Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Eins gott að vera rétt klæddur við aðstæður eins og þessar, sem geta alltaf komið upp í fjárleitum.
Eins gott að vera rétt klæddur við aðstæður eins og þessar, sem geta alltaf komið upp í fjárleitum.
Fréttir 3. september 2019

Alltaf eitthvað nýtt að gera og um leið að varast

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is
Það ætti öllum að vera fyrir löngu ljóst að störfin í íslenskum landbúnaði eru fjölbreytt, alltaf eitthvað nýtt að gera. Þetta er bara spurning um hvaða árstími er hverju sinni, en svona fjölbreyttum störfum fylgja hættur þar sem alltaf er verið að vinna ný og breytileg störf. 
 
Samkvæmt vinnuverndarlögum á hver einasti vinnustaður að gera áhættumat fyrir öll störf og sé tekið mið út frá fjölbreyttum störfum í landbúnaði þyrfti helst að byrja alla morgna á að gera áhættumat. 
 
Eflaust eru ekki margir sem gera áhættumat daglega, en miðað við fréttir undanfarin ár virðist slysum í landbúnaði aðeins vera að fækka. Þó svo að slysum fækki lítillega gerast alltaf slys og aldrei má slaka á í forvörnum og fara að hugsa; „þetta er í lagi, það kemur aldrei neitt fyrir mig.“ Að hugsa þannig er næstum ávísun á slys. 
 
Fyrir nokkru átti ég samtal við fyrrum fallhlífarhermann og spurði hann hvort hann hefði aldrei hugsað um það áður en hann stökk út úr vélinni hvort fallhlífin mundi opnast? Svarið var mér eftirminnilegt. 
„Ég var alltaf hræddur, en sá sem hættir að vera hræddur á að hætta strax.“
 
Stutt í smalamennsku og réttir
 
Nú er að koma sá tími að sækja fé á fjöll og þá er ágætt að fara aðeins yfir helstu atriði gangnamanna. Í fyrsta lagi að klæða sig rétt í hálendisferðum, vera í áberandi lituðum klæðum eða öryggisvesti. 
 
Eins og svo oft áður vil ég minna á að undirföt úr bómullarefni eiga ekkert erindi á fjöll. Ullarföt eða sambærileg föt sem halda hita þó að þau blotni ætti að vera í fyrsta sæti hjá öllum gangnamönnum. 
 
Ullarsokkar (tvennir eða þrennir) eða sambærilegir sokkar sem halda hita á fótum ef viðkomandi blotnar í fætur, einnig t.d. neoprensokkar (uppáhaldssokkar hjá mér). 
 
Svo er það utanyfirgallinn, en gúmmíbuxur og jakki hafa margoft sannað gildi sitt fyrir ófyrirsjáanlegri íslenskri veðráttu. Einnig vil ég benda á atriði eins og að þegar mannskap er raðað niður á smalasvæði að reyna að koma því við að þeir sem eru með þekkingu á fyrstu hjálp, séu með mátulega löngu millibili. Einnig að sem flestir séu með lítinn skyndihjálparpakka öryggisins vegna, bæði fyrir menn og skepnur.
 
Muna eftir hjálminum á hestbaki og fjórhjólum
 
Fyrir um 10–15 árum sá maður varla nokkurn mann með hjálm á hestbaki við smölun, en nú er það orðin undantekning að sjá hestamann hjálmlausan í smalamennsku.
 
Mér er það minnisstætt þegar ég tók mynd af smalamönnum koma á hestum á eftir fé að ég kvartaði við eina dömu að hún hefði skemmt myndina mína með hjálmleysi sínu. Þetta hefði verið ein af uppáhaldsmyndum mínum ef hún hefði bara verið með hjálm. Fimm árum seinna er ég ennþá sár út í hana.
 
Annað hef ég nokkrum sinnum séð á myndum sem vekur óhug hjá mér, en það eru smalar á fjórhjólum sem hvorki nota hjálm né brynju, en hvort tveggja er spurning um líf eða dauða að mínu mati. 
 
Varðandi fjórhjólanotkun í smölun þá er gott að vera með í hjólinu viðgerðarsett fyrir dekk og pumpu, einnig að vera með vara aukakerti og helstu verkfæri til viðgerða á hjólinu.
 
Það er vissulega gaman í réttum, en gleymum ekki litla fólkinu 
 
Einn af skemmtilegustu dögum ársins er þegar ég fer í réttir. Glaðlynt fólk alls staðar og nóg að gera, en of oft hef ég séð smáfólk (lítil börn) ráfa um eftirlitslaus við og í réttinni. Sem foreldri myndi ég aldrei fyrirgefa sjálfum mér ef mitt barn hefði slasað sig og orsökin hefði verið rakin til mín vegna eftirlitsleysis á stað eins og við réttir. Þar er verið að bakka vögnum og vörubílum við misgóðar aðstæður upp að römpum til að flytja fé heim á bæ.
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...