Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Egill Sigurðsson.
Egill Sigurðsson.
Skoðun 18. janúar 2019

Nýir tímar – ný ráð?

Höfundur: Egill Sigurðsson

Fulltrúar bænda búa sig nú undir endurskoðun búvörusamninga, sem skilgreina rekstrarskilyrði þeirra til næstu ára. Það er hagur allra atvinnugreina að búa við stöðugleika og fyrirsjáanleika í rekstri.

Það er jafnframt mikilvægt í hverri grein að geta nýtt möguleika til hagkvæmni og framleiðniaukningar í starfseminni. Í tilviki okkar kúabænda að geta framleitt hvern lítra af mjólk með lægri tilkostnaði.

Þessi síðari þáttur skiptir mestu þegar við stöndum frammi fyrir aukinni samkeppni við innfluttar vörur sem eru framleiddar við hagstæðari skilyrði og með lægri tilkostnaði en hér er kostur á.

Í umræðum í aðdraganda búvörusamninganna hefur áherslan verið meiri á fyrri þáttinn, það sem getur stuðlað að stöðugleika og fyrirsjáanleika í rekstrinum.  Fram undan er atkvæðagreiðsla um hvort hafa eigi hér kvótakerfi í mjólkurframleiðslu eins og verið hefur. Nokkuð skiptar skoðanir eru um málið en þó held ég að þeir séu fleiri sem vilja halda í einhvers konar framleiðslustýringu. Það er ekki einkennilegt því þeir telja að þannig sé best tryggð afkoma kúabúa vegna þess að kvótakerfið haldi framleiðslunni í skefjum og komi þannig í veg fyrir lækkun á meðalverði hráefnis til bænda. Eftir fjögurra áratuga sögu kvótakerfisins er þetta líka það eina rekstrarumhverfi sem núverandi kynslóð kúabænda þekkir. Þetta hefur verið nokkuð stífur rammi utan um reksturinn og hefur skapað ákveðna öryggistilfinningu. Kvótakerfið hefur vissulega ákveðna kosti. Það er mikilvægt að hafa í huga að það virkar fyrst og fremst í samhengi við aðra þætti, einkum og sér í lagi á það við á lokuðum markaði. Hin hliðin á þeim peningi er að ef slíkur markaður opnast skyndilega kemur í ljós sá galli kvótakerfa að þau hægja á hagræðingu í greininni. Uppkaup á kvóta til að skapa stærri og hagkvæmari rekstrareiningar eru dýr og hafa leitt til aukinnar skuldsetningar kúabúa. Þetta gerir greininni erfiðara um vik en ella að lækka framleiðslukostnað á mjólk vegna þess að til viðbótar fjármagnskostnaði af kvótakaupum kemur fjármagnskostnaður vegna nýrrar framleiðslutækni, sem óhjákvæmilegt er að innleiða í greininni.

Við búum nú í allt öðru samfélagi en þegar framleiðslustýringunni var fyrst komið á og aðstæður breytast nú hraðar en nokkru sinni fyrr í íslenskum landbúnaði. Það eru þrjú atriði sem ég geri að umtalsefni hér að neðan. Mun framgangur þeirra hafa mikil áhrif á þróun greinarinnar á næstu árum. Spurningin er hvort við sé betur stakk búin með eða án kvótakerfis á þeirri vegferð.

Meiri erlend samkeppni – minni markaðshlutdeild

Nýir milliríkjasamningar, og þar ber hæst tollasamninginn við ESB, munu kosta nautgripabændur 2 milljarða króna á ári í töpuðum markaðstekjum. Það eru um 5% af ársveltu í kúabúskap og mjólkurvinnslu. Áætlað er að hann kosti mjólkuriðnaðinn um 1.5 milljarð á ári og varlega er áætlað að hann muni kosta nautgripabændur um 500 milljónir í tekjutap. Við erum strax farin að sjá áhrifin bæði í verðþrýstingi og eftirspurn eftir innlendum vörum. Við töpum markaðshlutdeild þó að við stöndum í stað í magni. Innflutningur er að taka til sín alla stækkun markaðarins. Þetta hefur vitaskuld áhrif á verð.

Nautgripakjöt  hefur þegar lækkað um 15% í verði og það er bara byrjunin.  Hvaða möguleika höfum við sem kúabændur til að bregðast við? Mun kvótakerfið verða gagnlegt tæki í baráttunni? Ætlum við að sætta okkur við minnkandi markaðshlutdeild og nýta kvótakerfið til að draga úr framleiðslu. Til þess er kvótakerfi vissulega smíðað og til þess virkar það vel. Við hljótum að spyrja hvort við getum unnið úr þessari stöðu með öðrum hætti og tekið slaginn?

