geitfjársetur Íslands opnaði einmitt formlega þar síðasta laugardag.
19.7.2012 
Bændur víða um land bíða nú í ofvæni eftir rigningu sem spáð er um komandi helgi. Miklir þurrkar í júní og það sem af er júlí hafa tafið grassprettu og eru tún víða orðin gul og líflaus. Að sögn Ólafs Dýrmundssonar landnýtingarráðunautar er víða að skapast mjög alvarlegt ástand vegna þessa.
18.7.2012 
Vinnuslys meðal bænda eru mun fleiri en skráningar hjá Vinnueftirliti segja til um, þannig að takmarkaðar upplýsingar eru til um vinnuslys meðal íslenskra bænda. Það hefur í för með sér að ekki er vitað um eðli og afleiðingar slysa í bændastétt, sem leiðir svo aftur til þess að ekki er með góðu móti hægt að sinna forvörnum eða fræða bændur um helstu hætturnar sem störfum þeirra fylgja og grípa til aðgerða gegn þeim. Þetta er mat Kristins Tómassonar, yfirlæknis hjá Vinnueftirlitinu.
16.7.2012 
„Við teljum okkur eiga alla kolefnisbindingu sem til verður í okkar skógum, ætli ríkið að slá eign sinni á hana er það ekki annað en eignaupptaka,“ segir Edda Björnsdóttir, formaður Félags skógareigenda í samtali við Bændablaðið sem kom út í síðustu viku.
12.7.2012 
Í maí tók gildi breyting á 10. grein laga um dýrasjúkdóma þar sem bann við innflutningi á ósoðinni mjólk var fellt úr gildi. Því fá ferðamenn nú leyfi til að flytja til landsins allt að eitt kíló af osti úr ógerilsneyddri mjólk til einkanota. Hingað til hefur ekki verið leyfilegt að flytja inn mjólkurafurðir úr ógerilsneyddri mjólk í varnaðarskyni gegn útbreiðslu dýrasjúkdóma. Landbúnaðarráðherra getur heimilað innflutning á meira magni en eingöngu til einkaneyslu. Reglugerðarbreytingin kemur að frumkvæði stjórnvalda en ekki eftir erlendri forskrift og er aðeins um takmarkað magn að ræða.
12.7.2012 
Í dag hefst sannkallað stórátak í kynningu innlendrar ferðaþjónustu. Verkefnið Ísland er með’etta er sameiginlegt verkefni allra markaðsstofa landsins, Ferðaþjónustu bænda, Höfuðborgarstofu og Ferðamálastofu en markmið þess er að hvetja Íslendinga til ferðalaga innanlands og kynna fyrir þeim allar þær stókostlegu upplifanir sem landið hefur upp á að bjóða. Nýtt og glæsilegt vefsvæði, undir merkjum átaksins, islandermedetta.is, hefur verið opnað. Þar gefst landsmönnum færi á að kynna sér allra handa ævintýri og upplifanir á einstaklega aðgengilegan hátt.
11.7.2012 
Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum fer fram á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 18.-22. júlí næstkomandi. Frítt verður inn á mótið og ýmislegt við að vera. A-úrslit munu fara fram á sunnudegi og verður RÚV með beina sjónvarpsútsendingu frá þeim.
11.7.2012 
Samkeppniseftirlitið mun hefja rannsókn á viðskiptakjörum birgja til matvöruverslanna með það að markmiði að kanna hvort að verið sé að brjóta gegn samkeppnislögum. Í skýrslu sem eftirlitið birti í byrjun þessa árs kom fram að mismunandi kjör dagvöruverslanna hjá birgjum valdi hindrunum að aðgengi á dagvörumarkaði. Þrjár stærstu verslunarkeðjurnar, Hagar, Kaupás og Samkaup ráða yfir um 90 prósent markaðshlutdeild. Minni verslanir greiði umtalsvert hærra verð til birgja en þessar keðjur.
10.7.2012 
Eins og áður hefur verið greint frá verður landsliðshópur Íslands sem taka mun þátt í Norðurlandamótinu í hestaíþróttum kynntur 16. júlí næstkomandi. Mótið, sem fer fram 1.-5. ágúst verður væntanlega firnasterkt og spennandi að fylgjast með íslensku knöpunum etja kappi við keppinauta sína á hinum Norðurlöndunum.
9.7.2012 
Fyrirtækið Seigla á Akureyri, sem smíðar jafnan plastbáta, hefur lokið við smíði á nýjum spöðum í vindmylluna í Belgsholti í Melasveit í Borgarfirði. Gömlu spaðarnir eyðilögðust þegar mótorinn og spaðarnir fuku í miklu hvassviðri þann 29. nóvember síðastliðinn en vindmyllan var gangsett fyrir réttu ári.
6.7.2012 
Norðurlandamótið í hestaíþróttum fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð dagana 1. - 5. ágúst næstkomandi. Tilkynnt verður um hverjir skipa landslið Íslands 16. Júlí næstkomandi en Ísland sendir átján knapa á mótið, 10 fullorðna og 8 unglinga/ungmenni. Landsliðið er í mótun þessa dagana en fjöldi sterkra knapa hafa sótt um að komast í liðið.
6.7.2012 
Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, var í óðaönn að ljúka við þjóðhátíðarlag Vestmannaeyinga í samvinnu við lúðrasveit bæjarins þegar blaðamaður Bændablaðsins náði tali af honum á dögunum. Það er aðeins eitt af metnaðarfullu verkefnum Halldórs um þessar mundir þegar kemur að tónlistinni því hann fékk þá brjáluðu hugmynd, í samstarfi við Fjallabræður, fyrir nokkrum árum að fá 10 prósent þjóðarinnar til að syngja inn á Þjóðlagið með sér.
5.7.2012 
Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra hefur fyrir hönd ríkisins lagt fram kröfur um þau landssvæði sem teljast skuli þjóðlendur á svæði 8 norður. Þar er um að ræða svæði á Norðvesturlandi sem samanstanda af Húnavatnssýslu vestan Blöndu auk Skaga. Ráðherra hefur afhent óbyggðnefnd kröfur sínar og eru þær birtar í Lögbirtingarblaðinu í dag.
5.7.2012 
Innleiðing á nýju gæða- og umhverfiskerfi til aðila í ferðaþjónustu er nú komin á fullt skrið hjá Ferðamálastofu. Gæðakerfið, sem ber heitið VAKINN felur í sér viðameiri úttekt á starfsemi íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu en áður hefur þekkst hér á landi. Í gær var því fagnað að fyrstu íslensku fyrirtækin hafa lokið innleiðingu á VAKANUM, nýju gæða- og umhverfiskerfi fyrir aðila í ferðaþjónustu. Fyrirtækin eru öll umsvifamikil á sviði íslenskrar ferðaþjónustu en þau eru: Elding hvalaskoðun, Bílaleiga Akureyrar – Höldur, Ferðaskrifstofan Atlantik og Iceland Excursions Allrahanda.
