Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslendingar fóru að mestu eftir ráðleggingum en ekki ferðafólk – hvað klikkaði?
Mynd / HLJ
Fréttir 28. febrúar 2020

Íslendingar fóru að mestu eftir ráðleggingum en ekki ferðafólk – hvað klikkaði?

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í síðasta tölublaði Bændablaðsins 2019 hafði ég á orði í texta undir mynd að vonandi sæi ég ekki svona mynd aftur í bráð. Mér varð ekki að ósk minni því um réttum tveim mánuðum síðar kom þetta vonda veður á sjálfan „ástardaginn“. 
 
Það sem vakti athygli mína þegar ég fór yfir helstu fréttir eftir óveðrið og meðan á því stóð var hversu fólk fór almennt eftir leiðbeiningum um að vera ekki á ferðinni svo að snjóruðningstæki og björgunaraðilar gætu athafnað sig við snjómokstur og björgunaraðgerðir. 
 
Mín vinna felst í að bjarga þeim sem gert hafa mistök og eru í vandræðum og þurfti ég því vinnu minnar vegna að vera á ferðinni. Umferð var nánast engin enda allir vegir út frá Reykjavík lokaðir. Þá sló það mig svolítið hversu margir ferðamenn voru á röltinu með Sæbrautinni og úti á Gróttu, fjúkandi undan veðrinu og skríðandi í skjól við tónleikahúsið Hörpu. Greinilegt að eitthvað hefur vantað upp á upplýsingastreymi til þeirra frá gististöðum og öðrum ferðaþjónustuaðilum.
 
Hjálpsemi nágranna og björgunarsveita er erfitt að meta til fjár
 
Í tvígang þurfti ég að fara í aðstoð þennan morgun. Nánast enginn bíll á ferðinni enda æddi vindurinn víða þennan morgun í Reykjavík á 90 km hraða (þrátt fyrir að hámarkshraði í bænum væri almennt töluvert lægri). Veðurhamurinn var hreint með ólíkindum og margir urðu fyrir foktjóni, en með hjálp góðra nágranna og björgunarsveita var miklu bjargað áður en meira tjón hlaust af.
 
Það er alltaf ánægjulegt að lesa og hlusta á fórnfýsi björgunarsveitar­fólks þegar fólk og eignir eru í hættu. Þegar veðrinu slotaði var greinilegt að þetta veður var með því verra sem yfir landið hefur komið, í skörpustu vindhviðum fór vindurinn á nálægt 270 kílómetra hraða, sem er hraði sem fæstir hafa nokkurn tíma ferðast á nema inni í flugvélum. Það er ágætis viðmið að vera ekki á ferðinni nema í algjörri neyð sé vindur meiri en 25 metrar á sekúndu, en það er 90 km hraði á klukkustund.
 
Hjálpa þeim sem þurfa hjálp, er svo endurgoldið til baka
 
Erlendir gestir sem lítt þekkja til íslenskrar hefðar um hjálpsemi náungans og starfsemi björgunarsveita á Íslandi undrast þennan náungakærleik og hjálp­semi, en að sama skapi finnst þeim skipulagið og uppbygging björgunarsveitanna sniðugt „consept“. 
 
Vilji maður sjá ósvikinn undrunar­svip á andliti útlendings þá útskýrir maður fyrir þeim að öll vinna björgunarsveita sé unnin í sjálfboðastarfi og að fólkið í björgunarsveitunum afli sér mestmegnis tekna af flugeldasölu. Eftir útskýringar um starfsemi björgunarsveita kemur nánast alltaf sama spurningin: 
„Enginn opinber styrkur og greiðslur?“
 
Þetta finnst þeim skrítið og maður heldur áfram að útskýra að maður þakkar fyrir sig með því að kaupa flugeldana hjá þeim með einkunnarorðunum: 
 
„Sá sem hjálpar mér fær hjálp frá mér og þess vegna kaupi ég flugeldana hjá þeim,“ útskýri ég fyrir útlendingunum.
 
Bráðum kemur betri tíð með ...
 
Ætli flestum finnist ekki nóg komið af óveðri í bili, enda styttist í vorið með degi hverjum. Það má eflaust þakka góðum upplýsingum til almennings að slys hafa verið ótrúlega fá á fólki þótt eignatjón hafi verið nokkuð mikið. Allt  þetta óveður skilur eftir dýrmæta reynslu um hvað þarf að varast og hvað þarf að bæta, en fyrir mér fannst mér mest áberandi að sumir erlendir gestir voru illa upplýstir um veður og ófærð. 
 
Förum varlega, vörum við hættum ef við vitum af og með stígandi loftvog og hækkandi sól er ég farinn að hlakka til sumarsins.
Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...