Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mikilvægt er að vernda heilbrigði búfjárstofna og fæðuöryggi þjóðarinnar. Við sem eyþjóð verðum að búa við ákveðið fæðuöryggi. Ýmsa vá getur borið að dyrum: Náttúruvá, vá frá viðskiptalegu sjónarmiði, eins og var uppi hér eftir bankahrunið, að ógleymdum m
Mikilvægt er að vernda heilbrigði búfjárstofna og fæðuöryggi þjóðarinnar. Við sem eyþjóð verðum að búa við ákveðið fæðuöryggi. Ýmsa vá getur borið að dyrum: Náttúruvá, vá frá viðskiptalegu sjónarmiði, eins og var uppi hér eftir bankahrunið, að ógleymdum m
Mynd / HKr.
Lesendarýni 15. maí 2019

Heilbrigðir búfjárstofnar eru meðal auðlinda Íslendinga

Höfundur: Karl Gauti Hjaltason alþingismaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi kgauti@althingi.is
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Aðdragandinn að lagasetningunni eru dómar héraðsdóms, Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins sem fela í sér að íslenska ríkið hafi brotið gegn skyldum sínum samkvæmt EES-samningnum með því að halda uppi leyfiskerfi á innflutningi á nokkrum tegundum búfjárafurða. Því sé íslenskum stjórnvöldum nauðsynlegt að opna fyrir innflutning á ófrosnu kjöti, eggjum og ógerilsneyddri mjólk með þessari lagasetningu. Óvíst er hvort boðaðar mótvægisaðgerðir dugi til að tryggja þá vernd gegn dýrasjúkdómum sem okkur er nauðsynleg.
 
Við Íslendingar stöndum í þeim öfundsverðu sporum að landbúnaðarafurðir sem framleiddar eru hér innanlands eru heilnæmar og að mestu ósýktar af lyfjaþolnum bakteríum. Hið sama er ekki að segja um landbúnaðarvörur á stórum svæðum í Evrópu þar sem hvers kyns dýrasjúkdómar hafa verið landlægir öldum saman.
 
Fæðuöryggi
 
Karl Gauti Hjaltason.
Mikilvægt er að vernda heilbrigði búfjárstofna og fæðuöryggi þjóðarinnar. Við sem eyþjóð verðum að búa við ákveðið fæðuöryggi. Ýmsa vá getur borið að dyrum: Náttúruvá, vá frá viðskiptalegu sjónarmiði eins og var uppi hér eftir bankahrunið, að ógleymdum mannanna verkum, þegar mannkynið sýnir sínar verstu hliðar í ófriði. Fæðuöryggi snertir almannahag og er þannig almannavarnarmálefni. Mikilvægt er að hlúa að innlendri matvælaframleiðslu þannig að við séum í stakk búin að fæða íbúa landsins ef vá ber að dyrum. Þetta snertir einnig varðveislu þekkingarinnar við umhirðu dýra, framleiðslu afurða og verklag við að vinna úr þeim, verksvitið sem þessu fylgir getur á skömmum tíma glatast.
 
Verndun búfjárstofna
 
Mál þetta snertir ekki aðeins fæðuöryggi þjóðarinnar og innlenda framleiðslu, heldur líka verndun innlendra búfjárstofna. Þar er ekki einungis verið að tala um að halda í íslenska hestinn, okkar sérstaka kúastofn, íslenska sauðféð ásamt hinum einstaka forystufjárstofni, heldur ber að varðveita sérstöðu íslenskra búfjárstofna, sem hafa verið hér að mestu einangraðir í 1100 ár og eru þess vegna veikir fyrir alls kyns smitsjúkdómum sem annars staðar, til að mynda í Evrópu, eru oft og tíðum landlægir og hafa með tíð og tíma ekki orðið eins skæðir búfjárstofnum þar. Ef íslensku búfjárstofnarnir sýktust af þessum sjúkdómum gæti það valdið gífurlegu tjóni og í versta falli útrýmt einstökum stofnum hér á landi og með þeim hætti unnið alvarlegt óafturkræft tjón.
 
Ónæmar bakteríur
 
Þá er ónefnd sú hætta að hingað berist í auknum mæli sýklalyfjaónæmar bakteríur í meira mæli en við höfum áður kynnst og með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Vísindamenn telja ógnina sem mannkyninu stafar af aukinni útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería og auknu þoli þeirra gegn hvers kyns sýklalyfjum mestu heilsufarslegu hættu sem mannkynið stendur frammi fyrir um þessar mundir. Bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum eru að verða landlægar í Evrópu, sem er bein afleiðing af óhóflegri notkun sýklalyfja sem dælt er í búfénað til þess að skepnurnar fái ekki neins konar kveisu, vaxi eins hratt og nokkur kostur er og geti þannig komið fyrr til slátrunar og fengið síðan ríkisniðurgreitt flugfar til allra afkima Evrópusambandsins. Lyfjanotkun í landbúnaði hér á landi er ekki nema brot af því sem víða tíðkast í Evrópu. Nú er lagt til að Ísland verði eitt þeirra markaðssvæða sem þessar afurðir nái til.
 
