Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hluti hópsins sem tók þátt í verkefninu á Gnúpverjaafrétti
Hluti hópsins sem tók þátt í verkefninu á Gnúpverjaafrétti
Mynd / Sigþrúður Jónsdóttir
Fréttir 10. júlí 2018

Landgræðsluleiðangur inn á afrétt

Höfundur: Bjarni Rúnarsson
Sauðfjárbændur í Skeiða- og Gnúp­verjahreppi hittust nýverið inni á framanverðum Gnúpverjaafrétti í árlegri landgræðsluferð.
 
Gnúpverjaafréttur nær frá Þjórsárdal og inn að Hofsjökli. Bændurnir nutu aðstoðar vinnuflokks Landsvirkjunar, sem starfræktur er frá Búrfellsvirkjun yfir sumartímann. Einnig var með í för Sigþrúður Jónsdóttir, sem er beitarsérfræðingur Landgræðslunnar. Tilgangur ferðarinnar var að græða upp sár sem hafa myndast vegna foks og notuðu til þess ónýtar heyrúllur. Einnig var borinn á tilbúinn áburður á viðkvæmt svæði og túnvingli sáð í u.þ.b. 2 hektara landsvæði. 
 
Löng hefð fyrir landgræðslu
 
Landgræðsla á afrétti Gnúpverja eiga sér langa sögu en fyrstu landgræðsluaðgerðir þar eru frá árinu 1960, á svonefndu Hafi, sem er svæði skammt innan við Búrfell.  Hlé varð á aðgerðum fram yfir Heklugosið 1970, en þá féll mikill vikur á þetta svæði og enn á ný í Heklugosinu 1980. Á þessum árum var flugvél Landgræðslunnar DC-3 notuð til að dreifa áburði og fræjum. 
 
Landbótafélag starfrækt
 
Síðustu áratugina hafa allar aðgerðir verið unnar á jörðu niðri. Árið 1994 tók áhugafólk í  Gnúpverjahreppi sig saman, með stuðningi frá Landgræðslunni, og hóf að loka rofabörðum og sá í vikurmela við rætur Sandafells og við Rauðá. Upp úr því varð landgræðsludagurinn árlegur viðburður. Eftir að gæðastýring í sauðfjárrækt hóf göngu sína hefur verið unnið samkvæmt landbótaáætlun fyrir Gnúpverjaafrétt, með styrk úr Landbótasjóði Landgræðslunnar. Landbótafélag Gnúpverja var stofnað 2009 og hefur það séð um landgræðsluaðgerðirnar síðan.
 
Heyrúllur nýtast vel
 
Eins og áður sagði þá hafa gosefni úr Heklu margsinnis fallið á framanverðan Gnúpverjaafrétt. Á landgræðslusvæðinu eru rofabörð og jarðvegur víða mjög vikurborinn og þar er erfitt að koma lífi í hann. Þar sem mest er af vikri og í rofabörð hefur reynst best að nota heyrúllur sem ekki eru lengur nothæfar í fóður.  Rúllurnar eru tættar í sundur og jafnaðar út. Þannig mynda þær hálfgert teppi yfir svæðið sem stöðvar jarðvegsfok og myndar hentugar aðstæður fyrir nýjan gróður. Árangur þessa starfs er verulegur og svæðið hefur gjörbreyst. Tekist hefur að loka rofabörðum og koma gróðri í vikurmela, sanda og moldir. Áður en landgræðsla hófst var töluvert fok svæðinu sem nú heyrir sögunni til. 
 
Hér að neðan má sjá myndir sem teknar voru í ferðinni af Sigþrúði Jónsdóttur

4 myndir:

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...