4.7.2012 
Í dag undirrituðu Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri, Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Hólaskóla -  Háskólans á Hólum, nýja samninga um kennslu og rannsóknir við skólana til næstu fimm ára. Með undirritun þeirra hafa samningar af þessu tagi verið gerðir við alla háskóla í landinu.
4.7.2012 
Ferðaþjónustubændurnir Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir í Vatnsholti í Flóahreppi hlutu nýverið viðurkenningu frá ferðaþjónustusíðunni Tripadvisor og fengu einnig viðurkenningu frá Ferðaþjónustu bænda sem framúrskarandi ferðaþjónustubær árið 2011.
3.7.2012 
Ábúendum í Skollagróf í Hrunamannahreppi var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar 13,9 milljóna króna bætur frá íslenska ríkinu vegna riðusmits sem greindist á bænum árið 2007. Matsnefnd eignarnámsbóta mat tjónið á sínum tíma á 13,9 milljónir króna en ríkið var ósátt við niðurstöðu nefndarinnar og fór með málið fyrir dómstóla.

3.7.2012 
Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í Frakklandi, undirritaði Landslagssamning Evrópu fyrir Íslands hönd í París síðastliðinn föstudag. Markmið Landslagssamningsins er að stuðla að verndun, stýringu og skipulagi landslags ásamt því að koma á fót evrópsku samstarfi um landslag.
2.7.2012 
Í gær lauk Landsmóti hestamanna 2012 í Víðdal með úrslitakeppni í A-flokki gæðinga sem jafnan er talinn einn hápunkta landsmóts. Óhætt er að segja að úrslit í A-flokknum hafi komið á óvart en Fróði frá Staðartungu og Sigurður Sigurðarsson sigruðu á lokasprettinum í orðsins fyllstu merkingu. Fláki frá Blesastöðum 1A og Þórður Þorgeirsson sem voru taldir sigurstranglegir urðu í öðru sæti einungis fjórum kommum á eftir Fróða og Sigurði sem fengu einkunnina 8,92.
29.6.2012 
Það má með sanni segja að veðrið leiki við Landsmótsgesti í Víðidalnum í Reykjavík þar sem keppni stendur nú sem hæst og mun gera alla helgina. Í gærkvöldi var setning mótsins og safnaðist mikill mannfjöldi saman af því tilefni. Gestir eru sammála um að mótið sé hið vandaðasta í alla staði og að vel sé staðið að skipulagninu þess.
28.6.2012 
Framkvæmdir eru hafnar við nýtt 41 herbergis hótel, Fosshótel Vestfirðir á Patreksfirði og voru samningar um verkefnið undirritaðar á Patreksfirði í dag. Stefnt er að opnun þess fyrir gesti í maí 2013. Hið nýja hótel verður til húsa í endurbyggðri húseign við Aðalstræti 100. Þar var síðast rekið sláturhús og áður fiskvinnsla. Heildarfjárfesting vegna kaupa á fasteigninni og við breytingar á henni er áætluð 350-400 milljónir króna. Kynningarfundur um verkefnið var haldinn í dag.
28.6.2012 
Nýtt Bændablað kom út í dag og er að venju stútfullt af áhugaverðu efni. Eðli málsins samkvæmt fer töluvert fyrir umfjöllun um Landsmót hestamanna sem fer fram þessa dagana í Víðidal í Reykjavík. Þó er tæpt á fleiri áhugaverðum málefnum eins og litið er inn til íslenskra smáframleiðenda í Kaupmannahöfn, kíkt er á lélegt ástand á vegum í Bárðardal og fjallað er um nýja sjónvarpsþætti sem Bubbi Morthens stýrir þar sem bændur fá til sín þekkta tónlistarmenn á tónleika heima í stofu hjá sér.
27.6.2012 
Í aflögðu frystihúsi á Rifi á Snæfellsnesi er búið að koma upp leikhúsi af svo miklum myndarskap að það hrópar og kallar á mann, rétt eins og náttúran á Snæfellsnesi. Nú um stundir sýna Kári Viðarsson og Benedikt Karl Gröndal leikritið Trúðleik í Frystiklefanum. Leikritið, sem er eftir Hallgrím H. Helgason, fjallar um tvo trúða og samstarf þeirra sem er sannkölluð rússíbanareið.
26.6.2012 
Hjá Mjólkursamsölunni eru nú sem endranær ýmsar nýjungar í vöruframboði og þróun á vörum og umbúðum. Þrátt fyrir efnahagslega erfiðleika hérlendis hefur Mjólkursamsalan haldið áfram að þróa og markaðssetja nýjar vörur í takt við þarfir neytenda með því að nútímavæða þær og hafa hollustu- og manneldissjónarmið í huga.
25.6.2012 
Í haust mun hefja göngu sína á Stöð 2 sjónvarpsþátturinn Beint frá býli sem Bubbi Morthens stýrir. Þar fylgir hann bændum eftir í einn dag sem endar með tónleikum þekktra tónlistarmanna og hljómsveita heima á viðkomandi bæ.
21.6.2012 
Mikið hefur borið á stuldi á reiðtygjum að undanförnu. Í tilkynningu frá Ástund kemur fram að þeir sem hyggist kaupa notaðar vörur skuli hafa það í huga þegar viðskipti með þær eigi sér stað. Er sérstaklega bent á að allir hnakkar frá árinu 2004 og lofthnakkar frá árinu 1999 séu merktir með raðnúmeri og að eigendaskráning hafi átt sér stað við sölu.
21.6.2012 
Verð á mjólk til bænda hækkar um 3,6 prósent frá 1. júlí næstkomandi samkvæmt ákvörðun Verðlagsnefndar búvara sem birt var í dag. Afurðastöðvarverð hækkar því úr 77,63 krónum í 80,43 krónur. Frá sama tíma mun heildsöluverð á mjólk, sem og þeim mjólkurafurðum sem nefndin verðleggur, hækka um 4 prósent.
21.6.2012 
Í víðáttunni í Landssveit innan um hraunfláka og birkiskóga stýra hjónin Anders Hansen og Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir einu stærsta sveitahóteli landsins á Leirubakka. Þau eru full af eldmóði og hugmyndum fyrir frekari uppbyggingu staðarins, því bygging glæsilegs fjögurra stjörnu hótels og gestastofu um hálendi Íslands er í kortunum.
