Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kerfisvandi
Skoðun 27. júní 2017

Kerfisvandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Kannski er verið að bera í bakkafullan læk með því að minnast enn eina ferðina á þá peningastefnu sem Íslendingum  er gert að búa við. Afleiðing þeirrar stefnu virðast þó því miður vera að hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu, sjávarútveg og landbúnað. 
 
Það kerfi sem ríkt hefur í fjármálum heimsins í meira en eina öld hefur margvíslega vankanta. Fyrir það fyrsta þá leiðir taka vaxta af peningum sjálfkrafa til þess að stokka verður kerfið upp með reglulegu millibili. Það gerist með flutningi rauneigna frá þeim sem þær skapa og til þeirra sem innheimta vextina, því vextir eru í sjálfu sér ekki ávísun á nein raunverðmæti. 
 
Staðan á Íslandi er dálítið sérstök vegna þess hvernig peningakerfinu hefur verið leyft að þróast út í stjórnleysi. Seðlabankinn, sem á lögum samkvæmt að gefa út peninga og enginn annar, hefur þá heimild. Peningarnir eru ávísun á raunverðmæti sem verða til í þjóðfélaginu, með margvíslegri framleiðslu, m.a. matvæla. Í mörg ár hefur það verið látið óátalið að viðskiptabankarnir hafa hrifsað til sín peningaútgáfuvaldið án þess í raun að spyrja kóng né prest. 
 
Þetta háttalag er afsprengi tölvuvæðingar og rafrænna viðskipta um alnetið. Þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi einn heimild til að gefa út peninga í hvaða mynd sem það er, þá hafa aðrir bankar komist upp með að gefa út rafmynt í gegnum sín tölvukerfi, án þess að greiða Seðlabankanum neitt fyrir þá útgáfu. Þeir eru því að búa til platverðmæti úr engu og bakka það upp með útgáfu skuldabréfa, m.a. vegna húsnæðiskaupa með greiðsluplani inn í framtíðina. Þetta er síðan skráð í bókhaldi bankanna sem útistandandi eignir en eru það í raun ekki. 
 
Gallinn við þetta kerfi er margþættur. Eitt atriði er að Seðlabankinn, sem ætti að fá tekjur af því að lána bönkunum peninga til að nýta í sín viðskipti, fær ekkert fyrir sinn snúð. Þess í stað bakkar hann upp ruglið með því að halda uppi ofurháum stýrivöxtum sem bankarnir nýta sér til hins ýtrasta. Í skjóli þeirra leggja þeir enn hærri vexti á útlán á sínum platkrónum, sem eru peningar sem þeir hafa í raun hvorki unnið fyrir né hafa heimild til að nota. Afleiðingin er að í efnahagskerfinu eru svífandi gríðarlegar reiknaðar peningastærðir sem engin raunverðmæti eru á bak við. Slíkt gengur auðvitað ekki upp til lengdar og því verður að leiðrétta kerfið annað slagið með tilheyrandi eignatilfærslum. 
 
Niðurstaðan er alltaf sú að fjármálakerfið reynir að laga sína stöðu með því að draga til sín rauneignir, m.a. frá almenningi og fyrirtækjum, til að fá eign á móti innihaldslausum vöxtum og rafkrónum. Auðvitað væri þó réttasta leiðin að þurrka út loftbólueign fjármálakerfisins og aflétta óraunhæfum álögum af skuldurum. Þegar allt peningakerfið er hins vegar orðið gegnsýrt af innihaldslausum og ímynduðum verðmætum myndi slík leiðrétting leiða til allsherjarhruns kerfisins. Gegn slíku mun fjármálakerfið alltaf berjast með kjafti og klóm. 
 
Vegna þessa falska hagkerfis verða til gríðarlegar rauneignatilfærslur til þeirra sem „eiga“ vaxtakröfurnar og  innistæðulausu  rafpeningana. Örfáir einstaklingar eru í skjóli þessa að eignast stærsta hluta allra verðmæta mannkyns. Þótt allir hugsandi menn viti að þetta gengur ekki upp, þá er samt enn haldið áfram á sömu braut. Hinir ríku verða stöðugt ríkari á kostnað þeirra sem neðar standa í þjóðfélagspíramídanum. Það er ekki lengur spurning um hvort, heldur hvenær þolinmæði fjöldans þrýtur. Það mættu þeir sem eru við stjórnvölinn í Seðlabanka Íslands líka hafa í huga þegar þeir móta sína vaxtastefnu. 
Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...