Útgefið efni

Útgefið efni Bændasamtaka Íslands

Útgáfu- og kynningarsvið Bændasamtaka Íslands hefur það fjölþætta hlutverk að annast miðlun hvers konar upplýsinga og fræðslu sem eflir fagþekkingu bænda og rekstrarhæfni og styrkir stéttarvitund þeirra og samstöðu. Í þessu skyni annast Bændasamtök Íslands útgáfu á margskonar faglegu upplýsingaefni fyrir bændur en stunda jafnframt öfluga kynningar- og útgáfustarfsemi til að kynna málefni landbúnaðar.

Hægt er að panta sumt útgefið efni í Verslun.

Bændablaðið
Bændablaðið, sem kemur út hálfsmánaðarlega er blað með margvíslegum fróðleik fyrir bændur. Þar geta menn lesið um allt það nýjasta sem er að gerast í íslenskum landbúnaði og þannig fylgst með því sem er að gerast í þeirra fagi. Auk frétta er einnig nokkuð um aðsendar greinar frá fólki sem starfar í landbúnaði og er þá ýmist verið að kynna nýjungar, koma með faglegar ábendingar eða skiptast á skoðunum. Bændablaðið er því kjörið fyrir þá sem vilja fylgjast með íslenskum landbúnaði.


Handbók bænda
Hvernig á að framkvæma landskipti á jörðum? Hvað skiptir mestu máli við upptöku og geymslu kartaflna? Hvar finn ég upplýsingar um vélaverktaka í landbúnaði? Er hyggilegt að fara út í fiskeldi og hvaða skref er ráðlegast að taka? Hvar finn ég úthlutunarreglur fyrir Orlofssjóð bænda? Hvað kostar að endurrækta tún? Hver er rekstrarkostnaður bifreiða í raun? Hvar finn ég upplýsingar um fóðrun? Hvernig stofnar maður lögbýli og hvaða réttindi fylgja lögbýlinu? Er auðvelt að gera ost úr sauðamjólk? Svör við þessum spurningum færð þú í Handbók bænda 2006 Handbókin er útbreitt rit á meðal bænda og annarra sem koma að landbúnaði. Bókin hefur að geyma ýmsan fróðleik um landbúnaðarmál, lærðar greinar, uppflettiefni, handhægar upplýsingar o.fl.


Hagtölur landbúnaðarins
Hagtölur landbúnaðarins er bæklingur með helstu tölulegum upplýsingum um íslenskan landbúnað sem kemur út árlega á íslensku en á tveggja ára fresti á ensku. Hann hefur verið gefinn út á hverju ári síðan árið 1991. Hagtölur landbúnaðarins eru fáanlegar hjá Bændasamtökum Íslands.

                            
Nautaskráin

Nautaskráin kemur út árlega seinni hluta árs til þess að ná afkvæmaprófuðum nautum fyrr í notkun hjá bændum. Í skránni fær hvert reynt naut góða kynningu í myndum og tölum þar sem bændur geta á fljótlegan hátt gert sér grein fyrir eiginleikum nautanna eins og þeir birtast eftir afkvæmadóm þeirra. Á þetta jafnt við um veikleika þeirra og styrkleika. Þá er birt skrá um yngri naut sem bíða afkvæmadóms og listi er yfir naut sem hægt er að sérpanta sæði úr.
Búnaðarblaðið Freyr

Freyr er fagtímarit í landbúnaði sem hefur komið út í rúm 100 ár. Þar skrifa sérfræðingar í landbúnaði lærðar greinar um landbúnað, auk þess sem viðtöl birtast við bændur um þau málefni sem efst eru á baugi. Út koma tvö tölublöð á ári. Freyr birtir hvers kyns efni tengt landbúnaði sem ætlað er að verði bændum og öðrum lesendum blaðsins til gagns og ánægju. Mikið af eldri greinum í Frey eru aðgengilegar á greinasafni landbunadur.is. Þangað er hægt að fara með því að smella hér.

 

Hugnast þér nýtt fyrirkomulag á búfjáreftirliti?
Nei
Hef ekki myndað mér skoðun.
 
Svara

Skoða niðurstöður