19.6.2012 
Fjögurra ára og tólf ára samgönguáætlanir voru samþykktar á Alþingi í dag. Með auknum fjármunum verður hægt að ráðast í ýmsar mikilvægar framkvæmdir svo sem jarðgöng, brúargerð, breikkun vega, endurbætur á tengivegum auk stórátaks í eflingu almenningssamgangna. Meðal breytinga sem gerðar voru á fjögurra ára áætluninni í meðförum Alþingis er að framkvæmdir við Norðfjarðargöng eiga að hefjast fyrr en í upphafliegu tillögunni eða á næsta ári með 1.200 milljóna króna framlagi.
15.6.2012 
Sá einstaki atburður gerðist um páskana á 50 ára afmælisári Hótels Sögu að hvítvoðungur kom þar inn aðeins um sjö klukkustunda gamall og gisti með foreldrum sínum fyrstu fimm nætur ævinnar. Foreldrarnir Einar Kristján Jónsson, starfsmaður Frumherja og Liselotta E. Pétursdóttir, rekstrarfulltrúi hjá Vistor, hafa svo sannarlega kynnst því síðastliðið ár að lífið tekur oft óvænta stefnu.
14.6.2012 
Guðmundur Þórarinsson bóndi í Vogum, skammt frá þjóðveginum við sunnanvert Víkingavatn í Öxarfirði, segir að gróðurfarið þar um slóðir sé mun verra en ætla mætti af fréttum. „Hér er mestallt fé enn á fóðrum og enga beit að hafa í úthaga,“ sagði Guðmundur. Þykir honum frekar undarleg ummæli framkvæmdastjóra Búgarðs í nýjasta Bændablaðinu um ástandið og að menn væru nokkuð bjartsýnir í Norður-Þingeyjasýslu.
14.6.2012 
Heimasætan í Brúnagerði í Fnjóskadal, Guðbjörg Erna Sigurpálsdóttir og er 15 ára, á eins og mörg börn bænda kindur eða nánar tiltekið fjórar talsins. Þær báru allar fjórum lömbum nú í vor svo fjáreign Guðbjargar jókst um 400% en greint er frá þessu á vefsíðunni 641.is.
14.6.2012 
Sláttur er víða hafinn á landinu en í litlum mæli þó. Þurrkar, næturkuldar og kuldatímabil í maímánuði valda því að víða er þó nokkuð í að heyskapur hefjist af alvöru. Á Austurlandi eru menn ekki byrjaðir að hugsa sér til hreyfings sökum kulda og lítillar sprettu. Á Norðvesturlandi eru þurrkar að leika bændur grátt en þar eru tún farin að brenna vegna skorts á vætu. Á Vesturlandi er sumstaðar ágætis spretta og menn byrjaðir að heyja af krafti en annars staðar vantar úrkomu.
13.6.2012 
Hljómsveitin Sigurrós setti sig í samband við hönnunarfyrirtækið Farmers Market í byrjun árs og bað fyrir hönnun á íslenskum ullarteppum til að selja fyrir tónleikaferðalag sveitarinnar. Fyrsta upplag af teppunum seldist upp í forsölu á nokkrum klukkustundum þannig að ákveðið var að framleiða annað eins magn svo nú fljúga senn 600 íslensk ullarteppi út um allan heim til dyggra aðdáenda Sigurrósar.
11.6.2012 
Það var margt um manninn á bæjarhátíð Selfyssinga, Kótelettunni 2012, sem fór fram um helgina. Gestir og gangandi kunnu vel að meta matvæli sem í boði voru en félagar úr Meistarafélagi kjötiðnaðarmeistara voru með grillvagn sauðfjárbænda á svæðinu og buðu upp á nýgrillað lambakjöt. Svínabændur gáfu einnig smakk og sama má segja um nautgripabændur en starfsfólk frá Sláturhúsinu á Hellu buðu upp á sýnishorn af heilgrilluðu nauti.
7.6.2012 
Þann 25. maí sl. var gefin út breyting á reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2012. Með henni er ráðstöfun, á 87,6 milljónum króna af óframleiðslutengdum og /eða minna markaðstruflandi stuðningi, nánar skilgreind.
7.6.2012 
Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, fjallar í hádegisfyrirlestri í Þjóðminjasafninu í dag 7. júní kl. 12:10 um samspil vatns og jarðvegs. Mold er mikilvægur liður í hringrás vatnsins á jörðinni. Jarðvegsvernd er því sérlega þýðingarmikil en Íslendingar eru komnir skammt á þeirri braut að huga að mold í tengslum við vatnsvernd.
6.6.2012 
Ferðaþjónustubændur, nokkrir bændur innan Opins landbúnaðar og Beint frá býli bjóða heim sunnudaginn 10. júní næstkomandi. Uppákoman er í samstarfi við Ferðaþjónustu bænda, Opins landbúnaðar og Beint frá býli og er haldin í tilefni af útgáfu bæklingsins "Upp í sveit".
5.6.2012 
Á ársfundi Byggðastofnunar í síðustu viku var Örlygi Kristfinnssyni, forstöðumanni Síldarminjasafnsins á Siglufirði, afhentur Landstólpinn árið 2012. Samkvæmt orðabókinni er landstólpi einhver eða eitthvað sem eflir hag landsins og Örlygur stendur sannarlega undir nafni í sinni heimabyggð.
1.6.2012 
Verð á umframmjólk frá og með deginum í dag, 1. júní, verður 37,50 krónur fyrir fyrstu 2 prósent innlagðrar mjólkur umfram greiðslumark. Fyrir mjólk umfram það verður verðið 32,50 krónur. Bæði Auðhumla og KS hafa tekið þessa ákvörðun.
1.6.2012 
Það liggur sætan ilm af möltuðu byggi, geri og humlum í vinnslusal Ölvisholts brugghúss í Ölvisholti í uppsveitum Árnessýslu. Þar stendur Jón Elías Gunnlaugsson, bruggmeistari og eigandi vaktina, ásamt Kristni Daníel Gunnarssyni bruggara. Hér er það hreinlæti, rétt hitastig og gerjun á ákveðnum tímapunkti sem gildir til að rétta bjórbragðið verði að veruleika.
31.5.2012 
Nú eru hafnar sýningar á fjórum heimildarþáttum um offitu á Íslandi. Þættirnir sem unnir eru af Ingu Lind Karlsdóttur, sjónvarpskonu og Einari Árnasyni, myndatökumanni, í samvinnu við Stöð 2, upplýsa áhorfendur um stöðu mála á Íslandi á þessu mest vaxandi heilsufarsvandamáli í heiminum.
