Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ágætu kúabændur um land allt!
Lesendarýni 7. september 2017

Ágætu kúabændur um land allt!

Höfundur: Harpa Ósk Jóhannesdóttir
Síðastliðin 5 ár hef ég stundað nám í dýralækningum við háskólann í Kaupmannahöfn og er nú komið að endasprettinum, þ.e. skrifum á lokaverkefni, sem lýkur með vörn og útskrift um mánaðamótin janúar/febrúar 2018. Í verkefninu verður fjallað um burðarerfiðleika, kálfavanhöld og heilsufar mjólkurkúa á Íslandi. 
 
Kálfavanhöld hafa verið stórt vandamál í íslenskri mjólkur­framleiðlu í gegnum árin og árið 2016 voru kálfavanhöld 14% á landsvísu. Þá situr Ísland á toppnum yfir flesta dauðfædda kálfa í Evrópu.
 
Markmið mitt með verkefninu er að gera úttekt á burðarerfiðleikum og umfangi burðarhjálpar, kálfavanhöldum sem og heilsu­farsvandamálum kýrinnar um og eftir burð. 
 
Hér verða burðarerfiðleikarnir kjarni verkefnisins og í því samhengi litið á afdrif kálfs og heilsufar móður um og eftir burð, ásamt því að litið verður lauslega á fóðrun og umhirðu gripa fyrir og eftir burð. 
 
Svo af verkefninu megi verða þarfnast ég aðstoðar íslenskra kúabænda næstu tvo mánuðina. 
 
Sendir verða út tveir spurningalistar; annar almenns efnis en hinn er sérstaklega ætlaður til að afla upplýsinga um hvern einstaka burð. Óskað er eftir að bændur skrái búsnúmer en það er til þess ætlað að bera megi saman svörin úr hvorum spurningalista fyrir sig. Ekki verður greint frá niðurstöðum einstakra búa og því fyllstu nafnleyndar gætt.
 
Almenni spurningalistinn verður aðgengilegur á forsíðu Huppu. Listinn samanstendur af 13 spurningum (þar af 10 krossaspurningum) og honum þarf aðeins að svara einu sinni. 
 
Spurningalistinn um hvern ein­staka burð verður aðgengilegur undir skráningu burðar í Huppu. Honum er óskað svarað við hvern burð á búinu. Listinn samanstendur af 16 spurningum (þar af 11 krossaspurningum) sem öllum er tiltölulega fljótsvarað. Í einni spurningunni óska ég eftir þyngd kálfs í kg. Þessi spurning er sennilega sú sem krefst hvað mestrar vinnu og er það að sjálfsögðu valfrjálst hvort bændur svari henni eða ekki. Ég yrði hins vegar mjög þakklát ef bændur hefðu tök á að vigta kálfana nýfædda svo kanna mætti hvort meðalþyngd þeirra við fæðingu sé að aukast. 
 
Fyrir þá bændur sem ekki eru í rafrænu skýrsluhaldi verða sendir út spurningalistar í pappírsformi.
Sjálf er ég fædd og uppalin á Herjólfsstöðum í Álftaveri þar sem er stundaður blandaður búskapur með nautgripi, sauðfé og hross. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á því sem við kemur æxlun og frjósemi jórturdýra, sem og afdrifum ungviðis og móður um og eftir burð. Sá áhugi stigmagnaðist svo á kandídatsárunum þegar ég hitti fyrir leiðbeinendur mína í þessu verkefni sem nú hefur göngu sína. Þegar ég kynnti hugmyndir mínar fyrir þeim á vormánuðum þessa árs urðu þær fullar áhuga á að gera úttekt á viðfangsefninu hérlendis þar sem aðstæður hér eru nokkuð öðruvísi en þær eiga að venjast í sínu heimalandi. Það er því von mín að þið hafið áhuga á að koma með mér í þetta verkefni því án ykkar aðstoðar yrðu niðurstöðurnar harla litlar (og þar fyrir utan yrði lokaritgerðin mín ákaflega þunnur pappír). 
 
Með vinsemd og von
um góðar undirtektir, 
Harpa Ósk Jóhannesdóttir, dýralæknanemi við háskólann
í Kaupmannahöfn.
Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...

Girðingar meðfram vegum
Lesendarýni 25. mars 2024

Girðingar meðfram vegum

Oft eru gáfulegar umræður við kaffiborð í sveitum og þá sérstaklega ef kaffið er...