Tekjur á markaði standa ekki undir greiðslum til bænda

Staðan á markaðnum er nú með þeim hætti að við erum ekki að ná þeim markaðstekjum sem þarf til að standa undir núverandi afurðastöðvaverði til bænda. Þar munaði 500 milljónum á síðasta ári og má gera ráð fyrir en meiri halla á þessu ári. Það er sem sagt verið að yfirborga hráefni miðað við verð og eftirspurn á innanlandsmarkaði upp á 500 milljónir króna á ári. Það er um ein milljón króna að meðaltali á hvern kúabónda. Það er bændum lífsnauðsynlegt að eiga og reka afurðastöðvarnar en með þessu fyrirkomulagi er verið að svelta þessi fyrirtæki. Afurðastöðvaverð sem endurspeglar ekki stöðuna á markaði dregur greinina til dauða.

Um þetta var tekist á í forystu Auðhumlu og Mjólkursamsölunnar á síðasta ári. Niðurstaðan þar var að horfast ekki í augu við þennan vanda og halda áfram að að svelta afurðafyrirtækið í nauðsynlegri endurnýjun tækja og búnaðar og vonast eftir betri tíð. Þrautalendingin var að nýta afkomu af skyrsölu erlendis til að styðja við innlenda markaðinn. Það er öllum ljóst að undirritaður varð undir í þessum átökum og hætti sem stjórnarformaður Auðhumlu. Ég tel augljóst að sú stefna sem er verið að fylgja er röng og stórhættuleg greininni. Það er ekki skynsamlegt að nýta tekjur af erlendum markaði til verðmyndunar á lokuðum innanlandsmarkaði sem lýtur opinberri verðlagningu. Niðurstaðan er augljós. Í samningum við hið opinbera verður að tryggja mjólkuriðnaðinum meira frelsi til að verðleggja vörur út á markaði og skila bændum eins háu verði og unnt er bæði fyrir mjólk innanlands og utan. Jafnframt verða bændur að horfast í augu við að afurðastöðvaverð hlýtur á hverjum tíma að endurspegla það sem markaðurinn skilar greininni.

Breytum hugsun í birgða- og verðstýringarkerfi

Að mínu mati er nauðsynlegt að kúabændur sameinist í einu innvigtunarfélagi, sem gæti gerst með þeim hætti að mjólkurframleiðendur í Skagafirði gengju í Auðhumlu. Þá væri öll mjólk vigtuð inn af einum aðila sem greiddi sama verð til bænda óháð því í hvaða vörur mjólkin færi.  Auðhumla myndi svo selja til vinnsla í fjórum verðflokkum eftir í hvað mjólkin væri ætluð, þarna væri verðmiðlunin komin á hráefnisgrunn og ástæðan er að framlegð af mismunandi vöruflokkum er mjög ólík. Afurðastöð sem kysi að framleiða einungis framlegðarháar vörur greiddi hærra verð fyrir hráefni en sú sem væri í framlegðarlægri vörum. Þessi verð væru ákveðin af opinberi verðlagsnefnd eins og afurðastöðvaverð sem bændum væri greitt. Önnur verðmyndun úti á markaði væri með öllu frjálsu og yrði stýrt af marðaðsaðstæðum.  Undanþáguákvæði frá samkeppnis­lögum væri óþarft við þessar aðstæður. Setja þyrfti skýran lagaramma utan um rekstur og verðlagningu Auðhumlu sem og eftirlit með starfseminni. Með svona fyrirkomulagi væri staða bænda best tryggð þeir hefðu allir sama aðgang að heildsölumarkaði hvar sem þeir væru á landinu og fengju sama verð. Þetta fyrirkomulag er þekkt frá fjölda annarra landa í mismunandi útfærslum, t.d Bandaríkjunum og Noregi.

Að lokum

Ég hef í þessari stuttu grein gert skil þremur megin viðfangsefnum sem ég tel að mjólkurframleiðendur standi frammi fyrir. Tímarnir og aðstæður allar eru gjörbreyttar frá því kvótakerfið var upphaflega sett á. Nýjar aðstæður kalla á nýja nálgun. Við þurfum að móta stefnu okkar með hliðsjón af framtíðinni, sama hversu glæst fortíðin var. Hér er um gríðarlega hagsmuni að ræða og við megum ekki festast í hlekkjum hugarfars við lausn á þeim.

Ég óska öllum bændum gjöfuls og farsæls árs.
 

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...