30.5.2012 
Síðastliðinn laugardag voru átta grísir frá Brúarlandi á Mýrum afhentir bændunum á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði, þar sem þeir verða aldir vistvænt í sumar. Bjarteyjarsandur er eitt þeirra búa sem taka þátt í tilraunaverkefni Svínaræktarfélags Íslands (SÍ) um eldi á vistvænum grísum.
30.5.2012 
Mikið hvassviðri var á Norðurlandi fyrir og um síðustu helgi. Að mati ráðunauta er hætta á að fræ hafi fokið úr flögum og bændur hafi orðið fyrir tjóni. Rokið var mikið bæði í Skagafirði og Eyjafirði.
30.5.2012 
Það var vegna einskærs áhuga á ostagerð sem Sigurður Guðbrandsson stofnaði vefsíðuna ostagerd.is þar sem hann selur efni og tæki til ostagerðar, búlgarska jógúrtgerla, ostamót, hleypi og mismunandi kúltúra svo fátt eitt sé nefnt.
25.5.2012 
Landsbankinn hefur skert þjónustu sína á landbyggðinni verulega en í hagræðingarskyni hefur átta útibúum bankans verið lokað. Af útibúunum sem lokað verður eru sjö á landsbyggðinni. Ekki er um nýja þróun að ræða en á síðustu árum hefur bankinn lokað ýmsum útibúum á landsbyggðinni.
24.5.2012 
Alþingi felldi rétt í þessu breytingartillögu Vigdísar Hauksdóttur við frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskránni. Breytingartillagan gekk út á að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort draga eigi umsókn Íslands að ESB til baka. Atkvæði féllu þannig að 34 þingmenn voru á móti en 25 studdu tillögu Vigdísar.
23.5.2012 
Þann 1. júní nk. kemur á markað – og til sölu á vefnum Google play – nýtt forrit fyrir Android-farsíma og spjaldtölvur sem auðveldar fólki að greina plöntur. Forritið heitir Plöntulykill og er hannað með það að leiðarljósi að allir geti notað það – bæði leikmenn og hinir sem eru lengra komnir í fræðunum.
23.5.2012 
Nú í vor stóð dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun (MAST)í samvinnu við dýralæknadeild Landbúnaðaháskóla Svíþjóðar fyrir námskeiði um greiningu og meðhöndlun á tannvandamálum og öðrum meinum í munni hesta. Námskeiðið, sem var framhaldsnámskeið og haldið á Hólum var vel sótt en átta dýralæknar sem starfa hér á landi tóku þátt í því.
22.5.2012 
Flest bendir til þess að meirihluti sé fyrir því í utanríkismálnefnd Alþingis að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Jafnvel yrði kosið um málið fyrir árslok en Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður Vinstri grænna lagði fram bókun þess efnis á fundi nefndarinnar nú í hádeginu. Ríkisútvarpið greindi frá.
22.5.2012 
Gerður hefur verið þjónustusamningur við dýralæknaþjónustuna Dýrin mín stór og smá ehf. um að sinna dýralæknaþjónustu á svokölluðu þjónustusvæði 4 en einnan þess svæðis falla Húnaþing vestra, Blönduósbær, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd og Húnavatnshreppur. Dýralæknaþjónustan er í eigu Ingunnar Reynisdóttur, fyrrum héraðsdýralæknis Vestur Húnaþingsumdæmis. Samningurinn er gerður í samræmi við reglugerð um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum.
22.5.2012 
Mjólkurframleiðsla á landinu síðustu 12 mánuði jókst um 3,2 prósent en frá maí á síðasta ári og til loka apríl á þessu ári var heildar innvigtun mjólkur 126,3 milljónir lítra. Þetta kemur fram í söluyfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði sem birt var í gær og sagt er frá á heimasíðu Landssambands kúabænda, naut.is.
22.5.2012 
Íslensk stjórnvöld hafa skilað drögum að áætlun um innleiðingu landbúnaðarkafla Evrópusambandsins með það að markmiði að hægt verði að opna viðræður um kaflann. Vekur nokkra athygli að svo skuli vera í ljósi þess að ekki hefur enn verið mótuð samningsafstaða í landbúnaðarmálum. Bændasamtök Íslands mótmæla því hvernig stjórnvöld hafa staðið að málum og telja að með þeirri framgöngu sé verið að veikja málstað Íslands í viðræðunum alvarlega og varanlega.
21.5.2012 
Sigurður Guðjónsson, formaður Æðarræktarfélags Skagafjarðar (ÆS), segist hafa áhyggjur af því að ýmsa sé farið að klæja í gikkfingurinn við tilhugsunina um að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Ástæðan er sú að æðarfugl, sem hefur verið friðaður á Íslandi síðan um miðja nítjándu öld, er réttdræpur í ríkjum Evrópusambandsins.
18.5.2012 
Matís leggst á árarnar með heimamönnum beggja vegna Breiðafjarðar og hefur blásið til sóknar í matavælaframleiðslu og tengdum greinum á svæðinu. Liður í þeirri sókn er ráðning tveggja starfsmanna sem hefja munu störf á Patreksfirði á næstu dögum en þessir starfsmenn bætast í hóp þeirra tveggja sem nýlega voru ráðnir til starfa á Grundarfirði á Snæfellsnesi.  Starfsmennirnir fjórir munu starfa í nánu samstarfi sín á milli og við aðra starfsmenn Matís, um allt land.
16.5.2012 
Hér á landi er nú stödd kínversk sendinefnd með aðstoðar- landbúnaðaráðherra Kína, Gao Hongbin, í fararbroddi. Í morgun heimsótti sendinefndin gróðarstöðina Lambhaga í Reykjavík og skoðaði aðstöðu þar, en Hafberg Þórisson garðyrkjumaður hefur verið að vinna með Kínverjum að hugmynd um að setja upp gróðarstöð í svipuðum stíl í Kína.
16.5.2012 
Þorsteini Ólafssyni, sérgreinadýralækni Matvælastofnunar (MAST), blöskrar sá mikli fjöldi dýraverndarmála sem upp hefur komið í vetur og segist ekki hafa vitað verra ástand frá því hann tók við stöðunni árið 2009. Þá sé mikið áhyggjuefni hversu seint mál berist inn á borð stofnunarinnar ...
