Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Förgun alifugla vegna fuglaflensu í Evrópu og á Bretlandseyjum hefur aldrei verið meiri.
Förgun alifugla vegna fuglaflensu í Evrópu og á Bretlandseyjum hefur aldrei verið meiri.
Mynd / newseu.cgtn.com
Fréttir 6. október 2022

Tugmilljónum alifugla fargað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á síðastliðnu árið, frá 30. september 2021 til 30. september 2022, var um 48 milljón alifuglum fargað í Evrópu og á Bretlandseyjum vegna fuglaflensu. Fjöldi fargaðra alifugla á einu ári hefur aldrei verið meiri.

Samkvæmt heimildum EFSA, Matvælaöryggisstofnunar Evrópu, var um 48 milljón alifuglum fargað vegna 2.600 tilfella fuglaflensu á Bretlandseyjum og löndum Evrópu á síðasta ári. Greind tilfelli fuglaflensu í Evrópu voru 3.573 í 37 löndum allt frá Svalbarða suður til Portúgal og austur til Úkraínu en sú tala er engan veginn talin lýsa fjölda tilfella rétt.

Frá 30. september 2020 til 30. september 2021 komu upp 26 tilfelli af fuglaflensu á Bretlandseyjum en ári seinna, frá 30. september 2021 til 30. september 2022, voru þau 161. Auk þess sem staðfest voru 1.727 tilfelli af fuglaflensu í 59 tegundum villtra fugla á Bretlandseyjum á síðasta ári.

Á þarsíðasta ári komu flest tilfelli af fuglaflensu á Bretlandseyjum upp á vorin og haustin en á síðasta ári komu þau upp á öllum árstímum.

Yfirdýralæknir Bretlandseyja sagði í viðtali fyrir skömmu að búist væri við að tilfellum fuglaflensu í alifuglum ætti eftir að fjölga í nánustu framtíð.

Nýtt Bændablað kom út í dag

Skylt efni: fuglaflensa

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...