Hér hef ég ekki nefnt ýmsar bakteríur sem valda matarsýkingum í fólki og eru landlægir í Evrópu, svo sem kamfýlóbakter. Með innflutningi er verið að bjóða heim hættu á að slíkar eitranir í matvælum færist stórlega í vöxt. Ástæða þess að flestir þessir sjúkdómur eru miklu sjaldgæfari hér á landi er hreinleiki íslenskra búfjárafurða og hreint ómengað vatn.
 
Ítarlegar upprunamerkingar
 
Sjálfsögð er sú krafa að neytendur fái með vörunni upplýsingar um uppruna þess sem boðið er til sölu og neyslu. Það eflir vitund neytenda fyrir vörunni og leggur einnig kröfur á framleiðendur að standa sig. Það er mikill munur á búfé og alidýrum eftir löndum og neytendur eiga kröfu á að vita uppruna varanna. Þetta á einnig við um allan aðbúnað dýra. Þar er ólíku saman að jafna, íslensku sauðkindinni sem hleypur frjáls um fjöll og firnindi eða dýrum í smáum stíum Evrópu.
 
Umhverfissjónarmið
 
Í lokin verður að horfa til umhverfissjónarmiða, því allar þessar vörur mun þurfa að flytja hingað inn yfir hafið með tilheyrandi útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Nú þegar allir keppast við að reyna að líta vel út gagnvart þeim málefnum klappa sjálfskipaðir talsmenn neytenda upp heildsalaherinn þegar dómar ganga Evrópusambandinu í hag í málum sem þessu. Við megum ekki fórna íslenskri landbúnaðarframleiðslu og verða smám saman háð innflutningi á vörum sem unnt er að framleiða hér innanlands með vistvænni og heilnæmari hætti en víðast þekkist.
 
Karl Gauti Hjaltason
alþingismaður Miðflokksins
í Suðurkjördæmi
kgauti@althingi.is 
 
Þjóðlendukröfur í eyjar og sker
Lesendarýni 14. mars 2024

Þjóðlendukröfur í eyjar og sker

Óbyggðanefnd tók til meðferðarsvæði 12, með því að fjármálaráðuneytinu var tilky...

Eignaupptaka í nafni sjálfbærrar landnýtingar?
Lesendarýni 13. mars 2024

Eignaupptaka í nafni sjálfbærrar landnýtingar?

Í Samráðsgátt stjórnvalda lágu fyrir skemmstu til umsagnar drög að reglugerð um ...

Niðurskurðargapuxarnir
Lesendarýni 12. mars 2024

Niðurskurðargapuxarnir

Eins og meðfylgjandi grein í Nýjum félagsritum frá 1885 ber með sér hafa verið u...

Alvarleg aðför að eignarrétti, landbúnaði og byggðafestu
Lesendarýni 8. mars 2024

Alvarleg aðför að eignarrétti, landbúnaði og byggðafestu

Reglugerðardrög um sjálfbæra landnýtingu sem lokið hafa umsagnarferli í samráðsg...

Deildarfundir Auðhumlu svf. 2024
Lesendarýni 4. mars 2024

Deildarfundir Auðhumlu svf. 2024

Deildarfundir Auðhumlu svf. 2024 verða haldnir sem hér segir:

Falskt fæðuöryggi undir merkjum ofstjórnar
Lesendarýni 1. mars 2024

Falskt fæðuöryggi undir merkjum ofstjórnar

Þess gætir í vaxandi mæli í þjóðfélaginu að dregnar eru upp sviðsmyndir sem í eð...

EES-samningurinn vinnur gegn rekstrarumhverfi íslenskra bænda
Lesendarýni 28. febrúar 2024

EES-samningurinn vinnur gegn rekstrarumhverfi íslenskra bænda

Eftir 1. júlí 2024 mega bændur ekki endurnota eyrnamerki/ örmerki sín í sauðfé, ...

Hið „meinta“ viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur við ESB
Lesendarýni 28. febrúar 2024

Hið „meinta“ viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur við ESB

Árið 1993 var lokið við gerð samningsins um hið Evrópska efnahagssvæði og hann l...