15.5.2012 
Í lok síðasta árs kom út afar vönduð og glæsileg uppskriftabók eftir hjónin Ingu Elsu Bergþórsdóttur og Gísla Egil Hrafnsson sem ber heitið Góður matur, gott líf í takt við árstíðirnar. Hún er grafískur hönnuður og hann ljósmyndari en saman hafa þau í gegnum tíðina unnið að fjölmörgum verkefnum sem tengjast mat. Því lá beinast við að nýta sameiginlega reynslu og sanna ástríðu fyrir tilraunaeldhúsinu og fersku hráefni í yfirgripsmikla bók þar sem hver og ein árstíð fær notið sín.
10.5.2012 
Spáð er vonskuveðri um komandi helgi en búast má við norðaustanátt allt upp í 23 m/s með slyddu og síðar snjókomu á sunnudeginum um landið norðan- og austanvert. Þá er spáð kólnandi veðri og búist er við að hiti verði um og undir frostmarki. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er útlit fyrir áframhaldandi norðanátt og snjókomu eða él á mánudag og fram á miðvikudag en úrkomulaust verður sunnan- og vestanlands.
9.5.2012 
Nýlega fannst fé sem hafði verið flutt úr Rangárvallahólfi yfir í Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf. Um er að ræða brot á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, en auk þess fannst fé sem hafði verið flutt á milli bæja í síðarnefnda hólfinu sem er óheimilt samkvæmt reglugerð um útrýmingu á riðuveiki.  Í tilkynningu frá Matvælastofnun (MAST) kemur fram að um 19 kindur hafi verið að ræða sem voru í eigu þriggja aðila.
8.5.2012 
Fullt hús var í Norræna húsinu sl. laugardag þegar málþing var þar haldið um væntanleg áhrif virkjana í Hólmsá og Skaftá í Skaftárhreppi.  Landvernd og Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi - stóðu að málþinginu. 
8.5.2012 
Aðalfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi (FsS) sem haldinn var á Geysi 5. maí sl. mótmælir mótmæla harðlega frumvarpi til laga um mat á umhverfisáhrifum sem nú liggur fyrir Alþingi. Telur fundurinn að þar séu mjög íþyngjandi ákvæði um matsskyldu á umhverfisáhrifum skógræktar fyrir verðandi skógarbændur sem ekki sé í samræmi við kvaðir á annan landbúnað. Sá kostnaðaruki sem frumvarpið hafi muni hafa för með sér geti hæglega valdið því að aðeins sterkefnaðir aðilar hafi tök á að hefja skógrækt.
7.5.2012 
Á dögunum gáfu Bændasamtök Íslands út bækling með nafninu Tollar og íslenskur landbúnaður. Eins og nafnið gefur til kynna er í bæklingnum fjallað um það tollaumhverfi sem íslenskur landbúnaður býr við en einnig dregin upp sú sviðsmynd sem skapast myndi væru tollar afnumdir. Í ljósi umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu (ESB) er sú spurning gríðarlega mikilvæg en ein að meginstoðum Evrópusamstarfsins er frjálst flæði vöru milli aðildarlanda ESB, án tolla.
Í bæklingnum er, auk tollaumhverfis, fjallað um landbúnaðarstefnu stjórnvalda og dregin um mynd af þeim alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að hvað varðar viðskipti með landbúnaðarvörur. Einkum er þar horft til ESB og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO.
7.5.2012 
Starfsmenn Norðurlandsskóga munu í sumar og haust gera eldvarnaáætlun fyrir hvert skógræktarsvæði innan Norðurlandsskóga í samstarfi við skógarbændur og slökkvilið. Þeir hafa verið á ferðinni undanfarið og haldið fundi með skógarbændum á starfssvæði sínu, sem nær yfir Húnavatnssýslur, Skagafjörð, Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur, þar sem m.a. hefur verið fjallað um skógarelda og aðgerðir sem hægt er að grípa til til að draga úr hættu á að eldar breiðist út.
4.5.2012 
Nokkur umræða hefur skapast síðustu daga um rekstur Bændasamtaka Íslands á hótelum í þeirra eigu. Er þar um að ræða Hótel Sögu og Hótel Ísland. Eins og hjá mörgum fyrirtækjum, og vel flestum stærri hótelum, þyngist rekstur hótelanna verulega við efnahagshrunið haustið 2008. Unnið er að endurskipulagningu fjárhagsstöðu hótelanna og er búist við að þeirri vinnu ljúki á næstunni.
4.5.2012 
Gengið hefur verið frá sölu á Þverholtabúinu á Mýrum. Í Þverholtum hefur undanfarin ár verið rekið eitt af stærri kúabúum landsins en búið var í eigu Jóhannesar Kristjánssonar, sem oft var kenndur við Fons.
4.5.2012 
Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að barist verði með kjafti og klóm fyri því að Íslandi geti viðhaldið banni við innflutningi á hráu kjöti til landsins. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur lýst efasemdum um að bann við innflutningnum standist EES-saminginn.
4.5.2012 
Íslenskir bændur hafa verið stórtækir í uppgræðslu örfoka lands og endurheimt landgæða á undanförnum árum og áratugum. Í samvinnuverkefni bænda og Landgræðslunnar „Bændur græða landið“ (BGL) sem hófst árið 1990 hafa verið græddir upp um 30 þúsund hektarar, eða um 300 ferkílómetrar. Til gamans má geta að þetta er svipað landsvæði og jörðin Grímsstaðir á Fjöllum, sem mjög hefur verið í umræðunni vegna áhuga Kínverjans Huang Nubo á henni.
4.5.2012 
Heimsmarkaðsverð á hráolíu (Crude Oil) hefur fallið ört síðan 1. maí. Hjá Brent Crude Oil í London er verðið nú skráð á um 115 dollara tunnan en var í ríflega 125 dollurum þegar verðið var hæst fyrir miðjan mars.
3.5.2012 
Þá er nýtt Bændablað komið út og hefur því verið dreift um allt land – í um 60 þúsund eintökum. Blaðið er óvenju ríkt af góðu myndefni, enda var sérstaklega auglýst eftir myndum frá lesendum af bændum að sinna vorverkum. Á síðu 26 í blaði dagsins eru þær myndir að finna, auk þess sem heil myndaopna er í miðju blaðsins frá garðyrkjubændum í uppsveitum Árnessýslu, en þeir eru nú í óða önn ...
2.5.2012 
Landvernd og Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi efna til málþings um áhrif virkjana í Skaftárhreppi á laugardaginn kemur. Síðustu ár hafa tvær virkjanahugmyndir verið til umræðu á Fjallabakssvæðinu, Búlandsvirkjun í Skaftártungu (í Skaftá og Tungufljóti) og Atleyjarvirkjun austan Mýrdalsjökuls (í Hólmsá).
