Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Afturljósin eru nauðsynleg fyrir þá sem á eftir koma.
Afturljósin eru nauðsynleg fyrir þá sem á eftir koma.
Fréttir 12. febrúar 2018

Nauðsynlegt að halda rúðunum hreinum

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Á þessum mánuðum, sem oft eru kallaðir „skammdegismánuðir“, koma stundum dagar þegar sólin er lágt á himni og beint í augu ökumanna. Stundum er sólin það lágt á himni að ekki dugir að setja sólskyggni niður til að keyra og verður hreinlega að keyra beint upp í sólina, nánast blindaður af sólargeislum. Þá er eins gott að framrúðan sé hrein og útsýni gott, en ótrúlega oft hef ég séð við þessar aðstæður fólk setja rúðupissið á til að reyna að sjá betur. 
 
Við að bleyta framrúðuna í svona aðstæðum gerir útsýnið oft verra, best er á allra björtustu dögum að þrífa framrúðuna vel áður en lagt er af stað með hreinsiefnum og þurrka vel. 
 
Hægt að fá sekt fyrir að skafa ekki allar rúður
 
Í umferðarlögum er heimild til að sekta þann sem ekki skefur og hreinsar vel allar rúður áður en ekið er út í umferðina. Ég varð vitni að því að horfa á mann skafa bíl í vegkanti með tvo vaska lögreglumenn standandi yfir sér, en sekt fyrir að skafa ekki rúðurnar er að mér skilst um 5.000 kr. Í Noregi er umferðaröryggi mun strangara og meðal annars ef ekki eru nægilega hreinsaðar rúður á bíl í umferð missir ökumaður réttindin samanber frétt 31. jan. á vefmiðlinum pressan.is með fyrirsögninni „Svipt ökuleyfi fyrir að skafa ekki bílinn“ (hefði sennilega verið réttara að hafa það; skafa ekki bílrúðurnar). Ýmsar aðrar reglur eru strangar í Noregi, en þar er vegaeftirlit sem hefur býsna mikið vald. Sem dæmi þá hafa þeir vald til að kyrrsetja flutningabíla (eða snúa við á landamærum) ef bílstjórinn kann ekki að setja keðjur á bílinn. Ef rúta eða flutningabíll er ekki með keðjur meðferðis og að fara yfir fjallveg, er viðkomandi kyrrsettur. Svipað er í mörgum löndum í  Mið- Evrópu, ef verið er að fara yfir fjallvegi á öllum tegundum bíla verða að vera keðjur, eða það sem stundum er kallað léttkeðjur í bílum. 
 
Ljósleysi að aftan er meira hættuskapandi en margan grunar
 
Það eru lög á Íslandi um að allir bílar eigi að vera með ljós allan hringinn alltaf þegar ekið er, en mikill misbrestur er á þessu og æ algengara að keyra fram á bíla í umferðinni sem eru ljóslausir að aftan. Persónulega finnst mér afgerandi verstir ökumenn rafbíla og þá sérstaklega margir sem aka Nissan Leaf. 
Það er sektarákvæði í umferðar­lögum fyrir að vera ekki með ljós allan hringinn, en margir sem eru í umferðinni á nýlegum bílum hafa ekki hugmynd um að þeir eru ljóslausir að aftan. Í gegnum árin hefur það verið almenn kurteisi að blikka háuljósunum á þann sem á móti kemur ljóslaus til að láta vita af ljósleysi. Oftast fær maður þakkir fyrir, en að blikka bíla aftan frá sem ekki eru með ljósin kveikt gegnir ekki sama máli. Ég geri þetta oft til að láta vita af ljósleysi að aftan og hef fengið (puttann) löngutöng upp í loft oftar en einu sinni fyrir.
 
Spurning um öryggi bílstjóra og farþega 
 
Fyrir þá sem ekki eru að skilja öryggi þess að vera með afturljósin kveikt þá er þetta þeirra öryggi sem verið er að tala um. Ljóslaus bíll að aftan sem keyrir beint á móti sól er illsjáanlegur fyrir þann sem fyrir aftan ekur. 
 
Í snjókófi og lágskafrenningi er afturljósalaus bíll í stórhættu gagnvart hærri bílum þar sem bíllinn er nánast ósjáanlegur fyrir snjó fyrr en allt of seint. Sé tekið dæmi um þetta þá sér bílstjóri á lágum bíl ekki veginn vel í lágskafrenningi og hægir þá eðlilega ferðina, en hár jeppi eða vörubílar eru oftast fyrir ofan skafrenninginn og horfa niður á veginn og telja sig sjá veginn það vel að þeir hægja ekkert á sér fyrr en allt í einu að hvít þúst er á miðjum veginum og of seint að bremsa. Ef ljós eru að aftan sjást þau ágætlega í gegnum snjóinn aftan á bílnum. Því er gott að muna að ef einhver er að blikka mann aftan frá er eitthvað að, eða eins og segir í textanum í laginu Á rauðu ljósi: „..flautar eins og óður asninn fyrir aftan mig.“ Það er ekki að ástæðulausu að hann blikkar eins og óður asninn fyrir aftan þig. Hann er að gera það fyrir þitt öryggi, nema að þú sért sérstaklega að óska eftir því að það verði ekið aftan á þig.
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...