Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Áhöfn TF SYN hefur bjargað mörgum í gegnum árin, en íslenskt veðurfar er ekki alltaf hagstætt til flugs.
Áhöfn TF SYN hefur bjargað mörgum í gegnum árin, en íslenskt veðurfar er ekki alltaf hagstætt til flugs.
Fréttir 1. ágúst 2018

Hjálp í neyð, aðgengi sjúkrabifreiða og farsímasamband

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fyrir nokkru skrifaði ég um þá reglu sem fylgir leyfum á akstursíþróttum að á keppnisstað sé alltaf tiltækur sjúkrabíll. 
 
Þessi regla er sjálfsögð og aldrei hef ég heyrt akstursíþróttamann kvarta yfir því að megnið af keppnisgjöldunum fari í að borga kostnaðinn við að sjúkrabíll sé á keppnisstað. Vissulega er þetta góð regla þar sem að ekki er alls staðar gott farsímasamband þar sem akstursíþróttir eru haldnar.
 
Víða um land afar slæmt farsímasamband og á mörgum bæjum ekkert
 
Fyrir nokkru átti ég samtal við kunningja minn sem býr og starfar við landbúnað á bænum Sævarlandi fyrir norðan Tindastól í Skagafirði. Ég kvartaði við hann að ég hefði reynt að hringja í hann í nokkra daga á undan og hann svaraði ekki í farsímann sinn. Svarið var einfalt: Það er ekkert farsímasamband á Sævarlandi og vonlaust að ná í mig heima nema að hringja í heimasímann. Í framhaldinu spurði ég hann hvort það væri ekki áhyggjuefni að vera einn við vinnu og ef svo óheppilega vildi til að hann þyrfti að hringja á sjúkrabíl yrði hann að koma sér í heimasímann til að hringja eftir hjálp. Aftur svaraði hann mér og sagðist verða að búa við þetta og vissi til þess að margir aðrir sem vinna við landbúnað byggju við svipað óöryggi.
 
Farsímafyrirtækin mættu gyrða sig í brók
 
Ekki vantar samkeppnina hjá farsímafyrirtækjunum sem auglýsa hvert í kapp við annað og í fjölmiðlum má heyra og lesa fregnir af dómum vegna brota á samkeppni. Ég er alveg sannfærður um að miklu af þessu auglýsingafé og sektargreiðslum væri betur varið til að efla farsímasamband á þeim stöðum sem lítið eða ekkert farsímasamband er. Það eru heilu dalirnir og önnur svæði þar sem tugir manna býr við það óöryggi að geta ekki hringt eftir sjúkraþjónustu vegna lélegs símasambands. Hins vegar er ég á því að farsímafyrirtækin ættu að greiða gjald í sameiginlegan sjóð til að bæta netsamband þar sem það er slæmt, en oft margt fólk er á, ekki ósvipað og bíleigendur sem borga hluta af hverjum lítra af eldsneyti sem fer til vegagerðar og vegabóta.
 
Mikill fjöldi fólks á afskekktum stað kallar á sjúkrabíl
 
Fyrir nokkru sagði ég frá því að ég varð vitni að því þegar óvenju mikið af fólki var á Gullfossi og Geysi og kallað var eftir sjúkrabíl þar vegna hjartaáfalls. Ég sá þegar hringt var eftir aðstoðinni á Gullfossi og fimmtíu og tveim mínútum síðar kom bíllinn í lögreglufylgd á skrúðgönguhraða framhjá Hótel Geysi þar sem ég stóð. Umferðin var svo mikil að þó að hávaðinn og ljósadýrðin hafi verið mikil var einfaldlega ekki hægt að komast hraðar yfir.
 
Við Íslendingar eigum frábærar björgunarsveitir sem vinna alla sína vinnu í sjálfboðavinnu og selja flugelda um áramót til að eiga fyrir rekstri sveitanna. Venjan er að þegar eru útihátíðir sjá björgunarsveitir um gæslu og fyrstu hjálp, en það má nota þessar frábæru sveitir meira. Á stærstu hátíðum og þyngstu ferðahelgunum mætti planta þessum frábæru sveitum á fjölmennustu ferðamannastöðunum og þar sem er mikið af fólki, ég get ekki séð að rútufyrirtæki og önnur fólksflutningafyrirtæki sem eru í ferðaþjónustu myndi með sér sjóð til að dekka kostnaðinn til að borga björgunarsveitunum.  
 
Sjúkrabíl í réttir?
 
Miðað við að akstursíþróttafélög séu með sjúkrabíl sama hvað keppendur eru fáir þrátt fyrir að akstursíþróttir séu að mínu mati öruggustu íþróttir sem haldnar eru vegna strangra reglna um keppnistæki og klæðnað keppenda, þá finnst mér það ekkert fráleitt að sjúkrabíll eða björgunarsveit sé við réttir. Allavega hef ég oftar séð menn slasa sig í réttum undanfarin ár en í akstursíþróttum. Spurningin er svo hver eigi að borga fyrir sjúkrabílinn í réttunum því ekki er afurðaverðið til að hrópa húrra fyrir.
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...