Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Guðmundur Þorsteinsson.
Guðmundur Þorsteinsson.
Skoðun 19. júlí 2017

Leyndarhyggja Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Guðmundur Þorsteinsson
Í vetur hef ég tvisvar skrifað pistla í Bændablaðið þar sem ég hef gagnrýnt B.Í. fyrir tregðu til að upplýsa bændur um fjárhagsmálefni samtakanna eins og sundurliðaða ársreikninga o.fl. Er skemmst frá því að segja að þar var talað fyrir svo daufum eyrum að um fullkomið heyrnarleysi er að ræða.
 
Þá gerði ég (í Bbl. 23. feb.) athugasemdir við það að bændur skuli skyldir til að kaupa afnot af forritum B.Í. eins og Jörð, Huppu og Fjárvís sem samtökin eiga og hafa frjálsar hendur um verðlagningu á; hafa raunar ákveðið að þeir sem greiða aðildargjaldið til B.Í. fái 30% afslátt af listaverðinu. Ég spurði einnig hvort ráðuneytið hefði samþykkt og staðfest gjaldskrána, en hef engin viðbrögð fengið. 
 
Með eftirgrennslan í ráðuneytinu hef ég komist að því að hægt er að fá takmarkaðan aðgang að þessum forritum á u.þ.b. hálfvirði þar sem unnt er að fullnægja skráningarskyldunni. Og viti menn, þá verðskrá má finna á heimasíðu B.Í. en svo vel er hún falin að starfsmenn Búnaðarsamtaka Vesturlands höfðu t.d. ekki hugmynd um hana þegar ég sagði þeim frá þessu.
 
Ekki fer á milli mála að með þessu ráðslagi eru forsvarsmenn B.Í. að reyna að fá sem flesta til að greiða aðildargjaldið án þess að hafa vitneskju um þennan kost.
 
Við þetta má bæta litlu dæmi um ásælni B.Í. Aldraður bóndi fékk frá samtökunum reikning fyrir afnot af forritinu jord.is. Hann hvorki á tölvu né hefur færni til að nota forritið og hefur því auðvitað ekki óskað eftir að fá aðgang að því. Trúlega eru fleiri í þeirri stöðu.
 
Forsvarsmenn Bændasamtaka Íslands láta í ræðu og riti sem þeir séu sem útspýtt hundsskinn við að gæta hagsmuna bænda en framanritað leiðir í ljós þá ömurlegu staðreynd að þeir eru reiðubúnir til að leggjast býsna lágt til að hafa af þeim fé, á fölskum forsendum ef ekki vill betur til. 
 
Á heimasíðu B.Í. blasir nú við áberandi tilkynning (auðvitað á eftir slagorðinu: Bændasamtökin rækta þinn hag!!!) um að reikningar fyrir jord.is séu á eindaga en ef menn greiða aðildargjaldið, 42.000,- kr. geta þeir náðarsamlegast fengið upphaflegan reikning felldan niður en greiða síðan með afslættinum. Ekki er vikið einu orði að þeim möguleika að fá takmarkaðan aðgang.
 
Nú ættu B.Í. að reyna að klóra aðeins yfir skítinn sinn með því að gera mönnum glögga grein fyrir þeim möguleika að fá takmarkaðan aðgang að þessum forritum og hvað felst nákvæmlega í þeim takmörkunum. Að öðrum kosti tel ég þau rúin allri vild og trausti.
 
Ritað 3. júlí 2017.
Guðmundur Þorsteinsson
Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...