30.4.2012 
María Dís Ólafsdóttir er einungis 17 ára gömul, nemandi við Verkmenntaskólann á Akureyri, en hefur gefið út sitt fyrsta prjónablað, Ölduna, með 24 fjölbreyttum uppskriftum. María Dís sem kemur frá bænum Fjöll 1 í Kelduhverfi notar íslenska ull í allar uppskriftirnar.
27.4.2012 
Í gamla kaupfélagshúsinu á Hvolsvelli er starfræktur sveitamarkaður sem opinn er alla daga ársins nema yfir jólahátíðina. Þar selja hátt í 200 aðilar handverk sitt og á sumrin lifnar enn frekar yfir starfseminni þegar uppskera frá bændum úr héraði kemur í hús.
24.4.2012 
Í næsta Bændablaði verða birtar myndir af bændum að sinna vorverkum. Blaðið óskar eftir því að lesendur sendi stafrænar myndir til ritstjórnar en þeir myndasmiðir sem fá myndir sínar birtar fá veglega bókargjöf.
24.4.2012 
Allur tækjabúnaður Vesturmjólkur er nú auglýstur til sölu á heimasíðu fyrirtækisins. Ekki hafa verið framleiddar vörur hjá fyrirtækinu frá því í janúar síðastliðnum og var starfsmönnum sagt upp um mánaðarmótin janúar-febrúar síðastliðinn. Ástæðan var sögð skortur á fjármagni til rekstar. Fyrirtækið framleiddi og markaðssetti vörur undir merkinu Baula-Beint úr sveitinni og var stofnað snemma árs 2010. Fyrstu vörur fyrirtækisins komu á markað í júní á síðasta ári en fyrirtækið framleiddi m.a. jógúrt og sýrðar mjólkurvörur.
23.4.2012 
Í síðustu viku var nýr mjólkurbíll tekinn í notkun  hjá MS á Egilsstöðum. Á honum er 8.500 lítra mjólkurtankur, vöruskápur með öflugri kælivél og lyftubúnaði. Þannig er hægt að taka með í bílnum mjólkurvörur til viðskiptavina MS á þeim svæðum sem bíllinn ekur um. Söfnunarsvæði bílsins er frá Vopnafirði og suður í Breiðdal.
23.4.2012 
Allt útlit er fyrir að verð á minkaskinnum hækki um a.m.k. 10 prósent að meðaltali á uppboði Kopenhagen Fur sem nú stendur yfir. Hækkunin eftir þriggja daga uppboð er á bilinu 5 til 21 prósent, misjafnt eftir litum. Fjórði dagur uppboðsins stendur nú yfir og lýkur því annað kvöld.
20.4.2012 
Þóra Valsteinsdóttir er mörgum Íslendingum að góðu kunn fyrir fararstjórn í Evrópuferðum. Þóra sem fædd er og uppalin í Reykjavík, hefur dvalist í Grikklandi í hartnær 30 ár og á þar heimili sitt og fjölskyldu. Hún þekkir því vel til mála þar í landi og hefur ákveðnar skoðanir á orsökum og afleiðingum þess vanda sem Grikkir eiga nú við að etja. Þar hafi aðild þjóðarinnar að ESB m.a. verið afdrifarík.

20.4.2012 
Bændur landsins virðast standa nokkuð vel hvað hey og annað fóður snertir þetta vorið. Sverrir Þ. Sverrisson, hjá Matvælastofnun sem fer með forðagæslumálin, segir að hvergi sé útlit fyrir að bændur lendi í vandræðum.
20.4.2012 
Undanfarna daga hefur hópur um 60 norskra bænda kynnt sér landbúnað og búskaparhætti starfsbræðra sinna hér á landi. Eftir kynningu á íslenskum landbúnaði í Bændahöllinni var för þeirra heitið í vel heppnaða heimsókn til Sveins Ingvarssonar og Katrínar Andrésdóttur í Reykjahlíð á Skeiðum. Þau gistu síðan eina nótt á Hótel Heklu og komu við daginn eftir hjá Ólafi Eggertssyni á Þorvaldseyri þar sem þeim þótti mikið til safnsins um Eyjafjallajökulsgosið koma.
18.4.2012 
Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi á Fljótsdalshéraði og eigandi fyrirtækisins Móðir jörð ehf., er meðal þeirra ellefu sem tilnefndir eru til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Jens-Kjeld Jensen frá Færeyjum er einnig tilnefndur í sama flokki en þeir þykja með grasrótarstarfi sínu hafa unnið að því að varðveita fjölbreytileika náttúrunnar í nærumhverfi sínu.
18.4.2012 
Fyrirtækið Icelandic Byproducts ehf. á Húsavík er í eigu Norðlenska, en var stofnað í samvinnu við írska fyrirtækið Irish Casings árið 2010 til vinnslu á görnum og vömbum til útflutnings. Reynir Eiríksson, framleiðslustjóri hjá Norðlenska, segir að reksturinn hafi gengið vel en megin vinnslan fari fram samhliða sláturtíðinni á haustin. „Við fluttum út 164 tonn af vömbum í fyrra og 267 þúsund garnir.“
17.4.2012 
Áburðarinnflytjendum og áburðarframleiðendum verður skylt að leggja fram vottorð um kadmíuminnihald hverrar áburðartegundar fyrir innflutning eða markaðssetningu ef frumvarp til laga um breytingar á lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mælir fyrir á Alþingi í dag nær fram að ganga.
16.4.2012 
Á Flúðum eru ræktaðir Flúða­sveppir, sem flestir Íslendingar munu þekkja. Lengi vel hefur þar verið eini sveppabúskapurinn á landinu – hjá samnefnu fyrirtæki. Fæstir setja sveppi í samhengi við uppsprettu D-vítamíns, en það er ástæða til að fara endurskoða það.
16.4.2012 
Á dögunum var haldið málþing um heilsutengda lífstílsferðaþjónustu hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands um ofþyngd unglinga og sérúrræði á Íslandi. Rætt var um stofnun meðferðarþjónustu hérlendis ætlaða erlendum unglingum sem eiga við ofþyngd að stríða. Meðal frummælenda var Arnheiður Hjörleifsdóttir, umhverfisfræðingur og bóndi á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði, sem kom fram með hugleiðingar ferðaþjónustubóndans.
13.4.2012 
Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á síðasta ári nam tæpum 2,5 milljörðum króna. Rekstarhagnaður móðurfélagsins fyrir fjármagnsliði var 931 milljón króna. Eignir KS nema 29.360 milljónum króna og eigið fé fyrirtækisins er 17.800 milljónir króna. Meðal fyrirtækja sem eru í samstæðunni eru Fóðurblandan og Fisk-Seafood.
