Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Að segja hálfan sannleika
Lesendarýni 14. júní 2016

Að segja hálfan sannleika

Höfundur: Jón Kr. Arnarson
Á forsíðu Bændablaðsins 26. maí er slegið upp fyrirsögninni  „Sauðfé hefur fækkað um 40% með tilheyrandi stórminnkun beitarálags“.  Þar er fjallað um þá fækkun sem orðið hefur á vetrarfóðruðum kindum á milli áranna 1982 og 2015. 
 
Þá segir í greininni að samkvæmt gögnum frá Náttúrufræðistofnun Íslands hafi mælst aukinn lífmassi á tímabilinu  1982–2010 sem þýði að land hafi verið að gróa í kjölfar fækkunar sauðfjár og hlýnandi veðurfars. Það er vissulega rétt en er þó aðeins hálfur sannleikurinn og gefur því í raun mjög villandi mynd.
 
Fækkun sauðfjár?
 
Á áttunda áratug síðustu aldar og framyfir 1980 fjölgaði sauðfé gífurlega á Íslandi með tilheyrandi ofbeit og gróðureyðingu. Þá var hér miklu fleira fé en hafði nokkurn tímann verið frá landnámi. Þótt fé hafi vissulega fækkað frá þessum árum er hér enn margt fé og hefur sjaldan í Íslandssögunni verið fleira. Það að nota árið 1982 sem einhvern upphafspunkt skekkir því mjög myndina ef við viljum skoða beitarálagið nú í sögulegu samhengi. Fjöldi sauðfjár á Íslandi  hefur svo haldist nokkuð óbreyttur síðustu 25 ár, þótt innanlandsneysla á lambakjöti hafi dregist verulega saman á sama tímabili.  
 
Er landið að gróa upp?
 
Í forsíðugrein Bændablaðsins segir að þróttur gróðurs hafi aukist með minnkandi beitarálagi frá því árið 1982. Það er vissulega rétt því það hvort land grær upp og hversu hratt það gerist hangir mjög saman við beitarálag.
 
Samkvæmt gögnum Náttúru­fræði­stofnunar (Reynolds og félagar) þá var gróður mjög í framför fyrst eftir að fé fækkaði upp úr 1980 og var í stöðugri framför fram undir aldamót eða þar til fjöldi sauðfjár var orðinn nokkuð föst stærð. Hins vegar er það svo samkvæmt sömu gögnum að lífmassi minnkaði milli áranna 2002 og 2013. Þau ár eru þó einhver þau hlýjustu í sögunni. Til að meta ástandið  í dag er eðlilegra að skoða þessi síðustu ár og nýjustu tölur í stað þess að nota 1982 sem viðmið. Ef nánar er rýnt í þessi gögn sést að gróðri hefur helst farið fram þar sem land er friðað fyrir beit eða dregið hefur verulega úr beitarálagi.  Að sama skapi hefur gróðri ekki síst hnignað þar sem beitarálag er mikið.
 
 
Margt hefur færst til betri vegar í beitarmálum á síðustu áratugum og þá ekki síst eftir að sauðfé fækkaði eftir 1980. Þrátt fyrir þá fækkun er fé enn margt á Íslandi í sögulegu samhengi. Hin seinni ár hefur gróðri víða hnignað þar sem beitarálag er mikið. Við eigum því  enn langt í land með að geta sagt að sauðfjárrækt á Íslandi sé alls staðar stunduð með sjálfbærum hætti.  
 
Jón Kr. Arnarson
Áhugamaður um landgræðslu og landnýtingu.
Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...