Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Það er ekki mikið svigrúm í svona halla ef eitthvað óvænt kemur undir fram- eða afturdekk.
Það er ekki mikið svigrúm í svona halla ef eitthvað óvænt kemur undir fram- eða afturdekk.
Mynd / Óskar Sigurðson
Fréttir 11. nóvember 2019

Ekki nóg að eiga öryggisbúnað, það þarf líka að nota hann

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Áður í þessum pistlum hef ég nefnt að sennilega er ég með meiri hrakfallabálkum sem til eru og því góður í það að skrifa um forvarnir. Flestir eiga eitthvað sem þeir hafa keypt sér til öryggis samanber öryggisgleraugu, hjálm, sýnileikafatnað og fleira. Ótrúlega oft kemur það fyrir að einhver meiðir sig vegna þess að öryggisbúnaðurinn sem viðkomandi á var ekki notaður. 
 
Einmitt þetta kom fyrir mig síðasta sunnudag í október þegar ég var að leika mér á mótorhjólinu mínu á ís. Ég hafði klætt mig í það þykkar buxur að ég gat ekki verið með hnjáspelkurnar mínar sem eiga að tryggja vörn fyrir liðböndin í kringum hnén.
 
Of seint að grípa um rassinn þegar kúkurinn er dottinn
 
Fátt finnst mér skemmtilegra en að keyra mótorhjól á ísilögðum vötnum í skemmtilegri beygjubraut og það var ég að gera. Í beygjum á vissum hraða halla ég hjólinu aðeins meira en margir og hef því lítið svigrúm ef eitthvað óvænt gerist. Það óvænta gerðist, hnefastór steinn var úti á svellinu og fór undir framdekkið og ég beint á hausinn, 100 kg hjól og ég önnur 100 kg og þessi samanlagði þungi lagðist allur á vinstra hnéð sem þoldi ekki allan þennan þunga og það teygðist hressilega á liðböndunum. Fyrir vikið gat ég ekki stigið í fótinn í tvo daga og geng enn haltur viku seinna og á erfitt með svefn vegna sársauka. 
 
Hefði ég verið með spelkurnar, sem eru tveir aukahnjáliðir á hvort hné, hefði ekkert komið fyrir mig og ég þyrfti ekki að gretta mig í hverju skrefi. Óásættanleg mistök að nota ekki rándýran öryggisbúnað sem maður á. Notum öryggisbúnaðinn sem við eigum, það er of seint að grípa um rassinn þegar kúkurinn er dottinn.
 
Skoðun ökutækja misdýr
 
Fyrir nokkru nefndi ég í þessum pistli í samhengi við skoðun á heilsu að almennt finnist fólki það sjálfsagt að láta skoða bílana sína árlega. Í ár er búið að skoða öll ökutæki heimilisins, en þegar skoðaðir voru greiðslureikningar bíla heimilisins kom í ljós mikill verðmunur á milli skoðunarstöðva, en allir bílar heimilisins eru í sama flokk, sem kallast undir 3.500 kg.
 
Skoðunarstöðvarnar eru fjórar og með því að fara inn á heimasíðu þeirra þá er þar uppgefin verðskrá hjá þeim öllum. Samkvæmt uppgefinni verðskrá er Frumherji dýrasta skoðunarstöðin með uppgefið verð á bíl undir 3.500 kg 13.660 krónur. Skoðun á bíl sem er 3.500–7.500 kg kostar 14.720 kr. Næstdýrast er að láta Aðalskoðun skoða bíl undir 3.500 kg, en þar kostar það 13.500 og stærri bílarnir 14.295 kr. Þar á eftir er Tékkland, en þar er lægra verðið 11.995 og stærri bílarnir 12.995. Ódýrasta skoðunarstöðin er jafnframt sú nýjasta og er bara á einum stað á höfuðborgarsvæðinu, Betri skoðun. Þar er bara eitt verð á alla bíla að 7.500 kg., eða 11.495 krónur.
 
Starfsfólk Betri skoðunar á Stapahrauni 1 í Hafnarfirði, talið frá vinstri: Hörður, Grétar og Halldóra. Mynd / HLJ
 
Góð heimsókn fyrir lesendur Bændablaðsins í Betri skoðun
 
Í síðustu viku kom ég við í Betri skoðun á Stapahrauni 1 í Hafnarfirði og spjallaði aðeins við starfsfólkið. Fyrir svörum varð Hörður Harðarson, sem er einn af eigendunum, og sagði hann mér að þau teldu sig ekki þurfa að vera með hærra verð. Aðspurður hvort þeir væru með einhvern afslátt frá þessu verði var svarið að það megi alltaf reyna að semja um hóp­afslátt og í framhaldi, þegar ég spurði hvort nóg væri að segjast vera lesandi Bændablaðsins var svarið: „Bændablaðið er gott blað og við gerum eitthvað gott fyrir lesendur Bændablaðsins.“
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...