Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Systur og bændur og hanna öðruvísi vinnufatnað
Fréttir 27. janúar 2017

Systur og bændur og hanna öðruvísi vinnufatnað

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Systurnar og bændurnir Thrine Bye Heggum og Ine Bye Rossetnes frá Grong í Norður-Þrændarlögum í Noregi búa nánast hlið við hlið og sinna fjósastörfum og fleiru á sínum bæjum en fannst skorta vinnufatnað fyrir konur svo úr varð fyrirtækið Traktorpikene fyrir nokkrum árum. Nú hanna þær og selja litríkan og klæðilegan vinnufatnað fyrir konur og börn.
 
Systurnar og bændurnir Thrine Bye Heggum og Ine Bye Rossetnes frá Grong í Norður-Þrændarlögum í Noregi.
 
„Þetta ævintýri byrjaði fyrir rúmum þremur árum þegar ég var í fæðingarorlofi með annað barn mitt. Ég var ekki með vinnu fyrir utan búið eftir orlofið og hugsaði mikið hvað ég gæti gert. Við erum með smá „hobbí“-búskap á bænum með til dæmis hænur, kalkúna, fasana, hesta og fleira og ég var að stússast í kringum það og sinnti mismunandi störfum utandyra. Einnig fáum við grunnskólanemendur í heimsókn á bæinn á vorin og haustin sem læra um mismunandi framleiðslu í landbúnaði,“ útskýrir Thrine og bætir við:
 
„Ine systir hafði verið með í Opnum landbúnaði og vann þar heilmikið úti við í tengslum við dýrin og viðhald á bænum en að auki búa laxveiðimenn allt sumarið hjá þeim. Við upplifðum oft að okkur fannst við ekki líta nógu vel út í þeim vinnufötum sem við höfðum og snið og efni gerðu manni oft þungt og erfitt fyrir að vinna í og svo gátu þau líka orðið of hlý. Okkur fannst við ekki geta sýnt okkur í þeim gagnvart öðru fólki, svo langt gekk það. Þannig gerðist það og var minnisstætt að Ine laumaðist baka til að skipta um föt þegar veiðimennirnir komu. Upp frá þessu fórum við að leita á Netinu að kvenlegri vinnufatnaði en það var ekki auðvelt að finna.“
 
Hugmyndir settar á blað
 
Nú voru systurnar komnar með hugmynd og þor til að fara enn lengra og bæta úr þeim vinnufatnaði sem til var á markaðnum.
 
„Við hugsuðum að þarna væri komið kjörið tækifæri til að byrja á einhverju sjálfar svo við settumst niður og skrifuðum niður hugmyndir og kröfur sem okkur fannst þurfa að hafa varðandi snið, liti og fleira. Því næst leituðum við til Innovasjon Norge sem styður við nýsköpun og frumkvöðla og spurðum hreint út hvort okkar hugmynd væri nógu góð til að styrkja og sem betur fer var okkur svarað játandi.
Fjölskyldurnar okkar hafa styrkt okkur gríðarlega vel í þessu ævintýri og hjálpað okkur mikið með ýmislegt,“ segir Thrine, sem er yngst fjögurra barna og er innanhússarkitekt að mennt. Ine er elst og menntuð sem félagsráðgjafi. Systurnar ólust upp á bænum Heggum þar sem fyrirtækið Traktorpikene er í dag. Thrine býr enn á Heggum með foreldrum sínum sem sjá enn um rekstur sveitabæjarins en sjálf hefur hún óðalsrétt hans. Rétt norðar, steinsnar frá, býr Ine með sinni fjölskyldu á öðrum bæ.    
 
Ekki eingöngu fyrir bændur
 
Systurnar og fyrirtækið voru tilnefndar í landskeppni í Noregi fyrir bestu þróun fyrirtækis og einnig hafa þær verið sýnilegar á ýmsum bændahátíðum og sýningum og verið vel tekið.
 
„Vörunum hefur verið gríðarlega vel tekið og við höfum fengið mikinn stuðning. Fólk er mjög jákvætt gagnvart vörunum og finnst hugmyndin okkar góð ásamt því að tími hafi verið kominn til að konur gætu valið sér góð og fín vinnuföt. Körlunum finnst þetta líka mjög skemmtilegt og taka fullir áhuga þátt í þessu,“ segir Thrine og bætir við:
 
„Þetta er ekki eingöngu fyrir bændur þó að við finnum fyrir því að stærsti markaðurinn sé hjá þessum hóp. Við hugsum þetta fyrir alla sem vinna utandyra og þurfa vinnuföt, hvort sem um er að ræða konur og börn í garðyrkjustörfum, bifvélavirkja, leikskólakennara, hesta- og hundafólk og svo framvegis. Það eru engar takmarkanir, meira að segja er þetta fínt fyrir konur sem þurfa að sinna garðskikanum heima hjá sér. Enn sem komið er seljum við aðallega í Noregi en höfum einnig selt til Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands en markmið okkar er auðvitað að komast á alþjóðamarkað og út í heiminn. Þetta er þó enn lítið fyrirtæki og það tekur tíma að vaxa frá því að vera lítið fjölskyldufyrirtæki og yfir í eitthvað stærra. Við fáum hugmyndir og óskir frá viðskiptavinum sem er okkur mikilvægt og við erum í stöðugri þróunarvinnu sem gerir þetta svo skemmtilegt og við höldum ótrauðar áfram.“
Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...