Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skeggrætt um tollamál – af hverju breyttist ostur í jurtaost í hafi?
Fréttir 12. maí 2021

Skeggrætt um tollamál – af hverju breyttist ostur í jurtaost í hafi?

Frá því á vormánuðum 2020 hafa hagsmunasamtök bænda og afurðastöðvar þeirra tekið framkvæmd innflutnings búvara og tollasamninga til gagngerrar skoðunar og umfjöllunar.

Erna Bjarnadóttir hagfræðingur hefur ítrekað bent á ýmsa vankanta í þessu efni og þá einkum varðandi innflutning á mjólkurvörum en leikurinn hefur borist víðar – s.s. í kjötvörur og afurðir garðyrkju. Upp hefur komist að einhvern veginn eiga þessar vörur til með að umbreytast í hafi í aðrar vörur á leið sinni frá meginlandinu til Íslands. Venjulegur ostur breyttist t.d. í jurtaost svo dæmi sé tekið. En eftir ábendingar Ernu hefur innflutningur á jurtaosti t.d. stórminnkað - sem er verulega áhugavert.

Segja má að Erna Bjarnadóttir hafi lyft upp lokinu af potti sem ekki var vitað að væri til. Innihaldið var svo magnað að Alþingi bað Ríkisendurskoðun um að líta á það. Í spjallinu við Ernu kemur fram að svo virðist sem Hagstofan hafi aldrei reynt að bera saman tölur um innflutning ákveðinna vara til Íslands við það sem útflutningslöndin sögðust hafa sent þangað. Hefði það verið gert hefði Hagstofan séð að ekki var allt með felldu.

En hverjir græddu og hverjir töpuðu á því að ostur breyttist í jurtaost í hafi? Bændur töpuðu en innflytjendur högnuðust. Ríkið var af tekjum. Hagtölur eru ekki réttar.

Hlustaðu á viðtalið við Ernu Bjarnadóttur hagfræðing í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Umsjónarmaður Skeggrætt er Áskell Þórisson.

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...