Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Brothættar byggðir  bitlaust verkfæri
Mynd / H.Kr
Skoðun 10. júlí 2017

Brothættar byggðir bitlaust verkfæri

Höfundur: Eirný Vals
Brothættar byggðir er sértæk aðgerð fyrir smærri byggðakjarna og sveitir landsins, sem á tíðum eru aðilar sem vegna smæðar sinnar hafa ekki getað nýtt sér önnur úrræði ríkis og sveitarfélaga til stuðnings byggðaþróunar- og samfélagsuppbyggingar. 
 
Með þessu samstarfi taka ríki, sveitarfélag, stoðkerfi og íbúar höndum saman um eflingu byggðarlagsins. Ekki er meiningin að búa til nýtt lag ofan á stoðkerfið, heldur vettvang þar sem leiddir eru saman kraftar og mynduð einskonar „sérsveit“.
 
Í verkefnislýsingu brothættra byggða, sjá vef Byggðstofnunar, segir meðal annars: 
 
„... Verkefnisstjórnin mun leggja niðurstöður stefnumótunar og verkefnisáætlun fram til umfjöllunar hjá aðilum verkefnisins og stýrihópi Stjórnarráðsins um byggðamál , til að tryggja samstöðu um verkefnið. Enn fremur að koma niðurstöðunum á framfæri við stofnanir og fyrirtæki sem hafa áhrif á þjónustustig og þróun viðkomandi byggðarlags til að stuðla að því að ákvarðanir þessara aðila taki mið af áherslum íbúanna. „
 
Greinarhöfundur hefur verið verkefnisstjóri í verkefninu Skaftárhreppur til framtíðar frá febrúar 2015. Við höfum haldið íbúaþing, íbúafundi, samþykkt framtíðarsýn, gert verkáætlun. Það má fullyrða að íbúar hafi skilað sínu og að auki ítrekað óskað eftir, að stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál komi að málinu og leggi því lið svo samstaða verði um verkefnið innan stjórnsýslunnar. Í fáum orðum má segja að þar gerist lítið.
 
Meiningin var aldrei að búa til nýtt lag ofan á stoðkerfið. Jæja, sérsveitin varð ekki heldur til. Hins vegar varð til nýr flokkur hagsmunagæslu. Verkefnastjórar hverrar byggðar fyrir sig knýja dyra með málefni frá íbúaþingum. Stundum samhljóða, líkt og samgöngur, fjarskipti og orka, í annan tíma ólík. Við í Skaftárhreppi eigum mikið undir að ríkisjarðir séu setnar, byggðar, nytjaðar. Sjávarbyggðir tala um aflaheimildir. Verkefnastjóri kemur og truflar önnum kafið starfsfólk stjórnsýslunnar. Truflar fólk og segir frá brothættri byggð. Byrjar alltaf á núllreit og festist í lokaðri hringrás.
 
Þegar byggðarlag hefur fengið inngöngu í hóp brothættra byggða – jú, það er sótt um að vera í þeim hópi og samkeppnin er allnokkur – þá breytist lítið sem ekkert í samskiptum við ríkið. Smæðin, fjarlægðin, stærð viðfangsefna. Allt strandar á því að sértæka aðgerðin nær ekki inn fyrir þröskuld stjórnsýslunnar.
Ég les og fylgist með fréttum frá Árneshreppi á Ströndum. Íbúar færri en fimmtíu og fer fækkandi.
 
Klárlega brothætt byggð, en mér þykir leitt að segja það, ég sé engan veginn að verkfæri brothættra byggða, eins og ég hef kynnst þeim, muni koma að notum. Kannski þykir einhverjum ljótt að íbúi í Skaftárhreppi hafi skoðun á hvað gangi í Árneshreppi. Hvað gæti komið að notum og hvað ekki. Það verður svo að vera, ég hef meiri þekkingu á verkfærunum en hreppnum. Ég veit hvað hefur verið erfitt og hvað hefur verið auðveldara. Verkefnisstjórnir, starfsfólk Byggðastofnunar og íbúar hafa róið í sömu átt en stjórnsýslan hreyfist ekkert. Þegar ég hitti landbúnaðarráðherra í vor þá hafði hann meiri áhuga á að ræða um nafnið, brothætt byggð, en verkefnið og þau mál sem þarfnast úrlausnar í ráðuneyti og stofnunum þess.
 
Samgöngur, orkumál, fjarskipti, heilsugæsla, sjúkraflutningar. Þetta eru mála­flokkar sem brenna á íbúum brothættra byggða. Þeir geta margt en það er óeðlilegt að sveitarstjórnir, líkt og í Svalbarðshreppi, þurfi að grípa til þeirra örþrifaráða að fjármagna vegabætur til að íbúar komist til og frá vinnu. Af virðingu við íbúa Skaftárhrepps sem búa allflestir við malarvegi þá læt ég vera að minnast á ástand veganna. Víða er vegstæðið eitt eftir, allt annað er löngu rokið í veður og vind.
 
Ef það er eitthvað sem ég hef lært á rúmum tveimur árum þá er það að stjórnsýslan, ríkið og stofnanir/fyrirtæki þess, var engan veginn búin undir þessa sértæku aðgerð. Ég skrifa VAR og get fullyrt að hún ER það ekki enn.
 
Eirný Vals
verkefnisstjóri Skaftárhrepps til framtíðar
Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...