Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Verð á lambakjöti til framleiðenda umhugsunarefni!
Mynd / HKr.
Skoðun 1. september 2016

Verð á lambakjöti til framleiðenda umhugsunarefni!

Höfundur: Steinþór Auðunn Ólafsson, Fremri- Hjarðardal, Dýrafirði.
Nú er svo komið að sláturleyfishafar hafa enn ekki gefið út verð til bænda um haustslátrun 2016. Því skyldi það vera?
 
Það kemur fram í tilkynningu LS að algengt verð til framleiðenda sé 25–41% af endanlegu útsöluverði. Merkilegt nokk! Þarna er skiptingin af mismuninum 59–65%.
 
Sláturleyfishafi-Kjötvinnsla í flestum tilvikum sá sami.
 
Tökum dæmi af fyrirtæki sem framleiðir glugga í hús. Þar væri endanlegt söluverð til kaupenda 100.000 kr. Framleiðandi fengi 25–59% og milliliðir hirtu rest. Hvað er sanngjarnt við þetta?
 
Það hefur ekki verið nein samkeppni á milli sláturleyfishafa, sláturleyfishafar hafa borgað sama verð. Er verð til bænda samráð á milli sláturleyfishafa?
 
Steinþór Auðunn Ólafsson.
Í drögum að nýjum búvörusamningi er gert ráð fyrir 900 milljónum til markaðsstarfa. Engin trygging er fyrir því að ef árangur næst úr því starfi að hann skili sér til bænda. Þar eru slátur­leyfishafar einráðir í því hvað þeir borga fyrir lambakjöt og er allt í þeirra hendi.
 
Ég vitna í grein í Bændablaðinu, 15.tbl. 2016, þar sem Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS, segir  „samningsstaða bænda er engin í þessu máli“.
 
Ég tel ekki svo vera og hvet bændur til að setja ekki sláturlömb á sláturbíl fyrr en samið hefur verið við bændur um viðunandi verð. 
 
Þetta virkar ekki nema sauðfjárbændur standi saman sem einn maður! 
 
Steinþór Auðunn Ólafsson, Fremri- Hjarðardal, Dýrafirði.
Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...