Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tómatur smitaður af Pepino Mosaic Virus.
Tómatur smitaður af Pepino Mosaic Virus.
Fréttir 30. janúar 2018

Veirusýking í tómötum útbreidd

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í haust greindust tveir plöntusjúkdómar í tómatrækt hérlendis. Um er að ræða veiruna Pepino Mosaic Virus (PepMV) og spóluhnýðissýkingu (Potato Spindle Tuber Viroid - PSTVd). Niðurstöður rannsóknar Matvælastofnunar gefa til kynna að veirusmitið af völdum PepMV eigi sér sameiginlegan uppruna og sé útbreitt meðal tómatræktenda hérlendis.

Sjúkdómarnir eru ekki skaðlegir fólki en geta valdið miklum afföllum í tómatrækt. Matvælastofnun veit ekki til þess að veiran eða veirungurinn hafi áður náð fótfestu í garðyrkju hérlendis.

Tólf sýni jákvæð

Samkvæmt yfirlýsingu frá Mast segir að við rannsókn voru tekin 22 sýni til hraðprófunar, af þeim voru 12 jákvæð fyrir PepMV veirunni. Ekki var skimað fyrir spóluhnýðissýkingu í hraðprófun. Einnig voru 16 ný sýni frá sömu ræktendum send til frekari rannsóknar, af þeim voru níu jákvæð fyrir PepMV og eitt jákvætt fyrir spóluhnýðissýkingu. Sex ræktendur höfðu þegar tæmt hús þegar sýnataka fór fram og ekki fengust sýni frá þeim.

Spóluhnýðissýking greindist hjá tveimur til viðbótar síðasta haust við sýnatökur ræktenda.

Niðurstöður rannsóknar sýna að PepMV veiran sem nú finnst hérlendis er í öllum tilfellum af afbrigði sem kallað er Chile 2 en það bendir til þess að veiran geti hafa borist hingað til lands með sameiginlegum hætti.

Ekki hægt að útloka frekari útbreiðslu

Niðurstöður rannsóknar sýna að sýkingarnar eru bundnar við Suðurlandsundirlendið en ekki er hægt að útiloka frekari útbreiðslu í öðrum landshlutum.

Í kjölfar sýkinga voru smitvarnir auknar og settar takmarkanir á samgangi milli ræktunarstaða. Matvælastofnun vekur einnig athygli á því að innfluttir tómatar geta borið með sér smit. Til þess að stemma stigu við frekari útbreiðslu mun Matvælastofnun vinna að auknum smitvörnum á býlum sem greinst hafa með ofangreinda sjúkdóma. 

Þarf að gæta ýtrustu smitvarna

Gæta þarf ýtrustu smitvarna til að fyrirbyggja frekara smit. Mikilvægt er að býli þar sem sjúkdómarnir hafa ekki gert vart við sig efli einnig smitvarnir þar sem sjúkdómarnir geta valdið talsverðum afföllum í ræktun. Matvælastofnun brýnir fyrir öllum ræktendum garðyrkjuafurða að fylgja leiðbeiningum stofnunarinnar um smitvarnir við garðyrkjurækt.

Veiran og veirungurinn eru ekki skaðleg fólki eða dýrum. Spóluhnýðissýking getur hins vegar borist í kartöflur með tilheyrandi afföllum. Matvælastofnun beinir því til kartöfluræktenda að gæta að mögulegu krosssmiti frá einstaklingum og aðföngum sem borið gætu smit úr tómatrækt.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...