13.4.2012 
Mjólkurpökkun verður hætt í Reykjavík og hún flutt á Selfoss á næstu mánuðum. Ástæðan er sú að framundan er endurnýjun á pökkunarlínum mjólkur sem gera það að verkum að hægt verður að fækka þeim úr þremur í eina. Þar með skapast tækifæri til að nýta starfsstöð Mjólkursamsölunnar (MS) á Selfossi til pökkunar en nýta húsnæði fyrirtækisins á Bitruhálsi í Reykjavík til annars, einkum birgðahalds og sem dreifingarmiðstöðvar auk þess sem tæki til ostapökkunar verða endurnýjuð þar. Kostnaður við breytingar hleypur á bilinu 1,5 til 2 milljarðar króna.
13.4.2012 
Íslenskt lambakjöt er selt á sama verði og annað innflutt lambakjöt í Noregi, sem og norskt lambakjöt. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þar var rætt við Ole Førre Skogstø, vörustjóra Rema 1000, sem er ein stærsta verslunarkeðja Noregs. Í samtali við fréttamann Stöðvar 2 sagði Skogstø jafnframt að frosin lambalæri væru sett á sérstök tilboð fyrir páskahelgina og þannig notuð til að laða að viðskiptavini. Þetta er í samræmi við þær ályktanir sem forsvarsmenn bænda og sláturleyfishafa drógu eftir að umræða um verðlag á íslensku lambakjöti fór af stað í fjölmiðlum í síðustu viku.
12.4.2012 
Fóðurblandan hyggst hækka verð á kjarnfóðri frá fyrirtækinu og tekur hækkunin gildi næstkomandi mánudag. Allt kjarnfóður mun hækka og er hækkunin á bilinu 2 til 8 prósent misjafnt eftir tegundum. Ástæðan er sögð vera hækkun á hráefnum erlendis og veiking íslensku krónunnar.
11.4.2012 
Blíða í Flatey á Mýrum er afurðahæsta kýr landsins síðustu tólf mánuði samkvæmt niðurstöðum afurðaskýrsluhalds nautgriparæktarinnar við lok marsmánuðar. Blíða mjólkaði 12.689 kg og er þetta þriðji mánuðurinn í röð þar sem hún er afurðahæsta kýr landsins. Hæsta meðalnyt á sama tímabili var á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði en þar skilaði árskúin 7.923 kg.
10.4.2012 
Íslendingurinn Guðni Ölversson sem búsettur er í Noregi greindi frá því á Facebook síðu sinn að hann hefði fyrir páskana keypt íslenskt lambalæri á tilboði í verslun þar úti. Lærið kostaði þar 58 norskar krónur á kíló sem Guðni útleggur sem rúmar 1.000 krónur íslenskar. Miðað við gengi norsku krónunnar í dag, 22,12, er kílóverðið hins vegar 1.284 íslenskar krónur. Guðni þakkar íslenskum skattborgurum fyrir að niðurgreiða fyrir sig lambakjötið sem hann kaupi í Noregi. DV gerir málinu svo skil á vef sínum og visir.is einnig auk þess sem rætt var við Guðni á Bylgjunni.
4.4.2012 
Fátt er vinsælla umfjöllunarefni á Íslandi en veðrið. Páskahret er nokkuð sem afar margir ganga út frá sem ófrávíkjanlegri staðreynd, þó páskar falli aldrei á nákvæmlega sama tíma frá ári til árs. Þó páskahretin eigi sér djúpar rætur í þjóðarsálinni er samt staðreynd að ekkert alvöru hret hefur komið um páska síðan 1996 og verður varla heldur í ár, samkvæmt gögnum Veðurstofu Íslands.
3.4.2012 
Í uppgjöri ársins 2011, um mjólkurframleiðslu kúabúa með mjaltaþjóna, kemur í ljós að hlutfall mjólkur frá slíkum búum er það hæsta í heiminum. Alls voru um áramótin 101 kúabú með mjaltaþjóna á Íslandi og sum þeirra með fleiri en einn, enda heildarfjöldi þeirra 120.
3.4.2012 
Á aðalfundi Norðlenska sem haldinn var í gær var ákveðið að fyrirtækið greiddi eiganda sínum, einkahlutafélaginu Búsæld, arð upp á 66 milljónir króna. Er þetta í fyrsta skipti sem fyrirtækið greiðir út arð. Hagnaður síðasta árs var 291 milljón króna, 120 milljónum hærri í krónutölu en árið 2010. Velta fyrirtækisins jókst um 10 prósent milli ára.
2.4.2012 
„Ég hef fengið góðar viðtökur,“ segir Kristinn Árnason í Hrísey, sem kynnt hefur þá hugmynd sína að setja upp ræktun á íslenskum landnámshænum og hefja eggjaframleiðslu í húsnæði sem Svínaræktarfélag Íslands á í Hrísey. Kristinn kynnti hugmyndina á Atvinnu- og nýsköpunarhelgi sem haldin var á Akureyri á dögunum og eins hefur hann rætt málið við ráðunaut hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar.
30.3.2012 
Í lok málþings um sauðfjárræktina sem haldið var að loknum aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda voru afhent verðlaun fyrir besta lambhrútinn og besta kynbótahrútinn á síðasta ári. Jón Viðar Jónmundsson lýsti verðlaunahrútunum en besti lamhrúturinn (lambafaðirinn) 2010-2011 var Gosi frá Ytri-Skógum sem er í eigu Sigurðar Sigurjónssonar bónda. Besti alhliða fullorðni hrúturinn var Bogi frá Heydalsá í Steingrímsfirði sem er í eigu Ragnars Bragasonar.
30.3.2012 
Aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda 2012 er lokið og er Þórarinn Ingi Pétursson á Grýtubakka tekinn við sem nýr formaður samtakanna. Með honum í stjórn munu starfa næsta árið þau Einar Ófeigur Björnsson í Lóni, mótframbjóðandi Þórarins í formannskjöri og varamaður í fyrri stjórn og Oddný Steina Valsdóttir í Butru, sem líka svar líka varamaður í fyrri stjórn. Þá verða þeir Helgi Haukur Hauksson í Straumi og Jóhann Ragnarsson í Laxárdal áfram aðalmenn í stjórn eins og síðast.
30.3.2012 
Þórarinn Ingi Pétursson á Grýtubakka í Grýtubakkahreppi var kosinn nýr formaður Landssamtaka Sauðfjárbænda (LS) á aðalfundi samtakanna sem nú stendur yfir. Hann tekur við embættinu af Sindra Sigurgeirssyni sem gaf ekki kost á sér að nýju.
29.3.2012 
Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda hófst í morgun í Bændahöllinni þar sem fjölmörg mál eru á dagskrá sem snúa meðal annars að búvörusamningum, landnýtingu, rannsóknum í sauðfjárrækt og kjaramálum svo fátt eitt sé nefnt. Sindri Sigurgeirsson, formaður LS, hefur ákveðið að stíga til hliðar en í setningarræðu sinni beindi hann því til félagsmanna sinna að þó að íslenska landbúnaðarkerfið væri á stundum gagnrýnt þá væri mikilvægt að hlusta á önnur sjónarmið þó að menn væru ekki alltaf sammála þeim.
29.3.2012 
Á forsíðu Bændablaðsins sem kom út í morgun er fjallað um ályktun aðalfundur Landssambands kúabænda (LK), um síðustu helgi, um eflingu ræktunar íslenska kúastofnsins.  Það sem vekur ekki síst athygli í ályktuninni er að þar er samþykkt að unnin verði áætlun um innskot annars erfðaefnis í íslenska kúastofninn til að hraða framförum í þeim erfðaþáttum sem litlar framfarir hafi náðst í.
28.3.2012 
Það er óhætt að segja að Sveinbjörn Benediktsson á Brúnavöllum í Austur-Landeyjum sé einn af stórauglýsendum Bændablaðsins þegar kemur að smáauglýsingum. Varla líður það tölublað að ekki birtist smáauglýsing frá Sveinbirni sem hefur allt milli himins og jarðar til sölu. Hann segist þó taka í umboðssölu fyrir vini og vandamenn og fullyrðir að Bændablaðið sé besti auglýsingamiðill landsins.
26.3.2012 
Mysuklakinn Íslandus var valinn vistvænasta og vænlegasta nýsköpunarhugmynd Íslands á matvælasviði í nemendakeppni sem haldin var í síðustu viku. Mysuklakinn, sem er með beina vísun til lífshlaups Sölva Helgasonar, var ásamt fleiri vörum borinn á borð fyrir gesti og gangandi á sýningu í Listaháskólanum um helgina.
26.3.2012 
Sigurður Loftsson var sl. laugardag endurkjörinn formaður Landssambands kúabænda með 35 atkvæðum. Tveir seðlar voru auðir og eitt atkvæði féll öðrum í skaut. Sigurður hefur gengt formennsku í LK frá árinu 2009 þegar hann bar sigurorð af Sigurgeiri Hreinssyni.
23.3.2012 
Mögulega verður starfsstöðvum Landbúnaðarháskólans (LBHÍ) á Reykjum í Ölfusi og í Keldnaholti í Reykjavík lokað vegna erfiðrar fjárhagsstöðu skólans. Á Reykjum fer fram nálega öll kennsla við starfsmenntanám í garðyrkju og skógrækt en í Keldnaholti er aðalsetur rannsókna skólans. Ef ekki fæst fram viðunandi lausn í samvinnu við ríkisvaldið hvað varðar fjárframlög til skólans og uppgjör á uppsöfnuðum innri halla hans blasir ekkert annað við en að loka starfsstöðvum, draga þar með úr innritun nemenda og segja upp starfsfólki segir Ágúst Sigurðsson rektor skólans.
23.3.2012 
Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við rekstur Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) í nýrri skýrslu um fjármálastjórn skólans. Frá stofnun skólans 2005, með sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og Garðyrkjuskóla ríkisins, hafa heildarskuldir skólans fimmfaldast og eru nú 739 milljónir. Bent er á að forstöðumaður fari með ábyrgð á rekstri skólans og mennta- og menningarmálaráðuneytisins sé að tryggja að rekstrarforsendur séu raunhæfar og beitt sé aga í fjármálum. Þá þurfi ráðuneytið að ákveða hvernig farið verði með uppsafnaðan halla í samstarfi við stjórnendur skólans og fjármálaráðuneytið.
23.3.2012 
Nýverið útnefndi tímaritið Reykjavík Grapevine Skyrkonfektið frá Rjómabúinu á Erpsstöðum í Dölum vöru ársins. Að sögn Þorgríms Einars Guðbjartssonar mjólkurfræðings og bónda að Erpsstöðum er viðurkenningin ánægjuleg og segir hann það hafa komið mest á óvart í ferlinu hversu hrifnir erlendir ferðamenn eru af konfektspenanum góða.
23.3.2012 
Aðalfundur Landssambands kúabænda (LK) hófst klukkan 10.00 í morgun á Hótel Selfossi. Sigurður Loftsson formaður sambandsins setti fundinn og má nálgast ræðu hans á síðu sambandsins, naut.is. Sigurður kynnti sömuleiðis skýrslu stjórnar. Nú standa yfir ávörp gesta og umræður um skýrslu stjórnar.
22.3.2012 
Tengivagn aftan úr fóðurflutningabíl frá Líflandi fór á hliðina rétt í þessu á hringtorgi sem er á Suðurlandsvegi rétt austan við Reykjavík. Bíllinn sjálfur stóð á hjólunum en vagninn lá á hliðinni að sögn Freys Rögnvaldssonar blaðamanns Bændablaðsins sem átti þar leið um. Lögregla var á staðnum og vísaði umferð um hjáleið.
22.3.2012 
Norðurlandaráð fundar í Bændahöllinni þessa dagana. Á dagskrá fundarins eru m.a. umræður um fæðuöryggi og málefni norðurslóða. Í grein sem birtist í prentmiðlum í dag eftir Ann-Kristine Johansson og Jan-Erik Enestam sem sitja í umhverfis- og auðlindanefnd Norðurlandaráðs, kemur fram að Steingrímur J. Sigfússon muni koma á fund nefndarinnar til þess að lýsa því hvernig ...
20.3.2012 
Varmadælur sem orkugjafar til húshitunar og nýting þeirra á svæðum landsins þar sem hitaveita er ekki til staðar, verða kynntar á ráðstefnu fimmtudaginn 22. mars. Að ráðstefnunni stendur Lagnafélag Íslands í samvinnu við Iðu fræðslusetur, Félag pípulagningameistara, Mannvirkjastofnun, Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag Íslands.
20.3.2012 
Í tilefni Hönnunarmars verður opnuð sýning á verkefninu “Stefnumót hönnuða og bænda”, þriðjudaginn 20. mars á Klapparstíg 33 í Reykjavík. Stefnumót hönnuða og bænda stóð yfir í fjögur ár og er þetta í fyrsta sinn sem verkefnið er kynnt í heild sinni. Af sama tilefni mun einnig verða opnuð heimasíða verkefnisins ...